Morgunblaðið - 19.01.1966, Qupperneq 16
16
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. janúar 1966
LEIÐBEININGAR VID SKATTFRAMTÖL
FKAMMTALSFRESTI til
skatts lýkur almennt um
næstu mánaðamót. í gær
bárust blaðinu frá ríkis-
skattstjóra leiðbeiningar
við framtalsaðstoð árið
1966 og enn fremur eintak
af skattmati ríkisskatta-
nefndar framtalsárið 1966.
Eru þarna veittar upplýs-
ingar um ýmiss atriði
skattalaganna og þó sér-
staklega ákveðin atriði í
, í sambandi við framtal til
skatts.
| Leiðbeiningar ríkisskatt-
stjóra fara hér á eftir, en
skattmat ríkisskattanefnd-
ar verður birt í blaðinu á
morgun:
NOTA skal framtalseyðublaðið,
sem áritað er í skýrsluvélum. Sé
það eigi fyrir hendi, ber fyrst að
útfylla þann lið framtals, sem
greinir nafn framteljanda, heim-
ilisfang, fæðingardag, -mán. og
ár, skattnúmer, nafn eiginkonu,
fæðingardag, -mán. og ár. Einn-
ig nöfn, fæðingardag og fæðing-
arár barna heima hjá framtelj-
anda, fædd árið 1950 eða síðar.
Aðgsétt skal einnig, hvort öll
börn heima hjá framteljanda,
fædd 1950 eða síðar, eru skráð á
árituðu framtalseyðublöðin. Einn
ig skal skrá upplýsingar um
fengin meðlög eða barnalífeyri,
svo og greidd meðiög með börn-
um.
Auðveldast er að útfylla hina
ýmsu liði framtalsins í þeirri
röð, sem þeir eru á eyðublaðinu.
I. EIGNIR 31. des. 1965.
1. Hreim eign samkvæmt
mcðfylgjandi efnahagsreikningi.
í flestum tilfellum er hér um
atvinnurekendur að ræða, og
ekki til ætlast að skattstjóri ann-
ist reikningagerð. Er þessi liður
því aðeins útfylltur, að efnahags-
reikningur sé fyrir hendi.
2. Eignir samkvæmt landbúnaðar
eða sjávarútvegsskýrslu.
Leita skal til deildarstjóra, full
trúa eða' umboðsmanns skatt-
stjóra með slíka aðstoð, og til-
nefnir hann starfsmann til verks
ins.
3. Fasteignir.
í lesmálsdálk skal færa nafn
og númer fasteignar- eða fast-
eigna og fasteignamat í kr. dálk.
Hafi framteljandi keypt eða selt
fasteign, ber að útfylla D-lið á
bls. 4 eins og þar segir til um.
Ef framtaijandi á hús eða íbúð
í smiðum, ber að útfylla bygg-
ingarskýrslu og færa nafn og
númer húss undir eignalið 3 og
kostnaðarverð í kr. dálk, hafí
húsið ekki verið tekið í fasteigna
mat. Sama gildir um bílskúra,
sumarbústaði, svo og hverjar
aðrar byggingar. Ef framteljandi
á aðeins íbúð eða hluta af fast-
eign, skal tilgreina hve eignar-
hluti hans er mikill, t.d. % eða
20%. Nota má það sem betur
hentar, hlutfall eða prósentu.
L>óð eða land er fasteign. Eignar-
lóð færist á sama hátt og önnur
fasteign, en leigulóð ber að
skammstafa L.l. kr............
sem færist í lesmálsdálk.
Bezt er að ganga um leið frá
öðrum þeim liðum framtalsins,
sem fasteign varða en þeir eru:
Húsaleigutekjur.
Tekjuliður 3, bls. 2.
Útfylla skal b- og c-liði sam-
kvæmt uppgjöf framteljanda, þó
skal gera athugasemd og spyrja
nánar. ef framtaldar tekjur af
útleigu eru óeðlilega lágar mið-
að við stærð og legu þess út-
leigða. í a-lið skal færa til
tekna einkaafnoi af húsi eða
íbúð. Ef húseign er útleigð að
hluta, skal reikna eigin leigu
kr. 2064,00 á ári, þ.e. kr. 172,00
pr. mán. fyrir hvert herbergi.
