Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 19 des. 1965 „Hef ekki kynnzt annarri þjóö, sem mér fellur betur við“ — Stórvirkjun og alúniínbræMa ein þýðingarmesta framkvæmdin — Tækniframfarir I flandbúnaði lítt þekktar — IMkrumah heillandi í viðmóti — Jónas Haralz segfr frá ferð sinni til Ghaina á vegum Alþ j óðabankanis 1 fyrra viðtalinu við Jónas H. Haralz, var fjallað um sendiförina til Venezúela og ástand mála þar í landi. Að þessu sinni verður rætt við Jónas um ferðina til Ghana, vandamál Ghanabúa og við- töl hans við Nkrumah, hinn umdeilda forseta þess ríkis. Aðdragandi þess, að Jónas Haralz fór til Ghana var sá, að í byrjun júlímánaðar um það leyti, sem Venezúela- sendiförinni var lokið þurfti Alþjóðabankinn í skyndi að skipuleggja sendinefnd til Ghana, sem þá var talið mjög aðkallandi að færi þangað. Óskaði bankinn eft- ir því við Jónas, að hann tæki að sér formennsku í þessari nefnd. „Þetta var fyrsta tækifærið, sem ég hafði til þess að heim- sækja Afríku“ segir Jónas, ,,og ég fékk því framlengt leyfi frá störfum hér til þess að taka þetta verkefni að mér. • Sendinefnd til Ghana var að nokkru leyti annars eðlis en sú, sem fór til Venezúela. Hér var ekki um að ræða aðstoð við samningu framkvæmdaáætlun- ar. Hún hafði verið gerð þar fyrir tveimur árum til 7 ára. Á hinn bóginn hafði efnahags- ástand breytzt svo mjög, m.a. vegna mikils verðfalls á aðalút- flutningsvöru landsins, kakaó- baúnum, að gagnger endurskoð- un þessarar áætlunar var nauð- synleg. Landið var í alvarlegum örðugleikum og hafði í því sam- bandi snúið sér til Alþjóðagjald eyrissjóðsins. Hins vegar hlaut gagngerð endurskoðun allra framkvæmda fyrirætlana að vera nauðsynleg- ur liður í sérhverjum viðreisn- arráðstöfunum. Fór Ghana- stjórn fram á aðstoð bankans við slíka endurskoðun og vegna efnahagsörðugleikanna lá mikið á að verkinu væri hraðað eins og frekast væri unnt. Sendinefndin var 13 manna, hagfræðingar og sérfræðingar í ýmsum greinum en þó í færri greinum en í Venezúela-nefnd- inni, eða eingöngu í landbún- aði, iðnaði og samgöngumálum. Við höfðum 5 sérfræðinga í land búnaðarmálum og gátum því gert þeim málum mjög góð skil. Við dvöldum mikinn hluta ág- ústmánaðar og septembermán- aðar í Ghana og snerum síðan þangað aftur í nóvember. Geng- um við þá, ásamt Áætlunarráð- inu í Ghana, frá uppkasti að endurskoðaðri áætlun.“ Þjóðin á sér langa og merka sögu „Fyrir mig var þetta verkefni lærdómsríkt og skemmtilegt“, Kornuppskera ríkisbúi. Vinnubrögð er frumstæð og afköst lítil. sjálfsagt Afríkubúar yfirleitt, eru vingjarnlegir, glaðværir, spaugsamir og frjálslegir og gott er að vinna með þeim. Gest- risnir eru þeir með afbrigðum. Býst ég við, að þessi áberandi þjóðareinkenni ,sem allir gestir þeirra taka eftir, eigi sér djúpar rætur í þeirra forna þjóðfélagi, og sunnan Saharaeyðimerkur-Stórvirkjun innar. Talsvert er um þetta ríki vitað, en það stóð á tiltölulega háu menningarstigi. Arabískir ferðamenn voru hrifnir af gest- risni og siðferðisþroska þjóðar- innar. Þetta ríki hét Ghana og af nafni þess er nafn hins nýja Ghana- dregið, en það hét Hin mikla virkjun Voltaárinnar er nú að mestu fullgerð. Stifian hefur myndað stórt stöðuvatn er mun þekja um einn tuttugasta hiuta landsins- segir Jónas. ,,Þetta var fyrsta ferð mín til Áfríku, en þar er margt frábrugðið því, sem ég átti að venjast 'frá rómönsku Ameríku. Ánægjulegast var að kynnast þjóðinni. Ég hef ekki kynnst annarri þjóð, sem mér fellur betur við. Ghanabúar, og Lítið stendur eftir af hinum upphaflega frumskógi neraa í skekktum héruðum. Einstaka tré hefur verið skilið eftir. en siðferðisþroski þess þjóðfé- lags virðist einnig hafa verið á háu stigi. Okkur var sagt, að þjófnaður væri óþekktur í þorp unum og að í Accra, sem er býsna stór borg, gætu konur sem karlar farið ein síns liðs hvert sem væri á hvaða tíma sem væri, án nokkurrar áhættu. Almennri menntun er að