Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ » Bótakröfu embættísmanns hafnað ' Sunnwða’gBT t. ágú'sí 1965 hægt og hægt þokaðist upp eftir skógarbrekkunum og svalg liti þeirra jafnóðum. Að síðustu bar hæstu trjátopp- ana líkt og eldblys við dimm- an himininn, þangað til slokkn aði á þeim líka. Sólin var sezt. Levítinn Akíra Elíabson hélt áfram að stara niður á veginn, þangað sem hann sveigði fyrir klettinn, hann var að bíða eft- ir Vastí, hún var búin að dveljast niðri í borginni síð- an um nón. í>að var langur tími. Ekki þýddi að segja hon- um að hún væri alltaf hjá smyrslaranum. Hún hafði lof- að því að verða komin heim aftur fyrir sólarlag, en nú kviknuðu stjörnurnar hver af annarri yfir Jesreel sléttunni, stórar og skínandi eins og silf- urtalentur“. I>arna strandaði ég forðum, rétt í þann mund sem það rennur upp fyrir Levítanum, að ástkona hans sé strokin úr vistinni. Nú sá ég að skrautleg, en nokkuð ofhlaðin náttúrulýs- ingin í sögubrotinu gat að mörgu leyti staðizt hérna í uágrenni Nazaret en hvernig umhorfs mundi vera innst inni í Efraímfjöllum, það var «ftir að vita. Þetta meðal annars var ég að hugleiða austur yfir slétt- una, en svo ókum við upp í hálendið og ég um annað að hugsa: við vorum komin á eeskuslóðir Jesú Krists — til Nazaret. Nazaret skiptist í tvo ger- élíka hluta eins og Jerúsalem: gömlu borgina sem eingöngu er byggð Aröbum og ber ómengaðan svip Austurlanda, ©g nýju borgina, sem er vest- ræn og nýtízkuleg að yfir- bragði, reist á síðustu árum •f innfluttum Gyðingum frá um 40 þjóðlöndum. Við höfðum viðdvöl í gömlu borginni og verzluðum dálítið við Arabana. Það er sagt þeir eéu flestir kristnir, en klæðn- aður þeirra og daglegt líf ber það ekki með sér, heldur er það allt eins og klippt út úr Kóraninum og þúsund og einni nótt — ekki þó konungs- höllunum. Borgargöturnar eru mjóar og brattar, sumar svo hrattar, að þær eru lagðar í þrepum eins og stigi. Araba- karlar í síðum, dökkum skikkjum með hvítar dúk- elæður á höfði riðu litlum asnakvikindum upp og niður þessa steinstiga, og beittu keyrinu miskunnarlaust. Reið ver þeirra voru einhvers kon- •r torfmeljur. Söluvarningur hálffyllti allar götur og þrö.ng •f fólki hvarvetna, heldur illa þvegið og ekki spariklætt, vægast sagt. Eftir dáskemmtileg við- •kipti við þennan lýð, sem að drjúgum hluta kunni talsvert í vesturlandamálum, fórum við að heimsækja Jósef og Maríu og Jesús Krist. Ka- þólskar kirkjur hafa verið reistar yfir rústirnar af húsa- kynnum hinnar helgu fjöl- •kyldu. Hefur íbúðin verið í kjallara, höggin út í klett, en trésmíðaverkstæði Jósefs á efri hæð ofanjarðar. Leifarn- «r af steinborðinu, sem Jesús mataðist við í æsku eru enn á •ínum stað, og margt fleira er þarna við lýði af fornum heim ilisbúnaði, sem vísindamenn- irnir fullyrða, að Kristur hafi •iizt upp við. Trúði ég öllu, sem mér var sagt um þetta og þreifaði á forngrýtinu hátt og lágt í trausti þess, að Jósf og María og Jesús Kristur hefðu farið höndum um þessa eömu steina fyrir tvö þúsund árum. Um leið og við héldum brott úr borginni, sýndi ég herra Nielsen, hreppstjóra úr Danaveldi, litla arabiska bjúg sverðið, sem ég hafði keypt í ruslabúðinni við torgið. ann leit á það andartak, ö-oiti og sagði um leið og ExxxiMnMHMmHMHI hann rétti mér gripinn til baka: „Made in Germany!