Sama gildir um eldhús. Ef eig-
andi notar allt húsið sjálfur, þá
skal meta eigin húsaleigu 11%
af fasteignamati húss og lóðar,
eins þó um leigulóð sé að ræða.
Víkja má þó frá herbergja-
gjaldi ef hús er mjög ófullkom-
ið, eða herbergi smá. Er þá auð-
veldast að miða herbergjafjölda
við flatarmál hússins. Víkja má
einnig frá prósentu af matsverði,
ef fasteignamat lóðar er óeðlilega
liátt miðað við mat hússins.
I ófullgerðum og ómetnum íbúð
um, sem teknar hafa verið í notk
un skal eigin leiga reiknuð 2%
á ári af kostnaðarverði í árslok
eða hlutfallslega lægri eftir því,
hvenær húsið var tekið í notkun
á árinu (sbr. meðfylgjandi mats
reglur ríkisskattanefndar).
Kostniaður við húseignir.
Frádráttarliður 1, bls. 2.
a) Fasteignagjöld: Hér skal
færa fasteignaskatt, fasteigna-
gjald, brunabótagjald, vatnsskatt
o.fl., og færa í kr. dálk, saman-
lögð þau gjöld, sem einu nafni
eru nefnd fasteignagjöld.
b) Fyrning: Fyrning reiknast
aðeins af fasteignamati hússins
eða húshlutans sjálfs samkv.
þeirri prósentu, sem um getur
í framtali. Af lóð eða landi reikn
ast ekkj fyrning.
c) Viðhald: Framtal segir um
hvernig með skuli fara. Ef laun
hafa ekki verið gefin upp, ber
að útfylla launamiða og láta
framteljanda skrifa ngfn sitt
undir hvern miða. Síðan skal
útfylla samtalningseyðublað,
eins og þaf segir til um. Ekki
skal færa á framtal viðhalds-
kostnað, neme samkvæmt fram-
lögðum nótum. Sætti framtelj-
andi sig ekki við það, nýtur hann
ekki frekari aðstoðar. Það athug-
ist, að vinna húseiganda við við-
hald fasteignar færist ekki á
viðhaldskostnað, nema hún sé
þá jafnframt færð til tekna.
4. Vélar, verkfæri og áhöld.
Undir þennan lið koma land-
búnaðartæki þegar frá eru dregn
ar fyrningar, skv. landbúnaðar-
skýrslu, svo og ýms áhöld hand-
verksmanna, lækna o.s.frv. Áhöld
keypt á árinu að viðbættri fyrri
áhaldaeign, ber að færa hér að
frádreginni fyrningu.
Um hámarksfyrningu sjá 28.
gr. skattareglugerðarinnar.
Það athugist, að þar greindar
fyrningaprósentur miðast við
kaup- eða kostnaðarverð að
frádregnu niðurlagsverði 10%.
Sé fyrningin reiknuð af kaup-
eða kostnaðarverði án þess að
niðurlagsverðið sé dregið frá, þá
skal reikna með þeim mun
lægri hámarksfyrningu. Sé fyrn
ingin t.d. 20% skv. 28. gr. reglu-
gerðarinnar, þá 13%% af kaup-
verði o.s.frv. Halda má áfram að
afskrifa þar til ftir standa 10%
af kaupverðinu. Eftirstöðvarnar
skal afskrifa árið, sem tækið
verður ónothæft, þó að frádregnu
því, sem fyrir tækið kynni að
fást.
Ef um er að ræða vélar, verk-
færi og áhöld, sem notuð eru til
tekjuöflunar, þá skal færa fyrn-
inguna bæði til lækkunar á eign
undir eignalið 4 og til frádráttar
tekjum undir frádráttarlið 15.
Séu tækin ekki notuð til tekju
öflunar, þá færist fyrningin að-
eins til lækkunar á eign.
Hafi framteljandi' keypt eða
selt vélar, verkfæri og áhöld,
ber að útfylla D-lið á bls. 4, eins
og þar segir til um.
5. Bifreið.
Her skal útfylla eins og skýrslu
formið segir til um, og færa kaup
verð í kr. dálk. Heimilt mun þó
að lækka einkabifreið um 13%%
af kaupverði fyrir ársnotkun, frá
upphaflegu verði. Kemur það
aðeins til lækkunar á eignarlið,
en dragist ekki frá tekjum, nema
bifreiðin sé notuð til tekjuöflun-
ar. Leigu- og vörubifreiðir má
fyrna um 13% af kaupverði og
jeppabifreiöir um 13!/2 % af kaup
verði. Fyrning til gjalda skal
færð á rekstrarreikning bifreiðar
innar. Sjá nánar um fyrningar í
tölulið 4.
