Morgunblaðið - 26.08.1965, Síða 20
20
WIORGUNBLAÐIÐ
' Fknmtudagur 26. Sgúst 1965
GEORGETTE HEYER
FRIÐSPILLIRINN
— Það eir sýnilegt, sagði
greifafrúin um leið og hún tók
fjaðrahattinn af mikla hárinu á
sér, — að -þess eldabuska kann
ekkert, svo að ég verð að leggja
heilann í bleytd. Það er full-
slæmt, en hitt er þó helmingi
verra ef við eigum öll að svelta.
Og þ<ú skalt sjá það við mig,
Soffía og því ekki verða vond,
þegar ég segi þér, að þegar til
kemur, held ég ekki, að ég fari
neitt að giftast honum Sir Hor-
ace, því að hann er alltaf eins
og fló á skinni, og ekki vildi ég
fara til Brasilíu, heldur vil ég
verða kyrr í Englandi, en þó vil
ég ekki hafa enskan kokk! Ég
hef því gifzt honum Sir Vincent
og er því ekki lengur nein greifa
frú de Villacanas, heldur frú
Talgarth, sem ég á nú dálítið
bágt með að bera fram, en það
gerir ekkert til. Þetta venst!
Það sló auðvitað dauðaþögn á
alla í nokkrar sekúndur, við
þessa ræðu. Sir Vincent tók upp
tóbaksdósirnar sínar og saug upp
í nefið langan drátt af uppá-
haldstóbakinu sínu. Og það var
hann, sem rauf þögnina: —
Jæja, morðið er þá uppvíst orð-
ið! sagði hann. — Láttu þér ekki
verða svona hverft við, Soffía!
Mundu, að hún elsku Sancia
okkar ætlar að búa til matinn!
— Þetta er einkennilega fal-
legt hús! sagði nú snögglega
hr. Fawnhope, sem enginn virt-
ist hafa vitað, að væri þarna. —
Ég aetla að fara um það og skoða
það!
Hann tók sáðan lampa af borð
inu, og bar hann til dyranna,
sem lágu út í forsalinn. Sir Vin
cent tók lampann af honum,
setti hann aftur á sinn stað og
sagði vingjarnlega: — Það
skaltu gera góðurinn, en farðu
heldur með þetta kerti, ef þér
væri sama.
— Sir Vincent! sagði Soffía,
með orrustuglampa í augum. —
Ef ég væri karlmaður, skylduð
þér fá að kenna á mér fyrir
svona sviksemi.
— Kæra Soffía, þér eruð betri
skytta en níu af hverjum tíu
karlmönnum, sem ég þekki, svo
að ef einhver hefði verið svo
forsjáll að taka með sér hólm-
göngu-skammbyssur, þá . . .
Greifafrúin tók fram í, ein-
beitt, og sagði: — Enginn skal
fara að skjóta úr skammbyssum
hér, því að það er eitthvað það
andstyggilegasta, sem ég veit,
og auk þess er það mikilvægara
að búa til matinn.
— Það mun satt vera, sagði
Soffía með nokkrum sökknuði.
— Maturinn er mánnsins megin.
En nú sé ég, hvað hann Charles
frændi hafði á réttu að standa,
þegar hann varaði mig við að
eiga nokkur skipti við yður, Sir
Vincent. Og ekki datt mér i hug
að þér munduð gera honum Sir
Horace svona iililegan grikk.
— í styrjöld og ástum er allt
heiðarlegt, svaraði hann, spek-
ingslega.
Hún neyddist til að kingja
svarinu, sem var komið fram á
varir hennar. Hann setti upp
skilningsrífct bros, gekk til henn
ar og sagði lágt: — Athugið það
Júnó, að mín er þörfin meiri en
Sir Horace. Og hvernig gat ég
stillt mig?
— Amor ch’a null’amato amar
perdona! sagði hr. Fawnhope
dreymandi, en ferð hans um hús
ið hafði borið hann inn fyrir
heyrnarmál.
— Alveg rétt, skáld! sagði Sir
Vincent innilega.
— Ég þarf að fá hana ungfrú
Wraxton til að þýða þetta fyrir
mig, sagði Soffía, — en ef það
þýðir það, sem ég held að það
geri, þá er það bara vitleysa. En
annars er ekkert heimskulegra
til en að vera að sakast um orð
inn hlut, og því ætla ég ekki að
segja meira. Auk þess hef ég
annað mikilvægara að hugsa
um.
— Vissulega, sagði greifafrúin.
Ég kann að siteikja nýslátraða
kjúikldnga, svo að Vincent skal
strax slátra tveim kjúklingum
fyrir mig, því að konan segir
mér, að hér sé nóg af kjúkling-
um, svo að ég verð ekki í vand
ræðum.