“ Þetta sagði hann til að stríða mér, sá spéfugl, en hver veit nema hann hafi haft rétt fyrir sér: Heimurinn stundar svindl og pretti og jafnt á þeim stöð um sem helgir eru kallaðir. Við ókum nú austur um há- lendið í sólskininu og hvar- vetna gaf að líta gamla Biblíu staði og nýtt landnám ísraels- þjóðarinnar hlið við hlið. í Kana, þar sem vatnið breytt- ist forðum í vín, voru Arab- arnir að dóa til akurbletti sína og sníða visnar greinar af fíkjutrjánum og Olíuviðnum. Við lentum ekki í neinu brúð- kaupi á staðnum og ókum því tafarlaust áfram, austur hjá honu fræga Taborfjalli, með kirkju uppi á þessum öræfa- tindi, sem minnir mann á kvæði Jónasar Guðlaugsson- ar, og að Jórdan, þar sem hún fellur úr Genesaretvatni. Varla held ég sé til fegurri útsýn en þarna af vestur- brún Jórdanardalsins, að sjá yfir Genesaretsléttuna, sem er einn samfelldur aldingarður, með öllum hugsanlegum nytja gróðri, skrautviðum og auð- legð blóma, djúpblátt vatnið, há og nakin og ryðrauð fjöll Sýrlands hinum megin. Hitinn var röskar þrjátíu gráður í skugganum, loftið brakandi þurrt og tært. Við ókum yfir Jórdan, allt að sýrlenzku landamærunum, sem þarna liggja um rætur austurfjallanna. Daníel Ler- man sagði, að ekki ríkti góður friður við þessi landamæri, og yrðu kibbútsíbændur ísraels- manna að hafa hlaðinn riffil í annarri hendinni, en jarð- yrkjuverkfærið í hinni, þegar þeir gengju út til búverka sinna. Iðulega væri skotið á þá austan yfir landamærin, enda væru Sýrlendingar öðrum ná- grönnum ísraelsmanna erfið- ari í sambúð. Á hinu mikla fiskivatni allra tima, Genesar- et eða Kinneret, er friðurinn heldur ekki tryggur, og er þar stundum skipzt á skotum. Ég jós vatni úr hinu helga fljóti yfir höfuð mitt, en sumir fóru úr sokkum og skóm og létu nægja að skíra á sér tærn ar upp úr Jórdan. Vatnið er yl volgt og ekki mjög fjarri því að vera tært, stórvaxið sef vex meðfram bökkum og skrautlegar hitabeltisjurtir spegla sig í straumnum. Jór- dan er 500 kílómetra löng, frá Hermonfjalli til Dauða hafs, innan Ísraelsríkis, er áin 118 km löng. Við ókum þennan dag norð- ur með vatninu og skoðuðum þá staði, sem tengdir eru Kristi og guðspjöllunum, svo sem Tíberías, sem stendur lægst allra borga í ísraél: 210 metrum neðan við sjávarmál, rústir Magdala, Betsaíta og Kapernaum. Þarna eru rústir samkunduhússins, sem þeir rifu gat á til að koma lamaða manninum niður um þakið í læknishendur Jesú, kirkju- grunnur, þar sem hús Símon- ar Péturs stóð, og í nágrenn- inu er hæðin, þar sem Fjall- ræðan var flutt í öndverðu. Eftir langvinnar sikoðunar- ferðir um rústir frá dögum Krists og Heródesar var sezt að hressandi máltíð á gesta- heimili Nof-Ginosar samyrkju búsins (kibbútsins), en þar sem