Morgunblaðið - 05.09.1965, Síða 10

Morgunblaðið - 05.09.1965, Síða 10
I 10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. sept. 1965 bannlýst orð í upplýsinga- starfsemi SÞ Samtal við ívar Guðmundsson nýskipaðan forstöðumann upplýsingaskrifstofu S. Þ. á Norðurlöndum fvar Guð mundsson. • fVAR Guðmundsson hef- ur, sem kunnugt er, verið skipaður forstöðumaður upp- lýsingaskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna í Kaupmannahöfn. Tók hann þar við starfi af Ný Sjálendingnum Hugh Will- iams hiun 1. ágúst sl. eftir stutta orflofsdvöl heima á ts- landi. • ívar er lesendum Morg- unblaðsins gamalkunnur, þar sem hann var fréttamaður og fréttastjóri blaðsins um margra ára skeið. Tii Sam- einuðu Þjóðanna réðist hann árið 1951, starfaði frá upphafi í fréttaþjónustu upplýsinga- deildarinnar í aðalstöðvunum í New York, en var árið 1955 skipaður varaforstöðumaður upplýsingaskrifstofunnar í Kaupmannahöfn. Árið 1960— 61 starfaði hann aftur um skeið við aðalstöðvarnar og var þá blaðafulltrúi forseta 15. Allsherjarþings S. Þ., Fredericks H. Bolands. Frá 1961 hefur hann verið for- stöðumaður upplýsingaskrif- stofu S. Þ. í Karachi í Pakist- an. • Hér fer á eftir samtal, sem fréttaritari Morgunblaðs- ns í Kaupmannahöfn, Gunn- ar Rytgaard, átti við ívar Guð nundsson fyrir nokkrum lögum: . ívar Guðmundsson hefur .egar í u.þ.b. mánaðartíma iaft aðsetur í forstjóraskrif- ,;tofu upplýsingamálaskrif- stofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd. Er það hin skemmtilegasta skrifstofa — með útsýni yfir gömlu Kaupmannahöfn, — hina ósviknu Kaupmannahöfn. Hornglugginn snýr út að H. C. Andersens Boulevard og við blasir hin myndarlega safnbygging „Ny Carlsberg Glyptotek" og að baki henní Tivoli. ívar Guðmundsson lét svo um maelt þegar, er hann kom til Kaupmannahafnar á dög- unum, eftir stutta heimsókn til Reykjavíkur, að það væri eins og að koma heim. Hann starfaði í Kaupmannahöfn í fimm ár, 1955—60, sem vara- forstöðurnaður upplýsinga- skrifstofunnar og á þar marga vini. Og synir hans þrír eru ahir fæddir í hjarta Kaupmannahafnar. Það eru sem sagt aðeins fimm ár frá þvi ívar Guð- mundsson fór frá Kaup- mannahöfn — en full fjórtán ár frá því hann kvaddi fæð- ingarbæ sinn Reykjavík til þess að ganga í þjónustu Sam- einuðu Þjóðanna. — Ég get því með sanni sagt, segir ívar, að ég hafi séð margfalt meiri breytingar á Reykjavík frá því ég fór þaðan, heldur en á Kaup- mannahöfn frá því fyrir fimm árum. En Reykjavík hefur líka vaxið og breytzt ótrú- lega. Hún er ekki lengur sá smábær, sem ég þekkti í æsku og á starfsárum mínum á Morgunb'aðinu. Sem blaða- maður þekkti ég þá nær hvert andlit, en því getur enginn við komið í þeirri stóru borg, sem nú er Reykjavík. Og þó — að sjálfsögðu hitti ég ennþá marga, sem ég þekki og man eftir, þegar ég geng um götur Reykjavíkur. Og þótt starfsár mín hjá Sameinuðu Þjóðunum séu nokkuð mörg orðin, hef ég ekki snúið baki við íslandi. Það var jú ekki í því skyni, sem ég gerðist starfsmaður Sameinuðu Þjóðanna. Þvert á móti. Að baki hinu alþjóðlega starfsliði samtakanna liggur einmitt sú hugmynd, að við höldum þjóðareinkennum okkar sem alþjóðlegir embætt ismenn og eigum þannig þátt í sköpun hins sérkennilega svipmóts samtakanna. ívar, sem er eini fasti em- bættismaður S. Þ. frá íslandi, heldur áfram að segja frá hlutverki sínu hjá upplýsinga þjónustu