Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 19. des. 1965 Sextugur í dag: Þórarinn Björns- son skólameistari í dag er sextugur Þórarinn Björnsson, skólameistari, Mennta skólans á Akureyri. Mun það koma mörgum á óvart, svo kvik- ur og ungúr sem hann er í anda, útliti og starfi. Þar sér ekki elli- mörkin á. Þórarinn Björnsson fæddist á Víkingavatni í Kelduhverfi, og voru foreldrar hans Guðrún Hall grímsdóttir húsfreyja og Björn Þórarinsson bóndi þar, bæði margvíslegum gáfum og mann- kostum gædd. Hefur ætt Þórar- ins búið á Víkirigavatni svo langt aftur sem rakið verður, og iþar býr nú Sveinn bróðir hans. Ólst Þórarinn upp með foreldr- um sínum á Víkingavatni og naut þar farkennslu að þeirrar tíðar hætti. Tvo fyrstu bekki gagnfræðanáms las hann heima, en settist í 3. bekk Gagnfræða- skólans á Akureyri og lauk prófi vorið 1924 með mjög hárri eink- unn. Um þær mundir hófst sóknin að því marki, að Gagnfræðaskól- inn fengi menntaskólaréttindi, og var Þórarinn í hópi sexmenn- inganna, er fyrstir lásu til stúd- entsprófs við skólann á Akur- eyri og þreyttu prófið utanskóla í Reykjavík 1927. Með vasklegri framgöngu sinni þar átti Þórar- inn sinn þátt í því að sanna rétt mæti þess, að Akureyrarskólinn fengi rétt til að brautskm stúd- endta. Þórarinn var námsmaður, svo að af bar, og jafnvígur á allar greinar. Að loknu stúdentprófi hóf Þór- arinn nám í frönsku og latínu í París. Nam hann 5 ár við Sor- bonne-lháskóla og tók þaðan lokapróf (lieence-és-lettres) í áð- urnefndum greinum og uppeldis- fræði. Hvarf hann síðan heim til íslands laust fyrir áramótin 1932 —”33. f París kvað vera mann- líf mikið og fjölbreytilegt og menningarandrúmsloft. Vistin þar þótti Þórarni góð. Ber hann æ síðan með sér blæ heims- menningarinnar. Á námsárum sínum í Akur- eyrarskólanum hafði Þórarinn kennt nokkrum sinnum í for- föllum, en í janúar 1933 hóf hann þar fasta kennslu og hef- ur gegnt henni sleitulaust síðan. Einkum hefur hann kennt latínu og frönsku, en framan af einnig íslenzku, stærðfræði og sögu. Um kennarakosti hans skal hér ekki fjölyrt. Þá þekkja allir þeir fjölmörgu, sem þeirra hafa not- ið. Um þá eru ekki skiptar skoð- anir, og þursheimskir mega þeir véra og þaðan af meiri trassar, sem ekki læra við kennslu hans. Hugstæðast er mér nú, hve mjög Ihann glæddi skilningsunað okk- ar og hversu okkur gafst ný sýn inn í heima fræðanna. Að gata hjá Þórarni Bjömssyni var einhvern veginn ótrúlega frá- leitt. Vorið 1946 kvæntist Þórarinn Margrétu Eiríksdóttur píanóleik- ara. Er bún í föðurætt af svarf- dælskum bændaættum, en sunn- lenzkum í móðurætt; Valgerður, móðir hennar, vesturíslenzk, Ikona Eiríks Hjartarsonar raf- virkjameistara í Reykjavík. Hafa þau Þórarinn eignazt tvö böm, Guðrúnu og Björn, sem bæði em miú nemendur í M.A. Heimili þeirra hefur lengst af í skól- anum verið, hlýtt og fagurt, þar eem öllum er tekið af einlægni og vafningalausri gestrisni. Á kennaraámm sínum veitti Þórarinn fyrirrennara sínum, Sigurði Guðmundssyni, ýmsa að- stoð og var stundum settur skóla meistari í fjarvem hans. Var það mjög að vilja Sigurðar, er Þór- arinn hlaut embættið og tók að fullu við skólameistarastörf- um 1. janúar 1948. Hefur hann síðan rækt það svo, að orðstír hans sjálfs hefur aukizt og hróð- ur skólans farið vaxandi. Um þetta ber ólygnast vitni hin mikla sókn að skólanum úr öll- um landsfjórðungum. . Samband hans við okkur kenn- arana