Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.08.1965, Blaðsíða 23
¥0*GUNBLAÐID 23 Sunnuðagvr 1. ágúst 196$ •f Bandarískir kjósendur geta fyrirgefið skilnað en ekki annað hjónaband Þetta kom glöggt fram í kosningabaráttu Nelsons Rockefellers 1964 TÍMARITIÐ „Li£e“ birtir um þessar mundir útdrátt úr nýútkominni bók eftir bandaríska rithöfundinn Theodore H. White, „Mak- ing o£ the President— 1964“. Eftirfarandi grein um Nelson Rockefeller, ríkisstjóra í New York, er hyggð á þeim kafla bókar- innar, sem f jallar um skiln a3 hans og hjónabönd, en talið er að síðasta hjóna- bandið hafi haft mikil á- hrif á ósigur hans í barátt- unni um útnefningu for- setaefnis repúblíkana 1964. • RÓ OG FRIÐUR Heimili Rockefeller-fjölskyld unnar á Pocantico-hæðum í Tarrytown ber glaggt vitni þrá hennar eftir að lifa í friði og ró, fjarri forvitnum aug- um. L#andareignin umhverfis húsið er girt með lágum stein- vegg, sem er svo lítið áber- andi, að þeir sem aka fram hjá taka ekki eftir hliðinu nema þeim hafi verið bent á það áður. Fögur tré og blóm prýða landareignina umhverf- is húsið, sem ættfaðirinn, John D. Rockefeller, lét byggja í Renaissance-stíl 1864. Sumarið 1930 kom Nelson Rockefeller til þessa húss með brúði sína, Mary Todhunter Clark frá Philadelphiu. Nel- son hafði skömmu áður lokið menntaskólaprófi og var að- eins 21 árs. Fannst foreldrum hans hann heldur ungur til að kvænast, en þeim tók brátt að líka mjög vel við tengdadótt- ur sína, sem var af einni beztu ætt Philadelphiu, gáfuð og hlédræg, og eins sárt um einkalíf sitt og öðrum í Rooke feller-fjö'lskyldunni. • HJÓNABANDIÐ NAFNIÐ TÓMT 1 18 ÁR Ekkert er opinberlega vitað um ástæðuna til þess að hjóna band Mary og Nelson fór út um þúfur. í>au eignuðust fimm böm, en nokkrum árum eftir fæðingu tvíburanna, Mary og Michaels 1936, varð ljóst, að hjónabandið var ekki nema nafnið eitt og þar við sat næstu 18 árin. Þ>ví að vegna barnanna ákváðu Rockefeller-hjónin að halda áfram sambúðinni, þótt ekk- ert annað byndi þau. Þegar Nelson rauf hina hefðbundnu hlédrægni fjöl- skyldunar 1958 og bauð sig fram til ríkisstjóra í New York, varð hið innantóma hjónaband hans eins og fang- elsi. Það þykir sjálfsagt í Bandarikjunum, að eiginkon- ur frambjóðenda taki þátt í kosningabaráttunni, en þrátt fyrir gáfur sínar og áhugann á stefnunni, sem maður henn- ar fylgdi, gat Mary ekki stað- ið við hlið hans. Það var henni mikil raun að hitta margt ókunnugt fóllk í einu, og þótt hún reyndi að gera sitt bezta, kom allt fyrir ekki. Frá upphafi hafði hún verið andvíg því að Nelson sneri sér að stjórnmálum og allt um- stangið, sem því fylgdi, fyllti hana heizkju. 1 nóvember 1961, kunn- gjörði skrifstofa Rockefeller- fjölskyldunnar í New York, að Nelson ætlaði að skilja við konu sína. Bandariskir kjós- endur geta fyrirgefið hjóna- skilnaði, fráskildir frambjóð- endur eru kjörnir og endur- kjörnir, og 1962 var Nelson Rockefeller endurkjörinn rík- isstjóri í New York. • Böm FRÁSKILINNA FOREUDRA En málið feir að vandasf, ef fráskilinn maður gengur 1 hjónaband á ný, og því víkj- um við nú sögunni að hinni óhamingjusömu Murphy-fjöl- skyldu. Dr. James S. Murphy, virtur vísindamaður, var með- al góðvina Rockefeller-fjöl- skyldunnar og starfaði við Rockefellerstofunina. Murphy var kvæntur Margarettu Fil- er, sem var frá Philadelphiu eins og Mary Rockefeller. í bernsku hafði Margaretta hlotið gælunafnið „Happy“, því að hún leit út fyrir að vera alltaf í góðu skapi. Lag- leg og frískleg með hlýtt við-* mót, virtist hún dæmigerð bandrisk yfirstéttarkona, sem hafði átt rólega og árekstrar- lausa ævi. En svo var ekki. Bæði hún og maður hennar voru börn fráskilinna for- eldra. Faðir Margarettu hafði yfirgefið móður hennar, með- an hún var barn, og Murphy var ungur að árum, er foreldr ar hans slitu samvistum. Þau gengu í hjónaband í desem- ber 1948, þegar Margaretta var 22 ára. Vegna náinna tengsla Murphys við hina vold ugu Rockefeller-fjölskyldu, varð hún brátt þungamiðjan í lífi ungu hjónanna. • AUGASTEINN ROCKEFELLERS Faðir Murphys hafði farið með hann til sveitaseturs Rockefeller-fjölskyldunnar í Seal Harbour, þegar hann var barn, og nú hélt hann sjálfur þangað með brúði sína. Unga frúin varð