ég held að margir íslenzk ir ferðamenn og þjóðfélags- fræðingar hafi þegar skrifað góðar lýsingar á þessu sam- félaigsformi fsraelsmanna, leyfi ég mér að sleppa því hér. Aðeins vil ég minna á, að í þessu merkilega landi þróast samyrkjubúskapur og einkarekstur hlið við hlið í fullu bróðemi um allt landið undir viturlegri handleiðslu r íkis s tj órnar i nnar. Núna, þegar þetta er skrif- að þrem mánuðum eftir heim- sóknina í Jórdanardalinn, þá er það ekíki sízt náttúran sjálf, sem heldur velli í endurminn- ingunni: logarauðar blómflétt urnar á gömlum múrunum í Tíberías, blámi Gemesaret- vatnsins, bleik nekt sýrlenzku fjallanna í austri, drifhvítur snjótindur Hermonfjallsins í norðri, tíbrá fjarlægra sjón- deildarhringa yfir löndum, sem ég þekki ekki og kemst ekki til. Að ferðast, það er eins og að drekka og halda þó áfram að vera þyrstur. Við ókum aðra leið til baka, nyðri leið, framhjá Dal dúfn- anna fullum af hellisskútum, fjallinu Kam Hettin, þar sem Tyrkir gersigruðu krossfar- ana árið 1187 og krossinn helgi týndist svo að aldrei síð- am hefur harm komið í leitirn- ar. Þama var og ekið um mestu olíuviðarskóga landsins, elztu trén eru uppundir þús- und ára gömul, þau eru lág en boldigur, hnýtt og undin marg víslega. Líka var ekið um hrjósturlönd, þar sem Bedú- ínar höfðu slegið sínum svörtu tjöldum úr úlfaldahúð- um og héldu sauðfé sínu, geit- um og kameldýrum á haga. Stóðu konurnar sums staðar yfir litlum kindahóp og prjón uðu af kappi, eða unglingur var að passa eina belju úti í haga, eða kamelmeri með fol- aldi. Drúsar nefnast einn sértrú- arflokkur í ísrael, ég held þeir séu ættaðir frá Armeníu eða kannski Mesopotamíu. Þeir búa í þorpum á fjöllum uppi. Við ókum um eitt slíkt Drúsa- þorp, og sáum bömin og kon- urnar við brunninn. Það var sams konar brunnur og sá sem Rebekka jós vatni úr, þegar Eleasar kom til að biðja hemn- ar fyrir hönd ísaks. Síðasti viðkomustaður okk- ar þemnan dag var borgin Akko eða Acra, gömul og ný virkisborg á strönd Miðjarð- arhafsins, og ekki lengra frá Haifa en svo, að sér á milli í góðu skyggni. Austan við borgina eru langar raðir af þeim hæstu og beinvöxnustu páimaviðum, sem ég hef séð, Napoleon Bonaparte reyndi að vinna þessa borg af Tyrkj- um árið 1799 á heimleið úr herferðinni frá Egyptalandi, en varð frá að hverfa. Aftur á móti tókst ísraeltsmöranum að ná henni úr höndum Araba í frelsisstríðinu 1948. Flúðu þá flestír íbúanna burt og vitjuðu ekki aftur heimila sinna, en Gyðingainnflytjend- ur settust þar að og reistu sér nýja og betri borg. Araba- hverfið, ,sem enn er þar við lýði, er óhreint og fátæklegt, og enginn fengi mig til að dveljast þar næturlangt, hvað þá lengur. Um sólarlag vomm við aft- ur í Haifa, þar sem skipið beið okkar ferðbúið, hlaðið hun- angi jarðar og perlum hafs — eða svo taldi ég mér trú um að vera mundi. Leysum nú land- festar og siglum. Salem, ísrael! Salem! Guðmundur Daníelsson. Leiðrétting NOKKRAR prentvillur hafa slæðst inn í greinina: „Frá Karmelfjalli til Síonsborgar“. Tvær