Morgunblaðið - 20.07.1965, Síða 15

Morgunblaðið - 20.07.1965, Síða 15
Þriðjudagur 20. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 15 Teitur Kr. Þérðarson gialdkeri — Minning ÞANN 3. maí síðastliðinn barst sú fregn hingað, að Teitur hefði andast þá um morguninn, 74 ára að aldri, er hann átti skammt eftir ófarið til Kanada, én þang- að var hann að fara í heimsókn til sonar síns og fjölskyldu hans, og var kona hans komin þangað á undan honum. Hann hafði kennt smávegis lasleika á leið- inni á skipinu, en svo ágerðust veikindin síðasta sólarhringinn, unz hann andaðist rólega og kvalalaust. Um borð í skipinu var allt gert fyrir hann sem unnt var, haft samband við heim ilislækni hans hér í Reykjavík, kaupkona í Reykjavík um langt i skeið, en hún er mjög listhneigð i og hefur hin síðari ár kennt j hannyrðir á heimili sínu. Sysíir | Bergþóru ein var Kristín kona ' Teits Péturssonar útvegsbónda á Meiðastöðum í Garði. Þegar Teitur var nokkurra I mánaða gamall drukknaði faðir hans, og var hann tæpra tveggja ára fluttur austur að Sumarliða- bæ til ömmu sinnar og afa, og var þar hjá þeim þar til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1896, ; og eftir að afi hans dó var hann með ömmu sinni og fóstru til dauðadags hennar árið 1920, en elzta togaraútgerðarfélagi Is- lands, Fiskveiðihlutafélaginu Alliance, sem brátt verður 60 ára, og vann hann þau störf af árvekni og skyldurækni og þakk ar félagið honum góð störf. Flestir Reykvíkingar sem fæddir eru á fyrstu tugum þess- arar aldar könnuðust við snyrti- mennið sem lengi fór á reiðhjóli um götur. bæjarins, en þegar bíla umferðin jókst og varð of mik- il, þá tók hann sinn' staf, silfur- búinn og litla skjalatösku, og fór virðulega sinna ferða um bæinn Heimilisfaðir var Teitur mjög góður og unni konu sinni og og lækna í Ameríku, en árang- urslaust. Teitur var fæddur þann 11. jan. 1891, og voru foreldrar hJns Bergþóra Bergþórsdóttir og Þórð ur Helgi Ólafsson. Bergþóra var fædd 9. júní 1859 og dó árið 1951. Hún var dóttir Bergþórs frá Langárfossi Bergþórssonar, síðar útvegsbónda í Straumfirði, og er sú ætt úr Borgarfirði og Mýrum. Þórður var fæddur 4. nóv. 1862, en drukknaði í sjó- róðri undan Garði á Suðurnesj- um árið 1891. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Þórðardótt- ur og Ólafs Þórðarsonar bónda að Efri Sumarliðabæ í Rangár- vallasýslu. Guðlaug var dóttir Þórðar Jónssonar bónda frá Sauðholti er bjó að Sumarliða- bæ, og konu hans Helgu Gunn- arsdóttur frá Hvammi í Lands- sveit, en þau Hvammssystkin voru 15 og þóttu dugleg og myndarleg. ólafur var sonur Þórðar bónda að Húsum Ólafs- sonar bónda þar, en móðir hans var Helga Jónsdóttir, Jónssonar Ólafssonar að Lambastöðum í Garði. — Bergþóra og Þórður Helgi eignuðust 2 börn, Guðrúnu og Teit. Guðrún er á lífi og var t hún var alla ævi sína mjög heilsuhraust og var aðeins rúm- i liggjandi síðasta mánuð ævinn- ar. Var hún 81 árs gömul er hún dó. Teitur Kristján, en svo hét j hann fullu nafni, vann á ungum aldri ýms störf, starfaði m.a. við verzlun föðurbróður síns Gunn- ars í Vík í Mýrdal og í Vest- mannaeyjum, gekk í Verzlunar- skóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1912, starfaði á Póst- húsinu í Reykjavík um tíma und ir stjórn Þorleifs Jónssonar, fór í Pitman’s School of Commerce í Englandi og var þar um 1 árs skeið. Jón Ólafsson föðurbróðir hans réði hann gjaldkera til Fisk veiðiihlutafélagsins Alliance árið 1920, og starfaði hann þar í tæp 45 ár, eða þar til 31. marz sl. Teitur var mikill bókamaður, og átti mjög gott, vandað og vel hirt bókasafn, og hafði yndi af bókmenntum allskonar, sérstak- lega ljóðum og kunni mikið af þeim og var allvel hagmæltur. Hugur hans stóð mjög til bók- mennta og