Morgunblaðið - 26.08.1965, Síða 12
12
MOHGUNBLADIÐ
t 4
' Fimmtu'dagur 2«. Sgúst 1W5
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Bitstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
BYGGINGAMÁL
ITér í Morgunblaðinu hefur
margoft verið bent á þá
staðreynd, að eitt brýnasta
úrlausnarefni okkar hér á
landi er að lækka byggingar-
kostnaðinn og þar með hús-
næðiskostnaðinn í landinu.
Þetta er mál, sem snertir svo
til hvern einstakling og
hverja fjölskyldu og sérstak-
lega er mikilvægt fyrir unga
fólkið, að gjörbreyting verði
í byggingar og húsnæðismál-
um.
Það er öllum kunnugt, að
byggingarkostnaður er hár
hér á landi og virðist fremur
fara hækkandi en lækkandi
þrátt fyrir aukna tækni í
byggingariðnaði. Er það út af
fyrir sig íhugunarefni, að
aukin tækni í byggingariðn-
aði virðist ekki koma hús-
byggjendum og íbúðarkaup-
endum til góða og er það ó-
neitanlega dálítið undarlegt.
Orsakir hins háa byggingar-
kostnaðar eru margar. íbúðir
hér eru yfirleitt stærri en í
nágrannalöndum okkar og
meiri kröfur eru gerðar til
íburðar í íbúðum hér en ann-
ars staðar og vill enginn vera
eftirbátur hins í þeim efnum.
Vinnulaunakostnaður við
byggingar virðist stundum
ná ótrúlegum upphæðum og
virðist mörgum, sem hægt
ætti að vera að lækka þann
kostnaðarlið nokkuð með
betri skipulagningu.
En þótt byggingarkostnað-
ur sé hár er þó greinilegt, að
hægt er að selja íbúðir hér á
landi með töluverðum ágóða.
Yfirleitt munu íbúðir vera
seldar annað hvort fokheldar
eða tilbúnar undir tréverk og
ef marka má markaðsverð
slíkra íbúða í höfuðborginni
a.m.k. hljóta þeir, sem slíkar
íbúðir byggja til að selja að
hafa verulegan ágóða af
þeirri starfsemi. Kannski ó-
eðlilega mikinn.
Það er því enginn einföld
lausn til á þeim margvíslegu
þáttum, sem skapa hinn háa
byggingarkostnað og íbúðar-
verð hér á landi. En hér er
um svo mikið hagsmunamál
að ræða fyrir allan almenn-
ing og þó sérstaklega fyrir
hina ungu og uppvaxandi
kynslóð, að nauðsynlegt er
að ráðast að þessum vanda-
málum frá öllum hliðum og
leitast við að finna á þeim
hæfilega lausn. Vafalaust
yrði það mjög til bóta, ef sú
hugarfarsbreyting yrði hjá
húsbyggjendum, að ástæðu-
laust væri að hafa svo mik-
inn íburð í húsakynnum eins
ög nú virðist talin nauðsyn
hér á landi og mundi það
vafalaust spara mörgum mik-
ið fé, ef farið væri hægara í
sakirnar í þeim efnum. Þá er
ástæða til þess að kanna,
hvernig á því stendur, að auk
in byggingartækni hefur ekki
komið húsbyggjendum að
verulegu leyti til góða í lækk
uðu verði eins og þó væri auð-
vitað alveg sjálfsagt og enn-
fremur virðist nauðsynlegt að
kanna til hlítar, hvort ekki
væri eðlilegra, að verðákvörð-
un á vinnu við húsbyggingar
yrði með öðrum hætti en nú
er. Þá er einnig mikilvægt að
finna leiðir til þess að færa
markaðsverð á íbúðum hér
til einhvers eðlilegs samræm-
is við kostnaðarverð þeirra og
er um ýmsar leiðir að ræða í
þeim efnum, þótt ekki verði
vikið að þeim að sinni.
En það er ákaflega nauð-
synlegt, að allir aðilar, þau
stjórnarvöld, sem með þessi
mál fara, þeir sem atvinnu
hafa af húsbyggingum og
sölu íbúða og svo ekki sízt
neytendur sjálfir, geri sér
grein fyrir því, að það ófremd
arástand sem ríkir hér í þess-
um efnum getur ekki staðið
til lengdar. Það er eindregin
krafa þeirra, sem eru að berj-
ast í því að koma þaki yfir
höfuð sér og þá alveg sér-
staklega unga fólksins, að
fundin verði einhver viðhlít-
andi lausn á þessum málum,
sem sæmandi er svo félags-
lega þroskaðri þjóð, sem við
erum.
REISN ÍSLENZKRA
STÚDENTA
¥ Tm þessar mundir eru stadd
^ ir hér á landi stúdentar
frá aðildarríkjum Atlants-
hafsbandalagsins og eru þeir
komnir hingað á ráðstefnu,
sem Varðberg, félag ungra á-
hugamanna um vestræna sam
vinnu, gengst fyrir. Það er
okkur alltaf ánægja að taka
á móti ungu fólki frá öðrum
löndum og við vitum, að þær
móttökur, sem þetta unga
fólk fær hér á landi og þau
áhrif sem það verður fyrir
af dvöl sinni hér geta haft var
anleg áhrif á það og komið
íslandi til góða síðar meir,
þegar margt af þessu æsku-
fólki er komið í áhrifastöður
í heimalandi sínu. Það er
þess vegna rík ástæða til að
bjóða þetta unga fólk vel-
komið til íslands og vonandi
verður dvölin því til ánægju.
