Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. ágúst 1965 Magnús L. Sveinsson varaformaður VR: Aukin verzlun og viðskipti ber vott um bætt lífskjör Á ÞESSUM frídegi verzlunar- manna, þegar 71 ár er liðið frá fyrsta frídegi verzlunarmanna, er fróðlegt að rifja upp tildrögin og upphafið að fyrsta frídegi stéttarinnar, sem haldin var 13. sept. 1894. Á fundi í Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur þann 9. sept. 1894, var ákveðið að efna til skemmtisamkomu, þar sem „kaup Magnús L. Sveinsson menn og verzlunarstjórar allra hinna stærri verzlana í Reykja- vík höfðu fyrir milligöngu hr. Guðbr. Finnbogasonar boðið að gefa þjónum sínum frídag í næstu viku, til þess að þeir gætu skemmt sér á einn eða ann- an hátt“, eins og segir í fund- argerð Verzlunarmannafélags Reykjavíkur frá þessum tíma. í>á segir frá fyrsta frídegi verzl unarmanna m.a.: „Fimmtudagurinn 13. sept. 1894 var notaður sem skemmti- og frí- dagur verzlunarmanna í Reykja- vík. Tóku flestir verzlunarmenn hér í Reykjavík ásamt mörgum gestum, er þeir höfðu boðið, þátt í því. Var dagurinn notaður á þann hátt, að menn komu sam- an á Ártúni og skemmtu sér þar eftir prógrammi". Höfðu menn safnazt saman á Lækjartorgi og hófu göngu það- an kl. 10.45 í einni fylkingu, með fánum, söng og hljóðfæraslætti í broddi fylkingar og staðnæmdust á Ártúni kl. 2 á hádegi. Það var margt sér til skemmt- unar gert, með söng, íþróttum, dansi og ræðuhöldum. W. Christ- ensen, kaupmaður, sem lýsti til- gangi hátíðahaldanna, sagði: „að þetta væri byrjun almennrar skemmtisamkomu verzlunarstétt- arinnar og vonaði að það mætti haldast við ár frá ári.“ Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt að rifja þetta upp í dag á frídegi verzlunarmanna. Það kemur í upphafi fram, að þessi frídagur er sameiginlegur frídagur launþega og vinnuveit- enda, og hefur það haldist æ siðan. Frá því að fyrsti frídagur verzl unarmanna var haldinn, hefur ótrúlega mikil breyting átt sér stað í öllum verzlunarháttum ís- lendinga. Bættir verzlunarhættir, frjáls verzlun, á ekki hvað minnstan þátt í því að bæta og efla hið íslenzka þjóðfélag. Mönnum er það nú ljósara en áður, að verzl- unin er ekki aðeins nauðsynleg, heldur ber aukin þáttur verzl- unar og viðskipta í þjóðfélaginu vott um vaxandi velmegun og bætt lífskjör fólksins. En þó mikið hafi áunnizt síð- ustu áratugi, er margt enn óunn- ið. Og eins og frídagur verzl- unarmanna er sameiginlegur frídagur launþega og vinnuveit- enda, eru mörg sameiginleg verkefni stéttarinnar óleyst, sem báðir aðilar geta og munu vinna að með samstilltu átaki. Efst í huga mér í þessu sam- bandi er menntun stéttarinnar. Menntun er öllum nauðsynleg, en ekki hvað síst verzlunarstétt- inni. íslenzkt verzlunarfólk er yfirleitt vel menntað. Tveir verzl unarskólar eru starfandi og út- skrifa árlega myndarlegt og vel menntað verzlunarfólk. Auk þess hafa gagnfræðaskólar aukið kennslu í verzlunarstörfum. En skortur er á sérmenntuðu fólki í vissum greinum viðskipta lífsins. Tilfinnanlegur skortur hefur verið á kennslu í afgreiðslu háttum og er brýn þörf á að bæta úr því. Það eru nú aðeins 10 ár frá því að launþegar í verzlunarstétt mynduðu hreint launþegafélag. Þetta er því img launþegastétt miðað við margar aðrar. Engu að síður hefur hún, á þessum fáu árum, sýnt þroska til að standa sameiginlega að hags- munamálum sínum, sem tryggt