Morgunblaðið - 20.07.1965, Side 13

Morgunblaðið - 20.07.1965, Side 13
Þriðjudagur 20. júlí 1965 MORGU N BLAÐIÐ 13 Fara Rússar nú halloka í deilunni við Kína? Bandarísk skýrsla um heims- kommúnismann telur svo vera — íslenzki flo!ikurinn nú aftur undir stjorn frá Moskvu Washington, 16. júlí — AP KÍNVERJAR hjuggu mörg skörð í áhrifasvæði Sovét- ríkjanna á árinu 1964 að því er tekur til kommún- istaflokka í löndum, sem ekki lúta stjórn kommún- ista, að því er segir í skýrslu Bandaríkjastjórnar um þessi mál. í lok janúar þessa árs sýndu kommún- istaflokkar í fjórum lönd- um utan kommúnistalanda samsteypunnar, þ.e. í Indó- nesíu, Indlandi, Japan og Nýja-Sjálandi, mikla til- hneigingu til að fylgja kín- verskum kommúnistum að málum, segir í þessari skýrslu. Auk þess voru sér- stakir kommúnistaflokkar, sem styðja Kína, stofnaðir í níu löndum, eftir að opin- ber klofningur hafði orðið í hinum upprunalegu kommúnistaflokkum við- komandi landa. Lönd þessi eru Ástralía, Belgía, Braz- ilía, Burma, Ceylon, Col- ombía, Mexíkó, Paraguay og Sviss. Að auki er greint frá hörðum innbyrðis deil- um í kommúnistaflokkum sex landa til viðbótar, í Austurríki, Equador, Ne- pal, Noregi, Perú og Spáni. Skýrslan tekur til komm únistaflokksins á íslandi, og segir þar, að á árinu 1964 hafi kommúnista- flokkurinn hér komizt aft ur að öllu undir stjórn afla þeirra, sem styðja Moskvu. Eru meðlimir á íslandi taldir um 1000 talsins. Skýrslan segir, að 1964 hafi íslenzkum kommúnist um tekizt að nokkru að koma í veg fyrir deilur, sem veikt hafi flokkinn frá 1959. Á árinu hafi flokkur- inn haldið velli eða jafnvel unnið eilítið á í kosning- um í verkalýðshreyfing- unni, og með aðstoð Fram- sóknarflokksins hafi komm únistum tekizt að halda völdum í Alþýðusamband- inu. Skýrslan segir að komm únistaleiðtogunum hafi á árinu tekizt a.m.k. í bili að koma í veg fyrir alvarlega innbyrðis flokkadrætti, sem mjög hafi hrjáð flokk inn 1963. Sá hópur manna, sem styðji Moskvu, hafi aft ur náð yfirhöndinni á flokksþinginu, og tekjet að beygja þá hópa, sem studdu Peking, svo og end- urskoðunarsinna, en þessir hópar hafi leitt til þess, að flokknum gekk illa 1963. Varðandi afstöðu íslenzka kommúnistaflokksins til deilu Kínverja og Rússa, segir skýrslan, að leiðtog- ar flokksins hafi stutt Rússa, og bendir jafnframt á að íslenzki flokkurinn sé einn af örfáum kommún- istaflokkum í Vestur-Ev- rópu, sem ekki gagnrýndi hina nýju leiðtoga Sovét- ríkjanna fyrir hvern hátt þeir höfðu á brottvikningu Krúsjeffs. í skýrslunni er þess getið, að flokkadráttur vegna deilu Kínverja og Rússa sé marg- víslegum breytingum undir- orpinn, og sumar upplýsingar um hann séu óvissar. Skýrslan gerir skilmerki- lega grein fyrir því að í janú- arlok sl. hafi Kína getað stát- að af óumdeilanlegum árangri í þessum efnum. Klofningurinn í Indlandi varð til dæmis til þess, að stofnaður var róttækur vinstri flokkur, sem orðinn er ívið stærri en hinn gamli kommún istaflokkur, sem