Morgunblaðið - 19.01.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.01.1966, Qupperneq 17
Miðvíkudagur 19. janúar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 17 s'é skatWrjáls, ber að telja allar tekjurnar hér. 13. Aðrar tekjur. Hér skal tilfæra hverjar þær tekjur, sem áður eru ótaldar. Má þar tilnefna styrktarfé, gjafir (aðra en tækifærisgjafir), happ- drættisvinninga (sem ekki eru skattfrjálsir), arð af hlutabréfum vegna félagsslita, arð af eignum, töldum undir eignarlið 11, sölu- hagnað sbr. D-lið bls. 4, skatt- skylda eigin vinnu við eigið hús, afföll af keyptum verðbréfum o. fl. o. fl. Ennfremur skal hér tilfæra til teknu risnufé, bifreiða styrki o.þ.h., og endurgreiddan ferðakostnað, þar méð taldir dag peningar. Sjá lið IV. tölulið um frádrátt. IV. Frádráttur 1. Kostnaður við húseignir. Sjá 4 mgr. umsagnar varðandi eignarlið 3. 2. Vaxtagjöld. Hér skal færa samtalstölu vaxta skv. C-lið. Vaxtagjöld í kr. dálk. Gera skal athugasemd, ef framteljandi tilnefnir vaxtagjöld það há, að ólíklegt þyki miðað við skuldir. Færa má sannanlega greidda vexti, þó lán hafi verið tekið og greitt upp á árinu. 3. Eignarskattur. í kr. dálk skal færa eignar- skatt greiddan á árinu 1965. 4. Eignarútsvar. í kr. dálk skal færa eignar- útsvar greitt á árinu 1965 . 5. Iðgjald af lífeyristryggingu. Hér S'kal færa framlag laun- þega til lífeyrissjóðs. Munu flest ir lífeyrissjóðsfélagar greiða 4% af föstum launum. Mismunandi reglur gilda um hina ýmsu líf- eyrissjóði og of langt mál að tína þær til hér. Sá er aðstoð veitir færir því í kr. dálk upp- hæð þá, sem framteljandi til- nefnir, og verður það athugað síðar. 6. Iðgjald af lífsábyrgð. Hér skal því aðeins færa ið- gjald af líftryggingu, að fram sé lögð kvittun fyrir greiðslu. Hámarksfrádráttur fyrir þ-á, er greiða í lífeyrissjóð og njóta frá- dráttar skv. frádráttarlið 5, er kr. 6000.00, en kr. 9000.00 fyrir aðra. 7. Sjúkrasamlag. Hér skal færa sjúkrasamlags- igjald fyrir árið 1965, eins og það. var á samlagssvæði framteljanda og hann hefir greitt. í Reykjavík var gjaldið kr. 1140,00 fyrir ein- hleypan og kr. 2280,00 fyrir hjón. Ath. Útgerðarmenn greiða sjúkrasamlagsgjald fyrir sjómenn þann tíma, sem þeir eru lög- skráðir: 8. Alm. tryggingargjald. Hér skal færa alm. tryggingar- gjald álagt 1965. Á árinu 1965 var gjaldið sem hér segir: Fyrir hjón kr. 3135,00, einhl. karl kr. 2850,00, einhl. konu kr. 2140,00. Framteljendur yngri en 16 ára og 67 ára eða eldri greiða ekki alm. tryggingargjald. í ör- fáum tilfellum öðrum var gjald- ið ekki álagt eða fellt niður, t.d. þegar um var að ræða öryrkja, sem litlar eða engar tekjur höfðu aðrar en örorkustyrkinn. Á álagningárseðli með framtali fyrra árs má sjá, hvort gjaldið var álagt eða ekki. Á álagningar- seðlinum (eða afriti af úrskurði) má einnig sjá, ef gjaldið var fellt niður. 9. Stéttarfélagsgjald. Hér skal rita nafn stéttarfélags og árgjaldið í kr. dálk. 10. Greitt fæffi á sjó. Hér skal rita . dagafjölda, sem framteljandi er skráður á ís- lenzkt fiskiskip og greiðir fæði sitt sjálfur. Síðan skal margfalda dagafjölda með tölunni 46 og færa útkomu í kr. dálk. 11. Slysatrygging á fiskiskipi . , vikur. Hér skal rita vikufjölda, sem framteljandi er háður slysa- tryggingariðgjaldi sem fiskimað- ur. Ef framteljandi er þannig skráður á fiskiskip í 26 vikur eða lengur, skal