Morgunblaðið - 31.07.1965, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 31. Júlí 1965
KR vann Fram 1:0
- og nálgast titilinn
IVIarkið skorað úr vítaspyrnu
K R vann F R A M í gær-
kvöldi í keppni 1. deildar
með 1—0 og nægir nú liðinu jafn
tefli í þeim tveim leikjum sem
það á eftir í mótinu — gegn
Akranesi og Keflavík til að
verða fslandsmeistari. Hins veg-
ar blasir nú fallið í aðra deild
við Fram og eru ,ef“-in nokkuð
mörg, ef það á að takast þeim
að fá aukaleik um fallsætið við
annaðhvort þeirra liða er næst
iægst eru að stigum.
Miklar rokhrinur gengu yfir
Laugardalsvöllinn í gær og
þegar þessum sömu leikmönnum
gengur erfiðlega að sýna góðan
leik við góðar aðstæðui; er skilj-
anlegt að þeim takist illa upp
þegar slíkt veður er — og sann-
ast sagna var ekki hægt að leika
knattspyrnu í gær. Að skrifa um
knattspyrnu leiksins er því álíka
og að skrifa um nýju fötin keis-
arans.
Eina mark leiksins skoraði
Ellert Schram úr vítaspyrnu á
21. mín. fyrri hálfleiks. Hrannari
Har^ldssyni framverði varð þá á
að snerta knöttinn með hendi.
Hættan var ekki ýkja mikil við
mark Fram, en vítaspyrnan varð
ekki umflúin — og Ellert dró
ekki af skotinu.
KR lék undan vindinum í
fyrri hálfleik. Það liðu þó 17
mín. áður en fyrsta skotið kom
á Frammarkið. Það var allgott1
skot Baldvins en Hallkell varði
vel. Síðar varði Hallkell hörku-
skot frá Jóni Sig.
Fram átti langar sóknarlotur
að marki KR í síðari hálfleik en
tókst ekki að hemja knöttinn.
Voru þeir þó mjög klaufalegir á
stundum. t. d. átti Hallgrímur
úth. ágætt færi á markteigs-
horni — en skaut yfir.
Og möguleikar KR-inga voru
Pressuleikur-
inn ú þriðjudug
þrátt fyrir vindinn öllu hættu-
legri en Framara í síðari hálf-
leik. Baldvin skaut yfir af mark-
teig snemma í leiknum og Anton
bjargaði á marklínu á sömu mín-
útu. Og síðast í leiknum hljóp
Baldvin af sínum alkunna hraða
upp með sendingu Sigurþórs —
Og það var Hallkell markvörður
sem forðaði fram frá því að leik
lyktaði með 2—0.
í spilinu átti Fram öllu meira,
einkum í fyrri hálfleik. Fram-
lína KR-inga var afar slöpp og
sundurlaus. En leikmenn verða
vart dæmdir eftir leik við þessar
aðstæður. Það var heppnin sem
mestu réði — og það var sannar-
lega heppni KR-inga að fá þessa
vítaspyrnu.
— A.St.
Landsliðið er mœta á
Skotum í Clasgow valið
Landskeppnin verður 21. áxgúst
ÍSLENDINGAR og Skotar ganga
til landskeppni í frjálsum íþrótt-
um 21. ágúst nk. og fer keppnin
fram í Edinborg. Verður keppt í
bæði karla- og kvennagreinum,
10 greinum karla og 4 greinum
kvenna. í liði íslands verða 15
karlar og 4 konur.
Keppni þessi er nýstárleg fyrir
margra hluta sakir, því hvorki er
um fullkomna landskeppnisdag-
skrá að ræða, né heldur um ven ju
legar hlaupavegalengdir að ræða
mældar I metrum; allt er mælt
í yördum.
Um sigurmöguleika okkar í
þessari keppni vildu forráðamenn
FRÍ Iítið segja í gær, en töldu þó
Skota sigurstranglegri miðað við
síðustu fréttir þaðan.
11 þeirra er í landsliði íslands
keppa koma til Glasgow frá Norð
urlandamótinu í Helsinki. Vegna
fjárhagsörðugleika hefur FRÍ nú
farið inn á þá braut að krefja
þátttakendur í keppninni um
' fjárframlag. Þeir, sem fara bæði
. til Helsinki og Glasgow greiða
2000 kr. upp í ferðakostnað, en
hinir, sem fara beint til Glasgow
greiða 1500 kr.
Landslið fslands í Glasgow
verður þannig skipa^'
Karlar:
100 yarda hlaup:
1. Ólafur Guðmundsson, KR,
2. Ragnar Guðmundsson, Á.
220 yarda hlaup:
1. Ólafur Guðmundsson, KR,
2. Ragnar Guðmundsson, /
Framhald á bls. 23
) rVEIR MARKMENN —
TVEIR KNETTIR.
ÍÞessa sérkennilegu mynd tók 1
fSv. Þorm. af Ileimi Guðjóns-l
Kyni á landsliðsæfingu nýlega. I
Úrslit í 2. deild
14. úgúst
URSLITALEIKURINN í 2. deiid
— milli Þróttar og Vestmanna-
eyinga verður leikinn laugardag-
inn 14. ágúst kl. 4 síðdegis í
Laugardal.
Þessi tvö lið sigruðu hvort í
sínum riðli í 2. deildarkeppninni.
Þar hófu 10 lið keppni, en Skarp-
héðinn dró lið sitt til baka að
afloknum einum leik liðsins.
