Morgunblaðið - 20.07.1965, Side 10
10
MORCUNBLADIÐ
Þriðjudagur 20. júlí 1965
Jakob Kristinsson fyrrv.
fræðslumálastj. — Minning
AÐ morgni sunnudags 11. þ. m.
kvaddi Jakob Kristinsson fyrr-
verandi fræðslumálastjóri þenn-
an heim eftir fárra daga legu í
Landakotsspítala. Hann var á 84.
aldursári, fæddur 13. maí 1882
að Syðra-Dalsgerði í Saurbæjar-
hreppi, Eyjafirði.
Það var mun torveldara fyrir
ungmenni um síðustu aldamót
„að ganga skólaveginn** heldur
en síðasta aldarfjórðunginn. Það
reyndi Jakob Kristinsson. Þegar
hann hafði síðar aðstöðu til þess
að greiða götu ungs fóiks til
náms, þá kom í ljós, að hann
var minnugur þeirra erfiðleika,
er hann hafði sjálíur þurft að
glíma við.
Jakob fór 22 ára gamall í gagn-
fræðaskólann á Akureyri og lauk
gagnfræðaprófi eftir eins árs
dvöl þar. Tveimur árum síðar
fór hann í Menntaskólann í
Reykjavík og var þar í 2 vetur,
en vegna vanheilsu lauk hann
ekki stúdentsprófi fyrr en 1911
— utan skóla — þá orðinn 29
ára. Guðfræðiprófi lauk Jakob
1914 og gerðist sama ár prestur
í Kanada. Eftir rúm 5 ár fluttist
séra Jakob aftur til íslands og
starfaði um árabil fyrir Guð-
spekifélag íslands.
Árið 1928 gerðist séra Jakob
skólastjóri Eiðaskóla og gegndi
því starfi með prýði í 10 ár, en
sagði því lausu sökum heyrnar-
deyfu.
Árið 1939 var hann skipaður
fræðslumálastjóri þegar Ásgeir
Ásgeirsson hafði sagt því starfi
lausu.
Sumarið 1944 fékk séra Jakob
lausn frá fræðslumálastjóraemb-
ættinu, vonum fyrr, en hann
taldi sjálfur, að heyrnardeyfa
torveldaði sér að gegna embætt-
inu svo vel sem hann vildi.
Ég hafði nokkur kynni af Jak-
©OB®©WM,MiIFKID
CydMilFKl
obi Kristinssyni flest árin, sem
hann var skólastjóri á Eiðum, en
ég starfsmaður í Fræðslumála-
skrifstofunni. Þá hafði ég nokkr-
ar spurnir af honum sem frábær-
um ræðumanni þau árin er hann
starfaði á vegum Guðspekifélags
ins í Reykjavík. Það var því með
þægilegri eftirvæntingu að ég
beið komu séra Jakobs sem
eftirmanns Ásgeirs Ásgeirssonar
í fræðslumálastjóraembættið. —
Taldi ég það sæti vandskipað.
En ég varð ekki fyrir vonbrigð-
um.
Öll embættisstörf sín annaðist
Jakob Kristinsson af frábærri
vandvirkni og samvizkusemi.
Fyrirmæli hans og ráð voru þann
ig, fram sett, að líkust voru vin-
gjarnlegum leiðbeiningum.
„Djúp vötn hafa minnstan
gný“, segir máltækið. Þetta
mátti með sanni segja um Jakob
fræðslumálastjóra. Yfirlætislaus-
ari, djúphyggnari og drenglund-
aðri mann hef ég aldrei þekkt.
Héldi hann, að orð sín kynnu
að hafa fallið einhverjum þungt
eða vera mætti, að hann hefði
sjálfur, e. t. v. af ókunnugleik
ekki tekið nægilegt tillit til sjón-
armiða viðmælandans, þá var
hann ekki í rónni fyrr en hann
j hafði „leiðrétt“ það. Hinsvegar
var Jakbb maður skapfastur og
fylgdi fast þeim málstað, sem
hann að vandlega íhuguðu máli
taldi réttan og mega verða öðrum
til farsældar.
