Morgunblaðið - 20.07.1965, Page 20

Morgunblaðið - 20.07.1965, Page 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. júlí 1965 GEORCETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN Augu hennar fylltust tárum og hönd hennar.þrýsti aðeins á móti kveðju hans, áður en hún dró hana að sér aftur og henni tókst að stynja einhverju upp um góð- semi hans og sinn eigin söknuð. Hann fékk hana til að setjast, tók sér sjálfur stól rétt hjá henni, og sagði: Tilfinningar mínar hafa engum breytingum tekið, og reyndar þykir mér ekki hugsan- legt, að þær geri það nokkurn- tíma! En mér hefur verið sagt .... mér skilst .... að yðar til- finningar hafi aldrei svarað þeim. Trúið mér, að ef þér getið ekki endurgoldið tilfinningar mínar, þá virði ég yður fyrir að hafa haft hugrekki til að segja það. Ég er því algjörlega mót- fallinn, að þér gefið mér hönd yðar, ef hjarta yðar er annars- staðar bundið. Fyrirgefið þér! Ég held, að þér hafið orðið mikið að þola vegna þess arna, en því hefði mér aldrei getað dottið í hug að koma til leiðar .... En nú hef ég nóg talað! Leyfið mér aðeins að fullvissa yður um, að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hindra slíkt framvegis. — Þér eruð svo góður og nær- gætinn, sagði Cecilia. Mér þykir það svo leitt .... að ég skuli ekki getað orðið við óskum yðar og vonum .... Hér brast hana hana röddina og tárin komu fram í augu henni og hún leit undan. Hann tók hönd hennar og kyssti hana. — Segið ekki meira. Ég hefði alltaf átt að geta vitað, að þessi vinningur var ekki mér ætlaður. I>ó að þér getið ekki orðið við ósk minni, getum við samt verið vinir? Ef ég get nokk- urn greiða gert yður, þá látið mig vita. Það yrði mér ánægja að geta gert eitthvað fyrir yður! — Æ, segið þetta ekki: Þér er- uð alltof góður! Dyrnar opnuðust og hr. Riven- hall kom inn, hikaði andartak á þröskuldinum, þegar hann sá 31 Charlbury og virtist ætla að hörfa frá. En Charlibury gekk til hans og sagði: — Það var gott, að þú varst heima, Charles, því að ég held að við getum afgert þetta mál betur með þinni hjálp. Við systir þín höfum komið okfe- ur saman um, að við séum ekki hvort öðru ætluð. — Ég skil, svaraði hr. Riven- hall þurrlega. — Ég virðist ekki geta sagt um þetta neitt að gagni, annað en það, að ég harma það. Ég skil þetta svo, að þú ætlir að GERIÐ SAMANBURÐ Á VERÐI I ! ! Framúrskarandi reynsla hérlendis á VREDESTEIN hjólbörðunum sannar gæðin og hið ótrúlega lága verð tryggir hagstæðustu kaupin. Munið að gera samanburð á verðum áður en þér kaupið hjólbarðana. VREDESTEIN hjólbarðar eru fyrirliggjandi í eftir- töldum stærðum: 520x13/4 Kr. 668,00 710x15/6 Kr. 1.295,00 590x13/4 ■ 815,00 760x15/6 — 1.579,00 640x13/4 — 930,00 820x16/6 425x16/4 ““ 1.787,00 591,00 640x13/6 - 1.080,00 500/525x16/4 — 815,00 650x13/4 — 1.122,00 550x16/4 — 960,00 670x13/4 — 970,00 600x16/6 — 1.201,00 670x13/6 — 1.114,00 650x16/6 — 1.285,00 520x14/4 — 735,00 700x16/6 — 1.731,00 560x14/4 — 810,00 900x16/8 — 3.881,00 590x14/4 — 860,00 650x20/8 — 2.158,00 750x14/6 — 1.215,00 750x20/10 — 3.769,00 560x15/4 — 845,00 825x20/12 — 4.400,00 590x15/4 — 920,00 1100x20/14 — 8.437,00 640x15/6 — 1.153,00 900x20/14 — 5.591,00 670x15/6 — 1.202,00 ® KR. KRISTJÁNSSDN H.F. 11 M B 0 fl Ifl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 tilkynna föður mínum, að ekki verði