Morgunblaðið - 19.01.1966, Side 15
Miðvikudagur 19- JíHÍST 1968 M 0 R. G U N & L A Ð I Ð
NORRÆN MENNINGARSAMVINNA
eftir
Hans Sölvhöj, menningarmálaráðherra
SAMVINNU hinna norrænu landa um menningarmál hefur
verið beint inn á nýjar brautir, með því, að norrænn menn-
ingarsjóður, sem er efnalega sjálfstæður, hefur verið stofn-
aður. Sjóðurinn, sem hóf starfsemi sína um áramótin, hefur
í ár til umráða d. kr. 600.000, sem Norðurlöndin hafa lagt
fram. Þessu fé skal varið, t.d. til ráðstefna um ýmis menn-
ingarmál, skipta á leiksýningum og annars konar menn-
ingarstarfsemi. Á grundvelli þessa hefur Hans Sölvhöj, ,
menningarmálaráðherra Danmerkur, í dag norrænan
greinaflokk* um menningarsamvinnu Norðurlanda. Það er
of bráðlát bjartsýni að halda því fram, að þetta sé þegar
orðið áhugamál þjóðanna — en það ætti að vera það, skrif-
t ar ráðherrann. — Fleiri greinar fylgja síðar.
i Úti um heim er litið á Norð-
urlönd eins og einhverja heild
■— nokkuð óljósa þó. Því lengra
sem dregur frá þeim, því erfið-
ara virðist að aðgreina þau og
igera sér ljós séreinkenni hvers
þeirra. Hvað snertir Finnland,
ísland og Noreg hefur tillag al-
mennings, þjóðlegt og stjórn-
málalegt, á 19. öld og langt
fram á hina tuttugustu beinzt
að því að leggja áherzlu á sjálf-
stæði landsins gagnvart Svíþjóð
og Danmörku. En hin tvö síð-
astnefndu hafa sem kunnugt er,
verið alls ráðandi stjórnmála-
lega, öldum saman og hin
Norðurlöndin þeim meira eða
minna háð. Líklega hefur ekki
alltaf verið til staðar í Svíþjóð
og Danmörku nægilegur skiln-
ingur á óskum hinna landanna
um pólitískt og andlegt sjálf-
stæði, en síðasta kynslóð hefur
orðið áhorfandi að endalokum
þessarar spennu og sívaxandi
áherzlu á sameiginlega arfleifð.
Hin ákafa alþjóðleikakennd,
sem þó margir virðast ekki hafa
gert sér Ijósa, en við höfum
orðið fyrir síðan 1945, getur
leitt til rótleysis og öryggis-
leysis. Við lifum á tímum þar
sem sögukennd vor fær of litla
næringu, og einmitt þessvegna
er svo nauðsynlegt að gera sér
vel ljóst, hvaðan við erum
komnir og hverjir við erum. Ef
við eigum ekki að glata sérein-
kennum vorum í samvinnu-
hreyfingu Evrópu, sem annars
er bæði æskileg og nauðsynleg,
verðum við að leggja eitthvað
sérstakt til málanna, til þess að
sýna, að við séum norrænir
menn.
í utanríkismálum, varnar-
málum og verzlunarmálum
kemur fram ýmislegur mis-
munur, sem hér verður ekki
nánar að vikið. En menningar-
lega séð er hinsvegar svo margt,
sem tengir löndin, hvert öðru,
að þar koma fram margir mögu
leikar á sameiginlegri stjórn-
málastefnu.
Varla er ofmælt að halda því
fram, að aðalhindrunin, sem
hér verður að ráðast að, er
vandamál þjóðtungnanna. Ekki
hvað sízt, er menn hafa árum
saman haft um hönd fjölmiðl-
unartæki, svo sem útvarp og
sjónvarp, þekkja menn erfið-
leikana á sameiginlegri tján-
ingu. Reiðir og örvæntingar-
fullir menn kvarta yfir erfið-
leikunum á að skilja hrogna-
mál bræðraþjóðanna. Þar er
Finnland auðvitað í sérstakri af
stöðu, en ísland á einnig í erfið-
leikum, þrátt fyrir það, að mjög
er stefnt að norrænni samvinnu
þótt ekki væri nema með því
einu, að danska er fyrsta er-
lenda tungumálið, sem kennt er
í íslenzkum skólum. En einmitt
um leið og menn gera sér ljósa
erfiðleikana, sem tungan hefur
í.för með sér, verður samtímis
að gera sér ljóst, að fjölmiðlun-
artækin eru heppilegt vopn til
að sigrast á þeim. Norræna
sjónvarpið hefur þegar haft og
mun enn hafa mikla þýðingu á
þessu sviði.