Eftir því, sem kynni mín af
Jakobi Kristinssyni urðu meiri
fann ég og skildi, hvernig leit-
andinn og drengskaparmaðurinn
fór að því að finna það, sem gott
var eða til bóta horfði í hverju
máli. Þetta varð mér góður skóli
svo og hverjnm þeim, sem báru
mál sín undir fræðslumálastjór-
ann.
Það vita þeir gerst, sem
reyndu, hversu notalegt það var
að hlýða á íhuganir og skýringar
Jakobs Kristinssonar á mannlíf-
inu, gátum þess og fyrirbærum.
Honum var svo eðlilegt að vekja
samúð, skilning og sannleiksást
á því, sem verða mátti til þess
að göfga og þroska mannsálina.
Jakob Kristinsson var ræðu-
maður með ágætum. Hann vand-
aði mjög undirbúning erinda
sinna. Hvort heldur hann hafði
aðeins fáein megin atriði skrifuð
á blað eða skrifaðar ræður frá
orði til orðs þá flutti hann þær
blaðalaust. Mál hans var með af-
brigðum meitlað, skýrt og kjarn-
yrt, röddin hlýleg en ákveðin
svo að hvert orð kom til skila.
Mun Jakob fræðslumálastjóri
mörgum minnísstæður, þar sem
hann stóð við ræðustól, vel með-
almaður á hæð, spengilegur og
einbeittur á svip og þá eigi sízt
til augnanna.
Jakob Kristinsson fékkst mikið
við ritstörf, einkum þau árin,
sem hann starfaði á' vegum Guð-
spekifélags íslands. Þá þýddi
hann bækur um heimspekileg
efni, sem hann taldi eiga erindi
til almennings.
Eftir að- Jakob hætti störf-
um sem fræðslumálastjóri ætl-
aði hann um skeið fyrir áeggjan
vina sinna að undirbúa útgáfu
erinda, er hann hafði flutt, en
eigi prentað. En þegar til kom
taldi hann, að þar eð mikill hluti
þeirra erinda, er hann hafði flutt,
væru ekki til skrifuð nema að
litlu leyti, minni sitt væri tekið
mjög að bila og viðhorf nútímans
til þess, er hann flutti svo breytt
frá því, sem þá var, sæi hann sér
ekki fært að verða við framan-
greindum tilmælum um útgáfu á
erindum sínum.
Eftir að Jakob fræðslumála-
stjóri „settist í helgan stein“
sneri hann sér að bóklestri og
þýðingum bóka og ritgerða um
hugðarefni sín. Taldi Jakob að
sjaldan hefði hann þurft að
leggja sig eins mikið fram um
að finna orð að dýrum hugsun-
um eins og þegar hann þýddi bók
Lecomte de Noúy: Stefnumark
mannkyns.
Jakob Kristinsson var tvígift-
ur. Fyrri kona hans, Helga Jóns-
dóttir dó 1940 eftir 15 ára hjóna-
band. Hann kvæntist aftur árið
1946, Ingibjörgu Tryggvadóttur
úr Bárðardal. Hefur hún skapað
manni sínum mjög ánægjulegt
heimili og annazt um hann svo
sem bezt varð á kosið.
Að leiðarlokum færi ég Jakobi
Kriátinssyni alúðar þakkir fyrir
lærdómsríkar samverustundir á
liðnum áratugum.
Helgi Elíasson.
ÞEGAR séra Ásmundur Guð-
mundsson, síðar biskup, lét af
skólastjórastörfum á Eiðum, árið
1928, tók við Eiðaskóla séra
Jakob Kristinsson, þáverandi for
seti Guðspekifélagsins en áður
prestur í íslendingabyggðum í
Kanada.