styður Sovét ríkin. Skýrsla þessi er regluleg ársskýrsla Bandaríkjastjórnar um starfsemi heimskommún- ismans, þó ekki í Bandaríkj- unum sjálfum, og tekur hún til kommúnistaflokka í 90 löndum. Auk þess sem skýrslan greinir frá innbyrðis togstreit um í kommúnistaflokkunum þar sem Peking hefur greini- lega orðið ágengt i nokkrum flokkum, sýnir hún að með- limafjöldi kommúnistaflokka heimsins hefur aðeins aukizt lítillega á árinu 1964. Með- limafjöldinn jókst úr 43 millj ónum í 44,5 mliljónir manns, eða um 4% á árinu. Þessar tölur um aukninguna kunna hinsvegar að vera ófull komnar sökum „endurskoð- unar“ á meðlimafjölda þriggja lykilflokka, sem orðið hefur til þess að hækka meðlima- tölu þeirra. Flokkarnir eru: Kommúnistaflokkuc. Indó- nesíu, stærstur „valdalausu flokkanna", segist hafa bætt við sig 100,000 meðlimum. Hinn klofni kommúnistaflokk ur Indlands kveður meðlima- töluna hafa aukizt um 15,000 og kommúnistaflokkur Argen- tínu segizt hafa bætt við sig 20,000 meðlimum. Kommúnistaflokkar í lönd- um utan hinnar deilandi kommúnistablokkar, telja að- eins 10% af þeim 44,5 millj- ónum flokksbundinna komm- únista í heiminum. Af hinum 4,3 milljónum flokksbundinna kommúnista utan kommún- istablokkarinnar, eru 75% í tveimur löndum: Indónesíu, sem telur 2 milljónir flokks- bundinna kommúnista, og íta- lía með 1,4 milljónir. Þriðja stærsta landið í þessu tilliti er Frakkland með 260.000 flokksbundna kommúnista. Flokkarnir 14 í kommúnista ríkjunum, þar með talin Kúba og Júgóslavía, tejja því 90% af meðlimatölu heimskomm- únismans, eða samtals 40,2 milljónir meðlima. Kína er þar efst á blaði með 18 millj- ónir meðlima en í Sovétríkj- unum eru 12 milijónir með- lima. Skýrslan gerir ráð fyrir „hlutlausum“ aðilum, þ.e. tveimur löndum, Kúbu og Rúmeníu, sem vildu í hvorug- an hópinn skipa sér í þrætum stórveldanna. Hér fer á eftir greinargerð um hversu skýrslan skiptir flokkum kommúnistaland- anna milli Kína og Sovét- ríkjanna. Flokkar, sem styðja Sovét- ríkin, og meðlimatala þeirra: Búlgaria 528,674; Tékkósló- vakía 1,676,509; A-Þýzkaland 1,610,679; Ungverjaland 520,000; Mongólía 46,000; Pól- land 1,614,237; Sovétríkin 12,000,000; og Júgóslavía 1,030,041. Samtals 19,026,140 meðlimir. Flokkar, sem styðja Kína, og meðlimafjöldi þeirra: — Albanía 53,000; Kina 18,000,000; N-Kórea 1,300,000; og N-Vietnam 570,000. Sam- tals 19,923,000 meðlimir. Hlutlausir: Kúba 35,000 og Rúmenía 1,240,000. Samtals 1,275,000. Skýrslan segir að opinbert bandarískt mat á styrk heims- kommúnismans sé ekki fjarri þeim tölum, sem Sovétríkin halda fram. Bandaríkjamenn segja meðlimi allra kommún- istaflokka í heimi vera 44,5 milljónir, en Sovétríkin segja fjöldann vera 44,7 milljónir. í skýrslunni er að finna eitt athyglisvert og raunar merki- legt atriði. í henni eru upp tal in nokkur lönd, aðallega í Afríku, þar sem sagt er að eng ir skipulagðir kommúnista- flokkar séu fyrir hendi. Þrátt fyrir þetta er almennt talið að þessi lönd séu