þeirra eru svo meinleg- ar, að þær raska efninu, og skulu þær leiðréttar: Aftantil við miðja girein hefur hluti setningu fallið niður. Þar á að standa: En á dáð þeirra fellur ekki og ber ljóma um allt Ísraelsríki af þeirra hinztu för. Þar sem talað er um „Ramat Rachel“ Hæð Rakel- ar, stendur í greininni: „Hing að má því ekki rekja þráð- inn í því fyrum vinsæla og margsungna kvæði Gísla Brynjólfssonar-------“ orðið ,ekki“ á auðvitað að falla burt. 1 MAf sl var kveðinn upp í llæstarétti dómur í máli, sem Guttormur Sigurbjörnsson, fyrr- verandi skattstjóri í Kópavogi, höfðaði gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, þar sem hann krafðist skaðabóta vegna þess, að skattstjórastaðan í Kópavogi var lögð niður með lögum nr. 70, 1962. Málavextir eru þeir, að þ. 8. apríl 1958 var Guttormur Sigur- björnsson settur skattstjóri í Kópavogi. Aður hafði hann verið skattstjóri á ísafirði um þriggja ára skeið. Hiran 4. desember 1958 skipaði fjármálaráðherra stefn- anda skattstjóra í Kópavogskaup stað til næstu 6 ára frá 1. des- ember 1958 að telja eða til 30. nóv. 1964. Byggðist ráðning þessi á ákvæðum laga nr. 46. 1954 um tekjuskatt og eignaskatt, þar sem fjármálaráðherra var heimilað að skipa skattstjóra í kaupstöð- um utan Reykjavíkur til 6 ára. Tók stefnandi laun samkvæmt 6. flokki launalaga. Með lögum nr. 70. 1962 um tekjuskatt og eignaskatt var gerð breyting á skipan skattstjóra- embætta hér á landi. Samkvæmt 28. gr. þessara laga skal landinu skipt í níu skattumdæmi og skal eitt þeirra, Reykjanesumdæmi, ná yfir Gullbringu og Kjósar- sýslu, Kópavogskaupstað, Hafnar fjarðarkaupstað, Keflavíkurkaup stað og Keflavíkurflugvöll. Stefn andi sótti um skattstjóraembætt- ið í Reykjanesumdæmi, en annar maður var í það skipaður þ. 29. sept. 1962. Var lagt fyrir stefn- anda að afhenda þeim manni embætti það, er hann hafði haft á hendi og gerði stefnandi það. Stefnandi hafði uppi mótmæli gegn þessari málsmeðferð. Hinn 26. nóvember 1962 ritaði ríkisskattstjóri að fyrirlagi fjár- málaráðherra bréf til stefnanda og bauð honum fulltrúastoðu við embætti ríkisskattstjóra, er laun- uð yrði samkvæmt 6. flokki launalaga, þ.e. sömu laun og stefnandi hafði sem skattstjóri. Boði þessu hafnaði stefnandi. Hinn 19. desember 1962 tilkynnti fjártnálaráðherra Guttormi Sig- urbjörnssyni, að honum myndu greidd laun í 6 mánuði frá 1. okt. 1962 að telja til 31. marz 1963. Stefnandi mótmælti án árang- urs og höfðaði þá mál þetta, þar sem hann krafðist launa allt ráðningartímabilið. Taldi hann sig hafa verið ráðinn til 30. nóv. 1964 og bæru honum því laun allt það tímabil. Kvaðst stefn- andi ekki fá séð, að hér skipti máli tilboð ríkisskattstjóra um fulltrúastöðu sér til handá. Þar hefði verið um lægri stöðu að ræða og auk þess vafasamt, að hægt væri að bjóða laun skv. 6. flokki fyrir þá stöðu með hlið- sjón af launalögum. Samkvæmt útreikningi tryggingafræðings nam stefnufjárhæðin kr. 156.717,- Fjármálaráðherra mótmælti öll um kröfum stefnanda og krafð- ist sýknu. Kröfur