brátt augasteinn Johns D. Rockefellers, hins aldraða föður Nelsons, sem hafði nýlega misst konu sína. Hann var einmana og unga konan kom honurn í dóttur- stað. Hún gekk með honum um skógana, ræddi við hann tímunum saman og flutti birtu og yl inn í líf hans. Og hylli gamla mannsins var mikils virði. Hann kom því til leið- ar, að Murphy gat lagt stund á það nám, sem hann óskaði, Happy og Nelson Rockefeller á leið í brúðkaupsferð til Vene- zuela í maí 1963, og fengið vinnu við læknis- fræðilegar rannsóknir hjá Rockefeller-stofnuninni í San Francisco, að námi lokmu. En á sumrin dvaldist Murphy með fjölskyldu sína í Seal Harbour. Hann langaði til að flytjast til New York, og ekki leið á löngu þar til David Rockefeller, sem hafði yfir- umsjón með Rockefeller-stofn unum, lét flytja Murphy til höfuðstöðvanna í New York. Það var einnig fyrir tilstilli Davids, að Murphy-hjónin fengu leyfi til að reisa hús á landareign Rockefeller-fjöl- skyldunnar á Pocantico-hæð- um. En þau skilyrði voru sett, að húsið félli sérlega vel inn í umhverfið. Innan Rockefell- er-fjölskyldunnar hafði Nel- son mestan áhuga á húsagerð- arlist. Hann hafði kynnzt Happy Murphy og manni hennar í Seal Harbor, og nú ráðgaðist hún við hann um framtíðarheimili sitt. • SJÚKLEG AFPRÝÐISSEMI Nelson Rockefeller duldist ekki lengi, að hjónaband Happyar var óhamingjusamt, engu siður en hans eigið. Jam es Murphy var sjúklega af- prýðissamur, þau rifust oft og höfðu jafnvel slegizt. Happy hafði leitað til sálfræðings til að fá aðstoð við að koma hjónatbandinu í lag. Hún vildi forðast í lengstu lög, að börn hennar yrðu að horfa upp á foreldra sína skilja eins og hún hafði sjálf orðið að gera. En þrátt fyrir tilratunir henn- ar, kom að því, að sál- fræðingurinn sagði, að heilsu siinnair vegrna yrði hún að yfirgefa hann sinn. Frekari tiiraunir til að bjarga hjóna- bandinu væru vonlausar. Þannig var ástatt 1958, þeg- ar Happy Murphy bauðst til að aðstoða Nelson Rockefeller í kosningarbaráttunni í New York. Eftir kosningarnar hélt hún áfram að starfa fyrir hann og stjórnmálin veittu lífi hennar nýjan tilgang. Rocke- feller barðist við Nixon um útnefningu til forsetafram- boðs fyrir Repúblikana 1960, en vissi fyrir, að baráttan yrði árangurslaus. Skömmu eftir forsetakosiningarnar á k v a ð hann að hefja baráttu fyrir útnefningu 1964. Honum fannst hann ekki geta beitt - aftur sömu blekkingum varð- andi einkalíf sitt og 1960, og tilkynnti að hann ætlaði að skilja við konu sína. Vonaðist hann til að geta kvænst Margarettu Murphy áður en langt um liði. En Happy var i miklum varnda stödd. Hún átti fjögur börn, sem maður hennar neit- aði að láta af hendi. Átti hún að reyna að þola hjónabandið barnanna vegna eða rífa sig lausa? Hún valdi siðari kost- inn og vonaði, að dómstólamir myndu dæma henni einhvert barnanna, en sú von brást. Murphy voru dæmd öll börn- in, en þrátt fyrir það áttu þau að dveljast hjá móður sinni helming hvers árs. • HJÓNABAND OG FYLGISHRUN Þessi harmleikur innan Murphy-fjölskyldunnar og kunningsskapur Happyar og Nelsons var ekki á almanna vitorði snemma árs 1963, er Repúblikanar tóku að velta því fyrir sér, hvern skyldi kjósa sem forsetaefni. Ýmis orðrómur var á kreiki, en hann var óstaðfestur þar til í maí 1963, er Happy og Nel- son tilkynntu, að þau hefðu gengið í hjónaband. Fregnin barst um Bandarikin eins og eldur í sinu, í verzlunum, saumaklúbbum og kaffisam- sætum myndaðist nær sam- stundis skoðun, sem átti eftir að glymja í eyrum frétta- manna, er leituðu álits kvenna á þessu máli næsta árið: „Ég ætla ekki að kjósa forsetafrú, sem hefur yfirgefið böm sín.“ Við fregnina um hjónaband- ið kom afturkippur í kosninga baráttu Rookefellers. í maí- lok sýndu skoðanakannanir að fylgi Goldwaters var 36%, en Rockefellers aðeins 30%. 1 apríllok hafði Rockefeller 43%, en Goldwater 26%. Þetta fylgishrun var meira en jafnvel þeir svartsýnustu með al samstarfsmanna Rockefell- ers höfðu gert ráð fyrir, og það virðist hana úrslitaáhrif á framgamg hans i prófkosn- ingunum, sem framundan voru. Völd Rockefellers innan , Framh. á bls. 30 Happy aðstoðar mann sinn íkosningabaráttunnl í New Hampshire 1964.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.