margfalda viku- fjölda með tölunni 808 og færa niðurstöðu í kr. dálk. Sé fram- teljandi skráður á fiskiskip skemur en 26 vikur, skal marg- falda vikufjölda með tölunni 116 og færa útkomu í kr. dálk. Hlutaráðnir menn skulu og njóta sama frádráttar, þótt þeir séu eigi lögskráðir, enda geri út- gerðarmaður fulla grein fyrir hvernig hlutaskiptum er farið, og yfir hvaða tímabil launþegi hefir tekið kaup eftir hlutaskipt- um. 12. Skyldusparnaffur. Hér skal færa þá fjárhæð, sem framteljandi á aldrinum 16—25 ára hefir fengið greidda í spari- merkj-um á árinu 1965 og inn- færð er í sparimerkjabók. Til frá dráttar 1-eyfist ekki hærri upp- hæð en 15% af launum og hlunnindum, sem aflað var á árinu. Sparimerki, sem endur- greiðast á sama ári og fyrif þeim er unnið, vegna undan- þágu frá sparnaðarskyldu, fær- ast ekki til frádráttar. 13. a. 50% af launatekjum konu. Hér er færður helmingur upp- hæðar, sem talin' er á tekjulið 12, þó leyfist ekki frádráttur hér, ef teknanna er aflað hjá fyrir- tæki, sem hjónin eiga annað- hvort eða bæði, eða ófjárráða börn þeirra. í>á skal frádráttur leyfður samkv. b-lið (sjá síðar). Samkvæmt úrskurði ríkisskatta- nefndar skal leyfa 50% frádrátt, þegar um er að ræða lækna- praxís og eftirtalinn atvinnu- rekstur giftrar konu í heimahús- um: hágreiðslustofur, prjóna- stofur og saumastofur. Frádrátt- urinn nær einungis til launa, sem greidd eru fyrir vinnu. b. Vegna starfa konu viff atv.r. hjóna. Hér skal færa leyfðan frádrátt vegna starfa konu við atv.r. hjóna, eða ófjárráða barna þeirra. Meta skal hluta konunn- ar af sameiginlegum hreinum tekjum hjónanna, miðað við beint vinnuframlag hennar við öflun teknanna, og leyfist til frá dráttar 50% af hlut hennar, þó aldrei hærri upphæð en kr. 15.000.00. 14. Hér skal færa til frádrátt- ar sjúkra- eða slysadagpeninga úr almannatryggingum og sjúkra sjóðum stéttarfélaga, sem jafn- framt ber að telja til tekna und- ir tekjulið 9. 15. Annar frádráttur. Hér skal færa þá frádrátt- arliði, sem áður eru ótaldir og heimilt er að draga frá tekjum. Þar til má nefna: 1. Afföll af skuldabréfum (sjá A-lið' 12. gr. laga). 2. Ferðakostnaður vegna lang- ferða. 3. Gjafir til menningarmála (sjá D-lið 12. gr. laga). 4. Kostnaður við öflun bóka o.fl. til vísindalegra og sérfræði- legra starfa (sjá E-lið 12. gr. laga). 5. Kostnaður við stofnun heim- ilis kr. 32.000,— 6. Frádráttur v/björgunar- launa (sjá B-lið 13. gr. laga). 8. Frádráttur einstæðra for- eldra, er halda heimili fyrir börnin (sjá 3. mgr. 16. gr. laga). 9. Námsfrádráttur (sjá með- fylgjandi matsreglur ríkisskatta- nefndar). 10. Afskrift heimtaugargjalda v/hitaveitu, 10%. 11. Sannanlegan risnukostnað, þó eigi hærri upphæð en nemur risnufé til tekna, sbr. lið III, 13. Greinargerð um risnukostnað skal fylgja framtali, þar með skýringar vinnuveitanda í risnu þörf. Um landgöngu og risnufé yfirmanna á farmskipum gildir eftirfarandi: Skipstjórar mega fá skattfrjálst landgöngufé í inn- anlandssiglingum allt að kr. 300,00 á mánuði, en í utanlands- siglingum allt að kr. 700,00 á mánuði. 