Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 8
8
MOkGUNBLADIÐ
Sunnudagur 1. ágúst 1965
Strangara eftirlit með ríkisútgjöldum
Aukin völd fjármálaráðuneytisins
segir dr. Gísli Blöndal, hagfræðingnr
í viðtali við Morgunblaðið
FYRIR nokkru varffi
Gísli Blöndal, hagfræðing-
ur, doktorsritgerð viff
London School of Econom
ics, og f jallar ritgerðin um
þróun ríki'sútgjalda í hlut-
falli við þjóðartekjur á
Islandi.
Gísli Biöndal lauk prófi
í viðskiptafræðum frá Há-
skóla íslands vorið 1959,
en var síðan við framhalds
nám í hagfræði í London.
Fréttamaður Mbl. ræddi
við Gísla Blöndal fyrir
skömmu um efni ritgerðar
hans og fer viðtalið hér á
eftir.
— Hvert er aðalefni dokt-
orsritgerðarinnar?
— Það er aðallegr tvíþaett,
annars vegar að safna tölu-
legum upplýsingum um við-
fangsefnið, hins vegar að
skýra þróunina í þessum mál-
tim hér á landi á rannsókn-
artímabilinu. Ég 'hef safnað
tölulegum upplýsingum um
vöxt ríkisútgjaldanna frá
1876 til 1960 og síðan borið
hann saman við vöxt þjóðar-
tekna. Síðarnefnda atriðið
gerði nauðsynlegt að meta
þjóartekjurnar á tímabilinu
fram til 1934, þar sem engar
slíkar upplýsingar voru fyrir
hendi áður. Sökum skorts á
upplýsingum var þó ekki
unnt að meta þjóðartekjurnar
á árunum fyrir 1901.
— Hvaða vandamál er hér
aðallega við að etja?
— Eðli vandamálsins má
skýra með samanburði. Á
frjálsum markaði fullnægir
hver einstaklingur út af fyrir
sig sínum þörfum og koma
óskir einstaklingsins fram í
eftirspurn hans eftir vörum
og þjónustu. Þegar aftur á
móti um er að ræða gæði,
sem af einhverjum ástæðum
er séð fyrir af hinu opinbera,
þarf að fullnægja þörfum
hópa einstaklinga eða þjóð-
félagsins í heild í einu og m.a.
vegna mismunandi óska
þeirra, verður einnig lausn
vandamálsins, sem er betri en
allar aðrar ekki náð, eins og
fræðilega er mögulegt á frjáls
um markaði.
— Er annar háttur hafður
á ákvörðun ríkisútgjalda hér
á landi en í öðrum löndum?
— í eðli sínu er ákvörðun-
in hin sama, en í ýmsum fram
kvæmdaratriðum er hún frá-
brugðin. Eins og kunnugt er
eru ákvarðanir um rikisút-
gjöld teknar á stjórnmálaleg-
um grundvelli, og við skýr-
ingu á þróun útgjaldanna
er því eðlilegt, að rannsaka
eðli þessara stjórnmálalegu
ákvarðana, en það er að sjálf-
sögðu ýmsum erfiðleikum
háð. Mér hefur virzt að hér á
landi eins og víða annars stað
ar megi skýra ýmsa þætti
þessa máls á grundvelli þeirr
ar forsendu, að megintak-
mark hverrar ríkisstjórnar sé
að sitja sem lengst við völd.
Þetta hefur aftur á móti
venjulega leitt til þess að
forðast hefur verið í lengstu
lög að gera ráðstafanir, sem
hætt er "við að mundu falla
illa í geð kjósenda. Megin-
áherzlan er því gjarnan lögð
á að halda eða efla kjörfylgi
og aukining ríkisútgjalda í á-
kveðnum málaflokkum er
nokkuð algengt tæki í þeim
tilgangi. Vegna hiins óstöð-
uga stjórnmálaástands hér á
landi, sem fyrst og fremst
kemur fram í tiltölulega tíð-
um stjórnarskiptum, hefur
verið tilhneiging til þess, af
hálfu stjórnarvalda, að miða
ráðstafanir við stutt tíma-
bil hverju sinni. Má færa
ýmis rök fyrir því, að ráðstaf
anir sem miðast við lengri
tíma, þjóni þjóðarhag betur,
jafnvel þótt ráðstafanir af
síðara tæinu verði oft sárs-
aukafyllri fyrir einstaklinga í
fyrstu. Hverjair leiðir eru
helztar til úrbóta að þínu
áliti?
