Morgunblaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐID Þriðju'dafur 20. júlx 1965 m Piltarnir, sem fóru í Lundúna ferðina, við Tower brúna. Frá vinstri: Ingvar Gunnarsson og Hjálmar Haraldsson. Hlutu Lundúnaferð fyrir ritgeröirnar Meiri innflutningur á kartöflum en nokkru sinni - vegraa uppskerubrestins í fyrra SlÐASTLIÐINN vetur efndi Flugfélag íslands til verðlauna- samkeppni í samvinnu við Barna blaðið Æskuna í Reykjavík og bamablaðið Vorið á Akureyri. Fyrstu verðlaun í báðum til- fellum voru fjðgurra daga ferð til London. í verðlaunasam- Æskunnar sigraði Ingvar Gunn- arsson frá Þingeyri, 14 ára að aldri og í ritgerðasamkeppni Vorsins, Hjálmar Haraldsson frá Egilsstöðum, einni fjórtán ára að aldri. Lundúnaferðin var far- in hinn 8. júní sl. Piltarnir skoð- uðu undir leiðsögn þeirra Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa og Gríms Engilberts, ritstjóra ýmsa sögulega staði í heimsborginni og fóru meðal annars í heimsókn í Tower of London, sáu vax- myndasafn Madame Tussauds, tlnnið við mal- bikun í Eyjum Vestmannaeyjum, 16. júlí: MALBIKUN hófst hér fyrir nokknx og er ennþá unnið við hana. Lokið hefur verið við mal bikun á Vesturvegi, sem er en elzta gatan hér, og nokkurn hluta Heiðarvegar, og er hann þá allur malbikaður nú, þar sem hluti hans hafði verið malbikað ur áður. Þá hefur vegur er liggur niður með kirkjunni einnig ver ið malbikaður niður að Skóla- vegi og er þá malbikun lokið að mestu í elzta hluta bæjarins. Nú er unnið að undirbúningi mal- bikunar í nýrri bæjarhlutunum og getur svo farið að þar verði byrjað að malbika í haust en það mun þó ekki vera ákveðið. Þá er malbikun hafin niðxxr við höfn ina og hefur Nausthamars- bryggja verið malbikuð en einn ig á að malbika í þessum áfanga svæðið í kringum Nausthamars- bryggju og Friðarhafnarbryggju. — Björn. skoðuðu dýragarð borgarinnar og fylgdust með hátíðaxmdirbúningi í St. Páls kirkjunni, annarri stærstu kirkju heims og fleira. Heim var svo komið að kvöldi 11. júní, eftir mjög lærdómsríka og ánægjulega ferð. INNFLUTNINGUR á þessu starfs ári nemur alls tæpum 4 þúsund tonnum af kartöflum hjá Græn- , metisverzlun ríkisins og er það j meiri innflutningur en á nokkru öðru ári, síðan Grænmetisverzl- xm landbúnaðarins tók til starfa. Þessar upplýsingar er að finna í grein eftir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóra í Arbók land búnaðarins. Alls hafa verið keypt frá Pól- landi í ár ca. 2400 tonn, en auk þess um 500 tonn frá Danmörku til að fylla upp milli pólsku send inganna, til þes sað fyrirbyggja að þurrð yrði á kartöflum í land inu. Auk þess voru í sumar keypt rúm þúsund tonn af nýjum sumar kartöflum. Uppskeran s.l. haust var svo lítil hér á landi, að áætlað var að hún mundi ekki endast nema út janúar. Vonx því strax í haust gerð kaup á pólskxim kartöflum, og hefur afhending þeirra farið fram mánaðarlega eftir því, sem við höfum haft skip til að ann- ast flutninga. Þær kartöflur, sem fluttar hafa verið inn í ár, hafa eingöngu verið afbrigðið Bintje. Ástæðan fyrir uppskerubresti á kartöflum hér s.l. haxxst var sú, að um miðjan júlí komu ein eða fleixi frostnætur, sem felldu