Morgunblaðið - 31.07.1965, Side 15
LaugardagttT 31. júlí 1965
M0pr H M » i A*%ID
15
Frá höfninni í Leirvík.
VEIÐIMENN
ferðafölk
OSTUR
i nestispakkann
ff*
OSTA-OG SMJORSALAN SF.
Einu sinni þekktu Islendingar eins vel til í
Hjaltlandseyjum og í Vestmannaeyjum
ÞEGAR íslenzkir síldveiðisjó-
menn koma í land í Leirvík,
helzta bænum á Hjaltlandi, eru
þeir staddir á slóðum forfeðr-
anna. Á landnámsöld og lengi
síðan, voru íslendingar jafn-
kunnugir á Hjaltlandseyjum og í
Vestmanaiaeyjum, Færeyjum og
Orkneyjum. Norræn menning og
norræn tunga gekk þá um miklu
stærra svæði en nú er. Norræn-
ir menn réðu um tima ríkjum
á Skotiandi, Suðureyjum, Mön,
Irlandi og Vestureyjum, og finn.
ast þess enn margar menjar.
Norræna („nom“ á hjaltlenzku)
er að vísu dautt tungumál í
Hjaltlandi, en mörg norræn orð
lifa enn góðu lífi í máli eyja-
skaggja og örnefnium.
H'altlandseyjar (Hetland, Zet-
land, Shetland Islands) liggja
fyrir norðurmynni Norðursjávar,
80 km. fyrir norðan Orkneyjar.
Stærsta eyjan er Hjaltland. sjálft
(Mainland eða Meginland), sem
er 72ja kílómetra langt frá
norðri til suðurs, en alls eru
eyjarnar taldar 112. 27 þeirra
voru í byggð um 1920, en 24 um
1950. Rúmlega 30.000 menn
bjuggu í eyjunum árið 1860;
25.500 árið 1921; 21.400 árið 1948
en ekki nema 17.800 árið 1961.
Fyrstu íbúar eyjanna voru
Péttir eða Piktar en síðar sett-
ust Papar þar að, eins og á ís-
landi. Þrjár Papeyjar eru á Hjalt
landi og þrjú Papýli (Papa-
skerri), Papagjá (Papegjo) og
tvennir Dímonar (de Dimons og
the- Kusins o’ the Dimons’).
Um svipað leyti og ísland var
numið, settust norrænir menn að
á Hjaltlandi, og var þar löng-
um víkingabæli mikið. Haraldur
hárfagri lagði eyjarnar undir
ríki sitt. Norðmenn og Danir
réðu síðan eyjunum fram til árs
ins 1469, þegar Kristján I. setti
þær Skotlandi ■ að veði fyrir
heimanmundi Margrétar dótfur
sinnar, sem gefin var Jakobi III.
Skotakonungi; og árið 1590 lýstu
Danir því yfir, að þeir afsöluðu
sér öllu tilkalli til þeirra, enda
var heimanfylgjan þá enn ógold-
in. Skotar og síðar Englendingar
misbeittu oft valdi sínu í Hjalt-
landi næstu aldir. Þeir skeyttu
ekkert um skilyrði það, sem
Danir settu á sínum tíma fyrir
veðsetningunni, þ.e. að hjaltnesk
lög og fornar siðvenjur skyldu | Unst). Af nrrænuum örnefnum
í öllu virtar. T-il þessa tíma mun má gera langan lista, en hér
að rekja einkunnarorð Hjalt-
lands: Með lögum skal land
byggja. Samfara efnahagslegri
hnignun breiddist ensk tunga út
á eyjunum, sérstaklega eftir siða
skipti. Um tíma voru Hjaltlend
ingar tvítyngdir, þ.e. voru mæl-
andi á tvær tungur, ensku og
norræna mállýzku, „norn“, sem
kölluð hefur verið Hjaltlenzka.
Nú er enskan allsráðandi, en þó
lifa mörg norræn orð enn í máli
Hjalta, og málhreimur þeirra er
með greinilegum norskum blæ.
Þessi norski hreimur er svo sterk
ur að sagt er, að ógerlegt sé að
vita, hvort talað er á norsku eða
ensku, ef hlýtt er á Hjaltlend-
ing, sem stendur svo fjarri áheyr
anda, að orðaskil verða ekki
greind.