Gísli Blöndal
— Meginvandamálið, að
því er smerfir útgjaldastefnu
ríkisins, er að mínixm dómi
skortur á eftirliti með útgjöld
unum og ýmsar ráðstafanir
í þessu efni virðast stafa af
vernju fremur en hagfræði-
legu mati.
Leiðin til úrbóta í þessu
efni virðist mér fyrst og
fremst vera fólgin í algjörri
hugarfarsbreytingu stjórn-
málamanna, embættismanna
ríkisins og almennings gagn-
vart fjármálum hins opin-
bera. Líklegt er, að slík hug-
arfarsbreyting verði ekki í
einu vetfangi, en mikið gæti
eflaust áunnizt með skipu-
lagsbrejrtingu og þá einkum
því, að draga úr þeirri dreif-
ingu ábyrgðar, sem nú ein-
kennir fjármáilasvið hins op-
iinbera.
Aukinni ábyrgð fylgja
venjulega aukin völd og tel
ég það eina aðalforsendu
þess, að betur megi fara í
þessu efni, að völd fjármála-
ráðuneytisins verði stórlega
aukin frá því sem nú er.
Þetta gæti virzt tillaga í ein-
ræðisátt, en það er rnitt álit,
að lýðræðishugsjóninni verði
í raun og veru mun betur full
nægt með slíkri skipulags-
breytingu.
Meðan ávarðanir um ríkis-
útgjöld eru raunverulega
teknar af mörgum aðilum án
nauðsynlegrar samræmingar
þeirra í milli, getur vart vel
farið. Þetta mál hefur orðið
enn mikilvægara á síðari ár-
um, þegar almennt er ætlast
til, að ríkið taki mjög virk-
an þátt í stjórn efnahagsmála.
— Hvemig er þessu fyrir
komið annars staðar?
— 3enda má á, að Bretar
og Þjóðverjar haga rekstri
opinberra fjármála á talsvert
annan hátt en við íslending-
ar.
Ef brezkir ráðherrar fara
fram á aukin útgjöld til mál-
efna, sem undir þá heyra, og
fjármálaráðherrann neitar,
geta hinir fyrrnefndu skotið
málinu til ríkisstjórnarinnar,
þar sem sameiginleg ákvörð-
un er tekin og eru allir ráð-
herrar bundnir af þeirri á-
kvörðun og v“, ða að verja
hana opinberlega. Sjái ein-
hver ráðh-erra sér ekki fært
að verja stefnu stjórnarinnar
í þessu efni, er talið eðlilegt,
að hann segi af sér. í Þýaka-
landl hefur f jármálaráðh.
neituinarvald og getur eng-
inn rift ákvörðun hans, nema
kanzlarinn. Á þennan !hátt er
fengin aukin trygging fyrir
samræmdri útgjaldastefnu
ríkisins, sem virðist mikil-
væg forsenda farsællar efna-
hagsstefnu.
— Hvernig hefur vöxtur
ríkisútgjalda orðið í hlutfalli
við vöxt þjóðarfekna á því
tímabili, sem þú hefur rann-
sakað?
— Árið 1901 námu útgjöld
ríkissjóðs 3,9% af þjóðartekj-
unum og árið 1960 var hlut-
fallið komið upp í 30%.
Vöxturinn hefur verið mjög
ójafn frá ári til árs, en þó
eru þrjú tímabil, sem vöxt-
urinn hefur verið óvenjulega
ör.
Þetta eru síðari ár heims-
styrjaldairimnair fyrri, kreppu-
árin um 1930 og árin eftir
seinni heimstyrjöldina.
— Hver er skýringin á þess
um öra vexti þessi þrjú tíma-
bil?
Skýringin er ekki sú sama
i öllum tilvikum. Reynzla
annarra þjóða er sú, að hlut-
fallið milli ríkisútgjalda og
þjóðartekna hefur tekið stökk
breytingum á styrjaldartím-
um, en þar sem ísland hefur
aldrei verið beinn stríðsaðili
verður málið ekki skýrt á
þann hátt.
