Morgunblaðið - 05.09.1965, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.09.1965, Qupperneq 16
MOHGUNBLADIÐ Sunnudagur 5. sept. 1965 1 1« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. STEFNAN í KJARAMÁLUM Lausn stjórnarkreppunnar í Grikklandi gerist æ erfiöari LAUSN stjórnardeilunnar í Grikklandi hefur nú rekið sig á mjög alvarlegan þröskuld í vegi sínum, er Tsirimokos, þriðja forsætisráðherraefni Konstantins konungs beið ó- sigur við atkvæðagreiðsiu um traustsyfirlýsingu fyrir stjórn sína. KonungUrinri verður nú að leita krókaleiða til þess að finna lausn. Þröskuldurinn í vegi fyrir lausn stjórndeil- unnar er George Papandreou, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Miðflokksins. Hann verður nú að lá-ta af herbrögð um sínum gegn því að mynd- uð verði stjórn, ellegar ýtir hann Grikklandi út í alvar- lega stjórnlagadeilu. Ef ekki finnst ný árang- ursrík iausn, annað hvbrt með því að fundinn verði stjórnmálamaður til hægri, sem myndað geti stjórn, eða . mynduð verði stjórn sérfræð- inga eða þjóðstjórn með þátt- töku sem flestra stjórnmála- flokka, þá mun ríkja mikil ó- Aflog í gríska þinginu. Konstantin konungur vissa um örlög grísku krún- unnar. Papandreou kveikti mikið bál, þegar Konstantin konung ur lét hann fara frá völdum- 15. júlí sl. Nú leikur vafi á því, hvort Papandreou geti lægt þennan eld eða hvort ekki verði lengur haft taum- háld á honum. Grikkir eru líkt og flestar aðrar þjóðir við Miðjarðarhaf mjög éinstak- lingssirinaðir. Þegar spenna kemur upp í Grikklandi svip- uð þeirri, sem nú ríkir, þá er þar meiri hætta á stjórnleysi heldur en stjórnmálasveiflum til hægri eða vinstri. Deilan er orðin að einvígi milli konungsins og Pap- andreous Sigur annars hyors þeirra yrði samt sem áður hæpinn sigur, ef það yrði Grikkland sjálft, sem ósigur biði. Konungdæmið, þingið, lög og regla; allt þetta virð- ist eiga á hættu að verða fórn arlamb persónulegrar deilu, þar sém ekkert mikilvægt er í raun og veru í hættu. Konstántin konungur áleit augsýnilega, að hann gæti unnið bug á fylgi Papandreou í Miðflokknum, en ákveðinn kjarni með hvorki jneiia né minna en 134 þingmönnum af 170 þessa flokks hafa tekið sér stöðu við hlið forsætisráð- herrans fyrrverandi. Ef kón- ungurinn bæði Papandreou nú að mynda nýja stjóm, væri það ekki annað en auðmýkj- andi viðurkenning á því, að konungurinn h’efði beðið ó- sigur. Almennar kosningar, sem Papandreou hefur kraf- izt, myndu áreiðanlega snúast upp í það að verða þjóðarat- kvæðagreiðsla með eða á móti konungdæminu. Þær ályktanir, sem helzt mætti draga af stjórnmála- ástandinu í Grikklandi nú, er, að Papandreou verður annað hvort að samþykkja mála- miðlunarlausn ellegar er fram undan enn erfiðara tímabil en verið hefur. Eins og málum er háttað, er auðveldara fyrir Papandreou að gera eitthvað til sátta en fyrir konunginn að viðurkenna ósigur. Þrátt fyrir það að bardagi upp á líf og dauða — pólitískt séð — er að koma upp, þá e'f enn unnt að koma í veg fyrir hann. Það varð stjórn Tsirimok- osar að falli, að Framfara- flokkurinn svonefndi, sem er lítill, en hefði þó ráðið úr- slitum, neitaði að styðja hana. „Þessi lausn er engin lausn‘‘, sagði Spyros Markezinis for- ingi Framfaráflokksins. Ég lýsti því yfir, a'ð ég muo greiða atkvæði gegn stjórn- inni“, og hann stóð við orð sín. Krafa