Morgunblaðið - 20.07.1965, Side 22

Morgunblaðið - 20.07.1965, Side 22
KR vann Akureyringa 5-0 - með alla varamennina mei Baldvin skoraði 3 hnörk KR og AKUREYRINGAR mætt- ust í 1. deild á Laugardalsvelli á sunnudag og fór KR með óvænt- an stórsigur af hoirni, 5—0. Hafa KR-ingar nú mjög treyst sigur- möguleika sína, en að sama skapi hafa Akureyringar komist í fali- hættu — einkum ef þeir ekki ná sér upp úr þeim öldudal sem leikur liðsins nú er í. „Varamannalið" KR. KR-ingar hafa án efa ek'ki far- ið sigurvissir inn á leikvanginn á sunnudag. Tvo landsliðsmenn Ellert og Sigurþór vantaði í lið- ið vegna veikinda á síðustu stund og á fyrsta stundarfjórðungi hverfa tveir aðrir, Jón Sig. inn- Iherji og Kristinn bakvörður af velli vegna meiðsla. Allir vara- menn KR voru því komnir inn á völiinn (utan varamarkvarðar — enda var kallað eftir fleirum í Ihátalara vallarins). Það hefði því mátt ætla að Akureyringar reyndu þegar í Ibyrjun að brjóta þetta „vara- mannalið“ KR, því með forystu strax í leiknum má ætla áð KR- ingar hefðu látið hugfallast. En á slíkri tilraim örlaði ekki hjá Akureyringum — þvert á móti fóru þeir dauflega af stað og eftir að KR hafði tekið for- ystuna áttu þeir aldrei mögu- leika á að ná frumkvæðinu. En Oeikurinn varð knattspyrnulega séð afar lélegur og einn sá lé- legasti er sést hefur í 1. deild- inni í ár. En augnablikin voru möng skemmtileg, einkum er Ohinn eldfljóti miðherji KR, Bald vin Balvinsson, hljóp af sér vöm Akureyrar, og jafnvel náði knett Staðan unum af markverði Akureyringa í útspyrnu — og skoraði Baldvin skoraði þrjú mörk KR Sveinn Jónsson eitt og Gunnar Felixson eitt. KR-ingar náðu forystu í mörk um eftir 8 mín. Skoraði Sveinn með glæsilegu skoti og óverjandi af yfir 20 m. færi. Þetta kveikti neistann hjá KR-liðinu, sem sannarlega var ekki upp á marga fiska í samleik og uppbyggingu. Og eftir þetta lögðu KR-ingar allt sitt í þá leikaðferð sem þeir nú beita svo mjög, langsending- I I. deild EFTTR leikina um helgina staðan þessi í 1. deild: er KR 7 4 2 1 18-8 10 Valur 6 3 1 2 12-11 7 Akranes 6 3 1 2 12-11 7 fCeflavík 5 2 1 2 9-6 6 Akureyri 6 2 13 8-15 5 Eram 7 115 7-15 3 Ole Modsen otvinnumnður OLE MADSEN, fyrirliði og „markakóngur“ danská lands- liðsins í knattspyrr»u, hefur samkvæmt fregn í Wlaðinu Aktuelt í Kaupmannahöfn, undirritað samning um at- vinnumennsku við hollenzka liðið Sparta í Rotterdam. Gild ir samningurinn til 2ja ára og við undirritun fékk Madsen 200 þús. kr. danskar, eða um 1,2 milljón íslenzkra króna. Madsen hefur leikið 44 lands leiki og skoraði í þeim 41 mark . Hann er þrítugur ar fram og síðan er Baldvin mið- I herji látinn um það sem eftir | er og hraði hans og ákve'ðni skap- ar verulega hættu. Liðin Samleikur Baldvins og Gunn- ars var það bezta í leik KR- inga og skapaði þrjú markanna. Baldvin átti heiðurinn af hinu fimrnta er hann náði knettinum í útspyrnu Samúels markvarð- ar, sótti að af harðfylgi og fékk vippað í mannlaust mankið. Það Framhald á bis. 23. Magnus Guðmundsson, Islandsmeistari, tekur við sigurlaunun um úr hendi Guðlaugs Guðjónssonar mótstjóra. — Ljósm.: Sv. Þ. Magnús vann með 11 höggum Vann 7 högg í síðasta hring MAGNÚS GUÐMUNDSSON frá Akureyri sýndi það enn einu sinni að hann er ofjarl allra ann- arra golfmanna á landinu. 