Morgunblaðið - 19.01.1966, Síða 11

Morgunblaðið - 19.01.1966, Síða 11
Miðvikudagur 19. janúar 1966 MORCUNBLAÐIÐ 11 ur er stríð“. Þessi mótsögn skýrist þó, þegar haft er í huga, að fylgismenn Peking- stjórnarinnar í Hanoi eiga í vandræðum heima fyrir, því að almenningur þar er lang- þreyttur á styrjöldum. Raun- verulegt friðartilboð getur því reynzt Pekingsinnuðum ráðamönnum í N-Vietnam hættulegra en loftárásir bandaríska flughersins. Enn fremur getur höfnun friðar- tilboða haft slæmar afleiðing- ar heima fyrir, og dregið úr trú manna erlendis á friðar- vilja Hanoistjórnarinnar. — Þannig lýsti Pham Van Dong, forsætisráðherra N-Vietnam, því yfir á sl. hausti, að „auð- trúa fólk“, sem legði trún- að á yfirlýsingar Bandaríkja- forseta, um, að hann vildi setjast að samningaborði, væri farið að efast um „frið- arvilja okkar“. Endurteknar árásir Peking- stjórnarinnar á Kosygin, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, renna stoðum undir þá skoð,- unj að hann hafi á sl. ári reynt að fá ráðamenn í N- Vietnam til að taka upp samn inga. Afstaða A-Evrópuríkja hefur komið í ljós í útvarps- sendingum, sem hafa lagt á- herzlu á árangur af loftár- ásum Bandaríkjamanna, og látið í Ijós þá skoðun, að her N-Vietnam yrði að lokum að láta í minni pokann, þrátt fyrir gangstæðar vonir Pekingstj órnarinnar. Hver eru viðbrögð þeirra 18 milljóna, sem byggja N- Vietnam? Ræður kommúnista leiðtoga þar, og ritstjórnar- greinar, sem birtust á liðnu ári, gefa til kynna, að þessi skoðun eigi þar nokkru fyigi að fagna. Song Hao, hershöfð- ingi og yfirmaður stjórnmála- ráðs hers N-Vietnam, sagði í fyrra, að ætti að takast að veita liðum Vietoong í S-Viet nam nægilegan stuðning, og verja N-Vietnam, „þá verður her N-Vietnam að taka mikl- um hugarfarsbreytingum.... svo að takast megi að berja miður alla neikvæða afstöðu, og ýktar friðaróskir, sem draga munu úr baráttuviljan- um“. Um sama leyti var í siífellu lá þvi hamrað í blöðum í Hanoi, að her N-Vietnam yrði að gera sér fullagrein fyrir þ'vi, hvað um væri að tefla. Bkki mætti raska trúnni á flokkinn. Er loftárásir Banda ríkjamanna fóru vaxandi, var eagt, að í ljós hefði komið, að skipulagning, stjórn og þjálfun herliða væri ekki „nógu góð“. Þá var lögð á það éherzla, að bæta yrði aðbún- að hermannanna. Á mörgum stöðum „er maturinn slæmur, hreinlæti ábótavant, og heilsa hermanna lakari en áður“. Þess var krafizt, að starfrækt yrðu hreinleg eldhús, þar se/n nógur matur væri fyrir hendi, hermenn fengju tréplanka ti að sofa á, og nægan tíma til hvíldar. Er þeir yrðu að haf- ast við undir beru lofti, yrðu þeir að fá tjöld, svo að þeir fengju ekki sólsting. Síðar á liðnu ári lýsti Tru- ong Chinlh, Pekingsinnaður meðlimur framkvæmdanefnd ar kommúnistaflokks N-Viet- nam, því yfir í Hanoi, að ætti sigur að vinnast á vígstöðv- unum, yrði að bæta stjórn- ina heima fyrir. Meðal ann- ars yrði að „koma á stjóm- arfarsbreytingum, bæta lífs- kjör almennings og herða hug hers og alþýðu“. Gæta yrð öryggis, og verja landið fyrir