undir sterk- um áhrifum frá Moskvu eða Peking, jafnvel hvorttveggja. Það eru engir kommúnista- flokkar í Kongó Brazzaville, sem vitað er að er mikið vígi kínveskra kommúnista í Afríku, né heldur í Ghana, Guineu, Mali, Somalia og Tanzaníu, fullyrðir skýrslan. Fjöldi kommúnista í Cam- bodia og Laos er aðeins um 100, segir í skýrslunni. Skýrslan telur mikilsverð- asta stjórnmálaatburð ársins vera „hina óvæntu og skyndi- legu brottvikningu Krúsjeffs." „Fall hins sovézka leiðtoga kom að óvörum og var mikið áfall öllum þeim kommúnista- flokkum, hvort sem heldur þeir voru ráðandi eða í minni hluta, sem stutt höfðu stefnu hans í utanríkismálum varð- andi deilu Sovétríkjanna og Kína. Hin fyrstu viðbrögð, mótuð djúpri örvæntingu.... sýndu ljóslega að völd Moskvu i heimi kommúnism- ans eru rýrnandi.“ Fundum menningar- málanefndarinnar lokið Mörg mál voru á dagskrá ÁRLEGUM fundum norrænu nemendaskipti við Finna. menningarmálanefndarinnar, •em hófust í Alþingishúsinu á laugardag lauk um sex-leytið í tær. Norræna menningarmála- nefndin starfar á vegum mennta málaráðuneyta Norðurlandanna finnn og er ráðgefandi i ýmsum málum rsem varða samvinnu Norðurlanda á sviði menningar- mála. Fundinn sóttu 39 fulltrúar auk ráðgjafa og annars starfs- fólks. Störfuðu fulltrúar einkum í þremur deildum, sem fjölluðu utn háskólamál og visindi, al- menn skólamál og í þriðja lagi alþýðufræðslu, bókmenutir og Ustir. Á fundum nefndarinnar var m.a. rætt um fyrirhugaðan nor- rænan menningarsjóð, sem tekur til stárfa í janúar næstkomandi. Mun nefndin koma áliti sínu á framfæri við ríkisstjórnir Norð- urlanda og. vonar að sem fyrst verði ákveðið, hvernig fé úr •jóðnum verður varið. Þá var og rætt um nánara samband milli finnkumælandi Finna og hinna Norðurlandaþjóðanna, Telur net'ndin þetta mjög mikilvægt mál og mun halda því á dagskrá sinni, 'en leggur jafnframt til, að aukiu yerði kennaraskipti »g Nefndin ræddi aukin menning- arskipti íslands og hinna Norður- landanna, þ.á.m. útgáfu otðabóka og þýðingar á rituðu efni, tækni- legs eðlis og bókmenntalegs. Tók nefndin einnig fyrir fjölda ann- arra mála viðvíkjandi æðri menntun, skólum, kennaraþjálf- un og listum. Athugunum á sam vinnu á sviði vísinda verður hald ið áfram, og einnig verður at- hugað nánar um sameiginleg nor ræn háskólanámskeið í sögu Norðurlanda með tilliti til reynslu að slíku námskeiði, sem áætlað er að haldið verði sum- arið 1966. Uppeldismálum og kennslu verða sérstakur gaumur gefinn á fundum nefndarinnar, sér í lagi þjálfun kennara fyrir af- brigðilega nemendur, m.a. blinda og heyrnarlausa. Nefndin hefur lagt til við rík- isstjórnir viðkomandi landa, að sameiginleg framleiðsla fari fram á kennslubókum og segul- böndum til kennslu í tungum nágrannaþ j óðanna. Á sviði lista mun nefndin kanna möguleika á meiri sam- vinnu listastofnana, sem annast listsýningar, hljómleikahald og gestasýningar. Nefndin mælir einnig með skiptum á gagnrýn- endum milli dagblaða og tíma- rita