ljóða, en hlutskipti hans varð það að sjá um fjár- muni, taka við að greiða út pen- i inga. sem gj aldkeri í 45 ár hjá börnum, og vildi hag þeirra sem beztan í hvívetna. Teitur kvæntist 30. maí 1925 Önnu Þorkelsdóttur trésmiðs í I Reykjavík Hreinssonar. Anna er létt í lund, dugleg og myndar- leg kona, og var heimili þeirra hjóna til fyrirmyndar. Eignuðust i þau 3 börn sem öll eru á lífi og i eru þau: Þórður Helgi, Harald- ur og Elín. Barnabörnin eru nú níu. Jarðneskar leifar Teits voru brenndar í Kanada, og fer minn ingarathöfn fram í dag í Dóm- kirkjunni. Ég sem þetta rita þakka Teiti frænda mínum fyrir gott sam- starf í rúm 35 ár, og votta Önnu og öllum aðstandendum innilega samúð mína. Ólafur H. Jónsson. TEITUR Þórðarson var af Vík- inglækjarætt kominn. Föður- systkini Teits, börn Ólafs og Guð laugar í Sumarliðabæ, eru þjóð- kunn og sæmdarfólk, en faðir hans dó í blóma lífsins. Mér er tjáð að móðurætt Teits Þórðar- sonar hafi einnig verið velþekkt og ágætt fólk. Systir Teits er Guðrún, vel þekkt kaupsýslu- kona, listfeng og kennari í handavinnu. Þar sem þau systkinin misstu föður sinn ung gátu þau ekki notið frá honum þeirrar skóla- göngu, sem þau þó þráðu, en bæði ruddu þau sér braut til vandasams lífsstarfs. Að loknu prófi í Verzlunar- skólanum fór T.Þ. til framhalds- náms í Englandi. Varð sú ferð honum undirstaða að góðri kunn áttu í enskri tungu og enskum bókmenntum. Teitur var að eðlis fari og gáfum málamaður góður, meðal annars talaði hann spænsku og mun það fágætt af manni á hans aldri. Af þeim störfum, sem T.Þ. gengdi, var hann lengst gjald- keri í Alliance eða hálfan fimmta áratug frá 1920 og til æviloka má segja. Öll trúnaðar- störf leysti hann af hendi af mikilli trúmennsku og árvekni. Teitur barst ekki mikið á. Til þeirra starfa, sem flestir borgarmenn nota dýrar bifreið- ar, ferða milli heimila og stafs- staða, notaði hann hjólhest. Teitur Þórðarson var með hug ann óskiptan við heimili sitt, hann átti þá þrá heitasta að full- nægja þörfum eiginkonu og barna. Mun þeim bregða við missinn. Hann gaf sig ekki að opinberum málum og lítið að félagsmálum. Teitur var hlé- drægur og kyrrlátur. I rökræð- um var hann hygginn og æðru- laus, en brá oft fyrir sig kímni ef hann bar litla virðingu fyrir mönnum eða málefnum þeim, sem um var rætt. T.Þ. var greindur maður og mikill bókamaður. Hann átti mikið bókasafn og margt fá- gætra bóka. Bókasafn hans er því mjög verðmætt. Ég tel að Teitur hafi verið bókfróður mað- ur i bezta lagi. Teitur Þórðarson var kvæntur Önnu Þorkelsdóttur trésmiðs Hreinssonar. Heimili þeirra hjóna er fagurt, meðal ann- ars gætt bókum, eins og fyrr segir, og listaverkum, Þó var annað, sem gerði þetta heimili hverjum manni kært. Það var hin mikla hispurslausa rausn, gestrisni og hinn einlægi hlýleiki, sem hver gestur naut í óvenjulega iíkum mæli. Allir kunnugir vita, að hlutur Önnu húsfreyju, í þessu efni var stór og stöðugur Margir eru þeir, sem vildu nú færa þessu heitn- ili hins látna vinar, eftirlifandi konu hans og börnum þenra, þökk og heiður fyrir óteljandi minnisverðar stundir á heimili fjölskyldunnar. Við, vinir Teits Þórðarsonar, minnumst hans sem trúverðuga heiðursmanns og góðs vinar. Bjarni Bjamason, Laugarvatn. A T H U G I O að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum biöðum. ÞRIGGJA DAGA ÞJÖÐHATIÐIEYJUM 6.-8.Agúst Vestmannaeyingar bjóða að þessu sinni til 3ja daga hátíðar, glæsilegri en nokkru sinni fyrr. — Með Flugfélaginu verður fargjaldið báðar leiðir, — með hinum sérstöku þjóðhátíðar-kjörum — oðe/ns kr. 720,— VERIÐ VELKOMIN TIL VESTM ANNAEYJA FLUGFÉLAG ÍSLANDS KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ TÝR v,. y~ xj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.