njósnurum. bá þyrfti aukið etfirlit með andbyltingarsinn um. Andlegt þrek aiþýðunnar þyrfti að auka, með meiri fræðslu „um stjórnmál“. Þegar þessi ummæli eru höfð í huga, þrátt fyrir sí- end-urteknar yfirlýsingar um hreysti og staðfestu þjóðfrels inssinna, þá verður heildar- myndin af ástandinu í N-Viet nam ekki eins glæsileg og leiðtogar landsins hafa viljað vera láta. Eitt málgagna stjórnarinnar í Hanoi hefur dregið dár að viðleitni ráða- manna a-tvinnulífsins til þess að ná settu framleiðslumarki. TeLur það öruggast að setja markið lægra, eigi að ná því. Þá hafa ráðamenn verið gagn rýndir fyrir að kalla til her- þjónustu sérfróða menn, og tæknimenntaða, sem ekki sé hægt án að vera, eigi efna- hagsáætlanir að standast. Þá hefur verið vikið að „flokiks- mönnum, starfsmönnum ríkis og öðrum, sem enn hafa ekki gert sér grein fyrir því, hrversu mikilvægar landvarn- irnar eru“. Þessa menn skorti dug, og 'hugsi þeir sífellt um sjálfa sig, ekki þjóðarheill. Menntamenn hafa verið sak- aðir um „afskiftaleysi og áhugaleysi, þrátt fyrir árás Bandaríkjamanna“. Skortur er á vinnuafli, og verkamenn kvarta yfir því, að þeir hafi ekki efni á því að búa í borg- um, eftir að konur og börn hafa verið send út í sveitir, af öryggisástæðum. í júlí birtist grein í Hanoi, þar sem lýst var óánægju yf- ir því, að illa gengi að skrá nýja flokksmeðlimi. í sum- ir nýjir meðlimir gengið í flokikinn í marga mánuði. í haust, sem leið, kvartaði málgagn Lao Dong (verka- manna) flokksinns yfir því, að „spillingaröfl hafa, fyrir tilstilli bandarískra heims- valdasinna, grafið um sig í landinu, og er nú dreift með- al almennings upplognum fréttum, sem leiða til ókyrrð- ar, vekja efasemdir og svart- sýni......“ Blaðið varaði les endur sína við því að láta blekikjast af bandarískum áróðri, og láta „ótta blandast óskum um frið“. Það myndi leiða til stríðsleiða, klofnings og grunsemda. Þessi skrif heima fyrir, stinga í stúf við yfirlýsingar Hanoistjórnarinnar, á erlend- um vettvangi, um einingu þjóð arinnar, og óbugandi baráttu- vilja. Enginn skyldi þó með yfirlýsingar, því að með öll- um stríðandi þjóðurr eru þeir, sem ekkert hugrekki eða bar- áttuvilja eiga til að bera — einnig með þeim þjóðum, sem sigra. Margir hlutlausir aðil- ar, sem komið hafa til N-Viet nam, telja, að íbúar landsins, sem barizt hafa fyrir frelsi síðan 1946, muni halda áfram að berjast, þar til þeir telji sig hafa unnið sigur. Þó væri rangt að haida því fram, að almenningur í N- Vietnam geri sér miklai von- ir um að sigra Bandaríkja- menn. Ætlunin virðist vera að halda áfram baráttunni, þar til Bandaríkin ákveða að flytja her sinn á brott. Kommúnistar í Vietnam halda því fram, að bjartsýni þeirra eigi við rök að styðj- ast. Bandaríkin geti ekaii sent nógu marga hermenn til Viet- nam til þess að vinna bug á skæruliðum (fimm á móti ein um telja þeir lágmark). Eng- inn erlendur her geti sigrazt á vel skipulögðum, innlend- um byltingarher. Þá muni óá- nægja í röðum bandarískra hermanna í útlegð, og óá- nægja