Sú hugmynd hefur komið
fram stjórnmálalega, að nor-
ræn dagskrá nr. 2 yrði samnor-
ræn. í bili virðist hugmyndin
hafa kafnað í fjölyrtum vel-
vilja og pólitískum efasemdum,
og víst er um það, að hún kemst
ekki í framkvæmd fyrst um
sinn. En það getur einnig orðið
að gagni að færa út kviar nor-
ræna sjónvarpsins, smátt og
smátt. Þetta mundi ekki ávinna
sér neinar almennar vinsældir
í einum svip, en væru gæðin í
lagi, mundi það vinna á, smám-
saman. Félagið NORDEN hefur
barizt fyrir hugmyndinni af
mikilli þrautseigju, og einkum
er það mikilvægt að geta full-
yrt, að sá meirihluti í löndum
vorum, sem aldurs vegna hefur
ekki notið hinnar síbatnandi
kennslu í Norðurlandamálun-
um, verður að mestu leyti að
láta sér nægja útvarp óg sjón-
varp til að auka málakunnáttu
sína eftir þörfum. Og útvarp og
sjónvarp getur rutt brautina
fyrir mörgu öðru, ef gengið er
að því með alvöru. Eins og er,
selst aðeins lítill hundraðshluti
af bókaframleiðslu hvers lands-
ins í hinum Norðurlöndunum.
Sú tala er svo lág, að ekki er
hægt að láta sér nægja að hafa
hana eingöngu á pappírnum.
Vitanlega verða komandi kyn
slóðir betur settar að skiija
Norðurlandamálin. — Stöðugar
umræður fara fram um það,
hve mikil kennsla í þeim skuli
fram fara í skólunum, en eng-
inn efast væntanlega um, að
bætt kennaramenntun hefur
aukið gæði kennslunnar. Þarna
má telja ísland í broddi fylk-
ingar, og eftirtektarverð stað-
reynd er það, að 40% af bóka-
innflutningi þess kemur frá
Danmörku (35% frá Bretlandi).
Hér er fleira' að verki en skól-
arnir, eins og gefur að skilja,
en án ágætrar dönskukennslu
væri ekki hægt að ná svona
hárri tölu.
Eftir síðari heimsstýrjöldina
hefur viðleitni tij að efla nor-
ræna samvinnu aukizt með vax-
andi hraða. Stjórnmálamálgögn
eru stofnuð í þeim tilgangi að
samhæfa og skapa efnahagsleg-
an bakhjarl. Margar tillögur og
hugmyndir, sem hugsjónasam-
tök — og þá í fremstu röð fé-
lagið NORDEN — hafa komið
fram með, hafa þannig komizt í
framkvæmd, eða nálgast það.
Norraéna menningarráðið tók
til starfa, fljótlega eftir styrjöld
ina, og Norðurlandaráðið, sem
kom saman í fyrsta sinn 1953,
færði vandamálin enn nær mið-
depli raunhæfra stjórnmála. —
Það er eftirtektarvert, að um-
ræður Norðurlandaráðs hafa í
vaxandi mæli snúizt um menn-
ingarmál jafnframt. Enn hefur
samvinnan aukizt við hina ár-
legu fundi norrænna kennslu-
mála- og menningarmálaráð-
herra.
Eins og kunnugt er, kveður
það oft viðf að mestur hluti ár-
angursins hafi verið ómerkileg-
ir smámunir, og of mörg orð
höfð um lítið efni. Þess má þó
geta, að síðustu árin hefur
ýmislegt þýðingarmikið gerzt:
Norræna húsið í Reykjavík er
nú í smíðum, en það á að verða
samkomustaður, ekki einasta
fyrir listamenn og lærdóms-
menn, heldur fyrir alla, sem á-
huga hafa á norrænni sam-
vinnu. Öll löndin hafa lagt af
mörkum til framkvæmdar hug-
myndarinnar. Skipti á leiksýn-
ingum eru þegar orðin að veru-
leika. Blöðin hafa * stutt þær
framkvæmdir á allan hugsan-
legan hátt, og enda þótt áhorf-
endur hafi aðallega verið fólk,
sem sérstakan áhuga hefur á
málinu, er grundvöllurinn lagð-
ur að almennri þátttöku í fram-
tíðinni. Skipti á norrænum bók-
menntagagnrýnendum nálgast
einnig að verða að veruleika.