kartöflugrasið meira eða minna um mest allt land. Víða náði grasið þó aftur nokkrum vexti, en þetta áfall seinkaði mjög þroska kartaflanna. Seinni hluta ágústmánaðar komu svo aftur slæmar frostnætur, og á mörgum stöðum var vextinum þar með lokið. Eina svæðið sem slapp að mestu við þessi tvö áföll var Svalbarðsströndin, þar fraus ekki fyrr en 10. sept., en þá var um eða yfir 10 stiga frost við jörð. Þetta er því þriðja sumarið í röð, sem kartöfluræktin verður fyrir stóráföllum vegna nætur- frosta. Þess munu nokkur dæmi að á sumum bæjum hafi ekki verið teknar upp kartöflur nú í þrjú haust í röð þó bændur hafi sett niður svipað magn á hverju vori, segir Jóhann m.a. í grein sinni. Loks má geta þess að Jóhann kveður áberandi hve margir bæjarmenn, bæði í Reykjavík og kaupstöðum, hófu ræktun að nýju, til heimilisnota. Slík rækt un hafði að mestu fallið niður meðan niðurgreiðslur á kartöfl- ur voru sem hæstar. Suslov harð- or^ur í garð Bandarikjanna Moskvu, 17. júlí, NTB. ÝMSIR leiðtogar Sovétríkjanna eru nú í Eystrasaltslöndunum. þar sem minnzt er um þessar mundir 25 ára afmælis innlimun- ar þeirra í Sovétríkin. Hugmyndafræðingurinn Mik- hail Suslov, sem flutti ræðu I Vilna í Litháen, notaði tækifærið til þess að níða stefnu Banda- ríkjanna í Vietnam. Vika er lið- in síðan sovézkir leiðtogar létu síðast frá sér fara ummæli á borð við þau er Suslov viðhafði í ræðu sinni í Vilna, er hanxi talaði m.a. um „villimennsku" og „ómannlegt Stríð“ í Vietnam. Anastas Mikoyan, forseti Sov- étrikjanna, minntist aftur á móti ekki á Vietnam í sinni ræðu, sem flutt var í Tallin, höfuð- borg Eistlands. Kosygin á að flytja ræðu í Riga í Lettlandi i kvöld og því ekki vitað enn hvorn kostinn hann tekur nú, en bæði hann og Brezhnev hafa haldið ræður undanfarið, m.a. í Leningrad og Volgograd og hvor ugur á Vietnam-málið minnzt. # Nýja skipulagið Þá hefur nýtt aðalskipu- lag fyrir Reykjavíkurborg verið samþykkt, og það meira að segja með fimmtán samhljóða atkvæðum allra borgarfull- trúa. Það ætti að lofa góðu, en þó gat einn vinur Velvakanda ekki stillt sig um að skjóta því að honum fyrir helgi, að eitt- hvað hlyti að vera bogið við skipulagið, fyrst báðl. Fram- sóknarfulltrúarnir í borgar- stjórn samþykktu það. Velvak- andi er nú samt ekki svona svartsýnn. Ekki fer hjá því í framtíð- inni, að landfræðilegur mið- punktur höfuðborgarinnar fær- ist í austurátt, en eins og Kristján Albertsson hefur ný- lega bent á í ágætri grein hér í Morgunblaðinu, er hreinn óþarfi að fara að reyna að flytja sjálfan Miðbæinn langt í burtu frá þeim stað, þar sem hann er, þ.e. kvosinni milli Þingholta og Grjótaþorps. Þar er hann ágætlega niðurkominn, og er allt milljónabrambolt í sambandi við tilfærslu opin- berra stofnana með öllu óþarft. Velvakandi veit heldur ekki betur en hinar nýju stjórnar- ráðsbyggingar eigi að koma í Ingólfsbrekkuna frá gamla bakaríinu að Landlæknishúsi. Eins og allir vita, sem eitt- hvað hafa ferðazt erlendis, fer því fjarri, að landfræðilegur miðpunktur borga ráði legu hinnar eiginlegu miðborgar. Þar koma söguleg rök og önnur til skjalanna. • Um málverndun enn „—B:—“, sem sendi Vel- vakanda