Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 17
Sunnudagur 1. ágúst 1965 MORCUNBLADIÐ 17 Myndastytta Ólafs Thors MJÖG vel mælizt sú hugmynd fyrir, að reist verði myndastytta af Ólafi Thors. Einstaka menn hafa þó fundið að því, að Sjálf- Btæðismenn einir séu hér að verki. Þeir telja, að þjóðin öll hefði átt að sameinazt um að sýna minningu hins látna for- ystumanns þennan heiður. Þá er þess ekki gætt, að Ólafur mót- aði svo mjög stefnu og störf Sjálf stæðisflokksins, var svo lengi í forystu hans og hvarf þaðan fyrir svo skömmu, að eðlilegt er, að þeir, sem flokknum eru andstæð- ir, líti Ólaf nokkuð öðrum aug- um en við, sem vorum fylgis- menn hans. Þeir hafa ekki enn vanizt því að skoða hann sem alls-herjar þjóðarleiðtoga, held- iur flokksforingja, sem þeir að vísu öfunduðu Sjálfstæðismenn af. Sjálfstæðismenn vita, að Ól- afur var hvoru tveggja og verð- ur innan stundar af öllum viður- kenndur sem slíkur. En af því, að hann var foringi Sjálfstæðis- manna, telja þeir sig eina eiga að hafa heiðurinn af að reisa hon- um minnisvarða og hafa til þess forréttindi umfram aðra. t'rá Reykjanesi. REYKJAVIKURBREF Brezkir íhalds- menn skipta um forustumann Foringjaskipti brezkra íhalds- manna vekja hvarvetna mikla at- hygli. íhaldsflokkurinn í Bret- landi hefur ætíð mikil áhrif, hvort sem hann er í stjórn eða ekki. Eins og sakir standa má og búast við því, að hann taki við stjórnartaumum hvenær sem er. Brezka ríkisstjórnin á við mikla örðugleika að etja. E.t.v. hefur henni ekki tekizt ver að leysa þá en efni stóðu til, en fyrir kosn- ingar hafði hún lofað meiru en henni hefur enn tekizt að efna. Óraunsæi hefnir sín ætíð. Það er víðar en á íslandi, að vinstri menn fá að reyna það þegar til kastanna kemur, að þá eru það „gömlu íhaldsúrræðin“ ein, sem duga. Þetta hefur nú sannazt á Tító í Júgóslavíu, og raunar er svo að sjá, sem pólskir kommún- istar séu að sannfærast um það sama. Víst er, að Verkamanna- flokksstjórnin brezka hefur orð- ið ýmsum róttækum vinstri mönnum í sínu liði til mikilla vonbrigða. Rólegri kjósendur virðast hinsvegar hugsa sem svo, »ð úr því að hún framkvæmi stefnu íhaldsmanna, þá sé betra •ð hafa þá sjálfa við völd. Sýnt er, að íhaldsmenn búa sig nú til harðrar sóknar gegn stjprninni. Ýmsum, sem i fjar- l?egð eru, hlýtur að virðast Alec Dougias-Home nokkuð hart leik- inn. Hann sagði ranuar sjálfþr af sér formennskunni, en vegna þess að hann varð verulegrar ó- ánægju var. Samt leikur ekki á tveim tungum, að hpnum tókst á fáum mánuðum að rétta við fylgi flökks síns mun betur en nokkur gat búizt við eftir óhöpp Mac- millans. Hvað sem um þá Mac- millan og Sir Alec Douglas-Home verður sagt í Bretlandssögu, mun um við íslendingar minnast þeirra með hlýhug og virðingu. Engir tveir Bretar áttu meiri þátt í því, að landhelgisdeilan leystist á farsælan hátt fyrir okkur. Þeg- •r þeim Ólafi Thors og Guð- mundi í. Guðmundssyni tókst að fá: þessa tvo valdamestu menn Breta til að taka málið í sínar eigín hendur, var þess skammt að bíðá' 'að lausn féngist, Creiðsluhallinn Margar eru þær mótsagnir og íjarstæður, sem í Tímanum hefur Laugard. 