1 .stýrimenn mega fá skatt- frjálst risnufé allt að kr. 607,50 á ári. 1. vélstjórar mega fá skatt- frjálst: landgöngufé alit að kr. 300,00 á mánuði og risnufé allt að kr. 911,25 á ári. 12. Sannanlegan kostnað vegna rekstrar bifreiðar á þágu vinnu- veitanda. Útfylla skal þar til gert eyðublað „Bifreiðastyrkur og bifreiðarekstur“, eins og form þess segir til um. Ennfremur skal fylgja greinargerð frá vinnu veitanda um ástæður fyrir greiðslu bifreiðastyrksins. Til frádráttar kemur sá hluti heild- arrekstrarkostnaðar bifreiðar- innar, er svarar til afnota henn- ar í þágu vinnuveitanda, þó eigi hærri upphæð en nemur bif- reiðastyrk til tekna, sbr. lið III, 13. 13 a. Ferðakostnað og annan kostnað, sem framteljandi hefur fengið endurgreiddan vegna fjarveru frá heimili sínu um stundarsakir vegna starfa í al- menningsþarfir. Til frádráttar kemur sama upphæð og talin er til tekha sbr. III, 13. b. Beinan kostnað vegna ferða í annarra þágu, þó eigi hærri upp hæð en endurgreidd hefur verið og til tekna er talin, sbr. III, 13. Aðra liði framtals skal útfylla eins og formið segir til um eftir því sem við á: Greidd heimilis- aðstoð. Álagður tekjuskattur og tekjuútsvar. Greidd húsaleiga. Greidd sölulaun, stimpilgjöld og þinglesning. Afföll af seldum verðbréfum. í D-lið bls. 4 ber að gera nákvæma grein fyrir kaup- um og sölum fasteigna, skipa, véla, verðbréfa og hvers konar annarra verðmætra réttinda. Að lokum skulu athugasemdir fram- teljanda um skattlækkun, með fullnægjandi upplýsingum og gögnum (t.d. læknisvottorð). Dagsetja skal svo framtalið og framteljandi sjálfur og eigin- kona undirrita það. — Friðarsókn Þá lagði sérstakur sendi- maður Frakklands.forseta, Jean Ohauvel, " sendiherra, sikýrslu fyrir hann, að lok- inni heimsókn til Kína, N- Vietnam, Laos og Kambodíu, í lok fyrra mánaðar. Frakklandsstjórn hefur oft lýst vilja sínum til að „gera skynsamlegar ráðstafanir“, og Ohauvel mun hafa skýrt DeGaulle frá því, að ráða- menn í Hanoi „hafi óhuga“ á hugsanlegum afsikifitum .for- setans. Frakkland hefiur verið í nánum tengslum við Kam- bódíu, og hefur veitt stjórn- inni þar hernaðaraðstoð. Fyrr í þessum mánuði lýsti sendiráð Kambódíu í París þvi yfir, að Bandaríkjunum hefði verið send mótmæli, vegi.a atferlis bandarískra hermanna, sem farið hefiðu inn fyrir landa- mæri Kambódíu (skæruliðar Vieteong hafa hörfiað inn í landið). í yfirlýsingu sendi- ráðsins sagði, að yrði upptekn um hætti haldið, myndi „gripið til hernaðaraðgerða, og leitað til allra þeirra landa, sem veita vildu að- stoð“. Frakkland yrði vafalaust þegar í stað við slíkri beiðni, þar eð DeGaulle gæti ekki neifað henni. Atburðirnir við landamæri Kambódiu munu hafa verið til umræðu, er Gold'berg ræddi við De Gaulle, og. það er athyglis- vert, að síðan hefur verið gaf- in út skipan um, að skærulið- ar Vietcong skuli ekki eltir inn fyrir landamæri Kam- bódíu. Chauvel- gerði fyrir skömmu grein fyrir árangrinum af för sinni til Asíu, í viðtali við Parísarblaðið „Le Figaro“. Segist hann fyrst og frernst hafr reynt að gera sér grein fyrir, hver sé raunverulega „fstaða þeirra aðila, sem kraf izit hafa þess, að Genfarsam- komulagið frá 1954 sé virt. „Vietnamdeilan" sagði Cihau- vel, „er hreint deilumáli Pek- ingsstjórnarinnar og stjórnar innar í Washington, þó með þeirri undantekningu, að Bandaríkin eiga beina aðild að sfiyrjöldinni, en Kína ekki“ Þetta komi í veg fyrir að, Pek ingstjórnin gefi út beina yfiir- lýsingu um afstöðu sína, en hún fari að öllu með gát, og segi, að lokaorðið verði að koma frá þjoðfrelsishreyfing- unni (Vietcong), ogstjórninni í Hanoi. Chauvel var svartsýnn, vegna