Hún fór síðan fram í eldhús
með frú Clavering og síði silki-
kjóllinn hennar dróst hátignar-
lega á eftir henni og sópaði upp
miklu ryki á léiðinni. Soffía og
Sir Vincent eltu hana, og þar eð
hr. Fawnhope hafði, þegar hér
var kornið sögu, fundið bókasafn
ið, og farið að athuga bækurn-
ar við ljósið á tólgarkertinu,
varð Oharlbury lávarður einn
eftir. En brátt kpm Sir Vin-
cent til hans berandi rykuga
flösku og nokkur glös. — Sérrí!
sagði hann og setti niður glösin.
— Ef ég dæmist til að myrða
kjúklinga, verð ég að hressa mig
eitthvað fyrst. En þó vona ég, að
ég fái ráðsmanninn til að fremja
sjálft morðið. En hvernig meidd
irðu þig í handleggnum?
— Hún Soffía skaut kúlu gegn
um hann, svaraði lávarðurinn.
— Gerði hún það? Forláta
kvenmaður! En líklega hefur
hún haft einhverja ástæðu til
þess?
— Já, en ekki þá, sem fyrir-
gefanlegt væri, að þú héldir.
— Ég legg aldrei fyrir mig
hversdagslegar hugsanir, sagði
Sir Vincent og þurrkaði vand-
lega stútinn á flöskunni, og tók
Blaiburiarfólk
óskast til blaðburðar í eítirtalin hveríi
Kirkjuteigur - Miðbær - Meðalholt
Bámgata - Laugarásvegur
*■ Skúlagata - Ingólísstræti
SÍMI 22-4-80
að hella úr henni í glösin. —
Að minnsta kosti ekki í sam-
bandi við hina stórkostlegu Soff
íu! Jæja, reyndu þetta! Sjálfur
guð má vita, hve lengi það er
búið að liggja í kjallaranum . . .
Mér skilst, að ég eigi ekki að
skála fyrir strokinu ykkar?
— Nei, hjálpi mér! sagði Charl
bury og fölnaði næstum við til-
hugsimina. Mér er innilega vel
til Soffíu, en guð forði mér frá
því að giftast henni nokkum-
tíma.
— Ef guð gerir það ekki, þá
er hann Rivenhall að minnsta
kosti vís til þess. Þetta er full-
brúklegt vín! En kláraðu ekki
úr flöskunni meðan ég er í
burtu og umfram allt farðu ekki
að eyða því á skáldið!
Hann gekk síðan út, líklega
til að sjá um kjúklingadrápið,
og Charlbury, sem hrósaði þegj
andi happi yfir handleggssárinu,
fókk sér aftur í glasið. Eftir
skamma stimd skaut hr. Fawn-
hope upp aftur úr bókasafninu
með ormétna bók í hendinni.
Hann sýndi hana lávarðinum
með hátíðasvip, og sagði aðeins:
— La Hermosura de Angelica.
Maður veit aldrei, hvar maður
getur rekizt á dýrgrip. Ég verð
að sýna greifafrúnni hana. Hver
á þetta töfrandi hús?
Oharlbury var skemmt. — Sir
Horace Stanton- Lacy!
— Sjálf forsjónin hlýtur að
hafa leitt mig hingað. Ég veit
alls ekki, hvað kom mér til að
fara hingað, en það er nú sama.
Þegar ég sá hana Soffíu standa
hér í opnum dyrunum, haldandi
á lampanum, féll hulan frá aug
um mínum, og allar efasemdir
hurfu. Ég var nú boðinn til
kvöldverðar- einhversstaðar, en
ég sleppti því alveg.
— Finnst þér ekki, að þú ætt
ir að ríða aftur til borgarinnar,
og fara í boð, sem þú ert búinn
að þiggja? sagði lávarðurinn.
— Nei, svaraði hr. Fawnhope,
blátt áfram. — Ég kýs heldur
að vera hér. Hér er líka eintak
af Galatea, þótt ekki sé það
frumútgáfan. Hann settást því-
næst við borðið og opnaði bók-
ina, og rýndi í hana, þangað til
hann var- truflaður af Soffíu,
sem kom inn með knippi af kert
um undir öðrum handleggnum,
en hélt varlega á grunnum kassa
í höndunum. En við hlið hennar
hringsnerist lítill, grár hundur,
afbrýðissamur og forvitinn á
svipinn, og hoppaði upp öðru
hverju til að ná í kassann.