Papandreou um nýj- ar kosningar hefur ekki hlotið mikinn hljómgrunn á meðat stjórnmálamanna landsins. — Þannig var Papandreou einn um þessa kröfu sína, er hið svokallaða konungsráð var kallað saman á fund sl. föstu- dag, en í ráði. þessu eiga sæti forsætisráðherrar landsins frg stríðslokum svo og formenn, þeirra flokka, sem sæti eiga á þingi. Leiðtogar annarra stjórn- málaflokka ‘lahdsihs eru þeirr ar skoðunar, að myndá verði' stjórn með stuðningi þeiss þings, sem nú situr, en til 'þess að það megi verðá, verð- ur afstaðá' þingmanria Mið- flokksins óg breytast og ekki virðist samkv. framansögðu miklar horfur vera á þvi. Eitt er víst, að því Jengur: sém landið verður án ríkis- stjórnar, verður deilan erfið- ari viðureignar. Papandreou hefur sýnt, að hann er sterk-. ari en konungurinn og ýmsir. aðyir héldu, og vart verður fundin lausn á deilunni, án þess að hann verði þar hafð-., ur með, í ráðum og samþykki hana. Á meðan að engu hnikT:: ar í áttina til.þess, að lausn, finpist, grefur hver dagurinn,. sem líður, undan gríska há,- sætinu. Gríska konungdæmið, er í alvarlegri hættu. TVTú hafa kjarasamningar ver- ’ ið gerðir við félaga málm- og skipasmiðasam- bandsins, farmenn og sjó- menn. Þessir samningar hafa tekið langan tíma, sem ekki er óeðlilegt, en þessir aðilar hafa ekki gripið til víðtækra verkfallsaðgerða, þótt vinna hafi verið felld niður dag og •dag til þess að leggja áherzlu á kröfur þeirra. Með þessu samkomuiagi má segja, að samið hafi verið við ~ öll helztu launþegafélög lands ins, og að almennur vinnu- friður hafi endanlega verið tryggður næsta árið, þótt ein- stök félög eigi ósamið enn og ekki hafi reynt á það ennþá, hvort til verkfalla kunni að koma hjá sumum þeirra. . . i»að er því sízt ofmælt, sem haldið var fram hér í Mbl. "fyrr í sumar, að tekizt hefur að tryggja almennan vinnu- frið í landinu samfleytt frá áramótum 1963 og fram á sum ar 1966. Mikilvægt er, að það ár vinnufriðar, sem framund- an .er, verði notað til þess að treysta enn betur grundvöll þeirrar stefnu í kjaramálum, sem tekin hefur verið upp af verkalýðshreyfingunhi og at- vinnurekendum. Sú stefna byggist .á því, sem atvinnu- vegirnir geta raunverulega Staðið undir og hvers kon- ár samningar séu líklegir til að stuðla að stöðvun verð- bólgunnar. Til þess að hin •nýja stefna í kjaramálum verði árangursrík í framtíð- inni er nauðsynlegt, að aðilar kjaradeilna, verkalýðsfélög og atvinnurekendur hafi yfir að ráða nægilegum gögnum til þess að byggja á afstöðu sína til kjaramála í framtíð- inni. Og þótt þeir geti feng- ,iÓ slík gögn hjá Efnahags- stofnuninni hlýtur þó að vera æskilegra, ekki sízt frá þeirra eigin sjónarmiði séð, að bæði verkalýðshreyfingin og at- yinnurekendur hafi starfandi á sínum vegum hagfræðinga ■ eða; hagfræðistofnun, sem ' 'vinni stöðugt að rannsókn kjaramála og undirbúi þau gögn, sem þessir aðilar hyggj- ast byggja afStöðu sína á í næstu samningaviðræðum. Það er rétt, að allir aðilar geri sér grein fyrir því, að v pólitísk togstreita innan verkalýðsfélaga og með hags- :muni méðlima verkalýðsfélag anna, er að líða undir lok. Verkalýðshreyfingtin hefur sjálf smátt og smátt fikrað sig áfram til nýrrar og árangurs- ríkari stefnu í kjaramálum, sem hæfir betur nútíma þjóð- félagi og tekur tillit til ákveð- inna staðreynda, ' ekki verður