neitt úr neinni trúlofun? — Charlbury lávarður hefur verið góður og nærgætinn, hvísl- aði Cecilia. — Því vil ég vel trúa, sagði hr. Rivenhall. — O, vitleysa! sagði Charl- bury og greip hönd hennar. — Ég fer nú en ég vona, að ég megi koma hingað í heimsókn, sem vinur. Ef til vill dansa ég ekki í brúðkaupinu yðar, en ég óska yður allra heilla engu að síður. Hann þrýsti hönd hennar, sleppti henni aftur og gekk út og hr. Rivenhall á eftir, sem fylgdi honum niður í forsalinn og sagði: — Bölvað ekkisens óstand er þetta, Evv.arr'j Hún er alveg viti sínu fjær! Er. að það snertir að giftast þessum hvolpi .... aldrei! — Frænka þín segir mér, að þetta sé allt sjálfum mér að kenna, af því að ég hafði fengið hettusóttina viljandi! sagði Charlbury, daufur í dálkinn. — Soffía! sagði hr. Rivenhall, og ekki í neinum blíðuróm. — Mér finnst við ekki hafa átt eina rólega stund hér í húsinu, síðan hún kom hingað. — Nei, það þykir mér líka trú- legt, svaraði lávarðurinn hugsi. — Hún er sérkennilegasti kven- maður, sem ég hef fyrirhitt, en mér líkar nú samt einhvemveg- inn vel við hana. Er ekki eins um þig? — Nei, svei mér þá alla daga, svaraði hr. Rivenhall. Hann fylgdi vini sínum út, en kom inn um dyrnar aftur, rétt í því að Hubert kom þjótandi nið- ur stigann. Hæ, hvert ertu að flýta þér svona mikið? sagði hann. — O, ekki svo sem neitt. Ég er að fara út. — Hvenær ferðu aftur til Ox- ford? — í næstu viku. Uppá hvað var það? — Heldurðu, að þú kærir þig um að fara með mér til Thorpe Grange á morgun? Ég þarf að fara þangað og verð þar sjálf- sagt yfir nóttina. Hubert hristi höfuðið. — Nei, það get ég ekki. Ég ætla til Harpenden og vera þar í einar tvær nætur, veiztu það ekki? — Nei, það vissi ég ekki. í Newmarket? Hubert roðnaði. Já, því skyldi ég ekki fara til Newmarket ef ég vil? — Nei, það er ekkert að athuga við það, en ég vildi bara, að þú veldir þér félagsskap dálítið skynsamlegar. Ertu ákveðinn? Við gætum farið þangað ríðandi frá Thorpe ef við vildum. — Það er vel boðið af þér Charles, en ég lofaði Harpenden þessu og get ekki farið að svíkja það, sagði Herbert önugur. — Jæja, gott og vel, en eyddu ekki ofmiklu. Hubert yppti öxlum. — En hvað ég vissi, að þú mundir segja þetta. — Ég gæti sagt sitthvað fleira, sem þú yrðir að trúa. Ég kæri mig ekkert um að fá á mig þess- ar veðmálaskuldir þínar, svo að þú skalt ekki veðja um efni fram. Hann beið ekki eftir neinu svari, en fór upp aftur og inn í setustofuna, og fann þar systur sína, þar sem hann hafði skilið við hana, vera að grúta í vasa- klútinn sinn. Hann fleygði sín- um vasaklút í kjöltu hennar. — Ef þú þarft að vera að leika garðkönnu þá taktu minn. Þú ert líklega ánægð núna! Það geta ekki allar stúlkur grobbað af því að hafa hryggbrotið hann Charl- bury! — Ég er ekkert að grobba af því, sagði hún og þaut upp. — En mér er alveg sama um ríki- dæmi og stöðu. Þar sem tilfinn- ingar mínar eru ekki....... — Gætir nú samt ef til vill kært þig eitthvað um mann- gildi! Þú mættir lengi leita til að finna betri mann, Cecilia. Láttu þér ekki detta í hug, að þú hafir fundið þann rétta, þar sem skáldið þitt er. Ég vona, að þú lifir nógu lengi til að iðrast eftir það, sem þú hefur gert í dag. — Ég geri mér Ijóst, að Charl- bury lávarður hefur alla kosti til að bera, svaraði hún dauflega og þurrkaði sér á vasaklútnum