bréf fyrir nokkru um málhreinun og málvernd, hefur sent honum aimað bréf undir fyrirsögninni „Málverndun. Vökum á verðinum'. Bréfið hljóðar svo: „Hin mörgu orðskrípi, sem birt voru í afmælisgrein í Mbl. í gær, sýna lióslega, hve mikil þörí er á málhreinsun og mál- verndun yfirleitt. — Þá bera upplýsingar Sveins Sveinsson- ar og aðfinnuslur Velvakanda í gær um greinarkorn mitt líka vott um nauðsyn málvemdun- ar; þótt fáir vilji ryðja gömlum og góðum tökuorðum úr mál- inu, sem unnið hafa sér þegn- rétt, — eins og kirkja og prest- ur. Það eru ekki þessi orð, sem særa og vanhelga tunguna, heldur erlendu orðskrípin, dönsku- og enskusletturnar. sem svo mörgum virðast hug- stæðar í ræðu og riti.------- Og enn í dag er óþarfa orðið „ku“ á ferðinni í Mbl. (sbr. greinina: Á fiskveiðum í Hafn- arfjarðarhöfn). — Þá eru latmæli manna fyrir neðan allar hellur. Hin þúsund ára gamla kveðja: Vertu bless- aður og sæll, heyrist nú sjald- an. „Bless“ er látið nægja eða „halló“ — og svo er um margt fleira gamalt og gott. Það er von, að menn fái „tilfelli“ (aðsvif) af að heyra þetta — og þurfi að slaka (— það er nú kallað í daglegu tali, að „slappa af“). Og enn í dag vilja menn heldur fá „rabbat“ af vörunni, en afslátt. Velvakandi minnist á svo- kallað „Thorsplan“ í Hafnar- firði. Fer ekki betur á því að kalla það Thorstorg eða hlaðið við Hafnarstræti (Strandgötu)? í því sambandi má geta þess, að svæðið fyrir ofan Steinbryggj- una í Reykjavík var í fyrstu kallað Steintorgið, þótt nú þyki „finna“ að nefna það „Lög- regluplanið“, vegna þess að bilastæði lögreglunnar er þar. Tökuorðið TORG þykir flestum vissulega betra. Frá síðustu aldamótum hafa málverndunarmenn unnið nokk- uð á, þótt enn heyrist erlend orð og orðskrípi í ræðu og riti. Satt er það, að oft er erfitt að mynda snjöll nýyrði. Og stund- um kemur fyrir, að nýyrðin ná ekki hugtakinu, sem um er rætt. Og er þá oft fljótt reitt til höggs. Eitt þessara nýyrða er svokallaðar starfsíþróttir. Ekki er það starfsíþrótt að leggja á borð, þræða nál og sauma flík, aka kerru eða drátt- arvél; hér er um leikni í starfi að ræða, en ekki íþrótt. Ætti þetta því að heita: Starfsleikni. — En þrátt fyrir mistök um nýyrðaval, vona ég, að menn haldi áfram dyggilega, að mynda falleg og rökrétt nýyrði — og með því vernda vort fagra, glæsilega og sterka máL Ekki veitir af. Tökum Fjölnis- menn oss til fyrirmyndar. Þeir voru boðberar þjóðhollustu og þjóðernis. — Og að lokum þetta: Gott þykir mér, ef greinar- kom mitt hefir hrært hjörtu blaðamanna og vakið áhuga- menn um mikilsverða þýðingu á verndun tungunnar. Engir vita það betur en blaðamenn og rithöfundar, hve erfitt er að rita fagurt og gott mál, — en með því eru þeir, sem þá við- leitni sýna, að varðveita og vemda fegursta og dýrasta arf forfeðranna, — tunguna. Heill og þökk sé þeim fyrir það. — Ttvík, 14. júlí 1965. — B: — ES — Dagblöðin ættu að hafa sérstakan blaðadálk til leiðbeiningar lesendum um ís- lenzkt mál og — tunguna. Gæti þá svo farið, að við losnuðum við erlendu orðskrípin fljótara en ella, a.m.k. værum við þá betur á verði en nú — B: —“ Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.