komizt fram hjá. Þetta er mjög ánægjuleg þróun og er vottur þess, að bæði laun- þegar og atvinnurekendur hafa skilið nauðsyn þess að breyta um stefnu og starfsað- ferðir í kjarabaráttunni. Þær aðferðir, sem tíðkuðust í þeim efnum fram eftir’þessum ára- tug eru úreltar og gámaldags og fullnægja hvorki kröfum nýrra tíma né tryggja hags- muni meðlima verkalýðsfé- laganna. En um leið og við fögnum þeim mikla árangri, sem náðst hefur í kjaramálum og þeim almenna vinnufriði, sem tryggður hefur verið, er rétt að vekja athygli á því, að í umræðum um þessi mál í vor og í sumar hefur greinilega komið í Ijós, að tveir aðilar hafa lagt allt kapp á að koma í veg fyrir þá ánægjulegu al- mennu lausn, sem nú hefur fengizt á þessum málum. Mál- gögn Framsóknarmanna og kommúnista gerðu allt, sem þau gátu til þess að spilla fyrir þessu samkomulági og gremja þeirra hefur verið augljós alla tíð síðan samn- ingar náðust við verkalýðsfé- lögin í Reykjavík og Hafnar- firði- Þótt þau hafi alla tíð gert sér vonir um, að samn- ingarnir við farmenn og sjó- menn og málm- og skipasmiði rtiundu taka aðra stefnu hef- ur raunin ekki orðið sú- Það er rétt að minnast þess, hverj- ir það eru, sem voru aftur- haldsmennirnir í kjarasamn- ingunúm á þessu sumri. HÚSNÆÐISMÁL pélagsmálaráðuneytið hefur nú tilkynnt, að skipuð hafi verið nefnd til þess að annast yfirumsjón með fram- kvæmd byggingaráætlunar þeirrar, sem um var rætt í yfrrlýsingu ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál, sem gefin var í sambandi við lausn kjaradeilu verkalýðsfélag- anna í sumar. Þeir, sem til- nefna menn í nefnd þessa, eru Húsnæðismálastjórn, Reykja- víkurborg, Alþýðusamband íslands og Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, en formaður nefndarinnar verð- ur Jón Þorsteinsson alþingis- maður. Fyrrnefnd yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um húsnæðis- mál var mikilvægur þáttur í lausn kjaradeilunnar við verkalýðsfélögin og í henni fólust mikilsverð fyrirheit um umbætur í húsnæðismálum láglaunafólks. Miklu máli skiptir hversu til tekst um alÞ ar framkvæmdir, og þar sem nefndarmenn eru allir ná- tengdir, ýmist verkalýðshreyf ingunni eða kunnáttumenn í húsbyggingum er þess að vænta, að nefnd þessi muni leggja sig alla fram um að ná jákvæðum árangri í þess- um málum. Eins og margoft hefur verið bent á hér í Mbl. eru húsnæð- ismálin og hinn hái bygging- arkostnaður eitt alvarlegasta vandamálið, sem við eigum. við að etja og alls ekki auð- leysanlegt. Þótt dýrt húsnæði sé öllum tilfinnanlegt hlýtur það þó að koma þyngst niður á þeim, sem lægstar tekjur hafa og þess vegna eðlilegt, að í fyrstu verði gerð alvarleg tilraun til þess að greiða úr þeim erfiðleikum fyrir þá. í sambandi við þessa bygg- ingaráætlun, á að gera tilraun til þess að sannreyna, hversu mikið er hægt að lækka bygg- ingarkostnaðinn í landinu með byggingu mikils fjölda. íbúða og nýtingu fullkomn- ustu byggingartækni. Sá þátt- ur þessa máls er ekki síður mikilvægur og þess ber að vænta að á það verði lögð rík áherzla, að þessi tilraun verði alvarleg og ekki kák eitt. Takist þessi byggingaráætl- un vel, mun hún bæði greiða úr húsnæðisvandamálum lág- launafólks og einnig leggja grundvöilinn að ódýrari húsa- byggingum hér á landi í.fpam tíðinnL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.