Morgunblaðið - 19.01.1966, Blaðsíða 26
26
MORCU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. janúar 1961
Síðari landsEeikuririn í korf uknattleik:
ísl. körfuknattleiksfiðiö stóö
í Pólverjunum í 10 mín. af 40
Pólverjarnir sigruðu með
68 stigum gegn 43
ÍSLENDINGAR og Pólverjar háðu annan landsleik í körfu-
knattleik í íþróttahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Pólverjar
fóru með sigur af hólmi, svo sem ljóst þótti fyrirfram, en nú
með miklu minni mun en áður. Pólland vann 68—43 (í fyrri
leiknum með 91—44). Það sem ánægjulegast var að sjá í
þessum leik, var baráttuvilji ísl. liðsins og að betri árangri í
þessum leik, miðað við þann fyrri, náði liðið með því að
bæta nokkuð um mjög slaka vörn áður og auka hraðann í
sóknarlotum. í heild var þessi leikur miklu betur leikinn en
sá fyrri, því nú sást barátta í vörn og sókn bæði undir körf-
unum og úti á velli.
Einstefnuakstur Pólverja
3yrjun leiksins var vægast
sagt einstefnuakstur fyrir Pól-
verja. í>eir sýndu sem fyrr yfir-
burði í leikni, hraða, skipulagi
og umfram allt hittni. Þeir skor-
uðu 10 fyrstu stigin og er um 11
mín. voru af leik (20 mín. hálf-
leikur) var staðan 23-4 fyrir
Póliand.
Að vísu gefa þessar tölur ekki
rétta mynd af gangi leiksins.
ísl. liðið átti ótal upphlaup og
ótal taekifæri en hittnin var í
algeru lágmarki að þessu sinni.
Knötturinn hrökk æ ofan í æ af
körfuteininum í leik aftur og
þá oftast í hendur Pólverja sem
voru ákveðnir í leik sínum undir
körfunum.
Undir lok fyrri hálfleiks tókst
ísl. liðinu að sýna heldur betri
svip — eitthvað meir í líkingu
við það sem venja er til og ein-
stefnuakstri Pólverja lauk. I
hálfleik var staðan 31-16 stig.
Barátta og jafn leikur
Byrjun síðari hálfleiks var
bezti kafli leiksins. Þá fyrst
— og þá í eina skiptið í leikj
unum báðum, var um keppni
tveggja jafnra liða að ræða.
ísl. liðið reis þá úr kútnum,
sýndi snerpu í sókn og góða
viðleitni til vamar.
Pólverjarnir slökuðu síður
en svo á en fengu nú mót-
spyrnu svo talandi er um í
fyrsta sinn. Varði þessi góði
leikkafli ísl. liðsins skemur
en skyldi, en meðan var,
minnkaði stigamunur heldur
eða stóð í stað. Á þessum
leikkafla voru þeir inn á
Hjörtur Hansson, 'Kolbeinn
Handbolti
I kvöld
íslandsmótið í handknattleik
heldur áfram að Hálogalandi
miðvikudaginn 16. jan. kl. 20.15.
Verða þá leiknir 3 leikir í mfl.
kvenna.
1. Deild
Víkingur - Breiðablik
Ármann - Valur
F.H. - Fram
Þá verður leikinn 1 leikur í
3 flokki karla A - riðli
Í.B.K. - Í.A.
Einnig fer fram 1 leikur í 2
flokki karla B - riðli
Þróttur - Í.B.K.
H. K. R. R.
Páisson, Hólmsteinn Sigurðs-
son, Gunnar Gunnarsson,
Birgir Jakobsson og Einar
Bollason.
En hinir reyndu Pólverjar átt-
uðu sig fljótt á mótspyrnunni,
náðu taktinum á ný og luku
leilknum með öruggum en þó
síður en svo eins stórum sigri
og búizt var við — eða 68—43.
Stighæstu menn ísl. liðsins
voru Hjörtur Hansson með 10
stig (44,4% nýtni), Kolbeinn
Pálsson með 8 stig (25% nýtni),
Gunnar Gunnarsson 8 stig
(44,4% nýtni) og Birgir Jakobs-
son með 7 stig (22,2% nýtni).
Stiglhæstir Pólverja voru
Lopatka (12) með 13 stig,
Lapsziko (11 og Oleijniczak (8)
með 8 stig.
Lopatka var bezti maum pólska liðsins í gær.