er alúðlegt og gott. Þykir okkur sem hann sé ekki síður vinur okkar og ráðgjafi en hús- bóndi og yfirboðari, Kemur svo sem af sjáifu sér, að okkur er ljúft að lúta mildum aga hans. Áþekkt þessu, ætla ég, að ég sé um nemendur. Að sjálfsögðu gerir hann miklar kröfur til þeirra um ástundun námsins og góða siði en á hinn bóginn er hann manna skilningsríkastur á takmarkanir mannlegrar getu og viðleitni, tillitssamur og sann- gjarn. Þegar alls er gætt, hygg ég, að aðfinnsluverðir nemendur og illa stæðir eigi sér ekki fremri formælendur á kennara- stofunni en hann. Fer það svo á skólaskútu hans, að fáum er fyrir borð hrundið, en flestum komið til einhvers þroska. Þórarinn Björnsson er að ýmsu leyti gáfaður um fram aðra menn, og ber það fré hversu vitur hann er og greindur. Léttur maður og glaður, með afbrigð- um heill í starfi á þessari miklu aukavmnuöld, og ekki síður síður alhuga og keppinn í leik, þá sjaldan hann bregður af skyldustörfum. Svo vel er hann siðaður, að ekki má að því finna. Gæddur auðugu tiifinningalífi og ríkum hæfileika til geðbrigða, sem títt er um gáfumenn. Hann á ríka sköpunargáfu og frum- leika í hugsun. Næmleiki hans á blæbrigði íslenzkrar tungu og smekkvísi hans í meðferð máls- er slík, að sérhver ræða hans er brennd skíru marki listar og góðra bókmennta. Eru þar til vitnis allir þeir, er snortizt hafa af áhrifamagni orða hans. Jón helgi ögmundsson, stofn- andi norðlenzka skólans, minnt- ist ætíð ísleifs Gissuararsonar, meistara síns, er hann heyrði getið góðra manna. Kvað hann Ísleií verið hafa manna vænst- an, manna snjallastan og bezt að sér gjörvan. Svo munum við, kennarar og nemendur frá Menntaskólanum á Akureyri, minnast meistara okkar, Þórar- ins Björnssonar. Á sextugsaf- mæli hans sendum við honum iþakkir, sem við kunnum beztar, fyrir allt það, sem hann hefur verið okkur á skólanum okkar. Við sendum honum, og konu hans og börnum, beztu óskir um gleðileg jól og allar stundir góð- ar. Gíslj Jónsson. LOGI GUÐBRANDSSÖN hémðsdómslögmaður Laugavegi 12 — Sími 23207. Viðtalstími kl. 1—5 e.h. Jólaskreyting IUenntaskólanema Það er gamall siður í Menntas kólanum í Reykjavík, að neme ndur skreyti skólann innan með margvíslegum hætti fyrir jóia gleði skólans. Hér á myndunum má sjá hluta af þessum skreyt ingum. — önnur myndin er úr stofu 6. Z og sýnir heilaga kvöldmáltíð, 'eins og nemendur hugsa sér hana með kennuru m skólans sem þátttakendum. — Hin myndin er tekin í stofu 6. X, en það er fyrsti stærðfræðid eildarbekkur skólans, sem skipað ur er stúlkum eingöngu. Á töfl- unni er mynd af kennurum sk ólans sem meðlimum jólasveina fjölskyldunnar, en við borðið situr hinn föngulegi stúlknabe kkur. Nokkrar stúlkur úr bekknum mun þó vanta í hópinn. Marín Guð- mundsdóttii hjúkrunurkonu Kveðju hjúkrunarkona. F. 4. nóv. 1895. D. 17. nóv. 1965 KVEÐJA Svipti dauði í sjónhendingu burtu brosi þínu. Ei skal þó kvíða, aftur við sjáumst, þar sól í heiði hlær. Flugu í svipinn feigðarský fyrir sjónir sunnu, skín hún þó enn að skýjabaki og gleður grátin hjörtu. Veturinn kaldi víkur á brautu, brosir við mér vonin um endurfundi 1 faðmi vorsins, þar ástvinir aldrei skilja. María Ingvarsdóttir. nýstárlegar, handgerðar jólagjafir, erlend- ar og innlendar, sem ekki fást annars- staðar. — Gjörið svo vel og lítið í sýningar- glugga Morgunblaðsins. Kirkjumunir Kirkjustræti 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.