Morgunblaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 1
jíZ S>J«V*»u-.ÍT
Gemini 5
og Cooper
slá met
Brakið af Þorbirai RE 36 á s trandstaðnnm undir Kinnaberg i á Reykjanesi. Myndin var tekin
» Sv. Þ.).
í gærmorgun. — (Liosm. Mbl
Vélbáturinn Þorbjörn RE 36 fórst
vii Reykjanes í fyrrinótt
5 skipverjar fórust - eiitum var bjargað
VÉLBÁTURINN Þorbjörn
RE 36 fórst í fyrrinótt í hvass-
viftri og miklum sjó við
Kinnaberg, sem er milli Sand
víkur og Reykjanesvita. Vír
festist í skrúfu bátsins og
hrakti hann upp undir kletta.
Vitavörðurinn í Reykjanes-
vita og björgunarsveitir úr
Höfnum og Grindavík fóru á
vettvang og björguðu Hafna-
menn einum skipverja, Atla
Michelsen, Hafnarbraut 8,
Kópavogi. — Fimm af áhöfn
bátsins fórust. Þeir voru:
Guðmundur Falk Guð-
Sáu 12
. fljúgandi
diska
Tijuana, Mexikó,
25. ágúst. — AP:
NOKKRIR veiðimenn. sem
dvöldust í San Quinti-dal, um
200 km suður af Ensenada í
Mexikó, hafa skýrt yfirvöldum
kvo frá, að þeir hafa séð 12
fljúgandi diska að næturlagi.
Sögðust memnirnir hafa orðið
gifurlega hræddir, og lagt á
flótta í bíl sínum.
Talsmaður hópsins, Adalberto
Rodriguez Vega, segir, að þeir
félagar hafi verið að búast tál
. næturdivalar í dalnum, er þeir
bafi komiö auga á einn fljúgandi
Framh. á bls. 2
mundsson, skipstjóri og eig-
andi bátsins, 52 ára að aldri,
til heimilis að Kársnesbraut
131, Kópavogi. Hann lætur
eftir sig konu og fimm börn.
Hjörtur Guðmundsson, 15
ára, sonur skipstjórans.
Jón Ólafsson, vélstjóri, 27
ára að aldri, til heimilis að
Holtsgötu 23, Reykjavík. —
Hann lætur eftir sig konu og
tvö börn.
John Henderson. 21 árs
Suður-Afríkubúi, búsettur í
Edinborg.
Kaiz Gron, matsveinn, 22
ára að aldri frá Edinborg.
Um tvö-leytið í fyrrinótt heyrð
ist í talstöðvum, að vélbáturinn
Þorbjörn RE 36, 46 lestir að
stærð, væri í háska staddur
skammt undan Kinnabergi. Veð-
ur var mjög slæmt, mikill sjór
óg hvassviðri.
L.oftskeytastöðin í Gufunesi til
kynnti vitaverðinum í Reykja-
nesvita þegar um þetta og var
hann kominn á staðinn kl. hálf-
þrjú. Frá Reykjanesvita hafði
björgunarsveitunum í Höfnum og
Grindavík verið gert viðvart og
komu þær á vettvang um fjögur-
leytið, Hafnasveitin þó nokkru
fyrr. Þegar hún kom á staðinn
var Þorbjörn kominn upp undir
klettana og tekinn að brotna all-
mikið. Það tókst að skjóta línu
yfir bátinn og náði eini skipverj-
inn, serb þá var eftir, í hana og
var hann dreginn í iand.
Báturinn brotnaði mjög fljótt í
sundur.
Björgunarmennirnir úr Höfn-
um voru áfram á verði á slys-
stað og höfðu náð einu líki á
land um kl. 11 árdegis. í gærdag
voru menn á staðnum í þeirri
von, að fleiri lí'k ræki á land, en
straumasamt er á þessum slóðum.
— Sjá frásögn á bls. 2 og 24.
„Við vorum hræddir við að vinna
gegn málstað sósíalismans"
— athyglisvert viðtal við H. K. Laxness í „Information"
Einkaskeyti til Mbl.,
Kaupmannah., 25. ágúst.
