Morgunblaðið - 19.01.1966, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikuctagur t9. !anúar 1966
Annast um
SKATTAFRAMTÖL
Tími eftir samkomulagi.
Friðrik Sigurbjörnsson,
lögfræðingur, Fjölnisvegi 2
Simi 16941.
Húsmæður athugið
Afgreiðum blautþvott og
stykkjaþvott á þrem til
fjórum dögum. Sækjum —
Sendum. Þvottahúsið Eimir
Síðumúla 4, sími 31460.
íbúð óskast
Óska eftir 3—4 herb. íbúð,
helzt í Laugarnesi. Góð
umgengni. Sími 10548.
1—2 herbergi og eldhús
óskast til leigu. Uppl. gef-
ur: Friðrik Sigurbjörnsson,
lögfræðingur, sími 22480
eða 16941.
Blý
Kaupum blý hæsta verði.
Málmsteypa Ámunda
Sigurðssonar, Skipholti 23.
Sími 16812.
Barnakerra óskast
Þarf að hafa skerm. Upp-
lýsingar í síma 38221 eftir
kl. 17.
Keflavík
Ung hjón með 2 börn óska
eftir 2ja herb. íbúð sem
fyrst. Uppl. í síma 1313,
Keflavík.
Keflavík
Stúlka óskast nú þegar til
afgreiðslustarfa.
Verzl. Hauks Ingvarssonar
Sími 1456.
Til sölu
sem nýr eins manns svefn-
bekkur með hólfi og baki.
Sími 36523.
Múrarar
Múrarar óskast í blokk.
Uppl. í síma 41525.
Miðstöðvarketill
3y2 til 4% fermetrar ásamt
brennara óskast til kaups.
Uppl. í síma 32486.
Ferðaritvél
óskast keypt. Tilboð send-
ist Mbl. fyrir 22. janúar,
merkt: „Ritvél 8001“.
Vélstjóri og einn háseti
óskast á 55 lesta netabát
frá Ólafsvík. Uppl. í síma
17756.
Svefnherbergishúsgögn
sem ný, vönduð dönsk
svefnherbergishúsgögn til
sölu. Uppl. í síma 24622
eða 15511.
ATH U GIÐ
að borjð saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
t Morgunbiaðinu en óðium
blöðum.
óacfÉi
Og svo lagðist hann í kulda aft-
ur, og ég var krókloppinn þegar
ég flaug meðfram Tjörninni, og
auðséð var á öllu, að blessuðum
öndunum var líka kalt, og mér
fannst þær vera svangar. Getur
það verið að fólk sé hætt að gefa
öndunum? Kom ekki einhver
kostnaður á fóðri til fuglanna
fram hjá borgarverkfræðingi á
dögunum?
Ég legg til, sagði storkurinn,
að gott fólk safni saman afgangs
brauði og sendi börnin niður á
tjörn í kuldakastinu. Eins og all-
ir vita gildir gamla reglan enn:
Eitt góðverk á dag, kemur melt-
ingunni í lag.
En sem ég var nú að spígspora
á tjarnarbakkanum hitti ég
mann sem blés í kaun og hafði
hnýtt treflinum rækilega um
hálsinn, og sem betur fer var
það enginn „bítla“-trefill, en þeir
eru stórhættulegir.
Storkurinn: Eitthvað er þér
kalt, maður minn?
Maðurinn með trefilinn: Já, og
nú má Hitaveitan fara að vara
sig rétt einu sinni, en annað mál
er það, að ég var í kvikmynda-
húsi í gær, og þar var sýnd
hrollvekjandi mynd, sem ekki
er fyrir neina aukvisa, því að
stundum kemur fyrir að líður
yfir fólkið, en samt er þetta ein
fróðlegasta kvikmynd, sem ég
hef séð. Þetta var Heimurinn um
nótt, sem Laugarásbíó sýnir um
þessar mundir. Fyrir utan hroll-
vekjurnar, sem komu hárum
manna og kvenna til að rísa, eru
innan um geysifróðlegir þættir,
og mætti til dæmis nefna kaflann
um múnkaklaustrin á fjallatind-
um í Grikklandi, þar sem ekki
Munkaklaustur á fjallstindi í
Grikklandi.
verður upp komist nema í kaðli.
Gaman var einnig að sjá Lapp-
ana smala hreindýrahjörðum sín
um til að marka þau og slátra.
Karateglíman japanska vekur
einnig athygli og þannig mætti
lengi telja.
