Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐIÐ 1 Sunnudagur 19. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne >ama voru engir hringar. Engir skrautgripir af neinu tagi voru á líkinu — eyrnahringir, háls- festi, perluband .... allt var horfið. Ég gáði aftur í töskuna, þar var ekkert vindlingaveski úr gulk og enginn kveikjari. Sá, sem flutti hana hingað hlaut að hafa haft á burt með sér nokk- ur hundruð punda virði í skart- gripum. — Er enginn áverki? spurði ég lækninn. — Eikkert nema þetta klór, sem við sáum, en það hefði get- að verið gert eftir að hún var dáin. Grunið þér nokkuð sér- stakt? Ég hristi höfuðið. — Nei, þér getið yður sennilega rétt til um dánarorsökina. Hann leit undir- furðulega á mig. Nei, ég meinti ekki með því. Síðast þegar ég sá hana, var hún í hálfgerðri leiðslu af eiturlyfjanautn. Það hefði ekki verið nema augna- bliks verk að stinga hana með svona nál. Það er viðkunnanleg aðferð til að koma fólki út úr heiminum, finnst yður ekki? — Hún hefði ekki fundið neitt til þess, svaraði hann kæruleys- islega. Hún hefði farið svona áður en lauk, hvort sem var. Það er ekki gott að snúa við, þegar fólk er orðið svo lang leitt. — Jæja ,sagði ég og staulaðist upp á fæturna með erfiðismun- um. — Við verðum víst að koma henni héðan burt. Gætuð þér séð um það meðan ég tala við þennan umboðsmann. Mennirnir voru þegar komnir með sjúkrabörur og biðu eftir okkur. Þeir komu nú fram úr skugganum og ég horfði á, stund arkorn. — Saunders, sagði ég, — rann sakaðu allt hérna nákvæmlega og hittu mig svo uppi. — Heyrið þér, fulltrúi, sagði læknirinn og fór að leita í vös- um sínum. — Ég gleymdi að fá yður þetta. Það var í hend- inni á henni og keðjan vafin um úlnliðinn. Hann lagði í lófa mér róðukross úr silfri. Umboðsmaðurinn, frísklegur lítill maður, sköllóttur og blest- ur á máli, með horngleraugu og hið ótrúlega nafn Rushton Full- brook, gat litlu bætt við það, sem ég vissi þegar. Hann sagði, að húsið væri í slæmu standi og hefði staðið autt í meira en ár, og eigendurnir væru í vafa um, hvort þeir ættu ekki að leggja í tapið með því að rífa húsið og selja lóðina, en höfðu beðið hann að líta þar inn, til eftir- lits. Skemmdarvargar höfðu brotið þar hverja rúðu og læsingarnar höfðu verið rifnar af gluggun- um, svo að það varð að binda þá aftur. Húsið var yfirleitt í hörmulegu ástandi. — En það hlýtur að vera hægt að komast inn í það. Einhver hefur komið líkinu inn. Hvermg hefur hann farið að því? — Gegnum franska gluggann, býst ég við. -Ef þér viljið koma Jaérna, skal ég sýna yður það. Við gengum eftir gangi, sem bergmálaði allur, með raka- stybbuna í nösunum, og gegnum ruslahrúgur. Mörg loftin voru sigin niður, og einhver hafði skemmt sér við að rífa heila símaskrá í smásnifsi og dreifa þeim út um allt gólf. Það gat verið skemmtun út af fyrir sig. — Skemmdarvargar! tautaði hr. Fullbrook við sjálfan sig og klofaði yfir stórt gat á gólfinu, þar sem margar fjalir höfðu ver ið rifnar upp. Við vorum komn- ir inn í stóra stofu, sem vissi út að húsagarði fullum af ill- gresi. Einn franski glugginn hafði verið rifinn af hjörum en gaddavír var strengdur þvert yfir opið. — Varið þér yður á glerbrot- unum! sagði hann og stiklaði varlega gegn um ruslið. Ég get ekki betur séð en þetta sé eina leiðin. sem hann hefur getað komizt inn. Þér sjáið, að það