Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 1
32 siðtir !0ícjpwMaM!Í» $2. árgangur. 172. tbl. — Sunnudagur 1. ágúst 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsini. iiailormsstaðaskógur er án efa einn af yndislegustu stöðum þessa lands, og eflaust hafa margir leitað þangað nú um verzlunar- mannahelgina. í baksýn er I.agar fljót og Snæfell, eitt hið tigulegasta fjall á Austfjörðum. Lægra verð á islenzku síldarlýsi en dönsku - Danir kaupa það og selja með ágóða til Bretlands SKV. upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér er markaðs- verð í Bretlandi á íslenzku síldarlýsi til seljenda bér á landi, tH muna lægra, en á sambærilegri vöru danskri. Jafnframt hafa orðið miklar breytingar á þeim mörkuð- um, sem við höfum selt síld- arlýsi til. í samtali við Mbl. í gær sagði Sigurður Jónsson, frkvstj. Síldarverksmiðja rík- isins, að ástæðan til verð- munarins væri sú, að 10% lollur værí lagður á íslenzkt síldariýsi í Bretlandi en það danska væri tollfrjálst. Margt benti til þess að Danir keyptu íslenzkt síldarlýsi og seldu það með ágóða til Bretlands- Eins og kunnugt er eiga Dan- ir ©g Bretar aðild að Frí- verzlunarbandalagi Evrópu (EFTA) og af þeim sökum nýtur danskt síldarlýsi toll- fríðinda í Bretlandi. íslenzka síldarlýsið er nú selt á £ 77 og 10 sh. tonnið en á sama tima er danskt síldarlýsi selt á £ 84 tonnið. Til skamms tíma voru Bretar Stjórn Harmels hlýtur traust þingsins Hollendingar og Norðmenn aðal kaupendur á íslenzku síldarlýsi. Þannig keyptu Bretar 13.500 tonn af síldarlýsi árið 1963, en 1964 keyptu þeir aðeins 1500 tonn. Danir keyptu ekkert magn af síldarlýsi hér á landi 1963, en 1964 bregður skyndilega svo við, að þeir kaupa 8.750 tonn, en Dan ir flytja mikið síldarlýsi út til Bretlands. Mbl. sneri sér í gær til Sigurð- ar Jónssonar, framkvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins og spurði hann, hvernig stæði á þess um verðmun á islenzku og dönsku síldarlýsi á Bretlands- ! markaði, og hverjar orsakir | lægju til þeirra breytinga á mörk uðum fyrir síldarlýsi, sem orðið hafa síðasta árið. Brússel, 31. jú.lí — NTB. NEÐRI deild belgiska þingsins samþykkti i nótt traust á hina nýju rikisstjórn Pierre Harmel, úr kristilega sósíalistaflokknum. Samþykkti þingið traust á stjórn ina með 131 aktvæði gegn 65 eftir 13 tima umræður. Efri deild þingsins á nú eftir að samþykkja traust á sjtórnina, ©g þar verður stefna stjórnarinnar, þar á meðal tillögur hennar til að binda enda á hið alvarlega tungumálastrið í landinu, tekin til umræðu í næstu viku. Harmel-stjórnm var gagnrýnd mjög harðlega af stjórnarand- stöðunni í umræðunum á þingi í gær og nótt, og hélt foringi Frjálslyndra, Réne Lefvre, því fram að stjórnin myndi ekki geta leyst efnahagsmálavanda Belgíu, heldur myndi hún aðeins halda áfram á sömu braut og fyrri stjórn Theo Lefevre. Harmel- stjórnin er likt og stjórn Lefevre samsteypustjórn kristilega sósíal istaflokksins og sósíalistaflokks- ins, og eru það sósíalistar, sem gegna heistu lykilstöðum varð- andi efnahagsmálin. Sigurður Jónsson sagði, að ástæðan til verðmunarins væri sú, að greiða yrði 10% toll af islenzku síldarlýsi, sem selt væri til Bretlands, en danskt síldar- lýsi væri tollfrjálst, þar sem Dan ir ásamt Bretum eru aðilar að EFTA, Fríverzlunarbandalagi Ev rópu. Sigurður Jónsson sagði einnig, að hin miklu