Morgunblaðið - 20.07.1965, Qupperneq 5
Þriðjudagur 20. júlí 1965
MORGUNBLAÐIÐ
5
HeSm cað Hólum
Stork-
urinn
sagði
•B hann heíði verið að fljúga úti
í hlýindunum og dumibungnum
hér syðra í gær, þegar hann hitti
VISUKORN
MANVÍSA
Lýsa hvarmaleiftrin blá,
léttir harni mínum.
Lífsins varma leggur frá
ljósum barmi þinum.
Rósberg G. Snædal.
mann sólbrúnan, nýkominn
Norðurlandi.
Storkurinn: Jæja, þú segir
náttúrlega undireins: Nú er
horfið Norðurland, þegar þú
kemur hingað í vætuna?
Maðurinn: Bæði og. Víst er oft
gott á Norðurlandi, bæði veður-
blíða og landslag. Þar er margt
að skoða.
Þar eru margir merkir staðir,
fornfrægir sögustaðir, sem ís-
lendingum ber nánast skylda til
að kynna sér. Óþarfi er að nefna
nein nöfn, en ekki leikur neinn
vafi á að þar ber Hólastað hæst.
Heim að Hólum eru helg orð I
huga allra landsmanna. Nú þurfa
menn ekki lengur að ganga þang
að bónleiðir til búðar, þvi að á
staðnum er rekið eitt snyrtileg-
asta gistibús landsins. Gott er að
gista að Hólum, sagði maðurinn
þrifalegt og aðláðandi. Margt að
sjá á staðnum sjálfum og stutt
til allra nágrannabyggða.
Mér þykir þú segja nokkuð,
sagði storkurinn, og um leið flaug
hann upp á turninn við Hóladóm
kirkju í huganum, og lét sig
dreyma um forna frægð. Smjatt
aði um leið á kostulegum krás-
um og hvíldi sig í mjúkum rúm-
um Hólagististaðarins, allt í hug-
anum, sem bar hann hólfa leið
Heim að Hólum.
Permanent litanir
geislapermanent, — gufu-
permanent og kalt perma-
nent. Hárlitun og hárlýsing
Hárgreiðslustofan PERLA
Vitastíg 18A - Simi 14146.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla er á leið til Austfjarða frá
Spáni. Askja er í Vestmamnaeyjuin
fer þaðan í kvölid til Norðfjarðar.
! Hafskip h.f.: Langá er í Rvík. Laxá
er í Rvlk. Langá kom til Hull 19. þ.m.
| Selá er á Seyðisfirði.
Pan Amerícan þota er væntanleg
ÞEKKIRÐU
LANDIÐ
ÞITT?
Þórólfur Mostrarskegg nam
land á Snæfellsnesi miðju að
norðan og kallaði landnám
sitt Þórsnes. „Hann hafði svo
mikinn átrúnað 4 fj all þáð,
er stóð í nesinu, er hann kall
aði Helgafell, að þangað
skyldi enginn óþveginn mað
ur líta, og þar svo miki.l frið-
helgi, en engu skyldi granda
í fjallinu, hvorki fé né mönn-
um. Það var trú þeirra Þór-
ólfs fænda, að þeir dæi allir í
fjallið". Svo segir í Land-
námu. Það virðist hafa verið
algeng trú hér á landi í forn
öld, áð framliðnir menn byggi
eftir dauðann í björgum eða
fjöllum nærri heimkynni
sínu og þangað söfnuðust svo
frændur þeirra. Svanur á
Svanshóli sást ganga í fjallið
Kaldibakshorn „og var honum
þar vel fagnað“. Þeir Sel-
Þórir frændur hinir heiðnu
dóu í Þórisbjörg. Kráku-
Hreiðar kaus að deya í Mæli-
felL- Gg þegar Þonsteinn
Þorskabítur hafði drukknað
hjá Höskuldsey, sást hann og
félagar hans ganga í Helga-
fell og var þeim þar vel fagn-
að og heyrði sauðamaður að
sagt var að Þorsteinn skyldi
sitja gegnt föður sínum, Þór-
ólfi Mostrarskegg.
Þótt langt sé nú síðan að
Þórsnesingar hættu að deya í
Helgafell, hvílir enn helgi á
fjallinu. Sá sem gengur þar
upp í fyrsta sinn, mælir ekki
orð af vörum og lítur hvorki
til hægri nú vinstri, getur
fengið þrjár óskir uppfylltar á
fjallinu. í kapellurústum, sem
þar eru, á hann að snúa sér
til austurs, gera bæn sína og
bera því næst fram óskirnar.
Slíkur er enn helgimáttur
staðarins.
Árið 1184 var Flateyar-
klaustur flutt að Helgafel'li
og stó'ð þar fram til siðaskipta.
Var það mikið fræðasetur um
hríð. í kirkjugarðinum á
Heigafelli hvila þeir ósvífur
spaki, Gestur Oddleifsson,
Þorkell Ryolfsson og Guðrún
Ósvífursdóttir.
Fagurt er á Helgafelli.
Stendur bærinn og kirkjan í
skjóli fellsins, fram undan er
fallegt vatn og milli þess og
fellsins er íðgrænt túnið.
Segja sumir að þeir hafi ekki
séð fegurra bæjarstæði á ís-
landi.
frá NY í fyrramálið kl. 06:20. Fer
til dasgow og Berlánar kl. 07:00.
Væntanleg frá Berlín og Olasgow
arvnaðkvölid kl. 18:20. Fer til NY ann-
að kvöld kl. 19:00. Beztu þakkir, Aðad
j umboð Pan American, Reykjavík.
Skipaútgerð ríkisins: HekJa er í
Bergen á leið til Kaupmannahafnar.