1 fyrri heimsstyrjöldinmd
voru samgönguir landsins
við útlönd í fyrstu í hönd-
um erlendra aðila, en þegar
þær þjóðir neyddust til að
taka skipin í eigin þarfir,
urðu Islendingar að taka þau
mál í eigin hendur.
Þetta kirafðist aukinnar
skattheimtu, sem ekki vax
lækkuð að sty rj aldar 1 okuim
og liggja til þess ýmsar
ástæður. f fynsta lagi juk-
uist þjóðarfekjurnar veru-
lega á þessum árum og þar
með skattþol manna, og í öðtru
laigi hafði fjár til skipa-
kaupa veæið aflað að nokkru
með lántöku. erlendis, en
á þessum árum óttuðust
menn enn erlendar fjárskuld-
þindingar og töldu þær ógna
sjálfstæði landsins.
Orsök hækkunarhlutfalls-
ins á kreppuárunum er að
miklu leyti afleiðing lækk-
andi þjóðartekma fremur en
aukningu útgjaldanna, en eft-
ir síðari heimsstyrjöldina er
hækkunin veruleg að nýju og
að mestu afleiðing aukinnar
þátttöku ríkisins í félaigs- og
efinahagsmálum.
— Hvernig er hlutfall ríkis
útgjalda bér miðað við önn-
ur lönd?
í þeim löndum sem hliðstæð
ar rannsóknir hafa farið
fram, svo sem Bretlandi,
Þýzkalandi og Svíþjóð, hefur
þróimin verið hliðstæð í
stórum dráttum’ að þvi er
snertir aukningu hlutdeildar
ríkisins í þjóðartekjunum.
Segja má að yfirleitt sé
hlutfallið svipað eða hærra
en á íslandi.
— Hvað viltu segja almennt
um fjármálastjórn ríkisins
á rannsóknartímabilinu?
— Startf fjármálaráðherra
er eflaust með hinum vanda-
meiri stjórnarstörfum og um
leið sennilega eitt hið óvin-
sælasta. Það er augljóst, að
rnaður sem er valiinn til
slíks starfs hlýtur að vera ýms
um góðumn kostum búinn en
með fuliri virðingu fyrir öðr-
um fjármálaráðhenrum, sem
starfað hafa á umræddu tíma-
bili tel ég Jón Þorláksson sem
var fjármálaráðherra á ánun-
um eftir 1920 einn allra hæf-
astia mianai, sem geignt hefur
þessu emibætti
Kennedy-bókin
Á þessum árum, þegar bóka-
fló’ð ætlar að kæfa bókhneigða
menn, getur það ekki verið fá-
sinna að minnast á bækur, þegar
nokkuð er liðið frá útkomu
þeirra. Margar nýjar bækur
hverfa fljótt á bólakaf í bóka-
flóðinu, en hinum beztu mun
þó ekki hætta búin. Þær standa
upp úr, og svo mun verða um
ævisögu Kennedys.
Ég hef farið mér hægt við
lesturinn og var að ljúka við
að lesa þessa glæsilegu bók.
Þetta er mikil bók, um mikinn
manndóm, mikil afrek, mikla
sigra, mikla frægð, um mikla
hamingju, mikinli fögnuð og
mikla og nístandi sára þjáningu.
Það er hraustur lesandi, sem
getur að lestri lóknum lokað
bókinni með þurr augu.
Meira þyrfti ég raunverulega
ekki að segja um bókina. Hún
er geysimikil saga, þótt sögu-
tímabilið sé stutt, hrífandi spjald
anna á milli. Hún gerist á hinum
miklu vegamótum mannkynssög-
unnar, er hinir kjarkmestu'þjóða
leiðtogar verða að þreyta afl við
hin örlagaríkustu stórmál allra
alda, þegar engu má skeika að
mannkyníð drýgi ekki sjálfs-
morð.
Höfundiur bókarinnar hefur
viðað að sér mikilum efnivið f
hana og innlifað sig svo í allt
söguefnið, að lesandanum finnst
hann oft vera sjónarvottur að
viðburðum. Slíkt er lífi gætt les-
mál, samið af mestu alúð og yfir
lætislausri snilld. Þa'ð er menn-
ingarlegt góðverk að skrifa slík-
ar bækur. Mörgum mun hafa
orðið starsýnt á myndir bókar-
innar. Þar má einnig lesa mikla
sögu.