og að þeir verði styrktir af sameiginlegum sjóði. Þorsteinn Þorskabítur flytur síld til norðurlandshafna TOGARINN Þorsteinn þorska- bítur er nú að búa sig til síldar- flutninga, þar sem hann liggur í Reykjavíkurhöfn, en skipið hefur verið afhent nefnd þeirri, sem skipuð var til að hafa for- ustu um framkvæmdir á til- raunum til síldarflutninga til þeirra staða á Norðurlandi, þar sem skortur er á atvinnu, ems og ákveðið var í hvítasunnu- samkomulaginu. Mbl. leitaði upplýsinga um þetta hjá Gunnlaugi Briem, ráðu neytisstjóra, sem sagði að málið Væri nú komið í, hendur fyrr- nefndrar nefndár. í hvítasunnu- I samkomulaginu var gert ráð fyr- ir að slík 5 manna nefnd yrði skipuð, og hefur það verið gert. Formaður er Vésteinn Guð- mundsson verksmiðjustjóri á Hjalteyri, og aðrir eru Jón Þor- | steinsson, alþingismaður og Stef- án Friðbjarnarson, bæjarritari á Siglufirði og tilnefndir af Al- þýðusambandi íslands og Al- þýðusambandi Norðurlands | Björn Jónsson og Óskar Gari- baldason á Siglufirði, en til j vara Tryggvi Helgason. j Á jþessari síldárvertíð á þessu samkvæmt að gera út Þorstein þorskabít á vegúin ríkisins, tii | að gera tilraunir með flutning á söltunarsíld og sild til fryst- ingar til þeirra staða á Norður- landi, þar sem atvinnuskortur er, og hefur nefndin tekið málið í sínar hendur. Hefur hún svo samráð og samvinnu við síldar- saltendur og frystihúsaeigendur um þessa flutninga. Einnig á skv. hvítasunnusam- komulaginu að veita veiðiskip- um styrk til að flytja söltunar- síld til þessara staða svo sem kunnugt er. Þarf nefndin eða umboðsmaður hennar að semja fyrirfram við hvert skip um það. Þorsteinn þorskabítur hefur verið að undirbú sig fyrir þessa flutninga að undanfornu. Var verið að ganga frá borðum í lest í Rey kjavíkunhöfn. Bylting eða ekki? Nýju Del'hi, 19. júlí — AP. FREGNIR um, að bylting 9é haf- in í Tíbet gegn Kínverjum, haf« ekki fengizt staðfestar. Hins vegar telja talsmenn indversku stjórnarinnar, að óánægja Tíbet- búa með kínverska hersetu í landinu sé nú í hámarki. Um 160 þúsund setuliðar eru nú í Tíbet. Dalai Lama, fyrrum æðsti leið- togi í Tíbet, flúði land fyrir all- mörgum árum, en er þó sagður fýlgjast mjög vel með gangi mála heima fyrir. Talsmenn haos skýr'ðu frá því í gær, sunnudag. að ekki sé hægt að staðfesta þær fregnir um byltingu, sem nú háfa borizt. Þó herma fregnir frá Darjeeling, að útvarpið í Lhasa, höfuðborg Tí'bet, hafi skýrt frá því, að 5000 manna lið kínverskra hermanna hafi verið sent til Lhoka-héraðsins í S.-Tí- bet, til að bæla niður andspyrnu íbúanna þar. Akranesi, 19. júlí: — DR AGN ÓTABÁTARNIR tveir lönduðu hér í dag. Þilfarstrillan Andey 3,5 tonnum og trillan Björg 1600 kg. Aflinn er aðal- lega rauðspretta og dálítið af ýsu. Rauðsprettan er heilfryst til Útflutnings. Humarbáturinn Ásmund'ur fiskaði fyrir 55 þúsund krónur í síðasta túr. Það er tæpt tonn af slitnum humar og 7 tonn af öðrum fiski. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.