er ekkert gagn í þessum vír. — En hvernig gat hann kom- izt inn í garðinn? — Veggurinn þarna neðst ligg ur beint út að götunni. — Er það róleg gata? — Já, mjög svo. Ég var að athuga vírinn. Það var auðvelt fyrir fullorðinn mann að komast milli strengj- anna eða undir þá. Ég seildist til og greip litla pjötlu, sem hékk á einum gaddinum. Það var sami liturinn og á kjól Yv- onne. — Þetta stendur heima. Hann hefur borið hana á öxlinni og þannig hefur hún líka fengið rispuna á andlitið. Ég settist á hækjur og athug- aði rykið á gólfinu. Því hafði verið_ rótað til, en engin för sá- ust. Á einum gaddinum á neðsta strengnum fann ég líka ofurlít- inn þráð úr einhverju dökkbláu fataefni. □---------------------------□ 56 □-------------------------—□ — Það er eins og hann hafi verið í kambgarnsbuxum, sagði ég við Fullbróok en starði síðan á buxurnar hans, sem voru skammt frá nefinu á mér. — En það eruð þér annars líka. — Ef út í það er farið, þá eruð þér sjálfur eins, benti hann mér á. — Já, en ég gerði það nú ekki. — Og heldur ekki ég, sagði hann. Ég skreið út í garðinn og átti fullt í fangi með að verjast því að gaddamir rifu fötin mín. Maðurinn hlaut að hafa verið minni en ég, annars hefði hann aldrei komizt þetta með Yvonne á öxlinni. Það var ekkert upp úr garð- inum að hafa — maðurinn hafði ekki einu sinni skilið neinn fer- il eftir sig gegn um illgresið. En það hafði nú alltaf verið rigning síðan á föstudagskvöd, svo að ég gat ekki búizt við neinu. Ég skrönglaðist gegn um skarðið í garðveggnum og lenti beiht í flasið á konu, sem var að fara út að ganga með hundinn sinn. Hún rak upp skræk og prjónaði eins og fælin meri. Ég lyfti hatt inum kurteislega. — Ég var bara að líta á eignina, sagði ég, — og vona, að ég hafi ekki hrætt yður. Hún glápti á mig kringl- óttum. bláum augum og flýtti sér burt þegjandi. Arnaraugu mín gátu ekki neitt fundið og ég sneri von- svikinn aftur inn í garðinn, þar sem hr. Fullbrook stóð, líkastur Rut með harðkúluhatt, innan um illgresið, sem tók honum í brjóst. — Sáuð þér nokkuð? spurði hann laumulega. — Það er bara kona með hund, sem er að vakta húsin, sagði ég rólega — og svo fór ég inn í húsið þar sem oaunders stóð yfir gatinu í góliinu og snuggaði eins og blóðhundur. — Hvað gengur á? spurði ég. — Ertu búinn að þefa eitthvað upp? — Ekkert nema rakann. Ekki vildi ég búa í svona húsi þó mér væri gefið það. Ég sneri mér við til að frið- mælast við hr. Fullbrook, sem hafði elt mig inn. — Jæja, það var nú það, hr. Fullbrook, þér hafið hjálpað okkur mikið. Þakka yður fyrir að láta okkur vita og allt það. Nú skulum við ekfci tefja yður lengur, ef þér viljið sleppa. Ég horfði á leifarnar af því, sem einusinni hafði verið falleg stofa. — Ég mundi í yðar spor- um segja þeim að láta rífa það. Það er búið að vera oflengi dautt. — Ja héðan af er ekki um annað að gera, svaraði hann. Lík gera ekki hús útgengilegri. Hann lyfti harða hattinum og rétti fram höndina. — Kannski vilduð þér smella framdyrunum í þegar þér farið. Anægja að hitta yður. Svo stikaði hann fimlega yfir gatið á gólfinu og hvarf okkur sjónum fyrir fullt og allt. — Sástu nokkuð gegn um þetta gat? — nei, kveiktu ekki á eldspýtu, ef þarna skyldi vera lek gaspípa .... gullstáss, vindlingaveski úr gulli eða eitt- hvað þessháttar? Hann sá á mér, að mér var alvara svo að hann lagðist á