1 helli rigningu og rokhviðum á laugar- daginn lauk hann við siðustu 12 holurnar af 72, sem í er keppt á lslandsmótinu, í 51 höggi — eða á sama höggafjlda og hann sló fyrstu 12 holurnar á miðvikudag inn, en þá var bezta veður móts- ins, þurrt og tiltlulega stillt veð- ur. Þessí lokasprettur sýndi hans mikla keppnisskap, hans mikla öryggi, og færði honum sigur með 11 högg umfram næsta mann og íslandsmesitaratitilinn í 3. sinn í röð og 4. sinn samtals. Rigningin og rokhviðurnar gerðu mörgum erfitt fyrir. Þann- ig tókst t.d. Óttari Yngvarssyni Rvík sem veitt hafði Magnúsi góða og nokkuð óvænta keppni allt fram til hins síðasta, ekki vel upp einkum er hann var orðin gegnblautur. Ólafur Ág. Ólafs- son náði einnig frábærum árangri á lokasprettinum, 52 högg — og vann sig upp í 4. sæti. Það kom engum á óvart að Magnús vann örugglega. Ýmsir aðrir léku á mótinu mjög vel miðað við aðstæður og má þar sérstaklega nefna Hafstein Þor- Akurnesingar heppnir að fá bæði stigin gegn Fram tvívegis varið á línu Aktaness AKURNESINGAR máttu hrósa happi yfir að vinna bæði stigin af Fram í gærkvöldi, en leikn- um lauk með sigri Akurnesinga 1—0. Akumesingar „áttu“ fyrri hálfleikinn frá upphafi og ekki eitt einasta skot ógnaði marki þeirra. Var Framliðið frámuna- lega lélegt í þeim hálfleik. En í þeim síðari voru Framarar, sem annað lið og er á leið áttu þeir látlausa sókn að marki Akra- ness og kiomst það oft í mikla hættu m.a. bjargaði Jón Leósson tvivegis á marklínu og skot dundu í þverslá marksins. fór á annan veg. Sókn Fram þyngdist er á leið hálfleikinn og náði hámarki undir lokin og hefðu þeir svo sannarlega átt skilið jafntefli í leiknum — jafn vel sigur. Akurnesingar áttu aðeins tvö marktækifæri í fyrri hálfleik. í fyrra skiptið var Skúli of seinn að nýta ágætt færi og í síðara Framhald á bls. 23. geirsson sem sigraði í 1. flokki og Kára Elíasson sem þar varð annar. Þá náði Hans Isebarn er sigraði í unglingaflokki glæsileg um árangri og yfirburðaesigur vann einnig Páll Ásgeir Tryggva son í 2. flokki. Mótið tókst mjög vel miðað við veðuraðstæður. Mótstjóri var Guðlaugur Guðjónsson. Verð- laun voru afhent í hófi í Sögu á laugardagskvöld. Hér á eftir fara svo úrslit f öllum flokkum. Innan sviga er höggafjöldi keppenda á síðustu 12 holúnum, sem leiknar voru á laugardaginn. Meistaraflokkur (72 holur): íslandsmeistari Magnús Guðm. Ak 316 (51) 2. Óttar Yngvas. Rvík 327 (58) 3. Gunnar Sólnes Ak. 383 (59) 4. Ólafur Ág. Ólafss. R 336 (52) 5. Einar Guðmundsson R (55) og ólafur Bjarki R 337 (59) 7. Herm. Ingimarss. Ak 339 1. flokkur (72 holur): 1. Hafst. Þorgeirss. R 343 (63) 2. Kári Elíasson R 349 (68) 3. Gunnar Þorleifss. 362 (57) 4. Hallgr. Þorgrímss. 363 (66) 5. Þorvarður Árnas. R 114 (58) 6. Tómas Ámason R 367 (67) 2. flokkur (72 holur): 1. Páll A. Tryggvas. R 378 (70) 2. Þórir Sæms. S.nes 395 (62) 3. Hannes Hall R 397 (62) 4. Júlíus Snorras. Vm. 339 (67) Unglingaflokkur (36 holur): 1. Hans Isebarn 186 (64) 2. Björgvin Þorst.s. Ak 194 (63) 3. Viðar Þorst.s. Ak 196 (60) 4 Jón Gunnl.s. Vestm. 213 (66) Knattspyrnukvöld í Kópavogi: Bæjarstjórnin móti Sjoffolluðu MMOM Þróttur í urslit- um í 2. deild FYRIR tveim árum var haldin útiskemmtun í Kópavogi á veg- um Ungmennafélagsins Breiða- bliks, þar sem m.a. fór fram keppni í knattspyrnu milli meist araflokks félagsins og liðs bæjar stjórnar Kópavogs, sem var að mestu ósvikið. Fregnum af úr- slitum bar ekki með öllu saman en þau munu hafa verið u.