Ekki er samt víst að öllum
liki myndin, en mér fannst hún
geysifróðleg, sagði maðurinn, og
batt fastar treflinum um háls-
inn.
Storkurinn ákvað að fljúga inn
í Laugarásbíó á næstunni og fá í
sig ærlegan hroll, því að ekki
veitir nú af í þessari skattavel-
sæld, og með það flaug hann
upp á stóra strompinn hjá Kletti,
og velti vöngum yfir því með
sjálfum sér, hvort ekki mætti
'koma fyrir sjónvarpssendi á
honum, . og kynni þá íslenzka
sjónvarpið eftir það að lykta, og
mætti teljast til tíðinda.
VÍSUKORN
NÝSKÖPUN
Maðurinn er úr moldu sprottinn
og meira vart í flestum þeim.
Erfitt verk á eftir, drottinn,
að endurskapa þennann heim.
St. D.
56. vísukorn:
Virðist sérhvert vetrarspor
vera burtu rekið
himinborið, vinfrítt vor
völdin hefur tekið.
Vísnakarl.
Á jóladag opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Laufey Kristjáns-
dóttir, Laugaveg 163 og Sverrir
Þórólfsson, Reykjavík.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Sigríður Kristín
Hallgrímsdóttir, Stóragerði 16,
Reykjavík og Sigurður Kristins-
son, Hafnarfirði.
2 jan. voru gefin saman í
hjónaband af séra, Óskari Þor-
lákssyni, ungfrú Halldóra B.
Jónsdóttir og Kristján Kristjáns-
son. (Ljósm. Pétur Thomsen,
Ingólfsstræti 4, sími 10297).
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Sigurjóni Þ.
Árnasyni, ungfrú Guðlaug Svein
björnsdóttir og Stefán Sigurðs-
son, Laugavegi 8.
(Nýja myndastofan Laugavegi
43b sími 15-1-25).
Á gamlársdag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Sigurði
Hauki Guðjónssyni, ungfrú Jó-
hanna Gunnarsdóttir og Ingi-
mundur Þorgeir Guðmundsson,
vélam. bæði til heimilis Skipa-
sundi 30.
Þann 27. des. voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Garðari
Þorsteinssyni ungfrú Auður G.
Halldórsdóttir og Halldór Guð-
mundsson, sjómaður, bæði til
heimilis, Selvogsgötu 3 Hafnar-
firði.
Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá
hluti, sem í heiminum eru (1. Jóh.
2. 15).
í dag er miðvikudagur 19. Janúar
og er það 19. dagur ársins 1966.
Eftir lifa 346 dagar. Tungl lægst á
lofti. Árdegisháflæði kl. 4:13.
Síðdegisháflæði kl. 16:33.
Upplýsingai um læknaþjon-
nstu í borginni gefnar í sím-
svara Læknafélags Reykjavíkur,
Símin er 18888.
Slysavarðstofac i Heilsuvf rnd-
arstöðinni. — Opin alian sólar-
kringinn — sími 2-13-30.
Næturvörður vikuna 15/1 til
22/1 er í Vesturbæjarapóteki.
Sunnudagsvakt 16/1 er í Austur
bæjarapóteki.
Næturlæknir I Keflavík 13.
jan. til 14. jan. Jón K. Jóhanns-
son sími 1800, 15. jan. til 16. jan.
Kjartan Ólafsson sími 1700, 17.
jan. Arinbjörn Ólafsson sími
Næturlæknir í Hafnarfirði að-
faranótt 20. jan. er Eiríkur Björns
son sími 50235.
1840, 18. jan. Guðjón Klemens-
son sími 1567 og 19. jan. Jón K.
Jóhannsson sími 1800.
Kópavogsapótek er opið aiia
virka daga frá kl. 9:15—20. laug-
ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga
frá kl. 13—16.
Framvegis vertíur tekið á mótl þelm,
er gefa vilja blóð í Blóðbankann, sem
hér segir: Mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og fbstudaga frá kl. 9—11
f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA trk
kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra kl. 9—11
fJi. Sérstök athygli skai vakin á mid-
vikudögum, vegna kvóldtímans.
Holtsopótek, Garðsapótek, Soga
veg 108, Laugarnesapótek og
Apótek Keflavíkur eru opin alla
virka daga kl. 9. — 7., nema
laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi
daga frá kl. 1 — 4.
Upplýsingaþjónusta AA samtak
anna, Hverfisg. 116, sími 16373.
Opin alla virka daga frá kl. 6-7
Orð lífsins svarar í síma 10000.
I.O.O.F. 9 = 1471198^ = E. I.