Hafi framteljandj keypt eða
selt bifreið, ber að útfylla D-lið
á bls. 4, eins og þar segir til um.
6. Peningar.
Hér á aðeins að færa pen-
ingainneign um áramót. Ekki víx
ileignir, verðbréf, né neina aðra
fjármuni en peninga.
7. Inneignir.
Hér ber eingongu að færa
peningainnstæður í bönkum,
sparisjóðum og innlánsdeildum,
svo og verðbréf, sem skattfrjáls
eru skv. sérstökum lögum. Víxl-
ar eða verðbréf, þótt geymt sé
í bönkum, eða þar til innheimtu,
telst ekki hér. Sundurliða þarf
bankainnstæður og skattfrjáls
verðbréf skv. A-lið bls. 3 og
færa síðan samtalstölu skatt-
skyldra inneigna á eignarlið 7.
Undanþegnar framalsskyldu og
eignarskatti eru ofannefndar
innstæður og verðbréf, að því
leyti sem þær eru umfram skuld
ir. Til skulda í þessu sambandi
teljast þó ekki fasteignaveðlán,
tekin til 10 ára eða lengri tíma
og sannanlega notuð til þess að
afla fasteignanna eða endur-
bæta þær. Hámark slíkra veð-
skulda er kr. 200.000.-. Það sem
umfram er telst með öðrum
skuldum og skerðir skattfrelsi
sparifjár og verðbréfa, sem því
nemur. Ákvæðið um fasteigna-
veðskuldir nær ekki til félaga
sjóða eða stofnana.
Hafi framteljandi keypt eða
selt hlutabréf, ber að útfylla
D-lið á bls. 4, eins og þar segir
til um.
9. Verðbréf, útlán, stofnsjóðs-
innstæður o.fl.
Útfylla skal B-lið bls. 3 eins
og skýrsluformið segir til um,
og færa samtalstölu í lið 9.
Hafi framteljandi keypt eða
selt verðbréf, ber að útfylla D-
lið á bls. 4, eins og þar segir til
um.
10. Eignir harna.
Útfylla skal E-lið bls. 4 eins
og formið segir til um, og færa
samtalstöluna á eignarlið 10, að
frádregnum skattfrjálsum inn-
stæðum og verðbréfum sbr. tölu-
lið 7. Ef framteljandi óskar þess,
að eignir barns séu ekki taldar
með sínum eignum, skal ekki
færa eignir barnsins í eignarlið
10, og geta þess sérstaklega í G-
lið bls. 4, að það sé ósk fram-
teljanda, að barnið verði sjálf-
stæður skattgreiðandi.
11. Aðrar eignir.
Undir þennan lið koma ýms-
ar ótaldar eignir hér að ofan
(aðrar en fatnaður, bækur, hús-
gögn og aðrir persónulegir mun-
ir), svo sem vöru- og efnis-
birgðir, þegar ekki fylgir efna-
hagsreikningur og starfssemi í
það smáum stíl, að slíks gerist
ekki þörf. Smábátar, hestar og
annar búfénaður, ekki talið á
landbúnaðarskýrslu, svo og hver
önnur eign, sem áður er ótalin
og er eignarskattskyld.
II. SKULDIR ALLS.
Útfylla skal C-lið bls. 3 eins
og formið segir til um, og færa
samtalstölu á þennan lið.
m. TEKJUR ÁRIÐ 1965.
1. Hreinar tekjur samkv. með-
fylgjandi rekstrarreikningi.
Liður þessi er því aðeins út-
fylltur, að fyrir liggi rekstrar-
reikningur. Skattstjóri annast
ekki reikningsuppgjör fyrir fram
teljanda og kemur því ekki til
aðstoð í þessu tilviki.
2. Tekjur samkv. Iandbúnaðar-
og sjávarútvegsskýrslu.
Hér eru færðar nettotekjur af
landbúnaði og smáútgerð og
ekxi tu æuast, að byrjandi ann-
ist slíka skýrslugerð. Sjá um-
sögn með eignarlið 2.