hans. — Meira að segja tel ég hann vera fínasta aðalsmann, sem ég þekki, og ef ég er að gráta, þá er það af sorg yfir að hafa gert honum vonbrigði. Hann gekk út að glugganum og horfði út á torgið. — Það þýð- ir ekkert að vera að skamma þig. Eftir þetta, sem gerðist í gær- kvöldi, eru ekki mikil líkindi til, að Charlbury langi til að giftast þér. En hvað ætlaztu fyrir? Ég þarf ekki að taka það fram, að pabbi þinn samþykkir aldrei, að þú giftist Fawhope. — Já, af því, að þú vilt ekki láta hann samþykkja það! Get- urðu nú ekki látið þér nægja hyggindahjónaband fyrir sjálf- an þig, án þess að vilja það sama mér til handa? æpti hún í æs- ingi. Hann reigði sig. — Það er lítill vandi að sjá, að hér eru áhrif frænku minnar að verki, sagði hann. — Áður en hún kom hing- að, hefðirðu aldrei svarað mér svona. Virðing mín fyrir Eugen- iu .... — Ef þú elskaðir hana, Charl- JAMES BOND hi IAN FLEMING es, mundirðu ekki vera að tala um virðingu fyrir henni. Það var á þessu óheppilega augnabliki, sem Dassett vísaði ungfrú Wraxton inn í stofuna. Cecilia flýtti sér að stinga vasa- klút bróður síns undan, og kaf- roðnaði í framan, hr. Rivenhall sneri sér frá glugganum og sagði með sýnilegri fyrirhöfn: — Eugenia! Við bjuggumst ekki við þessari ánægju. Komdu sæl! Hún rétti honum höndina, og leit eins og ósjálfrátt á Ceciliu, og sagði: — Segðu mér, að það sé ekki satt! Mér hefur aldrei brugðið meira á ævinni en þeg- ar hann Alfred sagði mér, hvað komið' hafði fyrir .... í gær- kvöldi. — Það var eins og systkinin nálguðust hvort annað ósjálfrátt. — Alfred? át hr. Rivenhall eftir. — Hann sagði mér þegar hann ók heim af dansleiknum, að hann hefði ekki komizt hjá því að heyra, hvað Cecilia sagði við þig, Charles. Og Charlbury lá- varður! Ég vildi ekki trúa, að þetta gæti verið satt. Hr. Rivenhall hallaðist heldur að því að taka svari systur sinn- ar, sumpart vegna skyldleikans en einnig af meðfæddum dreng- skap. Hann varð móðgaður á svipinn, og honum gramdist það við Ceciliu að hafa komið hon- um í þessi vandræði. Hann svar- aði því, til þess að segja eitt- hvað: — Ef þú átt við það, að Cecilia og Charlbury lávarður hafa orðið ásátt um, að þau hæfi ekki hvort öðru, þá er það ekki nema satt. En ég veit ekki, hvað það kemur Alfred við, og að hann þurfi að hlaupa með það, sem hann heyrir óviljandi. — Góði Charles, þú veizt, að öll mál fjölskyldunnar þinnar eru líka mín mál. — Það er fallega hugsað af þér. en ég óska bara ekki eftir nein- um umræðum um þetta. — Afsakið þið, sagði Cecilia. — Ég verð að fara til hennar mömmu. Hún gekk síðan út en ungfrú Wraxton leit alvarlega á Charles, og sagði: — Mig furðar ekki á, að þú sért í slæmu skapi. Þetta er leiðinda atvik og ég held ekki. að við þurfum lengi að leita að þeim, sem hefur komið Ceciliu til að haga sér svona líkt sjálfri sér. Tónlistin mun koma í veg fyrir, að þeir, sem eru að hlera, heyri nokk uð. Og nú, vinur sæll, langar mig til að heyra alla söguna. .... svo að sprengjan var augsýni- lega í myndavélahylkinu, sem náung- arnir tveir voru með. Tilgangurinn með sprengjunni var greinilega sá, að koma þér fynr kattar nef. Þeir ætluðu sér að kasta henni og hverfa síðan bak við trén. Það hltýur að hafa farið út um þúfur. Furðulegt mál! Bloðið bostor 5 krónur í lausasölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.