Hins vegar ber að harma fram
komu formanns Stúdentaráðs
í sambandi við komu þess-
ara stúdenta. Það er alveg
ástæðulaust fyrir Stúdenta-
ráð Háskóla íslands að móðg-
ast yfir því, þótt erlendir
stúdentar komi hingað á ann-
arra vegum en Stúdentaráðs
og hefði frekar verið ástæða
. ■ . ; ■ v - - • ti || n || r i ti i
UTÍ iN UR HtlMI \
pkiR HLUTU LIFSTIÐARFANGELSI — Frá vinstri til hægri, efri röð: Wilhelm Boger,
Franz Hofmann, Oswald Kaduk; neðri röð: Stefan Baretzki, Josef Klehr, Emil Bednarek.
Var refsað fyrir morð
4 milljdna fanga
Á FIMMTUDAG í fyrri
viku var kveðinn upp í V-
Þýzkalandi dómur yfir
stríðsglæpamönnum frá
Auschwitz.
Sex ákærðu voru dæmd-
ir til lífstíðarþrælkunar-
vinnu, sem er þyngsti dóm-
ur, sem hægt er að kveða
upp, samkvæmt gildandi
lögum í landinu. Tíu aðrir,
sem ákærðir voru, hlutu
vægari dóma, frá þrfggja
ára og þriggja mánaða til
fjórtán óra þrælkunar-
vinnu.
Einn ákærðu, sem var
undir 21 árs aldri, er hann
framdi stríðsglæpi sína,
hlaut sérstakan dóm, og af-
plánar refsingu sína í
venjulegu fangelsi.
Þrír þeirra tuttugu, sem
á ákærendabekkjum sátu,
voru sýknaðir.
Allir ákærðu sátu svip-
brigðalausir, er dómur var
kveðinn upp yfir þeim, eftir
réttarhöld, sem staðið hafa í
rúmlega hálft annað ár.
4 Yfirdómarinn, Hans Hof-
meyer, sagði við dómsupp-
kvaðningu, að þrátt fyrir dóm
ana, hefði ekki verið greitt
fyrir þá glæpi, sem þeir seku
hefðu framið.
„Jafnvel lífstíðarfangelsi
vegur ekki upp á móti ódæð-
isverkunum", sagði hann. —
„Mannlífið er of stutt til
þess“.
♦ Lífstíðardómar í V-Þýzka
landi tákna yfirleitt, að við-
komandi sitji inni til æviloka.
Það telst til algerra undan-
tekninga, ef slíkum dómum
er breytt siðar, eða menn náð-
aðir.
Ákærðu voru sviplausir mið
aldra menn, sem frá stríðslok-
um hafa gegnt ýmsum störf-
um, verið sóparar, skrifstofu-
menn, eða rekið smáfyrir-
tæki.
Eitt sinn voru þeir þó með-
Framh, á bls. 14
til að ætla að Stúdentaráð
fagnaði slíkum heimsóknum.
Formaður Stúdentaráðs hef-
ur séð ástæðu til að amast
við því opinberlega, að stúd-
entar þessir hafa fengið inni
í húsakynnum Háskóla ís-
lands til þess að halda ráð-
stefnu sína og er þetta í ann-
að skipti á stuttum tíma, sem
forustumenn íslenzkra há-
skólastúdenta verða sér til
minnkunar með lágkúruleg-
um mótmælum, vegna þess
að húsakynni háskólans hafa
verið ljáð til ráðstefnuhalds.
Það er mál háskólastúdenta
sjálfra að ákveða sín viðbrögð
við framferði formanns Stúd-
entaráðs, sem virðist raunar
vera algjört brot á lögum
Stúdentaráðs, þar sem því
eru bönnuð afskipti af póli-
tískum málefnum. En hins
vegar á Morgunblaðið erfitt
með að trúa því, að eymdar-
væl nokkurra stúdenta með
formann Stúdentaráðs í far-
arbroddi, tákni reisn ís-
lenzkra stúdenta í dag.
AFREK
/^eimferð Gemini V. hefur
^ að vonum vakið mikla
athygli, ekki sízt vegna þess,
að bilanir hafa orðið í geim-
skipinu, en þrátt fyrir það
hefur verið unnt að halda
geimferðinni áfram. Ef við
látum hugann reika aftur í
tímann til þess tíma er Sput-
nik I. fór á loft verður okk-
ur ljóst, að geimvísindin hafa
tekið ótrúlega miklum fram-
förum á örstuttum tíma. Þess
ar framfarir hafa orðið svo
miklar, að menn eru farnir að
gera sér grein fyrir því, að
ef til vill eru ekki nema 5
ár þangað til fyrstu menn-
irnir stíga fæti sínum á tungl-
ið. Þannig vinnur mannsand-
inn stöðugt nýja sigra og mað
urinn stækkar sjóndéildar-
hring sinn og eru þó geim-
ferðaævintýrin rétt að byrja.
Ef marka má hraða framfar-
anna á þessu sviði er alls ekki
fjarlægt að ímynda sér, að
margir af núlifandi mönnum
eigi eftir að upplifa almenn-
ar geimferðir. En meðan geim
ferðir eru einungis hættulegt
ævintýri örfárra ofurhuga
hljótum við .að fylgjast með
og dást að afrekum þessara
ungu manna, sem hér eru að
brjóta nýjar og ókannaðar
brautir, sem enginn veit tii
hvers leiða.