Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 30
30 MORCUNELADIÐ Sunnudagur 19. des. 1965 Evrópukeppni í Laugardal í dag Tekst Vafsstúlkuntfim að komast í 2. ismferð um Evrópubikarmn? MeistaraliS Vals í kvennaflokki. (Ljóspi. S. Þorm.) FYRSTA Evrópukeppnin sem fram fer í íþróttahöllinni nýju í Laugardalnum verður í dag kl. 5. íað eru kveunalið sem keppa, íslandsmeistarar Vals gegn norsku kvennameisturunum frá Skogn. Leikurinn er iiður í fyrstu umferð keppni meistara- liða kvenna um Evrópubikar í handknattleik. Svo samdist milli liðanna að báðir leikirnár yrðu hér á landi og verður hinn síðari á morgun. Annars er það venja að bæði lið leiki á sinum heima- velli. • Gott lið. Það verða vonandi margir sem koma og hvetja ísl. stúlk- urnar í þessari fyrstu Evrópu- keppni sem fram fer í höllinni nýju og fyrstu Evrópukeppni sem ísl. konur taka þátt L Telja verður að Valsliðið hafi mikla sigurmöguleika. Liðinu hefur farið mjög mikið fram á síðasta ári og auk þess bætzt góð- ur liðsstyrkur þar sem Sigrún Ingólfsdóttir er. Er liðið nú næst um í sérflokki meðal ísl. liða og því má ætla að sigurmöguleikar séu fyrir hendi. Norskur kvennahandknattleik- ur er einnig góður og í mikilli framför að undanförnu. Þar í landi hlýtur því ekikert kvenna- lið meistaratign nema sem kann vel sitt fag. Fjórar af norsku stúlkunum sem leika í liði Skogn léku með landsliði Noregs á Norðurlanda- mótinu utanhúss í fyrra í Reykja vík þar sem ísl. stúlkurnar unnu frægan Norðurlandatitil — ekki sízt fyrir ágæta sigra norsku stúlknanna. • Hvað skeður? Tvær af liðsstúlkum Vals vom í ísl. landsliðinu í fyrra Og fjórar þeirra vom í landsliðinu í leikunum við Dani fyrir skömmu og meðal þeirra Sigríð- ur Sigurðardóttir fyrirliði lands- liðsins og Valsliðsins, sem verið hefur í landsliðinu síðan 1959 og áunnð sér margvíslegt frægðar- orð. M.a. sögðu dönsku blöðin það eftir landsleikina að Danir vildu gefa handfylli af handrit- um fyrir Sigríði — og er þá langt til jafnað. En gaman verður að sjá hvort hún velgir norska mark verðinum ekki „undir uggum”. Á undan aðalleiknum verðul forleikur og leika meistaraflokk ar Fram (Reykjavíkurmeistarar) gegn liði Vals í meistaraflokki karla. Á undanleiknum á mánudag- inn sem hefst kl. 9, verður for- leikur milli Íslandsmeistara FH í karlaklokki og meistaraliðs Vals. MOLAR Atletico Madrid hefur á- unnið sér rétt til að leika í 8 liða úrslitum um Evrópu. bikar í knattspynru bikar- meistara. Liðið vann rúm- ensku bikarmeistarana með 4—0 í sðari leik liðanna í gær og unnu fyr'ri 'léikítib1 með 2—0. Sundmót í Keflavík Sundmót í Keflavi......222 Sundmeistaramót Keflavikur 1965 fer fram í Sundhöll Kefla- víkur sunnudaginn 19. des. n.k. kl. 13:30. Keppnisgreinar verða: 100 m skriðsund karla, 100 m bringusund kvenna, 50 m baksund karla, 100 m bringusund karla, 50 m bringusund kvenna, 50 m ílugsund karla, 50 m baksund kvenna, 50 m skriðsund kvenna, 66% m fjórsund karla, 66% m fjórsund kvenna, 4x50 m fjórsund karla, 3x50 m þrísund kvenna Unglingagreinar: 33% m skriðsund drengja 33% m skriðsund telpna, 33% m bringusund drengja, 33% m bringusund telpna. íþróttaband Keflavíkur. Málflutningsskiifstota BIRGIR ISL. GUNNARSSON Lækjargötu 6 B. — II. hæð JON EYSTl IINSSON iögfræðingur Laugavegi 11. — Sími 21516. Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá - Kpbenhavn 0. 0. Farimagsgade 42 Parker VP* Nýr penni og það leynir sér ekki að það er PARKER. PARKER VP uppfyllir ströngustu kröfur. Fallegt útlit, vönduð smíði og bezta skrifhæfni — Þér stillið pennaoddinn á þann halla, sem bezt hentar ritmáta yðar. óvenju stór blekfylling og margar oddbreiddir gera PARKER VP sérstakan, jafnvel á PARKER mælikvarða. PARKER VP — kr. »85.00. A PRODUCT OF<^>THE PARKER PEN COMPANY—MAKERS OF THE WORLD'S MOST WANTED PENS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.