Sameinuðu Þjóð- anna. — Hin diplómatíska staða okkar, fulltrúa S. Þ., er alveg sérstæð. Okkur, sem störfum hjá upplýsingaþjónustunni, er til dæmis ekki ætlað að reka áróður fyrir neinni hugmynd eða hugsjón Að því leyti er starf okkar og hlutverk frá- brugðið hlutverki starfsliðs hinnar venjulegu upplýsinga- skrifstofu einstaks ríkis — og sendimanna og sendisveita erlendra ríkja yfirleitt. Það er ekki starfslið S. Þ. eitt, sem er S. Þ., heldur hinar ein- stöku ríkisstjórnir og þjóðir. Við erurn einungis tengiiið- ur milli aðalstöðva S Þ. og borgara aðildarríkjanna, — höfum samband við viðkom- andi yfirvöld og aðra fulltrúa þjóðanna í hinum ýmsu stjórnmála- og þjóðfélags- málastofnunum, sem tengdar eru S. Þ Ennfremur erum við tengiliður milli samtakanna og borgaranna vegna tengsla okkar við hinar ýmsu frétta- stofnanir. Og þar fyrir utan höfum við samband við ein- staka borgara, sem sérstakan áhuga hafa á starfi S. Þ., ekki sízt námsfólk. - Störf mín hér í Kaup- mannahöfn og Karachi, þar sem ég einnig var forstöðu- maður upplýsingaskrifstofu S. Þ.. eru að sjálfsögðu mjög ólík. Hér á Norðurlöndum ríkir góður skilningur á starfi S. Þ. og mikilvægi þess, — ekki aðeins hjá yfirvöldunum heldur og hinum almenna borgara. Sama verður ekki sagt um Pakistan. Þar er svo ástatt um mestan hluta þjóð- arinnar, að sjóndeildarhring- urinn er of þröngur, — fólkið hefur hvorki uppfræðslu né getu til þess að skynja og skilja starf samtakanna. — Á hverju byggist hin ríka þörf fyrir upplýsinga- starfsemi S.Þ. á Norðurlönd- um — Þannig er málum hátt- að, að flestir tengja Samein- uðu Þjóðirnar þeim stórpóli- tísku málum, sem samtökin hafa afskipti af. Þaér deilur, sem rísa í Öryggisráðinu og á Allsherjarþinginu vekja að sjálfsögðu mesta athygli. Minna ber á hinu friðsamlega starfi, sem margar sérstofn- anir samtakanna inna af hendi og ná til svo margra sviða, svo sem heilbrigðis- mála, þjóðfélagslegra fram- fara, upplýsinga- og fræðslu- mála, tækniaðstoðar o. s. frv. Það er oft tæpast, að fólk tengi slíkt nafni S.Þ. Og þó er sannleikurinn sá, að 80% þess fjár, sem S.Þ. hafa venju lega til umráða, samkvæmt f járhagsáætlun . (þ.e.a.s. þeirri fjárhagsáætlun samtakanna, sem ekki stendur styrr um) eru notuð til ópólitískra starfa, — eða starfa sem a.m.k. á vetlvangi samtak- anna teljast ekki stórpólitísk. Ámóta margir starfsmanna S. Þ. hlutfallslega hafa með höndum störf, sem ekki varð- ar stórpólitík. Um allt þetta þarf að upp- lýsa þær þjóðir, sem með fjár framlögum til samtakanna eiga sinn þátt í að gera þetta marghliðastaf kleift. Og hlut- verk okkar er að gefa þessar upplýsingar — ekki, að vera upplýsingamiðstöð fyrir póli- tísk sjór.armið. í starfi okkar er líka lögð mikil áherzla á þetta moð hinni ströngu kröfu um hlutleysi. Þar er eitt orð ákaflega óvinsælt ef ekki beinlínis bannlýst — orðið „áróður*'. Þegar, er samtök Sameinuðu Þjóðanna voru stofnuð, var lögð á það meg- ináherzla, að í útgáfustarf- semi þeirra skyldi hvergi finnast áróður. Ástæðan? Hún var sú, að þá hafði náungi nokkur að nafni Göbbels eyði lagt þetta orð, gefið því allt aðra merkingu en það upp- raunalega hafði. — En getur þessi sterka hlutleysiskrafa ekki verið veikleiki? Ég á við, að hinum norrænu velferðarþjóðfélög- hefur það ekki svo mikið að segja .þótt hlutirnir séu sagð- ir með þeim beina hætti, sem tíðkast hjá upplýsingaskrif- stofu S.