Fyrir norðan meginlandið
liggja þrjár stórar eyjar, Jali
verða aðeins fáein rakin Bressay
(Brúsey), Bard Head (Barð), The
Noup of Noss (Hnossnúpur),
Noss (Hnoss), Foula (Fugl eða
Fugley), Bressay Sound (Brús-
eyjarsund), Lerwick (Leirvík),
Eshaness (Esjunes), Tingwall
(Þingvöllur), Mousa (Mósey),
Voe of Sound (Sundyogur), Gul-
berwick (Gullgeravík eða Gull-
beruvík), Sand (Sandur), Setter
(Setur), Quarff (Hvarf), Fladda-
bistir (Flatabólstaður), Aith
(Eiði), Dunrossness (Dunrastar-
nes), Sumburgh (Sunnborg),
Scalloway (Skálavogur), Broch
of Mousa (Móseyjarborg), Col-
grave Sound (Kolgrafarsund),
Out Skerries (Útsker), Whalsey
(HvaLsey), Dunross (Dynröst).
Einnig eru þekkjanleg örnefni
eins og Borgarfjörður, Borgar-
nes, Kollafjörður, Grímsstaðir,
(nú Yell), Fetlar os Ömst (nú I Kirkjubær, Lundur, Laxá, Vörðu
fell, Tröllavatn, Tröllagjá, Álf-
hólar, Mikligarður , Bergfinns-
hnjúkur, Fagridalur, Svörtusker
Hvítuhraun, Rauðanes, Lambhagi
og Litlaþúfa.
i Hjaltlendingar lifa að lang-
mestu leyti á sjósókn, en hafa
einnig nokkurn landbúnað. Þeir
eru eftirsóttir sjómenn á brezk-
um skipum, og margir þeirra eru
i í langsiglingum og koma sjaldan
I heim. Útflutningsvörur þeirra
í eru aðallega þorskur og síld, en
I hinir frægu „Shetland ponies“
, eða smáhestarnir hjaltnesku
munu nú einnig ræktaðir á Skot-
landi og víðar. Á síðari tímum
hefur hjaltnesk prjónles orðið
víðfrægt fyrir gæði, og er það
að miklu leyti heimaiðnaður, sem
j fært hefur Hjöltum drjúgar auka
tekjur. Af öðrum atvinnuvegum
má nefna sauðfjárrækt, fugla-
j veiðar, hafrarækt og kartöflu-
rækt. Hjaltlendingar eiga við
efnahagserfiðleika að etja, og
heldur mun byggð dragast þar
saman, þótt ríkisstjórnin suður
í Lundúnum hafi gert ýmislegt
til að efla atvinnulíf- í eyjunum
á síðari áratugum. Hjaltlending-
ar eiga sér skeleggan málsvara
á þingi Breta, þar sem er Joseph
(Jo) Grimond, formaður Frjáls-
lynda flokksins. Hann hefur ver
ið þingmaður Orkneyja og Hjalt-
lands síðan árið 1950 og býr í
Kirkjuvogi (Kirkwall) í Orkn-
eyjum.
Helztu bæirnir eru Leirvík Og
Skálavogur. I Leirvík munu búa
um 5.000 manns en í Skálavogi
um 1.000. Leirvíkurbær stendur
í brekku upp frá höfninni. Bær-
inn er sagður minna nokkuð á
kauptún í Færeyjum hið neðra,
en hið efra eru stærri hús úr
steini. Aðalgatan er Commercial
Street, gamalt og hlykkjótt
stræti. í Leirvík er til vínstofa,
sem heitir Thule-bar, og kaffi-
stofa, sem heitir Simmer-dim.
Það mundi vera Sumardimma á
íslandi, en Hjaltlendingar nota
orðið um miðnæturhúmið á sumr
in.
Fróðleik um Hjaltland má
finna í greininni „Ferðaþættir
frá Hjaltlandi og Orkneyjum"
eftir dr. Einar ól. Sveinsson,
prófessor, sem birtist í Skírni
1951. Hún er endurprentuð í bók
Einars, „Ferð og förunautar",
sem kom út á forlagi Helgafells
árið 1963. Við þá ritgerð hefur
verið stuðzt verulega í þessari
grein, svo og við þætti Magnúsar
Magnússonar, „Á fornum slóðum
víkinga" sem birtust í Lesbók
Morgunblaðsins fyrr á þessu ári.
Götumynd frá Leirvík.
j i vrdnni..
að auglýsing
í útbreiddasta blaðinu
borgar sig bezt.