sínar studdi hann eftirtöldum rökum: 1. Með lögum sr. 70/1962 hefðu verið lögð niður þrjú skattstjóra- embætti, þ. e. í Kópavogi, Hafn- arfirði og Keflavík, og í staðinn komið eitt embætti, þ. e. skatt- stjóraembættið í Reykjaneskjör- dæmi. Ekki yrði séð, að stefn- andi hefði frekar átt heimtingu á hinu nýja embætti en hinir skattstjórarnir, nema síður væri miðað við menntun og starfsald- ur. 2. Stefnanda hefði af ríkis- skattstjóra skv. fyrirmælum fjár- málaráðuneytisins, verið boðin fulltrúastaða hjá ríkisskattstjóra með sömu launum og hann hafði í sinni fyrri stöðu. Því hefði stefnandi neitað og eftir túlkun umboðsmanns hans aðallega vegna þess, að það væri virð- ingarminna embættL Ekki væri unnt að fallast á þá skoðun, enda hefðu hliðstæðir embættismenn **' tekið slíku boði. 3. Eftir að stefnandi neitaði til- boðinu hefðu honum verið greidd laun í 6 mánuði í samræmi við 14. gr. laga nr. 38/1954, en ákvæði þeirra laga taki til ágreiningsefnis málsins. 4. Stefnndi hefði ekki skaðazt fjárhagslega, þar eð hann hefði tekið við embætti bæjarritara i Kópavogi með miklu hærri laun- um, en hann hefði haft hjá rík- inu. 5. Samkvæmt 61. gr. stjórnar- skrárinnar sé heimilt að flytja æðstu embættismenn ríkisins milli embætta, þegar dómskipan sé breytt, ef þeir missa ekki neins í launum sínum. Þetta á- kvæði hefði verið notað með lög- jöfnun um aðra háttsetta emb- ættismenn. Hljóti því að vera heimilt að breyta starfsháttum skattstjóra til batnaðar án þess að eiga skaðabótaskyldur yfir- vofandi. Niðurstaða málsins varð sú sama i héraði og fyrir HæstaréttL Kröfum stefnanda var hrundið og fjármálaráðherra sýknaður, en málskostnaður var niður felldur fyrir báðum réttum. í forsendum að dómi Hæstaréttar segir svo: „Ákvæði 1. málsgr. 14. gr. laga nr. 35/1954, sbr. 6. og 7. tl. 4. gr. sömu laga, taka svo sem segir í hinum áfrýjaða dómi, m. a. til þess, er lögð er niður staða, sem opinber starfsmaður hefur verið skipaður til að gegna um tiltekinn tíma, þ. e. með tíma buhdnu skipunarbréfi, eins og orðað er í 6. tl. 4. gr. lága nr. 38/1954. Staða (Stefnanda) var lögð niður með lögum nr. 70/1962, og þar sem hann hefur fengið greidd laun í 6 mánuði, frá því að hann lét af starfi af þeim sökum, eins og fyrir er mælt í 1. mgr. 14. gr. umræddra laga, þá á hann ekki rétt til frekari bóta úr ríkissjóði vegna lausnar úr starfi." Gagnfræðadeild við Miðskólann í Stykkishólmi ÞRÁTT fyrir þröngan húsakost Miðskólans i Stykkishólmi, hefur nú verið ákveðið að bæta IV. bekk gagnfræðastigs við skólann, og mun gagnfræðadeildin taka til starfa í haust. Velflestir fram- haldsskólar landsins hafa nú gagnfræðapróf eða landspróf sem inntökuskilyrði. Þykir forráða- mönnum skólans því brýn nauð- syn á að skólinn geti útskrifað gagnfræðinga og gefið þar með öllum nemendum sínum kost á beinu framhaldsnámi. Fer vel á því að deildin taki til starfa í haust, en þá eru 50 ár liðin frá því að unglingafræðsla hófst i StykkishólmL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.