2. Húsaleigutekjur.
Þennan lið á að vera búið
að útfæra. Sjá 3. mgr. umsagnar
um eignarlið 3.
4. Vaxtatekjur.
Hér skal færa skattskyldar
vaxtatekjur samkv. A- og B-lið
bls. 3. Það athugist, að undan-
þegnir framtalsskyldu og tekju-
skatti eru allir vextir af eignar-
skattfrjálsum innistæðum og
verðbréfum, sbr. tölulið 7, I.
5. Arður af hlutabréfum.
Hér skal færa arð, sem fram-
teljandi fær úthlutaðan af hlut-
abréfum sínum. Rétt er að líta
á eignarlið 8 og spyrja um arð
frá hverju einstöku félagi, séu
um fleiri en eitt að ræða, og
færa samanlagðan arð hér.
6. Laun greidd í peningum.
1 lesmálsdálk skal rita nöfn
og heimili kaupgreiðenda og
tekjuupphæð í kr. dálk. Ef fram
teljandi telur fram óeðlilega lág
ar tekjur, miðað við það sem
aðrir hafa í hliðstæðu eða sams
konar starfi, skal inna eftir
ástæðu og geta hennar í G-lið
bjs. 4.
7. Laun greidd í hlunnindum.
a. Fæði: Rita skal dagafjölda,
sem framteljandi hefir frítt fæði
hjá atvinnurekanda sínum, og
reiknast til tekna kr. 54.- á dag
fyrir karlmann, kr. 43.- fyrír
kvenmann og kr. 43.- fyrir börn
yngri en 16 ára. Margfalda síðan
dagafjölda með 54 eða 43, eftir
því sem við á, og færa útkomu
í kr. dálk. Frítt fæði sjómanna
er undanþegið skatti og útsvari
og færist því ekki hér.
b. Húsnæði: Rita skal fjölda
mánaða, sem vinnuhjú hafa
frítt húsnæði hjá atvinnurek-
anda sínum og reiknast til tekna
kr. 165.- á mánuði í bæjum og
kaupstöðum, en kr. 132,- á mán-
uði í sveitum. Margfalda skal
mánaðafjölda með 165 eða 132,
eftir því sem við á, og færa út-
komu í kr. dálk.
Fæði og húsnæði framteljanda,
sem búa í foreldrahúsum, telst
ekki til tekna og færist ekki á
þennan lið, nema foreldrí sé at-
vinnurekandi og telji sér nefnda
liði til gjalda. Ef framteljandi
fær greitt kaup fyrir heimilis-
störf,' reiknast enn fremur fæði
og húsnæði til tekna.
c) Fatnaður eða önnur hlunn-
indi: Til tekna skal færa fatnað,
sem atvinnurekandi lætur fram-
teljanda í té án endurgjalds, og
ekki er reiknað til tekna í öðrum
launum. Tilgreina skal hver fatn
aður er og útfæra í kr. dálk, sem
hér segir: Einkennisföt kr.
2400,00. Einkennisfrakki kr.
1800,00. Annar einkennisfatnaður
og fatnaður. sem ekki telst ein-
kennisfatnaður, skal talinn til
tekna á kostnaðarverði. Sé
greidd ákveðin fjárhæð í stað
fatnaðar, ber að telja þá upp-
hæð til tekna. Önnur hlunnindi,
sem látin eru í té fyrir vinnu,
ber að meta til peningaverðs eft-
ir gangverði á hverjum stað og
tíma og reikna til tekna.
8. Elli- og örorkulífeyrir.
Færa skal í kr. dálk upphæð
þá, sem framteljandi telur sig
hafa fengið greidda á árinu. Ríkis
trygging gefur upp slíkar greiðsl
ur á nafn hvers og eins, og verð-
ur það borið saman við upp-
gjöf framteljanda við endurskoð
un framtals.
9. Sjúkra- og slysabætur.
Hliðstætt gildir hér og og lið 8.