Þótti þessi ráðstöfun nokkrum
tíðindum sæta, því þótt séra
Jakob væri landskunnur orðinn
fyrir ritstjórn sína og mælsku,
hafði ekki orð af honum farið
í sambandi við þau veraldar um
svif, sem jafnan hljóta að fylgja
skólastjórastarfi heimavistar-
skóla í sveit.
Það þótti með ólíkindum að
þessi maður hyrfi frá áhugamál
um í Reykjavík að líttbúnum
skóla á öðru' og þá afskekktu
landshorni, þar sem hann hlaut
að vera öllu og öllum ókunnug-
ur.
Til að byrja með var hann
aðeins settur í starfið, því hann
mun hafa óskað þess að sjá
hverju fram yndi á Eiðum.
Þegar stofnað var til Alþýðu-
skólans á Eiðum árið 1917 með
gjöf Múlassýlna á eigum bún-
aðarskólans til ríklsins, var það
fest í lögum að landssjóður starf
rækti á Eiðum, eða á öðrum
hentugum stað í Múlassýlu, vel
útbúinn æðri alþýðuskóla, er
samsvaraði kröfum tímans.
Hvað sem leið skilningi stjórn
arvalda á því hvað teldist vel út-
búinn æðri alþýðuskóli, máttu
hinir fyrstu skólastjórar reyna
að allmikið bar á milli um skiln j
ing þeirra á þessu atriði og ríkis j
valdsins, þings og stjórnar.
Fyrstu árin etfir kreppuna
1920 voru erfið fjárhag ríkisins
og stjórnarvöldum virtist erfitt ,
að gera sér grein fyrir fjárþörf
skólans á Eiðum, ef uppfylla átáti
þau skilyrði, sem sýslurnar settu
fyrir gjöf sinni. Allt frá fyrstu j
tíð, er búnaðarskólanum var
breytt í alþýðuskóla, voru skóla-
húsin allt of lítil og ófullnægj-
andi. Eftir harða baráttu tókst þó
séra Ásmundi skólastjóra að fá
þau bætt og stækkuð verulega,
er líða tók á þriðja tug aldarinn-
ar, enda hafði þá fjárhagur ríkis
ins batnað, en mestu máli skipti
þó breytt viðhorf til alþýðu-
menntunar í landinu.
Þrátt fyrir þessar endurbætur
fór nú að koma í ljós að van-
ræksla ríkisins á málefnum skól-
ans undanfarin ár virtist ætla að
verða honum örlagadrjúg.
Þegar kemur fram um 1930 er
skólinn á Eiðum kominn í erfiða
samkeppnisaðstöðu við aðra
sams konar skóla, sem verið var
að reisa á þessum árum í öðrum
landshlutum.
Skólar þessir höfðu verið stað-
settir með tilliti til krafa tímans,
við góð vegaskilyrði, jarðhita og
aðstöðu til að njóta rafmagns.
Auk þess að hita skólahúsin, gaf
heita vatnið þessum skólum skil-
yrði til sundiðkana, sem þótti
sjálfsögð og mjög eftirsótt náms-
greirl.
Samanburður á rekstri þessara
skóla var Eiðaskóla ákaflega ó-
hagstæður. Á Eiðum gleypti hit-
unarkostnaðurinn verulegan
hluta þess fjár, sem honum var
ætlað til viðhalds og endurbóta
og það þótti hinum fyrstu skóla-
stjórum tilfinnanlegast hvað þeir
urðu að greiða mikið fyrir
flutning á eldsneytinu, sem
flytja þurfti í pokum á kerrum
að skólanum. Urðu þau mörg
bréfin er fóru á milli þeirra og
stjórnarráðsins um bættan veg
að U.ólanum.
Oftar en í því tilfelli hefur
sannast á Eiðaskóla hið forn-
kveðna, að fár veit sína ævina
fyrr en öll er. Einu sinni þótti
það meðrhæli með Eiðum sem
skólastað að þangað væri kaup-
staðarvegur ekki ýkja langur.