— Rytgaard:
NORSKUR blaðamaður, John
Beoh Karlsen, hefur nýlega
átt viðtal við Halldór Kiljan
Laxness, og spurt hann ým-
issa nærgöngulla spurninga.
Viðtalið hefur nú birtzt í
„Information", og kemur þar
fram, að skáldið er mjög ó-
ánægt með heimsóknir ferða-
manna að húsi sinu við
Gljúfrasitein.
„Fólk streymir þangað, að-
eins til að glápa á mig, eins
og ég sé eitthvert furðudýr
segir Laxness. „Það á ekkert
erindi við mig, en telur míg
greinilega eitt af því, sem
sýna verður hverjum ferða-
manni. Oft gefst ég upp. Ég
veit ekk'i, hvernig ég á að fá
vinnufrið.
Um þessar mundir vinn ég
að mörgu, m.a. um tólf blaða
greinum, en ein 'þeirra á að
fjalla um ábyrgð skáldsins í
nútíma þjóðfélagi".
Karlsen segir frá því í við
talinu, að af þessum sökum
hafi hann orðið að hitta Lax-
nes að máli að heimili bans
í Reykjavík.
í viðtalinu er vikið að
þeirri fregn, sem birtist fyrir
skemmstu í dönsku kammún-
istablaði, að unnið sé að því
að fá Laxness til þess að vera
í framboði við næstu forseta-
kosningar. Sagði blaðið, að
FraimhaJd á bls. 23.
Houston, Texas, 25, ágúst —
AP — NTB.
GEIMFARARNIR Cooper og
Conrad höfðu i dag verið' lengur
á lofti en nokkrir aðrir banda-
rískir geimfarar til þessa. Fylgdi
fréttinni, að báðum mönnunum
liði vel, þeir væru við beztu
heilsu, og væri ekki að sjá, að
langvarandi þyngdarleysi hefði
haft nein áhrif á þá.
Síðdegis í dag voru liðnir fjór-
ir sólarhringar frá því, að
„Gemini 5“ var skotið á loft. Þá
var því lýst yfir, að geimfarið
myndi verða enn a.mk. 24 tíma
á braut umhverfis jörðu, en sú
venja hefur verið höfð á, að
dvöl þeirra í geimnum hefur
verið framlengd um einn sólar-
þring í einu.
Gangi allt að óskum, þá munu
geimfararnir bandarísku setja
heimsmet í samfelldri dvöl í
geimnum síðdegis á morgun. Það
met hefur verið í höndum so-
vézkra geimfara, ög var sett
fyrir tveimur árum, ef Valery
Bykovsky fór í geimferð sína,
er varaði í 119 klukkustundir og
6 mínútur.
Lengsta geimferð Bandaríkja-
manna til þessa ef ferð þeirra
Edward White og Jaines Mc
Divitt, sem varaði í 97 klukku-
stundir og 59 mínútuf. Þeim var
skotið á loft í „Gemini 4“.
Gordon Cooper hefur nú verið
lengur í geimnúm, en nökkur
annar geimfari, en þetta er önn-
ur geimferð hans. 1963 var hann
34 klukkustundir og 20 mínútur
á lofti í Mercury-geimfari, en
hefur nú verið á lofti á fimmta
sólarhring til viðbótar.
Eins og greint hefur verið frá
í fréttum, var í upphafi áætlaS,
að „Gemini 5“ yrði á lofti í >
sólarhringa
Guðmundur L Guðmundsson
Utanríkisráðherra
frá störfum
SÖKUM forfalla Guðmundar 1.
Guðmundssonar, utanríkisráð-
herra, mun dr. Gylfi Þ. Gísla-
son, menntamálaráðiherra, taka
á móti Karjalainen, utanríkis-
ráðherra Finnlands, er kemur til
íslands í dag, og Emil Jónsson,
sjávarútvegsmálaráðherra sem
væntanlegur er til landsins í lok
vikunnar af félagsmálaráðherra-
fundi Norðurlanda, síðan gegna
störfum utanríkisráðherra fyrst
um sinn.
(Frá Utanrikisráðuneytinu).