3L júlí mátt lesa. Sennilega hefur hon- inn þó nú tekizt að setja met, þeg ar hann kennir greiðsluhalla ríkis sjóðs á árinu 1964, því sem hann kallar „ofsköttun". Þessi „ofskött un“ á að vera í því fólgin, að skattar séu hér á landi hærri en annars staðar, hafi hækkað í tíð núverandi ríkisstjórnar og leitt annars vegar til þess að magna dýrtíð og auka þar með verð- bólgu, en hinsvegar til þess, að ríkissjóður safnaði óhæfilega miklum tekjuafgangi. Nú er þessu allt í einu snúið við á þann veg, að „ofsköttun“ á að hafa leitt til stórkostlegs tekjuhalla! Ríkisstjórnin, og nú síðast eink- um eða ýmist þeir Gunnar Thor- oddsen og Bjarni Benediktsson, eru svo skammaðir blóðugum skömmum, bæði fyrir þá skamm- sýni að hafa ekki séð tekjuhall- ann fyrir og óhófseyðslu. í pistli sínum um þetta sl. fimmtudag, segir Tíminn m.a. af þessu til- efni um Bjarna Benediktsson: „Hann hefur hinsvegar komið því svo fyrir, að öll gagnrýnin bitnar á Gunnari". Aldreilát á rógs- tun^u Tímans Af þessum sökum er fróðlegt að rifja upp það, er Bjarni Bene- diktsson sagði á Landsfundi Sjálf stæðismanna í apríl sl. um af- stöðu sína til Gunnars Thorodd- sens sem fjármálaráðherra: „Víst ér, að Gunnar Thórodd- sem nýtur í ríkum mæli trausts okkar Sjálfstæðismanna og raun- ar margra annarra. Hann þurfti ekki að segja mér frá ákvörðun sinni til þess, að ég lýsti jafn- skjótt fullu trausti mínu á hon- um sem fjármálaráðherra. Hann vissi það áður, að hann naut þess, því að ég hefi oft látið uppi að- dáun mína á hinni glöggu yfir- sýn, sem Gunnar Thoroddsen hef ur yfir flókna þætti fjármálanna og hans eindregna vilja til að halla á hvorugan, ríkissjóð né skattgreiðendur, í þeirra við- skiptum. Þá hefi ég ekki síður kunnað að meta það, þegar Gunn ar Thoroddsen hefur hvað eftir annað umyrðalaust en vel vit- andi um afleiðingarnar fallizt á, áð ríkissjóður táki á sig nýjar býrðar éða tekjumissi, til að ^teiða á þann vég fram úr öðr- Um vanda. Vandá, sem mér virt- ist enn brýnni én hagur ríkis- sjóðs, þó áð viðbúið væri, áð fjár- málaráðherra teldi að aðrir ættu fremur en hann að leysa“. Unnið á móti verð- hækkimum Greiðsluhallinn 1964 kom af ýmsum ástæðum. Meginorsökin var sú, að þá tókst að draga úr þeim hraða vexti verðbólgunnar, er átt hafði sér stað undanfarin misseri. Vegna þessa og þar af leiðandi ótta um gengislækkun varð gífurlega mikill innflutning- ur á árinu 1963. Framsóknar- menn reyndu þá með öllu móti að ýta undir gengislækkunaróttann. Fyrir einbeitni ríkisstjórnarinnar og skilning hinna fjölmennu al- mannasamtaka, er lýsti sér í júní samkomulaginu, tókst að eyða þessum ótta. Þess vegna varð inn- flutningur mun minni en ella hefði orðið á árinu 1964, enda hafði innflutningur áranna á und an eytt vöruhungrinu, sem þjak- aði þjóðina áður en viðreisnar- stefnan var upp tekin. Einn þátt- urinn í því, að koma ró á var sá, að auka niðurgreiðslur síðari hluta árs 1964 stórlega frá því, sem ráðgert hafði verið, þ. á m. að borga niður hækkun landbún- aðarvara, sem ella hefði skollið á haustið 1964. Sú hækkun hefði ekki einungis orðið til þess að torvelda baráttu gegn verðbólg- unni, heldur til að magna mjög skilningsleysi neytenda á nauð- syn bænda. Óheilindi Tímans sjást glögglega á því, að hann talar nú um það, að hækkun sölu skattsins í vetur hafi orðið til þess að hækka vísitöluna, og þar með verðlagið. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að án þessarar sölu ákattshækkunar var ekki með neinu móti hægt að halda áfram niðurgreiðslu á búvöruverðs- hækkuninni frá því í haust. Ef 1 hún hefði komið beint inn í verð- lagið, mundi það hafa hækkað visitöluna nær tvöfallt meira en söluskatturinn þó gerði. Af því hefði sem sé leitt mun meiri verð lagshækkanir og þar að auki n egna óánægju neytenda landbún aðarvöru í garð bænda. Skiljan- legt hefði verið, að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar kvört- uðu undan því, að þessum niður- greiðslum væri haldið áfram af því, að beina vöruverðshækkun hefðu neytendur fengið uppbætt- ar í ,hærri vísitölu, og það fljótt á litið orðið verkalýðnum hag- kvæmara. Þeir hafa hinsvegar eftir atvikum tekið þessu með skilningi og látið kyrrt liggja, en Framsóknarmenn sí og æ á þessu jaþlað. Tilgangur þeirra getur ekki verið annar en sá, að koma lillu af stað, bæði í verðlagsmál- um og sambúð bænda við aðra landsmenn. Siáandi vildi hann ekki sjá Af hálfu ríkisstjórnarinnar hef ur hvað eftir annað verið á það bent, að umframtekjur ríkissjóðs á fyrri viðreisnarárunum hafi verið stundarfyrirbæri, sem ekki mætti byggja á, heldur hafi þær komið af sérstökum aðstæðum. Þess vegna yrði að sjá ríkissjóði fyrir auknum tekjum, og því færi fjarri að gera mætti ráð fyrir á- framhaldandi tekjuafgangi ár frá ári. Vegna margra ára reynslu og nægra vitsmuna — ef hann vildi beita þeim — hefði mátt ætla, að engum væri þetta ljósara en Ey- steini Jónssyni. En það er eitt- hvað annað en hann hafi viljað viðurkenna aðvaranir stjórnarinn ar í þessu efni. f áramótagrein sinni 31. desember 1963 sagði Ey- steinn t.d.: „Ýmist látið liggja að enn einni gengislækkun eða stórfelldum nýjum álögum, enda þótt ríkis- sjóður hefði stórfelldan afgang í fyrra vegna umframtekna, ennþá meiri umframtekna í ár og fyrir- sjáanlegar stórfelldar umfram- tekjur á næsta ári miðað við fjárlögin sem verið var að af- greiða. Nýjar álögur þarf þvi ekki að lögleiða vegna fjárskorts---“. f útvarpsumræðum frá Al- þingi hinn 11. maí 1964, sagði hann samkvæmt frásögn Tímans hinn 23. maí: „Ríkisstjórninni hættir oft til að afsaka sig með því, að það sé ekki peningar fáanlegir til þessa eða hins, og það jafnvel þó hún safni greiðsluafgöngum úr sjóð- um úr hverju horni-------“. Og við fyrstu umræðu um söluskattinn hinn 19. desember 1964, sagði Eysteinn Jónsson. „En það hefur aldrei verið hafð ur greiðsluafgangur á fjárlögum. Hinsvegar hefur verið hafður sá háttur á, að hafa álögurnar meiri, en áætla þær viljandi lægri en gera má ráð fyrir að þær yrðu í framkvæmdinni, og þannig hefur komið þessi greiðslu afgangur, sem hefur átt að hjálpa að framkvæma stjórnarstefnuna. Þetta er einn liður í þeirra höft- um í ríkisbúskapnum, sem sé sá að takmarka peningamagnið í umferð með hærri álögum en rík isútgjöldunum nemur“. Vildu skerða hag ríkissjóðs um mör«; hundruð milljónir Við afgreiðslu síðustu fjárlaga varð