Þessi aðstöðumurtur, sem nú
hefur verið nefndur hlaut að
valda því að skólinn drægist
aftur úr með allan að-
búnað og um leið stuðla að því
að ungt fólk úr fjórðungunum
sækti fremur aðra skóla. Haustið
1931 sækja aðeins 20 nemendur
um skólann og þar aí aðeins 8
um yngri deild.
Tekið var nú í fullri alvöru
að efast um réttmæti þess að
reka skóla á Eiðum, svo óhag-
stæður sem rekstur hans var orð
inn með tilliti til nemendafjölda,
þó aldrei væri á það bornar brigð
ur að Eiðaskóli undir stjórn séra
Jakobs væri góð menntastofnun
og mannbætandi.
Um þessar mundir barst hon-
um tilboð, að vísu óformlegt, svo
og hinum eina fasta kennara
skólans, að taka að sér nýstofn-
aðan, velútbúinn héraðsskóla í
öðru landshorni, með það jafn-
framt í huga að breyta Eiðaskóla
í fávitahæli, sem brýn þörf var
orðin fyrir.
Af því sem nú hefur sagt ver-
ið um framvindu mála á Eiðum
hin fyrstu ár séra Jakobs þar,
hefði mátt ætla að hann, þegar
í upphafi, hefði lagt árar í bát
og horfið að auðveldari og um-
svifaminni störfum, svo hikandi
sem hann var að taka að sér
þetta starf í byrjun.
Hulinn verndarkraftur hefur
oft hlíft Eiðum og nú birtist hann
í því að hinn nýi skólastjóri óx
með hverjum vanda og harðnaði
við hverja raun og gerðist ákveð
inn í því að gefast ekki upp fyrr
en í fulla hnefana.
Austfirðingar hrukku að vísu
upp er þessi ótíðindi bárust um
hver örlög kynnu að bíða skóla
þeirra og hófu sókn honum til
varnar.
Á engan mun þó hallað þótt
fullyrt sé, að engum einum
manni á Alþýðuskólinn á Eiðum
fremur að þakka tilveru sína nú,
en þeim manni sem þar var til
forsvars, sóknar og varnar á þess
um kreppu og voðatímum fyrir
skólann.
Sum bréfa skólastjórans til
stjórnarvalda um vandræði skól-
ans og til aðila hér Austanlands,
er hann hvatti til varnar skólan-
um, mega teljast til bókmennta,
svo skýr eru þau í hugsun, rök-
in svo veigamikil og málfarið svo
meitlað og fagurt að það eitt
hlaut að leiða til ítarlegri íhug-
unar en ella hefði orðið.
Árið 1938 sækir séra Jakob
um lausn frá embætti frá 1. okt.
sökum heyrnardeyfu.
Hinn 14. maí sama ár birtist
eftirfarandi tilkynning í Ríkis-
útvarpinu frá skólastjóranum á
Eiðurm
„Þar sem Eiðaskóli er fullskip-
aður nemendum og margir á bið-
lista, er gagnslaust að sækja fyrir
fleiri nýnerna".
Þessi síðasta tilkynning skóla-
stjórans talar sínu máli, — segir
sögu, sem hér hefur aðeins verið
tæpt á.
Þetta er síðasta dagskipun sig-
ursæls hershöfðingja. Framtíð
Alþýðuskólans á Eiðum hafði
verið tryggð.
í skólastarfinu naut sára
Jakob einstaks trausts og virð-
ingar. Fáir urðu til þess að gera
honum í móti. Allt hátterni
hans, ljúfmennska og kurteisi
laðaði til eftirbreytni, snjöllu
málfari hans vildu menn eftir-
líkja og lítið varð úr veifiskötum
er hann hvessti á þá brúnir.
Kennari þótti hann með ágæt-
um, einkum var rómuð kennsla
hans í íslenzkum bókmenntum.