almennings í Banda- rikjunum sjálfum, verða þyngri á metunum en nokkr ar óánægjuraddir í N-Viet- nam. Afstaðan í Saigon Ráðamenn i Sadgon hafa ekki gefið út neinar beinar yfirlýsingar um friðarsókn Bandaríkjaforseta, en það dylst fáum, að sérstakrar hrifningar gætir ekki. Opinberlega hefur engin- óvild verið sýnd í garð Banda ríkjanna, hvorki vegna friðar umleitana né hlésins, sem gert hefur verið á loftárásum á N-Vietnam. Stjórnin í Sai- gon telur, að síðustu aðgerðir Bandaríkjanna séu skaðlaus- ar, en muni vart leiða til nuk . ils árangurs. „Það er ekki um neitt að semja“, segir stjórn- in. Ky, forsætisráðiherra, og meðráðamenn hai.s, munu ekki telja, að hægit sé að koma á friði, eins og sakir standa. Afstaðan er sú, að þá fyrst muni ráðamenn N-Viet- nam ganga að „sanngjörnum“ samningum, er þeir hafi beð- ið mun meira tjón en nú er raunin á. Það, sem hel.:t myndi knýja Hanoistjórnina að samningaborðinu, sé stór- felld eyðilegging á verðmæt- um í N-Vietnam, og hótun Bandaríkjanna um að breiða styrjöldina út til Laos. Þar eð Bandaríkin hafa lýst því yfir, að þau mum hafa her í Vietnam eins lengi og nauðsyn krefur, og gripið verði til harðari aðgerða, verði þeirra þörf, þá eru ráða menn S-Vietnam akveðnir í því að berjast, þar til fulln- aðarsigur hefur unnizt. Und anlátssemi komi ekki til greina. „Er nokkur ástæða til þess að setjast að samningaborði við menn, sem helzt líkjast fjárhættuspilurum við spila- borð, og reiðubúnir eru að gnípa ti.1 hvaða örþrifaráðs sem er, til að bæta hag sinn?“ Þetta er spurning, sem ráða- menn í Saigon hafa varpað fram að undanförnu. Þar eð stjórnin þar telur sigur einu lausnina, hvaða skihiing leggur hún þá í það orð? Svarið mun vera bnott- flutningur allra skæruliða Vietcong, og henmanna N- Vietnam, frá S-Vietnam. í augum Saigonstjórnarinn ar er því ólíklegt, að samið verði nú um frið. Þá mun það skoðun stjórnarinnar, að allt tal um sameiningu S- og N- Vietnam, sem vafalítið yrði rætt um við samningabjrðið, komi ekki til greina. Reynir De Gaulle að miðla málum? Undanfarin tvö ár hefur De GauLle, Frakklandsforseti, ekki haft bein afskipti af Viet nanideilunni. Nú virðist hann hins vegar hafa meiri ahuga á að aðstoða við lausn hennar. Enn er of snemmt að segja, hvernig hann bregzt við. en afstöðubreyting hans á sér ýmsar orsakir. Viðræður Arthur Gold- bergs, sendifull'trúa Johnsons, Bandaríkjaforseta, við Frakk- landsforseta, sem fram fóru nýlega, eru sagðar hafa farið fram af gagnkvæmum skiln- ingi. í öðru lagi eru nú af- staðnar forsetakosningar í Frakklandi, og þvi má vera, að DeGaulle hafi meiri áhuga en áður á því að hagnýta þau sérstæðu stjórnmálatengsl, sem forsetinn hefur við Al- þýðulýðveldið Kína, Sovétrík in og N-Vietnam. Framhald á bls. 17. Forsvarsmenn bandarískra stúdentasamtaka afhenda Hu- bert Humphrey, varaforseta, undirskriftaskjal. — 447.000 bandarískir stúdentar lýstu yfir stuðningi sínum við stefnu Bandaríkjastjórnar í Vietnam. — USIS —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.