Esja er á Norðurlandsihöfn<uin. Her-
jólfur fer frá V estm an nae y j um kl.
21:00 í kvöld tii Reykjavíkur. Skjald-
breið er á Austfjarðarhöfn-um. Herðu-
breið er í Reykjavík.
H.f. Jöklar: Drangajökull er 1 Rott-
erdam, fer þaðan í vköld til London.
Hofsjökull hefur væntanlega farið í
gærkveldi frá NY til Charleston. Lang
jökull er í Rotterdam, fer þaðan í
kvöld til Hamborgar, E9bjerg og Lyee
kil. Vatnajökull kom í gærkveldi til
Reykjavíkur frá Hamborg, Rotterdam,
Antwerpen og London.
Skipadeild S.Í.S.: Amarfeli er í
Borgarnesi, fer þaðan til Þorlákehafn-
ar. JökuMell liestar á Breiðafjarða-
höfnum. Dísarfell er í Keflavík, fer
þaðan til Ólafsvíkur og Grundarfjarð-
ar.. Litlafell fer í dag frá Rvík til
Patreksfjarðar og Húnaflóahafna.
Helgafell er í Rvík. Hamrafell kem-
ur til Hamborgar á morgun frá
Stokkhólmi. Stapafell kemur til
Reykjavíkur í dag. Mælifeltl fór 18.
írá Norðfirði til Helsingfors, Hangö
og Ábo. Belinda fer í dag frá Vest-
mannaeyjum til Rvíkur.
Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug:
Gullfaxi fór til Glasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 08:00 í morgun.
Vélin er væntanleg aftur til Reykja-
víkur kl. 22:40 í kvöld. Skýfaxi fer
til Bergen og Kaupmannahafnar kl.
14:00 í dag. Vélin er væntanleg aftur
ti'l Rvíkuir kl. 14:50 á fimm'tudag.
Innanlandsflug: í dag er áættað að
fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Vest-
mannaeyja (2 ferðir), ísatfjarðar, Egils
staða (2 ferðir), Sauðárkróks, Húsa-
víkur.
H.f. Eimskipafélag íslands: Bakka-
foss fór frá Vestmannaeyjum 16. þm.
til Rotterdam, Antverpen og Hull.
Brúarfoss fór frá Flateyri 19. þm. til
Keflavíkur. Dettifoss fór frá Hamborg
18. þm. til Rvíkur. Fjalilfoss fer frá
Rvík kl. 17:00, 19. þm. til Keflavíkur.
Goðafoss fer frá Rvík kl. 20:00, 19.
þm. til ísafjarðar, Súgandafjarðar og
Bíldudals. Gulltfoss fór frá Leith lö.
þm. til Rvíkur. Lagarfoss fer frá Hafn
arfirði kl. 12:00 19 þm. til Akranes,
Siglufjarðar, Ólafstfjarðar og Akur-
eyrar. Mánafoss fór frá London 15.
þm. til Rvíkur væntanlegur á ytri
höfnina kl. 14:00, 19. þm. Selfoss fer
frá Hamborg 20. þm. til Rvíkur.
Skógafoss fer frá Hamborg 20. þm. til
Rvíkur. Skógatfoss kom til Hamborg-
a-r 18. þm. fer þaðan til Gdansk,
Turku og Kotka. Tungufoss fer frá
Antwerpen 20. þm. til Rvíkur. Utan
skritfstofutíma eru skipafréttir lesnar
í sjálfvirkan símsvara 2-1466.
Spakmœli dagsins
Hundrað karlar geta myndað
herbúðir, en það þarf konu til
að skapa heimili. — Kínverskt,
Klæðum húsgögn
Klæðum og gerum upp
bólstruð húsgögn. Sækjum
og sendum yður að kostnað
arlausu. Valhúsgögn, Skóla
vörðustíg 23. — Sími 23375.
Útsala — Útsala
Sumarútsalan hefst á morgun. — Mikill afsláttur
af kápum — kjólum og drögtum.
Laufið, Austurstræti 1
Stúlkur óskast
strax. — Upplýsingar í síma 17758.
NAUST
íbúð óskast
Fámenn fjölskylda, sem í haust flytur heim frá
útlöndum, óskar að leigja 4ra—5 herb. íbúð.
Upplýsingar í síma 30-910.
Símanúmer vort verður hér eftir
38655
Verzlanatryggingar Skipholti 37
Skipholt
5 herbergja 2. hæð til sölu. Sér hitaveita. Þvotta-
hús á hæðinni og bílskúrsréttindi.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL.
Laufásvegi 2. — Sími 13243.
ATHUGIÐ ! Hefi úrval af nýjum kven-
hælum. Afgreiði allar skóviðgerðir með
stuttum fyrirvara.
Skóvinnustofan
Skipholti 70 (í nýbyggingunni).
Bygginga — Verkamenn
Nokkrir verkamenn vanir byggingavinnu óskast nú
þegar í Hótel Loftleiðir á Reykjavíkurflugvelli.
Fæði á staðnum. — Upplýsingar í síma 20-200 á dag
inn og 11759 eftir kl. 7 á kvöldin.
Þórður Kristjánsson.
Lausar kennarastöður
á Sauðárkróki
sendist undirrituðum fyrir 15. ágúst nk.
Ein kennarastaða við Barnaskóla Sauðárkróks.
Ein kennarastaða við Gagnfræðaskóla Sauðárkróks.
Aðalkennslugreinar: stærðfræði og eðlisfræði.
Umsóknir stílaðar til menntamálaráðuneytisins
Fræðsluráð Sauðárkróks,
Pósthólf 73. — Sauðárkróki.