hné, stakk höfðinu niður um gatið, eins og Eskimói, sem er að veiða á dorg. Vitanlega hafði hann ekkert getað séð, enda sagði hann, að þarna væri ekk- ert. — Og ekkert í kjallaranum niðri? Hann hristi höfuðið. — Gott og vel, þá skUlum við hypja okkur héðan. Ég hef sann ast að segja ekkert haft gaman af þessu. bætti ég við og starði niður á brotnu gólffjalirnar. — Og ég gæti bætt því við, að þetta er það óskemmtilegasta, sem ég hef enn rekizt á í sam- bandi við þetta mál. Tilbreytingarlausar drunurnar í Rotherhithe-jarðgöngunum urguðu í eyrunum á okkur, þeg- ar við skriðum með fimm mílna hraða á klukkustund á eftir vörubíl með háfermi af timbri. Ég hallaði mér aftur á bak, ó- lundarlega og starði á rauða tusku, sem var fest á hlassið. Númerið á bílnum var PRO5037 en það var sama sem símanúm- erið hjá kennara, sem ég þekkti einu sinni, góðum náunga, sem átti góða konu — og ég hafði ekki séð þau árum saman. — Hversvegna gaztu ekki farið einhverja manneskjulega brú í staðinn fyrir þessa and- styggðar holu? nöldraði ég við Saunders, sem starði líka eins og dáleiddur á rauðu tuskuna. Hann sýndi þess engin merki, að hann hefði heyrt til mín, en það var svo sem ekkert merki- legt, því að ég hafði ekki heyrt til mín sjálfur. Þarna var ekk- ert nema drunurnar í vélinni og ískrið í lágu gírunum. Ef jarð- göngin undir Ermarsund yrðu eitthvað þessu lík, mættu þeir eiga þau sjálfir, þá vildi ég held ur tilbreytingarlausan sjóinn og hossandi þilfarið á drukknum gufudalli! Bíllinn stanzaði með braki og brestum, og þegar útsýnið opn- aðist fyrir mér við beygjuna, fór ég að stara á gljáandi múr- steinsveggina. Einmanalegur gamall maður með klæðishúfu á höfði, gekfc fram hjá glugg- anum með lítið tré undir ann- arri hendinni. Ég kinkaði vin- gjarnlega til hans og sagði edtt- hvað, en hann heyrði auðvitað ekkert. Svipurinn á honum benti til þess, að tréð væri eitt- hvað, sem konan hans hefði beð- ið hann að koma með heim. — Jæja, svona gengur það, sagði ég við kjammann á Sa-und- ers. Hann leit við í sama bili og sá, að varirnar á mér hreyfð- ust. Hann reyndi að teygja sig í áttina til mín, — Það var ekk- ert, sagði ég. AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI Við erum sammála um KENWOOD Konan mín vill Kenwood Chef sér til aðstoðar í eldhúsinu ... og ég er henni alveg sammála, því ekkert nema það bezta er nógu gott fyrir hana. KENWOOD CHEF er miklu meira og allt annað en venjuleg hrærivel — Engin önnur hrærivél býður upp á jafnmikið úrval ýmissa hjálpartækja, sem létta störf húsmóðurinnar. En auk þes* er Kenwood Chef þægileg og auðveld í notkun, og prýði hvers eldhúss. 1. Eldfðst Idrskál og/eða stilskftl. 2. Tengilás fyrir þeytara, hnoðara og hrærarg., sem fest er og los- að með einu léttu handtaki. 3. Tengilás fyrir hakkavél, græn- metis- og ávaxtarifjárn, kaffi- kvörn, dósaupptaka o.fl. 4. Tengilás, lyftið tappanum, teng- ið tækið, og það er allt. 5. Tengilás fyrir hraðgengustu fylgitækin. — Aðrir tengilásar rofna, þegar lokinu er lyft. 6. Þrýstihnappur — og vélin opu- ast þannig, að þér getið hindr- unarlaust tekið skálina burt. KENWOOD CHEF fylgir: Skál, þeytari, hnoðari, hrærari, sleikjari og myndskreytt upp- skrifta- og leiðbeiningarbók. Verð kr: 5.900.— Viðgerða- og varahlutaþjónusta Simi 11687 21240' Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.