landslýðurinn ekki var við tillögur Framsóknar á lækkun út gjalda. Hinsvegar fluttu þeir bæði í sambandi við fjörlög og önnur mál tillögur um stórkost- leg útgjöld og lækkun á tekjum ríkissjóðs. Mun ekki fjarri sanni, að ríkissjóður mundi hafa orðið mörg hundruð milljónum, senrn- lega nær eitt þúsund milljónum króna verr staddur, ef allar þessar tillögur hefðu náð fram að ganga. Auðvitað horfir sumt af því, sem Framsókn gerði til- lögur um, til hagræðis, ef fé væri fyrir hendi. Annað er beint spor aftur á bak öllum til trafala, eins og að stofna til nýs embættis- bákns og taka upp hin gömlu ömt frá einveldistímunum dönsku, en gera þau íslendingum eitthvað geðfelldari með því að skýra þau fylki! Hlutfallslega lægri skattar hér en erlendis Því fer og svo fjarri, að skattar séu hærri hér en í nágrannalönd- um okkar, að þeir eru einmitt lægri á íslandi en í þeim löndum, sem sambærilegust eru. Efnahags stofnunin hefur gert samanburð á þjóðarframleiðslu og tekjum hins opinbera í nokkrum löndum, og telur þá til tekna hins opinbera beina skatta, almannatrygginga- gjöld og sjúkrasamlagsgjöld, ó- beina skatta og aðrar tekjur af fyrirtækjum hins opinbera, og aðrar tekjur, en dregur frá út- flutningsuppbætur. Samkvæmt þessu var hlutfall tekna hins op- iribera miðað við þjóðarfram- leiðslu árið 1963: Á íslandi .......... 29,2% í Danmörku ......... 29,4% í Bretlandi......... 31,7% f Vestur-Þýzkalandi . 37.5% í Noregi ........... 37,7% í Svíþjóð........... 40,7% Ástæðan til þess að við íslend- ingar þurfum ekki að borga meiri opinber gjöld en þetta mið- að við þjóðartekjur okkar er eink um sú, að við erum lausir við kostnað af hervörnum. Ella væru gjöldin okkur sennilega óbærileg, því að það kostar að mörgu leyti margfalt meira að halda uppi sv® litlu þjóðfélagi í jafn víðlendu og erfiðu landi og okkar, en stórum þjóðfélögum í tiltölulega auð- veldum löndum. Þetta skilja all- ir þeir, sem skilja vilja. r 1 Útsvörin lægri Reykjavík Gjaldahlutfallið á fslandi hef- ur reynzt svipað frá ári til árs. 1963 var þáð sem sagt 29,2%; en samkvæmt bráðabirgðatölu frá 1964, er það 27,8%. Það er mjög líkt því sem var á vinstri stjórn- ar árunum, 1957 og 1958, sem sé 28,7% og 27,9%. Þá er þess að gæta, að síðan hefur tryggingar- kerfið verið stórbætt og var það eitt líklegt til að leiða til þess, að gjaldahlutfallið hefði mjög hækk að. Þar að auki vita allir og verða þess varir, af eigin raun, að ýmis- legar opinberar framkværndir eru nú miklu meiri og almenn- ingi hagkvæmari en áður var. Sízt situr það á Framsóknar- mönnum nú að býsnast yfir út- svarsálagningu í Reykjavík. Samkvæmt útsvarsálagningu í þremur kaupstöðum, þar sem Framsóknarmenn hafa úrslitaá- hrif á meðferð bæjarmála, er út- svarsstiginn þar allsstaðar hærri en í Reykjavík. Á ísafirði eru út- svör lögð á eftir óbreyttum út- svarsstiga útsvarslaganna. Á Ak- ureyri og Húsavík er bætt á út- svarsstigann 15%. Hér í Reykja- vík hefur aftur á móti verið gef- in 4% afsláttur. Allar þessar stað reyndir er hollt að hafa í huga, þegar lesin eru æsingaskrif Tím- ans um skattamálin þessa dag- ana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.