Þar naut sín málsnilld hans og
afburða þekking á íslenzkum bók
menntum. Enda þótt kennsla
hans þætti frábær, munu þó
fyrirlestrar þeir, er hann flutti
fyrir almenning og nemendur i
skólanum, en það gerði hann
vikulega, lengst halda lofstír
hans á lofti. Fór í þeim allt það
saman, er getur gert hið talaða
•orð áhrifameira en flest annað,
orðaval með ágætum, frábær
flutningur, en hann talaði jafn-
an blaðalaust, og svo kynngi-
mögnuð málsmeðferð á íhugun-
arverðu efni, að aldrei gleymist
þeim er á hlýddu.
Ekki verður svo minnzt skóla-
stjórastarfs séra Jakobs að eigi
sé getið lífsförunautar hans 4
Eiðum, frú Helgu Jónsdóttur,
fyrri konu hans, svo vel sem hún
reyndist honum sem eiginkona
og skólanum sem húsmóðir.
Bónda sínum var hún jafnan hin
styrka stoð og örugga skjól, en
hvors tveggja þurfti hann með,
því heilsu séra Jakobs var á þess
um árum þannig farið að fullrar
aðgæzlu þurfti við og oft ná-
kvæmrar umönnunar.
Skólanum var frú Helga hin
líknandi og græðandi hönd, sera
hvert sár vildi græða og hvern
sviða lina.
Þau hjón urðu brátt vinsæl og
vinmörg og vinföst reyndust þau.
Gestkvæmt var jafnan hjá þeim
og var mönnum að þeim mikil
eftirsjá, er þau hurfu úr héraði.
Leiðir okkar séra Jakobs lágu
saman á öndverðum skólastjóra
ferli hans, er ég hóf kennslu við
skólann, haustið 1930. Eigi fæ ég
fullþakkað forsjóninni það að
hún leiddi mig til ævistarfs við
hans hlið. Hjá honum fór flest
það saman er orkað getur á unga
menn, vitsmunir, lærdómur,
drengskapur og óvenju rík
ábyrgðar- og siðgæðisvitund.
Hann gerði miklar kröfur, ekki
sízt til sjálfs sín, og honum gat
yfirsézt eins og öðrum dauðleg-
um mönnum, en kannski finnst
mér nú — í minningunni, — að
einmitt þá hafi hann orðið stærst
ur, er honum varð eitthvað á, svo
drengilega gekk hann til verka
og einlæglega að bæta fyrir það,
er hann taldi sig hafa misgert.
Er það ekki einmitt þessi sjald-
gæfi hæfileiki, sem er frumskil-
yrði til þess að maðurinn geti
vaxið — vaxið að vizku og náð
hjá Guði og mönnum? Engan
mann á lífsleiðinni hef ég fyrir-
hitt, sem borið hefur þá ósk heit
ari og einlægari í brjósti, né sýnt
meiri viðleitni í þá átt, en séra
Jakob Kristinsson.
f dag drúpir fáni í hálfa stöng
á Eiðum. Hann er tákn þeirrar
djúpu og hljóðu þakkar, sem nii
er efst í hugum Eiðamanna.
Þórarinn Þórarinsson.
JAKOB Kristinsson var fæddur
13. maí 1882 að Syðra-Dalsgerði
í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði.
I Foreldrar hans voru Kristinn
síðast bóndi á Hrísum í Saur-
bæjarhreppi Ketilsson og kona
hans Salóme Hólmfríður Páls-
dóttir. Jakob lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum ’í Reykjavík
1911 og guðfræðiprófi við Há-
skóla íslands 1914. Sama ár
| gerðist hann prestur í Kanada
og var þar til 1919. Frá 1920-1928
var hann forseti Guðspekifélaga
íslands. Skólastjóri alþýðuskól-
ans að Eiðum 1928-38 og fræðslu
málastjóri frá 1939-1944 , Jakotí
var ritstjóri Ganglera frá
1926-1930, en skrifaði auk þesa
fjölda greina í blöð og tímarit.
Jakob var tvíkvæntur. Fyrri
konu sína Helgu Jónsdóttur,
missti hann 1940. Síðari kona
hans var Ingibjörg Tryggva-
dóttir frá Halldórsstöðum i
BárðardaL