þ.b. 5 mörk gegn 3 bæjarstjórninni í vil. Þar sem sýnt var að hér var um mjög jöfn lið að ræða, var talið mjög æskilegt, að þau leiddu saman hesta sína aftur. Stóð það til í fyrra en- varð ekki úr af ýmsum orsökum. Nú hefur komizt á samkomu- lag milli aðila um að keppni milli þeirra fari fram í kvöld, ef veð- ui leyfir. Benda síðustu fréttir til að bæjarstjórnin mæti til leiks með 15 manna harðsnúið lið, bæjarstjóra sem fyrirliða. Breiða bliksmenn munu væntanlega búa sig í sjóklæði, ef nægilega mörg finnast í Kqpavogsbæ. Auk þessarar keppni munu fara fram stuttir kappleikir í þrem yngri aldursflokkum milli Austur- og Vesturbæjar. Kappleikirnir munu hefjast um kl. 20.30 og fara þeir fram á Smárahvammstúni við Fífu- hvammsveg. Ákveðið hefur verið, að ágóði af knattspyrnu kvöldinu renni til stofnunar utanfarasjóðs knatt- spyrnudeildar Breiðabliks, en inngangseyri verður stillt í hóf, svo að sem flestir eigi þess kost að njóta skemmtunarinnar. Eina mark lciksins Framan af höfðu Akurnesing- ar tögl og hagldir í leiknum, en náðu ekki nógu vel saman svo að margt upphlaupið rann út í sandinn fyrir eigin ónákvæmni og hreinan klaufaskap. Eina mark hálfleiksins — og eina mark leiksins var skorað á 43. mín. hálfleiksins. Varð mikil pressa við Frammarkiö eftir sendingu fyrir það frá vinstri kanti. Matthías h. útherji var í bezta færinu, en gaf hins vegar til Björní Lárussonar. Hann skaut en hitti Eyleif félaga sinn. Þá fékk Skúli Hákonar gott tæki færi og sendi í netið fram hjá hópi Framara. Misheppnuð tækifæri Fram í síðari hálfleik snerist aflið við. Að vísu léku Skagamenn undan hliðarvindi og menn bjuggust við öruggum sigri þeirra eftir gangi fyrri hálfleiks. Ákveðnari leik Fram og upp- hlaup í byrjun héldu menn að ekki mundu vara lengi. En það UM helgina fóru fram tveir leik- ir í annarri deild. Á Melavelli léku Þróttur og Siglfirðingar og á ísafirði léku heimamenn við Breiðablik úr Kópavogi. Þróttur sigraði Siglfirðinga ör- ugglega 4:2 í heldur daufum leik. Á ísafirði varð jafntefli 2:2. Þriðji leikurinn sem átti að vera um helgina fór ekki fram. Vest- mannaeyingar áttu að leika við F.H. í Hafnarfirði en veður haml aði því að Eyjamenn gætu kom- ið. Þróttur hefur nú, með sigri sínum yfir Siglfirðingum tryggt sig í úrslitaleikinn. Nú er bara spurningin hvaða lið sigrar í B-riðli. 1 B-riðli eru nú eftir tveir leikir sem hafa mikla þýð- ingu í sambandi við úrslitin. Is- firðingar eiga eftir að leika einn leik, við Víking og þann leik verða þeir að vinna ef þeir eiga að hafa einhveni möguleika á efsta sætinu. Og svo er eftir leikurinn F.H.-Í.B.V. Það má segja að sá leikur sé úrslita- leikur, þó segja megi að sé nokk urn vegin sama fyrir F.H. hvern- ig fari. Takist í.B.V. að sigra þá er eru þeir í úrslitum. Sigri F.H. þá eru ísfirðingar 1 úrslitum ef þeir vinna Víking. Það má því segja að þessir leikir sem eftir eru í B-riðli, séu afgerandi og áreiðanlega verða þeir báðir mjög spennandi Hve- nær leikurinn l.B.V.-F.H. fer fram er ekki að fullu ákveðið enn, en reynt verður að iáta hann fara íram hið fy-rsta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.