PRESSULEIKURINN“, sem
skýrt var frá í gær verður á
þriðjudagskvöldið en ekki á
fimmtudagskvöldið eins og
ari breytingu svo ag landsliðið
nefnd hefur óskað eftir þess-
ari breytiinga svo að landsliðið
hafi betri hvíld fyrir landsleik
inn, sem verður annan mánu-
dag.
Lið íþróttafréttamanna var
valið í gærkvöldi, en þegar
var kunnugt um forföll, svo
liðið verður ekki tilkynnt fyrr
en í blaðinu á morgun.
25 þjóðir í heims-
meistarakeppni
í handbolta
25 ÞJÓÐIR höfðu tilkynnt þátt-
töku í heimsmeistarakeppni karla
er þátttökufrestur rann út. Sví-
ar sjá um framkvæmd keppninrt-
ar og mæta 16 lið til-lokakeppni
í Svíþjóð í janúar 1967.
Bikarkeppnin hefst
ídag
BIKARKEPPNI KSÍ hefst í dag
og verður fyrsti leikurinn í Vest-
mannaeyjum milli íþróttafélags-
ins Þórs og B-liðs Keflvíkinga.
Hefst leikurinn kl. 16. íþróttafé-
lögin í Eyjum taka þátt í bikar-
keppninni hvort í sinu lagi, en
til 2. deildarkeppninnar mættu
þau sameinuð.
14 félög taka þátt i bikarkeppn
inni nú í ár og senda 20 lið til
keppninnar. Er það met-þátttöku
fjöldi, en 19 lið voru með í fyrra.
A-lið 1. deildarfélaganna koma
inn í keppnina í 4. umferð henn-
ar í byrjun september.
Bikarkeppnin er útsláttar-
keppni og er það lið úr keppn-
inni, sem tapar leik.
Þessar þjóðir tilkynntu þátt-
töku: Belgía, Danmörk, Frakk-
land, Holiand, ísland, Júgóslavía,
Noregur, Austurríki, A-Þýzka-
land, Pólland, Rúmenía, Sví-
þjóð, Sviss, Rússland, Spánn,
Tékkóslóvakía, Ungverjaland, V-
Þýzkaland, Finnland, Bandarík-
in, Kanada, Japan, ísrael, Eg-
yptaland og Túnis.
16 þjóðir verða í lokakeppn-
inni. Þangað komast án keppni,
Svíar og heimsmeistararnir Rúm-
eníu.
Á þingi- hahdknattleikssam-
bandsins í Júgóslavíu var ákveð-
ið fyrirkomulag undankeppninn-
ar. Bandaríkin og Kanada keppa
um „amerískt“ sæti í lokakeppn-
inni, Egyptaland og Túnis keppa
um „afrískt“ sæti þar. ísrael skal
keppa við evrópskt lið um sæti
í lokakeppninni, en Japanar kom-
ast í lokakeppni án forkeppni.
Evrópuliðunum verður skipt í
riðla og komast sigurvegarar í
hverjum riðli í lokakeppnina í
Svíþjóð. Undankeppni fer fram á
timabiiinu 1. okt. 1965 til 31.
I marz 1966.
V frjálsíþróttamenn
til Norðurlandamóts
ELLEFU íslendingar halda uppi
merki íslands á Norðurlandamót-
inu í frjálsum íþróttum, sem
fram fer í Helsinki dagana 15.,
16. og 17. ágúst. Verður haldið
utan til Ósló hinn 8. ágúst og þar
tekið þátt í alþjóðlegu frjáls-
íþróttamóti 10. ágúst. Hinn 12.
ágúst verður haldið áfram til
Helsinki. Aðalfararstjóri verður
Svavar Markússon, ritari FRÍ, en
með í förinni vérður og þjálfari
FRÍ, Bénedikt Jakobsson.
Þessir frjálsíþróttamenn hafa
verið valdir tii fararinnar:
Jón Þ. Ólafsson, ÍR, keppir í
hástökki.
Valbjörn Þorláksson, KR,
keppir í tugþraut og 4x100 m
boðhlaupi.
Ólafur Guðmundsson, KR,
keppir í 100 m, 200 m, 400 m, 4x
100 m bhl. og 4x400 m.
Kjartan Guðjónsson, ÍR, kepp-
ir í tugþraut og 4x100 m bhl.
Kristleifur Guðbjörnsson, KR,
keppir í 3000 m hindrunarhlaupi
og 5000 m hlaupi.
Guðmundur Hermannsson, KR,
keppir í kúluvarpi.
Erlendur Valdemarsson, ÍR,
keppir í kringlukasti.
Halldór Guðbjörnsson, KR,
keppir í 800 m, 1500 m hl. og 4x
400 m boðhlaupi.
Kristján Mikaelsson, Á, keppir
í 400 m grindahl., 400 m hl„ 4x
100 m bhl. og 4x400 m.
Björk Ingimundardóttir, U. M.
S. B„ keppir í fimmtarþraut.
Halldóra Helgadóttir, KR,
keppir í 100 m. hl. og 400 m hþ
Landsmútum
yngri flokka
að ljúka
LANDSMÓTUM yrtgri flokka í
knattspyrnu er nú senn að ljúka.
Er riðlakeppni í öllum flokkum
lokið, að undanskildum einum
leik í öðrum riðlinum í 2. flokkL
í 3. flokki sigraði KR í A-riðli,
Fram í B-riðli og Breiðablik í C-
riðli. Þessi lið keppa til úrslita.
Leika fyrst sigurvegarar í B- og
C-riðli, eða Fram og Breiðablik,
og sigurvegari í þeim leik leikur
gegn KR.
í 4. flokki sigraði Fram í A-
riðli, en Keflavik í B-riðli.
í 5. fl. sigraði Valur í A-riðli,
en Víkingur í B-riðlL