10. Fjölskylduhætur.
Greiðslur Trygginastofnunar
vegna barna (ekki barnalífeyrir
— meðlag) nefnast fjölskyldubæt
ur og mæðralaun, og er hvort
I tveggja fært til tekna undir lið
10. Á árinu 1965 voru fjölskyldu-
bætur fyrir hvert barn kr. 3.105,-
yfir árið. Margfalda skal þá upp-
hæð með barnafjölda og útfæra
í kr. dálk. Fyrir börn, sem bæt-
ast við á árinu og börn, sem ná
16 ára aldrj á árinu, þarf að
reikna bætur sérstaklega. Mán-
aðargreiðslur á árinu 1965 voru
sem hér seigr:
Jan.—febr. kr. 250,00 á mán.
Marz—maí kr. 257,63 á mán.
Júní—ágúst kr. 259,15 á mán.
Sept.—nóv. 262,20 á mán.
Des. kr. 268,30 á mán.
Fyrir barn, sem fæðist á árinu,
eru bætur greiddar frá 1. næsta
mánaðar frá fæðingu. Fyrir barn,
sem verður 16 ára á árinu, eru
bætur greiddar fyrir afmælis-
mánuðinn.
Mæðalaun eru greidd ekkjum,
ógiftum mæðrurn og fráskildum
konum. Á árinu 1965 voru mæðra
laun, sem hér segir:
Fyrir 1 barn kr. 2.403,45, 2
börn kr. 13.047,18, 3 börn og
fleiri kr. 26.094,33. Mæðralaun
fyrir börn, sem bætast við á ár-
inu eða öfugt, verður að reikna
með öðrum hætti en fjölskyldu-
bætur. Fjölskyldubætur eru
alltaf þær sömu fyrir barnið, en
mæðralaun ekki. Ber því að
reikna sjálfstætt hvert tímabil,
sem móðir nýtur bóta fyrir 1
barn, fyrir 2 börn o. s. frv. og
leggja saman bætur hvers tíma-
bils og færa í einu lagi í kr.
dálk.
Mánaðargreiðslur á árinu 1965
voru sem hér segir:
Fyrir 1 barn:
Jan.—febr.
Marz—Maí
Júní
Júlí—ágúst
Sept.—nóv.
Des.
Kr. 185,15 á mán.
— 190,80 - —
— 191,93 - —
— 209,01 - —
— 211,47 - —
— 216,39 - —
Fyrir 2 hörn:
Jan.—febr.
Marz—maí
Jiiní
Júlí—ágúst
Sept.—nóv.
Des.
Kr. 1005,10 á mán.
— 1035,76 - —
— 1041,89 - —
— 1134,61 - —
— 1147,97 - —
— 1174,68 - —
Fyrir 3
Jan.—febr.
Marz—maí
Júní
Júlí—ágúst
Sept.—nóv.
Des.
hörn og fleiri:
Kr. 2010,20 á mán,
— 2071,51 - —
— 2083,77 - —
— 2269,23 - —
— 2295,94 - —
— 2349,35 —
11. Tekjur barna,.
Útfylla skal F-Iið bls. 4 eins
og formi'ð segir til um og færa
samanlagðar tekjur barna í kr,
dálk 11. tekjuliðs, að frádregnum
skattfrjálsum vaxtatekjum sbr.
tölulið 4, III. Ef barn (börn) hér
tilgreint stundar nám í fram-
haldsskóla, skal í neðstu línu F-
liðar rita nafn barnsins og í
hvaða skóla nám er stundað, rita
skal einnig námsfrádrátt skv.
mati ríkisskattanefndar (sjá með
fylgjandi matsreglur), og færa í
frádráttarlið 15 bls. 2. Upphæð
námsfrádráttar má þó ekki vera
hærri en tekjur barnsins (barn-
anna, hvers um sig) færðar í
tekjulið 11.
Ilafi barn hreinar tekjur um-
fram kr. 16.000.0, getur fram-
teljandi óskað þess, að barnið
verði sjálfstæður framteljandi og
skal þá getá þess í G-lið bl«. 4.
En þá skal ekki færa tekjur
barnsins í tekjulið 11 né náms-
frádrátt á frádráttarlið 15, þegar
fram er talið. Við endurskoðun
munu tekjurnar hins vegar verða
færðar tii tekna undir tekjulið
11 og drádráttur færður á frá-
dráttarlið 15, efti því sem við á.
12. Launatekjur konu.
Hér skal færa tekjur konu
framteljanda, ef einhverjar eru.
í lesmálsdálk skal rita nafn at-
vinnurekanda og tekjuupphæð í
kr. dálk. Það athugist, að þótt
helmingur af tekjum giftrar konu