kaup Dana á ís- lenzku síldarlýsi bentu til þess, að þeir blönduðu íslenzku síldar lýsi saman við það danska og seldu það síðan með ágóða til Bretlands, en þeir kaupa síldar- lýsið af okkur á £ 77 og 10 sh. og selja það til Bretlands fyrir £ 84 tonnið. — Til þess að danska sildarlýsið njóti tollfríð- inda í Bretlandi þarf það ein- ungis að vera 51% dönsk fram- leiðsla. London, 31. júlí — NTB EINN vinstrisinnaðasti með- limur þingflokks brezka Verkamannaflokksins Willi- am Warbey, krafðist þess í gærkvöldi að Harold Wilson, forsætisráðherra, segði af sér forinennsku í Verkamanna- flokknum, og hótaði Warbey því jafnframt að hann myndi ekki kjósa með stjórninni á þingi eftir helgina, en þá á þingið að taka afstöðu til van trauststillögu frá íhalds- flokknum- í yfirlýsingu sinni, sem afhent var brezku blöðunum, sagði Warbey að Wilson hefði svikið þrjú mikilvægustu kosningálof- orð sín, þ.e. varðandi nýjar til- raunir til að koma á friði, ódýru húsnæði og tryggum ellilaunum. Segir Warbey að þetta séu ástæð urnar til þess að hann krefjist þess að Wilson segi af sér sem flokksforingi. Segist Warbey vera þess fullviss, að margir framámenn í þingflokki Verka- mannaflokksins séu sér sammála í þessum efnum. Þessi hótun William Warbley eru fyrstu merki þess að í upp- siglingu sé opinber uppreisn í Verkamannaflokknum, sem nú hefur setið við völd í Bretlandi í níu mánuði. Hefur flokkurinn aðeins 3 atkvæða meirihluta í Neðri málstofunni, og getur þannig minnsti klofningur í þing flokki Verkamannaflokksins haft hinar alvarlegustu afleiðing ar fyrir ríkisstjórn Wilsons. Ræddu ekki við Kínverja Peking, 31. júlí — NTB. SENDINEFND frá Ghana, sem verið hefur í N-Vietnam, hélt í dag áleiðis til London eftir að hafa átt næturdvöl í Peking. Talsmaður frá Ghana hefur sagt að nefndin hafi enga viðræður átt við kínverska ráðamenn á meðan dvöld hennar stóð í Peking. Gríska stjórnin neitar að segja af sér Papandreou gengux d fund Konstantíns Aþenu, 31. júlí. — (NTB) GRISKA stjórnin, undir for- I ystu Novas forsætisráðherra, i neitaði seint í gærkvöldi að beygja sig fyrir kröfuni for- seta þingsins um að segja af sér, og ríkir nú óvissa mikil í hiifuðborg landsins um stjórnmálaástandið. Er þing- ið átti í gær að hefja umræð- I ur um stefnu stjórnar Novas, kom á daginn að færri en % hluti þingmanna var við- staddur og þingið því óstarf- hæft samkvæmt stjórnar- skránni. í kröfu sinni lagði þingforseti, Emmanuel Kaklatzis, áherzlu á að Novas-stjórnin hefði nú haft tvær vikur til að koma til þings og gera grein fyrir stefnu sinni, og úr því að hún gæti ekki enn aílað sér svo mikils fylgis á þingi, að það væri starfhæft, yrði að telja stjórnina failna. í yfir- iýsingu stjórnarinnar í gær- kvöldi sagði, að Baklatzis hafi tekið sér stjórnmálavöld í hend- ur með yfirlýsingunni um að stjórnin væri fallin. Óvist er hver næsti leikur verð ur í stjórnmálakreppunni í Grikk landi, en talið er að Novas, for- sætisráðherra muni ganga á fund Konstantíns konungs við fyrsta tækifæri. Konstantín kom ] til Aþenu frá Korfu í gær. Einnig er talið að Baklatzis muni æskja þess að ganga á fund konungs. I Þingfundurinn í gær stóð í aðeins örfáar mínútur, og á meðan hann stóð, hrópuðu þús- undir manna, aðallega stúdentar Framhald á bls. 2 Krefst þess að Wilson fari frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.