Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 2
2 MORCUN BLAÐIÐ Sunnudagur 19. des. 1965 *. EandaríhíasSjórn hsSur svars í — „Tilboð Ho Chi Minhs spor i rétta átt, ef alvara liggur að baki" f Washington, 18. des. — NTB i BANDARÍSKA utanríkisráðu- ; Meytið hefur nú til athugumr Thréf það, sem Amintore Fanfani, forseti Allsherjarþings Samein- mðu þjóðanna færði stjórnimii fyrir skömmu. Samkvæmt hréfi þessu, er Ho Chi Minh forseti N-Vietnam, nú fús til friðarvið- iræðna við Ban.darrkin, án nokk- lurra skilyrða. Fram ti-1 þessa hefur stjórn N-Vietnam jafnan krafizt þess, að Bandaríkjamenn flyttu allt sitt herlið á brott úr Vietnam áður en friðarviðræður kaemu til greina. Bandaríkjastjórn telur, að enn liggi ekki ljóst fyrir hvað búi að baki bréfs þessa, en ef Ho Chi Minh er í rauninni fús til að draga til baka þau skil- yrði, sem hann hefur áður sett fyrir friðarviðræðum, sé þetta spor í rétfca átt. Bandaríkjastjórn hefur oft tilkynnt Hanoi-stjórn- inni, að hún sé fús til friðarvið- ræðna án skilyrða, en það hafa hinir síðarnefndu aldrei viljað fallast á. Ráðamenn í Washing- ton telja sig verða að fá ítarlegri upplýsingar um þessa breyttu stefnu Hanoi-stjórnarinnar, og iþá um leið hvort einhver alvara liggi að baki bréfsins, áður en þeir geti tekið endanlega ákvörð- un um hvað gera skuli. Bandaríkjastjórn hefur svarað bréfi Hanoi-stjórnarinnar, en svar hefur enn ekki borizt, að því er Fanfani sagði í gærkvöldi. Bréf þau sem farið hafa á milli stjórnanna, voru lesin upp á blaðamannafundi, sem kallaður var saman í skyndi í Washington og var það gert samkvæmt sam- komulagi stjórnarinnar og Fan- fanis. Hluti af hinum fræga Bayeux-refli, sem sýnir Vesturklaustrið (Westminster Abbey) um miðja 11. öid og jarðarför Játvarðar góða 1066, ári eftir að hann reisti klaustrið. Yfir myndinni er latnesk álæetrun, þar sem segir: „Innau þessa hliðs er varðveittur líkami Játvarðar konungs t kirkju heilags Péturs postula“. Kirkjumunir sýndir í sýningarglugga IVibl. f sýningarglugga Morgunblaðs ins stendur nú yfir sýning á ýmsum sérkenniiegum og smekk legum munum úr verzlun frú Sigrúnar Jónsdóttur, Kirkju- munir, til húsa að Kirkjustræti 10 hér í borg. A þessari sýningu eru batik- munir í yfirgnæfandi meirihluta en þar gefur einnig að líta kera mik eftir Steinunni Marteins- dóttur, handofna dúka frá klausturskólanum í Aratova og ýmsa kínverska og þýzka muni. Munirnir eru allir handunnir af íslenzkum og erlendum lista- mönnum, og meðal annars eiga þær Kerstin Hedberg, Maja Lath emiki og Gunnilla Jungquist haglega unna muni á sýningu þessari, en þær starfa allar við verzlun frú Sigrúnar í Kirkju- stræti og eru auk þess aðstoð- arkennarar á batik-námskeiði hennar. Kerstin Hedberg hefur þegar getið sér gott orð fyrir listmuni sína í Svíþjóð og er útskrifuð frá kunnum ILstaskóla þar, en Gunnilla Junquist er guðfræðingur að mennt, hefur m.a. lagt stund á kirkjusögu og er vel heima í þeirri grein. Bækur Snæfellsútgáfunnar Jdla - Lesbdkin JÓLA-LESBÓK verður borin til kaupenda í Reykjavík og nágrenní á morgun, mánudag. Þá verður hún jafnframt send út á land. Að þessu sinni er Jóla-Lesbókin 64 blaðsíður, fjölbreytt að efni og meiri að vöxtum en nokkru sinni fyrr. Er hún í tvennu lagi, tvö blöð — hvort um sig 32 blaðsíður. Et'ni hennar er sem hér segir: Bls. 1 Þorlákur helgi, eftir