Fyrsta ræða Kennedys í for-
setaembættinu vakti mikla at-
hygli, en þar eru nokkur orð,
sem fleygari hafa orðið en önn-
ur. Þau eru þessi:
„Landar minir, spyrjið ekki,
hvað land yðar geti gert fyrir
yður — spyrjið, hva’ð þér getið
gert fyrir land yðar.“
Þessar setningar mœttu lýsa
sem logaskær viti hverri nýrri
kynslóð, einnig á íslandi. Gaman.
væri að lifa hér á landi þessi ár,
ef efst væri í huga hvers ís-
lendings, hverju hann gæti á-
orkað þjóð sinni til blessunar.
Slíkt hugarfar taldi hinn ungi
forseti Bandaríkjanna veigamest
til farsældar hverri þjóð, og
bætti svo við varðandi allan
heiminn:
„Samborgarar mínir um allan
heim: spyrjið ekki, hvað Ameríka
geti gert fyrir yður, heldur hvað
vér getum í sameiningu gert
fyrir frelsi mannkynsins.“
Friðvænlega myndi nú líta
út í heimi manna, ef rí'kjandi
væri almennt þessi hugsunar-
háttur.
Skemmtilegustu orð Kennedys
sem bókin hefur eftir honum, eru
þau sem hann sagði fagnandi og
glaður í ferðalok í Frakklandi,
er hann kynnti sig fréttamönn-
um. Þau voru þessi:
„Mér finnst tiihlýðilegt að
kynna mig þessari samkomu. Ég
er maðurinn sem fyilgdi Jacque-
line Kennedy til Parísar og hafði
ákaflega gaman af því.“
Þegar líða tekur á ævisöguna,
segir höfundur hennar:
„Öllum var ljóst, að það var
mikilmenni, sem skipaði æðsta
vir'ðingarsess Bandaríkjiaþjóðar-
innar, maður, sem óhætt var að
treysta sem málsvara frelsisunn-
andi þjóða, maður, sem þegar
hafði tekið sér sæti á bekk með
mikilhæfustu forsetum Banda-
ríkjanna fyrr og síðar, við hilið
iþeirra Washingtons, Jeffersons
og Lincolns.“
Meginhugsjón hins unga for-
seta var há og víðfeðm, og er
henni lýst í orðum hans á bók-
arblaðsíðu 281. Þar segir hann:
,3vers konar friður er það
sem við keppum að? Ekki pax
Americana (sbr. Pax Romana
til forna, sem sigursælir og of-
stopafullir Rómverjar þröngvuðu
upp á undirokaðar þjóöir), sem
við hyggjumst þvinga upp á
heiminn í krafti amerískra
vopna. Það er ekki friður graf-
arinnar né öryggi þrælsins. Ég
er að tala um sannan frið —
þann frið, sem gerir lífið á jörð-
inni þess virði að því sé lifað,
þann frið, sem gerir einstakling-
um og þjóðum kleift að vaxa og
bera vonir I brjósti um betra
líf fyrir börn sín — ekki aðeins
frið fyrir Bandaríkjamenn, held
ur frið til handa öllu mannkyni,
ekki aðeins á okkar tímum, held
ur um alla framtíð."
Þessi var meginhugsjón for-
setans, og stærri gat hann ekki
valið, því að þessi hugsjón er þrá
aills mannkynsins. Mesftu vel-
gerðamenn mann'kynsins eru al-
drei sendir aðeins eirmi þjóð,
heldur öllúm heiminum. Þeir
sem helga sig lausn heimsins,
verða ævinlega mikilmenni.
Pétur Sigurösson.
Tito og Shastri
reyna við
Vietnam-málið
Belgrad, 30. júlí (NTB)
TITO, Júgóslavíuforseti, til-
kynnti í dag, að þeir Shastri for-
sætisráðhenra Indlamds, myndu
freista þess að leggja einhvern
skerf til lausnar Vietmam-máls-
ins og bætti því við, að þeir
gerðu gerðu sér vomir um að
Nasser, Egyptalamdsforseti, legðt
þeim lið. Lét Tito hafa þetta eft-
ir sér á fundi er hamm hélt á
Brioni eyju, þar sem fram hafia
farið viðræður þeirra Shastris,
sem nú er í opinberri hieimsóikin
í Júgóslavíu.