RMR-19-1-20-KS-MT-IlT.
13 HELGAFELL 59661197 VI. 2
I.O.O.F. 7 = 1471198«/^ = Nk.
Heilsuvernd
„Pillur fundnar við timburmönnum.“ Þjóðviljinn
Timburmenn eru enginn leikur,
— ég ætti að fara nærri um það.
Biluð hver taug sem brunninn kveikur,
bölsýni, uppköst og svitabað.
Að ekki sé talað um óstyrkinn,
óttann, kvíðann og hjartsláttinn.
Nú fregnir herma að fyrir „westan"
sé fundin gegn þessu örugg vörn.
Þann veit ég greiðann gerðan mestan
við glaðvær og þorstlát jarðarböm,
að vellíðan ein það verði senn,
að vakna með ósvikna timburmenn.
K e 1 i .
Spakmœli dagsins
Sumir eru svo háleitir, að
hjörtu þeirra meira að segja eru
alltaf frostköld. — H. Redwood.
GAMALT og gott
Drottning gifti dóttur sína
kóngssyni fyrir utan Rína,
gaf honum góz og garða nóg
og gullið allt í Rínarskóg.
Áheit og gjafir
Vetrarhjálpin í Hafnarfirði veturinn
1965 — 1966 söfnun og gjafir.
Framlag bæjarsjóífe Hafnarfjarðar
50.000; Söfnun skáta 47.225; Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar 2.000; Jón Gísla-
son s.f. 2.000; Dröfn h.f. 2.000; Venur
h.f. 3.000; Prentsmiðja Hafnarfjarðar
1.000; Vélsmiðja Hafnarfjarðar 1.500;
H. B. 500; Olíustöðin í Hafnarfirði
5.000; Einar Þorgilsson og Co. 2.000;
Dvergur h.f. 1.500; íshús Hafnarfjarðar
3.000; Dýsi og Mjöl h.f. 10.000; Kaup-
félag Hafnfirðinga 2.000; Hilmar
Ágústsson 1.000; Stefán Sigurðsson
I. 000; Verzlun Valdimars Long 3.000;
Jón Vigfússon, Reynihvammi 2 500;
Rafha h.f. 5.000; Olíuverzlunin Skelj-
ungur 1.000; Olíuverzlun íslands 1.000;
Vélsmiðjan Klettur 1.000; Reynir
Eyjólfsson 300; Guðrún Magnúsdóttir
200; Loftur Magnússon 2.000; G.Þ.
120. Auk peningagjafa bárust nefnd-
inni miklar og góðar fatagjafir, sem
Mæðrastyrksnefndin sá um úthlutun á.
Með kærum þökkum og beztu nýárs-
óskum. Vetrarhjálpin í Hafnarfirði,
Garðar Þorsteinsson.
■ ■
! ORÐSKVIÐA j
! KLASl |
: :j
: 2. Orð og gjörðir vænar vanda |
; vel í sínu- kalli standa, ;i
sá mann góða gæfu ber, .1
; Þess á milli hýr og hægur, •:
: hófsamlega styttir dægur. :j
; Maður gaman mannsins er. ■
; (ort á 17. öld). :
■ ■:
Minningarspjöld
Minningarspjöld Fríkirkjusafn
aðarins í Reykjavík fást hjá
verzluninni Faco, Laugaveg 39
og verzlun Egils Jacobsen, Aust-
urstræti.
Minningarspjöld Háteigskirkju
eru afgreidd hjá: Ágústu Jóhanns
dóttur, Flókagötu 35, Áslaugu
Sveinsdóttur, Barmahlíð 28, Gróu
Guðjónsdóttur, Háaleitisbraut 47,
Guðrúnu Karlsdóttur, Stigahlíð
4, Guðrúnu Þorsteinsdóttur,
Stangarholti 32, Sigríði Benónýs-
dóttur, Stigahlíð 49 og ennfrem-ur
í Bókábúðinni Hlíðar, Miklu-
braut 68.
Minningarspjöíd Rauða Krosa
íslands eru afgreidd í síma 14658
skrifstofu RKÍ, öldugötu 4 og i
Reyk j avíkurapóteki.
sá NÆST bezti
Hún steig ofan af vigtinni og sneri sér að manni sínum. Hann
virti hana fyrir sér og spurði: — Jæja, hvað afhjúpaði vigtin?
Nokkrum skippundum of þung?
— Nei, ég vil nú ekki beinlínis segja það, en samkvæmt töflunni,
sem stendur á vigtinni, ætti ég að vera íimmtán sentimetrum hærri.