sjálf sögðu enn mjög ábótavant, en í þeim efnum hafa þó orðið mikl- ar framfarir síðan landið hlaut sjálfstæði. Embættismennirnir eru mjög vel menntaðir menn og var ekki óvanalegt að hitta menn, sem eru þriðja eða fjórða kynslóð, sem menntuð er í Cam bridge eða Oxford. Annað, sem kemur ókunnugum nokkuð á ó- vart er það, hversu ianga og merka sögu þessi þjóð og aðrar Afríkuþjóðir eiga sér. Þær hafa ekki verið eins einangraðar fyrr á öldum og ókunnugir halda, en ætíð haft tiltölulega náið sam- band við Miðjarðarhafslöndin og löndin umhverfis Indlands- haf. Á árunum 400 til 1000 eft- Kristsburð, stóð blómlegt menn- ingarríki á gresjunum miklu norðan þess. sem nú er Ghana Gullströndin áður, svo sem kunnugt er.“ Efnahagsástand í Ghana „Efnahagur í Ghana er ekki eins bágborinn og menn skyldu halda og miklu betri en víðast hvar í Afríku og er það fyrst og fremst að þakka kakaóræktinni. Fjárhagur Ghana var tiltölulega öflugur, þegar þeir hlutu sjálf- stæði og varð það m.a. til þess, að þeir lögðu út í mjög stórhuga framkvæmdir. Má segja, að þetta minni að ýmsu leyti á það, sem hér gerðist eftir styrj- öldina. Þar hefur reynslan einn- ig orðið svipuð og hér, að fram- kvæmdirnar hafa ekki borið þann ávöxt ,sem vænzt hafði verið. Þetta hefur skapað örð- ugleika og við þá heflur svo bætzt verðfall á aðal útflutn- ingsvöru landsins, raunar alveg eins og hér gerðist. En margt hefur verið gert athyglisvert í Ghana. Nú er t.d. hægt að taka við öllum börnum í skóla, þegar þau ná skólaskyldualdri. Þeir hafa byggt glæsilega háskóla og eru nú að gera miikið átak á gagnfræða- og menntaskólastig- inu.“ og alúmínbræðsla „Þá hafa þeir einnig byggt glæsilega virkjun í Voltaánni, og þar er nú verið að reisa 120 þúsund tonna alúmínverksmiðju sem Kaiserfyrirtækið bandar- íska á og rekur, en raforkuna kaupir það af Ghanamönnum. Er fyrirkomulagið í grundvallar atriðum það sama og ætlunin er að verði hér og raforkuverðið er svipað. Er athyglisvert, að þrátt fyrir þá ákveðnu þjóðern- isstefnu, sem ríkjandi er og þrátt fyrir það, að hagkerfi landsins er í grundvallaratrið- um sósíalískt hefur aldrei neitt annað komið til álita en að er- lent einkafyrirtæki ætti bræðsl- una og ræki og að engin sérstök áhætta hefur verið talin því sam fara. Nkrumah sjálfur telur virkjunina og verksmiðjuna eitt hið þýðingarmesta, sem eft- ir stjórn hans liggur. Kaiserfyr- irtækið og forstjóri þess njóta mikilla vinsælda, enda bentu þeir á nýja lausn á virkjuninni, sem gerði hana fjárhagslega framkvæmanlega. Raunar reynd ist hún verðá enn ódýrari en á- ætlað hafði verið. Önnur athyglisverð fram- kvæmd er ný og mikil höfn, sem byggð hefur verið í 15—20 kílómetra fjarlægð frá Accra og heitir hún Tema. Þessi höfn hef- ur verið byggð á síðastliðnum átta árum og jafnhliða henni vöruskemmur og verksmiðjur og h.u.b. 100 þúsund manna bær. Allt samarí á átta árum. Bæði þessi og aðrar framkvæmdir munu síðar koma að miklu gagni, en í bili hafa þær skap- að Ghanabúum mikla örðug- leika, þar sem þeir að virkjim- inni undanskilinni, hafa ekki aflað lánsfjár til nægilega langs tíma til þess að standa undir þessum framkvæmdum. Þess vegna er þeim mikil þörf á að endurskoða allar framkvæmda fyrirætlanir sínar þannig, að sem mestur afrakstur fáist af þeim framkvæmdum, sem unn- ið hefur verið að. jafnframt því sem nýjar framkvæmdir verða látnar bíða nokkuð. Þetta eru augljós sannindi, sem stjórn- málamenn þeirra og embættis- menn skilja vel. Við gátum hins vegar aðstoðað þá við að marka þessa stefnu í einstökum atrið- um.“ rðnaður og landbúnaður „Ghanamenn hafa sett á fót mörg ríkisfyrirtæki í iðnaði og leizt okkur yfirleitt vel á þessi íyrirtæki og sérfræðingar okk- ar töldu, að flest þeirra mætti reka með góðum árangri. Það kom einnig í ljós, að þeir eiga hæifa menn til þess að veita slík um fyrirtæikjum forstöðu en Frarhhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.