Hr. Fawnhope spratt á fætur
og rétti fram hendurnar til að
taka við kassanum hjá henni. —
Réttu mér hann! Skrautker færi
vel í höndum þínum en ekkd ó-
merkilegur kassi!
Hún sleppti honum, en sagði
um leið og tók orð hans bókstaf
lega. — Frú Clavering kemur
bráðlega með kertið, en annars
er en ekki kominn tetími. Við
höfum enn ekki fengið kvöld-
verð. Farðu varlega. Þessir litlu
veslingar eiga enga móður . . .
— Hvað í ósköpunum, Soffía
. . . ! æpti Charlbury, sem nú sá,
að kassinn hafði inni að halda
hóp af gulum andarungum. —
Þú ætlar vonandi ekki að fara
að sjóða þessa til kvöldverðar?
— O, sei sei, nei! Frú Claver-
ing hefur bara verið að hlúa að
þeim í hitanum í eldhúsinu, og
Sancia kvartar yfir því, að þeir
séu alltaf að hlaupa fyrir fæt-
urna á henni. Settu kassann í
homið, Augustus; hún Tina áer-
ir þeim ekkert mein.
Hann hlýddi henni og andar-
ungarnir, bröltu strax með
miklu kvaki upp úr kassanum,
en einn þeirra, sem var fram-
gjarnari en hinir, lagði af stað
í landkönnunarferð. Soffía náði
í hann og hélt honum í lófa sér,
en Tina, sem líkaði þetta ekki,
skreið upp á stól og lagðist þar
og leit undan með óbeitarsvip.
Bros leið yfir andlit hr. Fawn-
hopes, sem tautaði fyrir munni
sér úr kvæði einhvers góðskálds-
ins um fugla, sem flygju burt.
— Ég held, sagði Soffía, — að
þeir færu aldrei að fljúga burt
ef ég breiddi eitthvað yfir kass-
ann. Og ökufrakkinn hans Charl
burys væri ágætur til þess. Má
ég fá hann, Charlbury?
| _ Nei, það máttu svei mér
ekki, svaraði hann og reif flík-
ina úr höndum hennar.
— Gott og vel . . . Hún þagn-
aði, því að Tina hafði lyft höfði,
sperrt eyrun og gefið frá sér
hátt bops. Svo heyrðist til hesta
og skrölt í vagnhjólum. Soffía
sneri sér snöggt til Fawnhope
og sagði: — Heldurðu, að þú
vildir ekki fara fram í eldhús —
það er þarna lengst burtu baka
til í húsinu — og biðja hana frú
Clavering að lána mér teppi eða
eitthvað þessháttar. Þú þarft
ekkert að flýta þér með það, því
að ég er viss um, að hún Sancia
vill láta þig plokka einn kjúkl-
ing fyrir sig.
— Er greifafrúin í eldhúsinu?
sagði hr. Fawnhope. — Hvað er
hún þar að gera? Ég vil, að hún
sjái þessa bók, sem ég hef fund-
ið hér í bókasafninu.
Soffia tók bókina af borðinu
og rétti honum. — Já, blessaður
sýndu henni hana! Hún verður
voða hrifin! Skiptu þér svo ekk
ei af því þó að þú heyrir í dyra-
bjöllunni, ég skal fara til dyra.
Hún beinlínis ýtti honum út
um dyrnar baka til í forsalnum,
og þegar hann var almennilega
horfinn, sagði hún: — Passaðu
ungana. Það er hún Cecilia!
— Hún hélt enn á þeim, sem
hún hafði tekið upp, þegar hún
hratt hurðinni upp á gátt. Rign
ingunni var stytt upp og tunglið
sást gegn um skýin. Varla hafði
hún opnað dyrnar fyrr en
frænka hennar féll um hálsinn á
henni. — Soffía! Ó, elsku Soffía
. . . Þeúa var illa gert af þér!
Þú máttii vita. að ég hefði aldrei
viljað .... Soffía! Hvernig
gaztu gert þetta?
— Farðu varlega, Cecy! Vesl-
ings litli unginn! Æ, guð minm
góður! Ungfrú Wraxton!
— Já, það er ég, ungfrú Stant-
on-Lacy! sagði imgfrú Wraxton
og slóst í hópinn við dyrnar. —
Þér hafið sjálfsagt ekki búizt við
að sjá mig?
— Nei, enda gerið þér ekki
annað en vera fyrir, svaraði Soff
ía hreinskilnislega . . Farðu
inn, Cecy!
Palmolive
með olivuolíu
er ... mildari
og myJsri
Þvoið . . .
nuddið
í eina
mínútu . . .
Skolið . . .
og þér
megið búast
við að sjá
árangurinn
strax.
Mýkri,
unglegri,
aðdáanlegri
húð