Jón Þ. 3 sm. frá heimsmeíi
Aðeins 3 cm frá heimsmeti .. 3
FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD í. R.
hélt innanfélagsmót í hástökki
og þrístökki án atr. í Í.R.-hús-
inu laugardaginn 15. janúar s.l
og náðist í báðum greinum mjög
skemmtilegur árangur.
Jón Þ. Ólafsson stökk í há-
stökkinu 174 cm. var það mjög
hreint og fallegt stökk og snerti
hann ekki rána þegar hanm fór
yfir.
Reyndi hann næst við 177 cm.
sem er jafnt heimsmetinu, sem
Norðmaðurinn Johan C. Evandt
á, og var ekki langt frá því að
honum tækizt að fara yfir í anm-
arri tilraun, en honum tókst ekki
að stökkva þessa hæð, í þetta
sinn. Verður gaman að fylgjast
með Jóni í vetur, því að hann
hefur mjög mikla möguleika á
því að ná, eða jafnvel bæta
heimsmetið.
Arangur fjögurra fyrstu manna
var sem hér segir:
m.
1. Jón Þ. ólafsson ÍR 1,74
2. Björgvin Hólm ÍR 1,55
3. Karl Hólm ÍR 1,50
4. Bergþór Halldórsson HSK 1,45
í þrístökkinu vann Jón Þ.
Ólafsson einnig með nokkrum
yfirburðum, en þar náðu ungir
nýliðar athyglisverðum árangri,
t.d. Stefán Þormar, sem stökk
9,04. m.
Fyrstu fjórir urðu þessir:
m.
1. Jón Þ. Ólafsson Í.R. 9,75
2. Björgvin Hólm ÍR 9,10
3. Stefán Þormar ÍR 9,04
4. Þórarinn Arnórsson ÍR 8,72
10 manns kepptu í greinun-
um.
Ákveðið hefur verið að halda
mót laugardagana 22. jan. (lang-
stökk án atrennu og hástökk
með atr.), og 29. jan. (hástökk
án atr. og þrístökk án atr.). Eru
Í.R.-ingar hvattir til að mæta
sem flestir og taka þátt í keppn
unum. Einnig eru menn frá öðr-
um félögum velkomnir.
Keppnin hefst kl. 3,00 báða
dagana.
Landslið íslands og Póllands.
ísland og Danmörk
í landsleik í dag
Islendingar hafa aldrei sigrað Dani
í handknattleik — en oft munað mjóu
í DAG fer fram í Nyborg í
Danmörku landsleikur Dana
og íslendinga í handknattleik,
sem er liður í undankeppni
um heimsmeistaratitil. Keppa
Danir, íslendingar og Pólverj-
ar um það, hvert landanna
eigi að falla úr keppninni —
eða réttar sagt um það hver
tvö landanna eigi að komast
í lokakeppnina í Svíþjóð í byrj
un næsta árs.
Dánir hafa unnið Pólverja
í leik liðanna í Danmörku
með 22—16 og Pólverjar hafa
unnið íslendinga í Póllandi
27—19.
Það eru því bjartsýnir
Danir sem ganga til leiks gegn
íslendingum í Nýborg í dag.
Dönsku blöðin hafa fylst slíkri
sigurvímu að reiðarslag yrði
þar í landi ef Danir töpuðu.
ísl. liðið átti mjög slakan
leik gegn Pólverjum. Slíkt
getur að sjálfsögðu hent, en
ábyrgir forráðamenn segja að
ísl. liðið hafi þá leikið langt
undir venjulegum styrkleika.
Og víst er um það að ísl.
liðið getur, ef allt tekst vel
náð slíkum leik að nægi til
sigurs yfir hvaða liði sem er.
En hitt virðist jafn augljóst
að ísl. Iiðið er ekki jafn
,rstabílt“ í leik sínum sem
mörg önnur landslið. En takizt
vel, þá kann svo að fara að
jafnvel fyrsti sigur yfir Dön-
um í handknattleik sjái dags-
ins ljós. Stundum fyrr hefur
legið nærri, jafnvel svo að
ísl. liðið hefur verið 2—3
mörkum yfir stuttu fyrir lciks
lok, en aldrei tekizt að halda
unnu forskoti.
Danir hafa lengi verið okk-
ar aðal „sigur-mark“ í íþrótt-
um. Sigur yfir Dönum er okk-
ur jafn sætur og sigur Dana
yfir Svíum er. Það stafar ekki
af óvild heldur af þjóðarstolti
— og það verða því margir
sem bíða spenntir eftir úrslit-
unum og lifa í voninni einni
saman á meðan.