Fyrstu fjórum dönskum styrkj-
um hefur þegar verið úthlutað.
Vonandi verður það til þess, að
bókafregnir dagblaðanna taki
meir til bókmenntaviðburða á
hinum Norðurlöndunum en ver-
ið hefur. Norræna listabanda-
lagið hefur aukið starfsemi
sína. Annað hvert ár heldur
bandalagið sýningu, og sýning
ungra listamanna, annað hvert
ár, er nýlega komin í fram-
kvæmd. Mörg önnur dæmi
mætti nefna, en þetta úrtak
sýnir greinilega norrænar fé-
lagsframkvæmdir síðustu ára.
Meðal þeirra erfiðleika, sem
orðið hefur að sigrast á á þess-
um sviðum, eru styrkveitingar
að sjálfsögðu ekki hvað sízt
mikilvægar. Enda þótt fjárveit-
ingavaldið hafi yfirleitt sýnt
norrænni samvinnu velvild, get
ur fjármálaástandið verið ýmis-
legt, eftir löndum og tæknilega
mismunandi, t.d. eftir mismun-
andi settu fjárhagsári, og þetta
hefur verið nokkur dragbítur á
framkvæmdir. Auk þess hefur
jafnan skort á raunverulega á-
ætlanagerð langt fram í tím-
ann.
Að sjálfspgðu kom sú hug-
mynd snemma fram, að stofnun
samnorræns menningarsjóðs
myndi tryggja samhæfingu og
varanleik. — Löggjafarþingin
voru hugmyndinni hliðholl og
frá 1. janúar 1966 er menningar
sjóðurinn tekinn til starfa.
Samkvæmt umræðum I
Norðurlandaráði og síðari póli-
tiskum ákvörðunum, skal mega
nota fé sjóðsins til styrkja til
vísindamanna, kennara og
nemenda, til samnorrænna
nefndarálita og tilraunastarf-
semi, til upplýsingastarfsemi
um norræn efni o. s. frv. Sjóð-
urinn er undir tíu manna stjórn,
tveggja frá hverju landinu og
þessi stjórn hefur óskorað vald.
Stofnfé sjóðsins er kr. 600.000
danskar, þar af hefur Danmörk
lagt til 138.000.
Þetta eru nú hinar bláköldu
staðreyndir og ef til vill er það
allerfitt að láta hugmyndaflug-
ið taka þær til meðferðar. En
nú er sem sagt komin á fót sam-
norræn stofnun með talsverð
fjárráð og horfur á stöðugri og
efnalega tryggrl tilveru, ef byrj
unarframkvæmdirnar takast
vel.
Þó kemur þetta allt að litlu
haldi, ef ekki tekst að skapa al-
menna þátttöku á breiðum
grundvelli, í þessari auknu sam
vinnu norrænna landa á síð-
ustu árum. Hinar almennu póli-
tísku markalínur koma hér ekki
við sögu, en það væri fljót-
færnisleg bjartsýni að halda því
fram, að norrænt menningar-
starf væri þegar orðið almenn-
ingseign. En það ætti það að
vera, og allir þeir, sem á einn
eða annan hátt ráða yfir tján-
ingartækjum, ættu að telja það
skyldu sína að taka einnig þátt
í þessu samstarfi.
Stjórn Dagsbrúnar
varð sjálfkjörin
Miklar framkvæmdir
í Neskaupstaö
A FÖSTUDAGSKVÖLD kl. 18,00
var útrunninn frestur til að
skila tillögum um stjórn og aðra
trúnaðarmenn Verkamannafélags
ins Dagsbrúnar fyrir árið 1966.
Fram kom aðeins ein tillaga frá
uppstillinganefnd og trúnaðar-
ráði, og er því stjórn Dagsbrún-
ar fyrir árið 1966 sjálfkjörin.
Hún er þannig skipuð:
1 Aðalstjórn: Formaður: Eðvarð
Kigurðsson; varaform.: Guðmund
ur J. Guðmundsson; ritari:
Tryggvi Emilsson; gjaldkeri:
Halldór Björnsson; fjármálarit-
ari: Kristján Jóhannsson. Með-
Btjómendur: Tómas Sigurðsson,
Hannes M. Stephensen.