séra Sigurð Pálsson. — 2 Vesturklaustrið mikla, eftir Einar Benediktsson. — 3 Lagarfljót — „eitt mesta laxvatn í Norðurálfú*. Kjartan Sveinsson skrifar um aldagamla tillögu Eiríks Magnússonar. —• 4 Á jólahátíð, eftir séra Arngrím Jónsson. — 5 Konan í kastalanum á Skólhvörðuholti, eftir Elínu Páhnadóttur. — 8 Jólavers, eftir Símon Dalaskáld. —• 9 Maðurinn frá Kabul, eftir Rabindranath Tagore, í þýðingu Sonju Diego. — 10 Vetrarskraut, ljóð eftir Sigurð Jónsson frá Brún. — 11 Sólskinsdagar við Svartahaf, eftir Margréti R. Bjarnason. — 14 Mutter Courage (Áttunda mynd). Kafli úr leikriti Berts Brechts í þýðingu Ólafs Stefánssonar. —• 16 Þórhallur Vilmundarson: Söguleg ljósmynd. — 18 í flugher Hans hátignar. Haukur Hauksson spjallar við Þorstein Jónsson, flugstjóra. — 20 Áttunda óbirt ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson. — 22 Úr Aldamótaljóðum Einars Benediktssonar. — 23 Gítarspil, eftir Edward Taylor. — 25 Punktar frá Persepolis, eftir Björn Jóhannsson. — 26 Söknuður, ljóð eftir Gísla Jónsson, fyrrv. alþingismann. —■ 27 Furðuleg svaðilför, eftir Guðmund G. Hagalín. —• 31 Rætt við dauðan mann, Ijóð eftir Alfred EdwariS Housman. — 32 Myndagáta Jóla-Lesbókar, n — 33 Kristur og kirkjan, eftir séra Bjarna Jónsson. — 36 Blóðdögg, ljóð eftir Siglaug Brynleifsson. — 37 Franz Kafka, eftir Magnús Sigurðsson. — 39 Richard Burton, landkönnuðurinn og rithöfundurinn, eftir Egil J. Stardal. — 41 Það haustar, eftir Kristínu Snæhélm Hansen. — 42 Djengis Khan og Tartarar, kaflar úr Tartarafrásögn C.de Bridia frá 1247. Björn Bjarnason þýddi. — 44 Kreddur og brúðkaupssiðir til forna, eftir Elínborgu Lárusdóttur. — 45 Loftleiðir í New York, eftir Harald J. Hamar. —- 48 Afmælisferð að Sogi, Ásgeir Ingólfsson spjallar við Halidór Erlendsson. — 50 Dauði Natans Ketilssonar, Ijóð eftir Ingólf Jónsson frá PresLsbakka. — 51 Veðrið á útfarardegi Mozarts, eftir dr. Jón S. Jónsson. — 53 Frá Bæ í Króksfirði, eftir Sesselju Stefánsdóttur. — — Rímrúnir, eftir Jóhann M. Kristjánsson. — 54 Andinn gefur þér líf, eftir Sören Kierkegaard. Jóhann Hannesson, prófessor, þýddi. — 56 Eiríkur rauði hefur verið fæddur á fslandi, eftir Árna Óla. — 57 Nútíma-jazz, eftir Björn V. Sigurpálsson. — 59 Skyggnzt inn í fortíðina. Á ímynduðu vappi um Reykjavtlc aldamótaársins, eftir Magnús Finnsson. — 60 Ferð um fornar furðuslóðir, eftir Friðrik Sigurbjörnsson. — 64 Jóla-krossgátan. BLAÐINU hafa borizt nokkr- ar nýjar bækur frá Bókaútgáf- unni Snæfell í Hafnarfirði. — Allar eru bækurnar vel unnar og snyrtilegar að frágangi. I.if mitt er helgað hættum er apennandi ævintýrabók eftir Victor Berge, sem segir frá hin- um furðulegustu ævintýrum sem hann sjálfur hefur ratað í, í stríði og friði, en hann var t.d. fangi Japana í Kyrrahafs- styrjöldinni. Perluveiðari var ótal hættum segir hann mjög skemmtilega frá. 3ókin heitir á ensku Danger is my life, og hef- ur Skúli Jensson þýtt hana. Jón Kr ísfeld hefur skrifað tvær barna- og unglinga bækur fyrir Snæfell. Önnur þeirra er „Bernskuár afdaladrengsins". Er það saga úr sveit eins og nafnið bendir til og er aðalsögu hetjan Stebbi, sem segir frá at- burðum og fólki heim í sveit- inni, en hann á heima í Dalbotni. ræða framhald bókar höfundar er út kom í fyrra og heitir ,,Sum arævintýri Svenna í Ási“. — Kemst Svenni í hin mestu æv- intýri og