Þ. En í vanþróuðu löndunum, á hinn bóginn — er það ekki einmitt þörf á á því, að áróður sé rekinn fyrir starfi S. Þ. á sviði tækni, félagsmála og heil- heilbrigðismál? Þær raddir heyrast oft, að framlög sam- takarina til þessara landa nýtis't ekki til fullnustu vegna fáfræði þjóðanna. Væri ekki unnt að bæta hér um með því að hafa upplýsingastarf- semi S. Þ. öflugri? _ Ef til vill. En þá er þess að gæta, að þegar reka á áróð- ur er æfinlega fyrir hendi sú hætta, að farið sé út í öfg- ar, — áróðurinn verði yfir- drifinn eða misnotaður. Og í raun og veru er þetta ekki okkar hlutverk. Það hefur komið fram í fjölda sam- þykkta, að aðildarríki S. Þ. hafa gert með sér á vettvangi samtakanna, að það eru aðild arríkin sjálf, sem bera ábyrgð á því að kynna þegn- um sínum Sameinuðu Þjóð- imar og starfsemi þeirra. Við getum ekkert gert, ekki einu sinni sent tæknisérfræð- inga, án þess, að viðkomandi ríki 'vilji, að svo sé gert. Á hinn bóginn hindrar ekk- ert, að við tökum þátt í að dre'ifa mikiLsverðum upplýs- ingum um störf S. Þ. En við gerum það einungis með því að bjóða þessar upplýsingar miðlunarstofnunum viðkom- andi landa. ___ Nú heyra Norðurlöndin öll undir upplýsingaskrifstof- una í Kaupmannahöfn. Hefur það í för með sér mikil ferða- lög fyrir yður? — Við notum allt það ferða fé, sem okkur er úthlutað. Það er nefnilega mjög svo mikilsvert að viðhalda öllum persónulegum samböndum, þar sem sjálfboðaliðar inna af hendi svo mikið af auglýs- ingastarfi samtakanna. Og þá er mikilsvert, að við, sem er- um fulltrúar samtakanna, sýnum áhuga okkar á starfi þessara aðila og séum ávallt reiðubúnir að veita þeim að- stoð. Mikilsverður þáttur í starfi okkar er að sjálfsögðu að senda auglýsingaefni, bréf, kvikmyndir o.s.frv. En hin persónulegu samskipti eru alltaf mikils virði og ég hef hugsað mér að jafna ferðum mínum niður á Norðurlöndin öll. — ísland er eitt af minnstu aðildarríkjum Sameinuðu Þjóðanna. Sem embættis- maður samtakanna hljótið þér að þekkja einkar vel stöðu íslands innan samtak- anna? — Þrátt fyrir smæð sina nýtur ísland mikillar virðing- ar innan S. Þ. og má einkum þakka það fulltrúum landsins á þeirra vettvangi. Hefur það bætt verulega aðstöðu mína sem islenzks embættismanns samtakanna. Það er fyrst og fremst að þakka starfi Thors heitins Thors að hin velvilj- aða afstaða íslands hefur skapazt og viðhaldist. Hann var virðulegur fulltrúi þjóðar sinnar í nær tuttugu ár — og eftirmaður hans, Hannes Kjartansson, heldur starfnu 'áfram á þeirri braut, er Thor Thors ruddi — Hefur það áhrif á mann og fjölskyldu hans að stunda starf af alþjóðlegum toga? — Já, vissulega. Kona mín er fædd í Kanada, þannig að við erum nú íslenzk-kana- dískir foreldrar, búsettir í Kaupmannahöfn, þar sem allir synirnir þrír eru fæddir. og ekki nóg með það. Dreng- irnir hafa lifað sín fyrstu bernskuár í Pakistan. Hefur verið afar athyglivert að sjá hversu eðlilega þeir hafa bundizt vinuáttuböndum börn um í Pakistari. Held ég ekki geti farið hjá því farið, að það hafi varanleg áhrif á þá. Þeir hafa kynnzt fólki úr um- hverfi og menningu gersam- lega frábrugðinni þeirra eig- in. — Og nú? — Þann fyrsta september hófu þeir skólagöngu í ka- þólska franska skólanum í Kaupmannahöfn. Þar verða þeir einnig í alþjóðlegu and- rúmslofti Gunnar Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.