Varastjórn: Gunnar T. Jóns-
eon, Pétur Lárusson, Andrés
Guðbrandsson.
Stjórn Vinnudeilusjóðs: For-
maður: Vilhjálrnur Þorsteinsson.
Meðstjórnendur; Kristinn Sig-
urðsson, Grettisg. 57 B, Jón D.
Guðmundsson. — Varamenn:
Guðmundur Ásgeirsson, Hjálmar
Jónsson.
Endurskoðendur: Árni Guð-
mundsson, Eyþór Jónson. Vara-
endurskoðandi: Björn Sigurðs-
son.
Stjórn Styrktarsjóðs Dagsbrún
armanna: Aðalmenn: Eðvarð Sig
urðsson, Halldór Björnsson, Vil-
hjálmur Þorsteinsson. — Vara-
menn: Guðmundur J. Guðmunds
son, Andrés Guðbrandsson.
Endurskoðandi styrktarsjóðs:
Hannes M. Stephensen.
Dagsbrún sextíu ára.
Hinn 2i6. þ.m. verður Verka-
mannafélagið Dagsbrún sextíu
ára, og verður afmælisins minnzt
þann dag með hófi að Hótel
Borg, sem hefst kl. 19,30, með
borðhaldi. Margt verður til
skemmtunar. Tekið er á móti
pöntunum á aðgöngumiðum á
skrifstofu félagsins, Lindargötu 9
(Lindarbæ), og er aðgangseyrir
kr. 250,00.
Sovézkur geim-
ferðasérfræð-
ingur látinn
Moskvu, 15. jan. (NTB-AP)
HINN þekkti sovézki eldflauga-
og geimferðasérfræðingur Sergei
Korolev lézt í gær, 59 ára að
aldri, að því er fréttastofan Tass
tilkynnti í dag. Sagði fréttastaf-
an, að banamein hans hefði verið
hjartabilun. Korolev var meðlim
ur Vísindaakademáunnar. Hann
átti drýgstan þáttinn í að byggja
fyrstu gervitungl og geimför Sov
étríkjanna. — Korolev verður
grafinn með viðhöfn á þriðjudag.
Lík hans hvílir niú að viðhafnar
börum á sama stað, og Stalín
stóð uppi eftir lát hans 1953. Út-
fararathöifnin á þriðjudag mun
hefjast á Rauóa tórginu.
Neskaupstað, 15. janúar.
NÚ er verið að vinna hér að því
að aka möl í nýjan veg, en til
stendur að breyta talsverðum
hluta Strandgötunnar. Á að færa
götuna út í sjóinn á allöngum
spotta, þar sem fyllt verður upp
með möl, en síðan verður stór-
grýti, sem tekið er úr fjallinu,
hlaðið fyrir framan veginn til
þess að verja hann sjógangi.
Upphaflega var ætlunin að
stækka götuna, en við hana
standa nú nokkrir skúrar, sem
bærin ætlaði að kaupa. Var síðan
horfið frá því, og í stáð þess
ákveðið að leggja hana, eins og
skýrt er frá hér að framan. Er
þetta mikil og fjárfrek fram-
kvæmd, enda gífurlegt magn,
sem þarf að aka í sjóinn.
Ef tfðarfarið verður eins gott
og það er nú, er ætlunin að vinna
þetta í vetur, enda vart um annan
árstima að ræða, þar sem á öðr-
um tíma er nær eingöngu unnið
við sildina. Vei'ður reynt að
ljúka við að aka í götuna í vetur,
og hún látin þjappast í sumar, en
síðan verður hún steypt.
En aftur á móti strax og fer
að snjóa stöðvast áð mestu allar
framkvæmdir við götuna, þar
sem ekki verður hægt að sækja
stórgrýtið til uppfyllingarinnar
upp í fjallið.
Þormóður goði tók sér síld í
gær, en er nú farinn. Bátar eru
á leiðinni hingað í land og munu
margir þeirra vera með ágætan
afla. Er um 21 tíma sigling fyrir
bátana hingað frá miðunum, en
þeir halda sig mjög langt frá
iandi, eða frá 130 sjómílum upp
í 180 sjómílur. — Ásgeir.