kemst í kast við skuggalegar persónur í þessum vetrarævintýrum sínum. Loks er svo Tom Svift bók, en þær hafa verið mikið lesnar af drengjum hér undanfarin ár og er þessi bók „Djúphafskúlan“ hin 11. í röð Tom Swift bóka sem hér hafa komið út. Er þetta eins og heiti bókarinnar ber meíf sér ævintýra bók úr undirdjúp- unum, — úr heimi framtíðar- innar þar. Þetta er rúmlega 170 blaðsíðna bók og hefur Skúli Jensson þýtt hana. Úlfadeildin er hetjusaga úr stðari heimsstyrjöldinni eftir William M Hardy. Er þetta spennandi skáldsaga úr styrjöld inni við Japani og segir frá árás kafbátadeildar á japanska skipa lest, sem er mjög vel varin. En þrátt fyrir góðar varnir lestar- ínnar vill kafbátsforinginn fram kvæma skipanir sínar og þetta verður síðasta sjóferð margra röskra drengja. Þorpið sem svaf er saga fyr- ir börn. Segir þar frá 10 ára telpu sem vaknar í háfjöllum í svartamyrkri og hefur misst minnið. Hún hittir dreng skammt frá og skömmu síðar finna þau ungbarn, sem er nær dauða en lífi af kulda. Bókin segir síðan frá baráttu þeirra til að komast til byggða og sú barátta er bæði löng og litrík. Þau koma sér fyrir í skýli og búa þar í 18 mánuði og eiga erfitt með að slíta sig frá því er hjálpin berst. Þetta er óvenjuleg saga og minnir á söguna um Robinson Crúsó. Dóra fer til Draumalands er ævintýri fyrir börn eftir Jón Kr. ísfeld, sem samið hefur mörg falleg og vinsæl ævintýri. Bókin er ætluð telpum á aldr- inum 7—11 ára. Bókin er mynd- skreytt af Bjarna Jónssyni sem einnig annaðist káputeikningu. Brotízt inn hjá Landleiðum í FYRRINÓTT var innbrot fram- ið í afgreiðslu Landlei'ða á Gríms staðaholti. Yoru skápar sprengdir upp og komust þjófarnir í veski bifreiðastjóranna, sem þar voru geymd. Höfðu þeir á brott með sér um 4500 krónur. Innbrotið var framið á milli kL ® en þá hafði vaktma'ður, sem er þarna venjulega, aðeins brugðið sér frá til þess að ná í bifreiðastjóra. Ekki hafði tekizt að hafa upp á þjófunum, þegar Mbl. hafði tal af rannsóknarlög- reglunni í gærdag. hann og frá naumlegri björgun Hin bókin er ,,Vetrarævintýri Svenna í Ási“, en hér um að ÞEGAR veðurkortið var gert kl. ellefu í gærmorgun, var þriggja stiga frost í Reykja- vík, en eins stigs frost á Akur- eyri. Norðaustan hret og hragl andi var á austurmiðum. Kl. átta i gærmorgun var norðanátt um land allt, slydda eða snjókoma og hiti við frost mark á Norður- og Austur- landi, en léttskýjað og fimm til átta stiga frost á Suðvest- urlandi. Þá var fjögurra stiga frost í Reykjavík, en eins stigs hiti á Akureyri. Kl. fimm í gærmorgun var sjö stiga frost í Ósló og þrett- án stiga frost í Stokkhólmi. Tveggja stiga hiti var í Kaup- mannahöfn, níu stiga í Ham- borg, tólf stiga í París og Lundúnum, fimm stiga í Þórs höfn í Færeyjum og þriggja stiga í New York. í gær var djúp lægð fyrir Austurlandi, sem farin var að vindast norð-norðaustur eftir, en hæð yfir Grænlandi. Veðurhorfur á hádegi í gær voru: SV-land og miðin: Norðan- átt og stinningskaldi austan til. Léttskýjað. Faxaflói og Breiðafjörður og miðin: NA-stinningskaldi. Skýjað. Vestfirðir og miðin: NA- stinningskaldi. É1 norðan til. Norðurland til Austfjarða ,og miðin: Norðan stinnings- kaldi og snjókoma. SA-land og miðin: N-kaldi eða stinningskaldi. Bjartviðri. Austurdjúp: Hvass norðan og snjókoma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.