hefur henni verulegar réttinda- bætur síðustu árin. En þó mikið hafi áunnizt, eru mörg verkefni óleyst. Kjarasamn ingarnir renna út um næstu ára- mót. Það er því ekki óeðlilegt að verzlunarmenn, nú á hátíðisdegi sínum, leiði hugann að helztu verkefnum, sem framundan eru í hagsmimabaráttu þeirra. Laun verzlunarfólks þurfa að hækka. Sumir launataxtar þess eru einhverjir þeir lægstu sem þekkjast. Þá er vinnutími af- greiðslufólk óheyrilega langur og er nú svo komið að vinnu- vika þess er ein sú lengsta allra stétta. Verzlunarfólk hefur eigi enn fengið aðild að atvinnuleysis- tryggingasjóði, en senn hlýtur að líða að því að það njóti þar sömu réttinda og aðrir. Flest félög hafa sjúkrasjóði, sem eru ómetanleg trygging fyrir launþega í sjúkratilfellum. Verzlunarfólk hefur ekki sjúkra sjóð, og er það því eitt af verk- efnunum, sem framundan eru, að tryggja verzlunarfólki hann. Mörg önnur atriði mætti telja upp, en það verður eigi gert frekar hér. Framtíðin mun leggja mikið verkefni á herðar verzlunar- stéttinni. Það er enginn vafi, að eins og verzlunarfólk hefur sýnt og sannað stéttarvitund sína í hagsn mnabaráttu þess undan- farin ár, þá mun það ótrautt sækja fram og vinna að þeim verkefnum sem framtíðin ber i skauti sér og leysa þau með heill verzlunarstéttarinnar og allrar íslenzku þjóðarinnar i huga. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur flytur verzlunarstéttinni og öllum lsndsmönnum kveðjur og árnaðaróskir. Magnús L. Sveinsson. Sverrir Hermannsson, form aður LÍV: Góður árangur hefur náðst en margt er óunnið Á HÁTÍÐISDEGI verzlunar- fólks sendir Landssamband is- lenzkra verzlunarmanna félög- um sínum um land allt árn- aðar- og heillaóskir. Verzlunarfólk hefir á næst- liðnum árum unnið marga mjög verðmæta sigra í kjarabarátt- unni. Segja má, að hinn skjóti framgangur hagsmunamála þeirra sé með ólíkindum. Fyrir aðeins áratug síðan má segja að verzlunarmenn hafi verið al- gjörir bónbjargarmenn, félags- lega og hagsmunalega séð. í kjör um stóðu þeir langt að baki öðr- um stéttum sambærilegum og fé lagslegt skipulag þeirra var naumast til. Nú ná samtök verzl unarfólks hinsvegar til alls lands ins og skortir aðeins á félög í einstaka héruðum, þannig að hver einasti starfandi verzlunar- maður í landinu sé innan vé- banda heildarsamtakanna. Félagar LÍV nálgast nú fimm þúsund en félagsbundið verzlun- arfólk mun hafa verið innan við eitt þúsund manns fyrir áratug síðan. Fyrir þennan skjóta skipu lagslega árangur hefir góður ár- angur í kjarabaráttunni fyrst og fremst náðzt. Verzlunarmönnum er hinsvegar ljóst að margt er óunnið, en þeir eru þakklátir fyrir þann árangur, sem náðzt hefir og eru ánægðir með hlut- skipti sitt. Enn má minna á þann stórsigur er samtök verzlunar- fólks gerðist fullgildur félagi í alþýðusamtökum þessa lands og hlutu þar sem þann styrk sem til þurfti að hafa til jafns við önnur öflugustu ve'rkalýðsfélög í landinu. Frídagur verzlunarmanna er ekki dagur krafna og kröfugerð- ar heldur hátíðisdagur. Fyrir því' verður ekki rifjað upp hér og nú það sem verzlunarmönnum liggur helzt á hjarta í hagsmuna málum sínum. Um leið og Lands samband íslenzkra verzlunar- manna f lytur félögum sínum I góðar óskir í tilefni dagsin* hvetur það félaga sína til ár- vekni og skyldurækni í starfi og þakkar frábært starf að hags- munamálum stéttarinnar og sam stöðu á liðnum árum. Sverrir Hermannsson. • Hvernig verður helgin? Matgnús konferenzráð Stephensen setti saman bók, er hann kallaði Eftirmæli 18du aldar. Nú láta menn sér nægja minna eftirmælaefni en heila öld, því að undanfarin ár hafa blöðin fyllzt af eftir- mælum eftir hverja einu-stu verzlunarmannahelgi. Þar er framboma fólks — aðallega unglinga — á hinum ýmsu sam komustöðum víðs vegar um landið vegin og metin og lagð- ur dómur á. Hneykslazt er á drykkjulátum, eii prúðmann- legu skemmtanahaldi hælt, eins og vera ber. Þessi helgi er að verða mikil- vægur þáttur í þjóðlífi íslend- inga. Heilir þjóðfiutningar eiga sér stað, og gífurlegir peningar komast í veltuna vegna ferða- laga og hvers kyns skemmtana. Þegar þetta er skrifað, er ekki vitað, hvernig helgin verður, en áfengislausar skemmtanir eru nú auglýstar á öllum helztu samkomustöðunum, svo að ekki ætti Bakkus að ráða ferð- inni um of. • Strætisvagnaferðir og Sóiheimabúar Séra Árelíus Nielsson send ir Velvakanda bréf undir fyrir- sögninni „Furðuleg ráðstöfun": „Mikil gremja ríkir nú í Sól- heimum, sem er ein fjölmenn- asta gata borgarinnar, yfir því, að biðstöð strætisvagnsins, sem hefur um nokkurra vikna skeið verið við miðja götuna, hefur nú skyndilegá og, að því er virð ist, að tilefnislausu, verið færð aftur inn í Skeiðarvog. En þar hefur hún raunar verið frá upp hafi og nú fram á vor öllum til ama, sem við Sólheima búa, þar er bleytusvað eða hálka allan veturinn og um hönd í stormum og myrkri að vera steypt þar út. Sagt er að þessi ráðstöfun með strætisvagninn úr Sólheim um aftur sé því að kenna, að fólk hafi hringt héðan og kvartað yfir hávaða frá honum. En það er á misskilningi byggt, enda gengur hann aðeins frá 7 að morgni til 12 að kvöldi og styttri tíma á sunnudögum. Hins vegar hefur stór hóp- ferðabíll, sem skilinn er eftir í fullum gangi oft langtímis snemma morguns og jafnvel að nóttu haldið vöku fyrir Sól- heimabúum, sömuleiðis stór bíl skrjóður frá fiskverkunarstöð niðri í bæ. Hann var víst hafð- ur í' gangi um nætur, af því að hann fór ekki í gang á morgn- ana. En sú drusla er nú úr sög- unni sem betur fer. Þessi óþæg- indi eru því sizt sök strætis- vagnanna. í jafn fullkominni nýtízku- borg sem Reykjavík er orðin, ror To-ar þar sem allt er gert íbúum til þæginda, nema selja benzín að nóttunni, finnst okkur Sól- heimabúum fáránlegt að gera okkur þennan óleik að ástæðu- lausu, svo ánægð sem við erum með götuna okkar að öðru leyti. Og hér eru börn sjaldan að leik á götunni. Kirkjan kenn ir þeim góða siðu og hér eru garðar og skot, þar sem þau una sér vel. Lögreglan þarf fremur að athuga hættur ann- ars staðar í borginni. Vonum að „bíllinn" fái aftur að ganga um Sólbeima sem allra fyrst og óskum að sú ráð- stöfun verði öllum til góðs 1 nútíð og framtíð. — Árelíus Níelsson". • Fjölhæfur útlend- ingur í atvinnuleit Ungur Bandaríkjamaöur, sem hér er á ferðalagi, kom að máli við Velvakanda um dag- inn og sagðist vera að reyna að fá einhverja atvinnu hér til að geta dvalizt hér enn um sinn. Hann hefur fengizt við glugga- skreytingar, blómaskreytingar og innanhússarkiektúr auk þess sem hann hefur leikið á píanó. Þessi ungi maður býr 1 Hótel Vík, og ef einhver kynni að þurfa á aðstoð hans að halda, er hann beðinn að snua sér þangað. Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9. Ul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.