afstöðu Pekingstjórn- arinnar, sem byggist á þeirri skoðun, að átökin muni leiða til baráttu milli kommúnista og „heimsvaldasinna“ í Asíu. Sagði hann, að Kínverjar teldu' Bandaríkin og Sovét- ríkin bera ábyrgð á styrjold- inni í Vietnam, og yrði ekki um neinar samningaviðræður að ræða, fyrr en Bandaríkin hefðu gert sér grein fyrir, að þau ættu í baráttu, sem myndi leiða til ósigurs þeirra. Hins vegar gætti meiri bjartsýni hjá Ohauvel, vegna afstöðu ráðamanna í Hanoi til hugsanlegra afskifta Frakka af Vietnammálinu. Segir hann Hanoistjórnina ekki telja, að ástandið í Viet- nam sé heimsfriðnum hættu- legt, heldur sé um það að ræða að leiða Bandaríkja- mönnum fyrir sjónir, að þeir eigi ekkert erindi í Vietnam. Þá beri að sameina landið. Að sögn Ohauvel hafði forsætis- ráðherra N-Vietnam, Pham Van Dong, orð á þvi, að í kjöl far friðartilboða Bandaríkj- anna fylgdi ætíð aukinn víg- búnaður, og auknar lofitárásir á N-Vietnam. Um viðræður sínar í Laos sagði Ohauvel, að ráðamenn þar virtust ekki hafa miklar áhyggur af yfirlýsingum Bandaríkjanna um, að hert yrði eftirlit með aðflutnings- leiðum Vietoong. Hins vegar sagði Ohauvel, að Norodom Shianouk, prins í Kamibodíu, hefði haf't miklar áhyggjur af átökum þeim, sem átt hefðu sér stað milli skæru liða Vietcong og bandarískra hermanna, við og innan landa mæra Kambódiu. Ummæli Ohauvel, og ástand ið í Kambódíu, kann að leiða til þess, að DeGaulle, Frakk- landsforseti, verði að hverfia frá yfirlýstri afstöðu sinni, en -ann hefur áður sagt, að hann hefiði engu hlutverki að gegna í Vietnam. Hvort hann reynir að miðla þar málum, er fyrst og fremst undir því komið, hvort einhver von er um árangur, og hvort afskif'ti hans af málinu geta orðið til þess að styrkja aðstöðu Frakklands á alþjóðasviðinu. För Sjelepins. Viðbrögð stjórna flestra kommúnistaríkja, og ríkja, sem búa við vinstristjórnir, við friðarsókn Bandaríkj- anna nú, hafa verið á einn veg. í afstöðu þessara ríikja hefur gætt einingar, sem sjaldgæfi er með þeim nú á dögum. Um hríð bundu menn nokkr- ar vonir við, að sendinefndin sovézka, undir forystu Sjele- pins, fyrrum varaforsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sem (heimsó'tti Hanoi fyrir skemmstu, myndi reyna að hvetja ráðamenn í N-Viet- nam til samninga. Hér var að vísu um veika von að ræða, því að réttilega var á það bent, áður en sendinefndin lagði af stað í heimsóiknina, að sovézkir ráðamenn myndu frekar styðja sikoðanir Hanoi stjórnarinnar, en reyna að breyta þeim. Megintilgangur fararinnar væri að treysta böndin við N-Vietnam, og reyna jafnfiramt að draga úr áhrifum Pekingstjórnarinnar þar. Árangur fararinnar var sá, að Sovétríkin hétu N- Vietnam aðstoð, skv. sérstök um samningi. Ekkert bendir því til annars, en förin hafi verið enn einn leikur í þeirri refskák, sem nú stendur milli Sové'tríkjanna og Alþýðulýð- veldisins Kína, um forystu- hlutverk í herbúðum komm- únista. Sömuleiðis virðist för Bresh nev, aðalritara sovézka komm únistaflokksins, til Ulan Bator í Mongólíu, þar sem undirrit- aður var nýr varnarsáttmáli Sovétríkjanna og Mongólíu, hafa verið farinn í sama til- gangi. Hvaff á ekki aff semja um? Það er að lokum ekki úr vegi að velta fyrir sér ummæl um tveggja manna, sem haft hafa náin, bein afokifti af Vietnamdeilunni. Varaforseti Bandaríkjanna, Hubert Humphrey, hefur sagt: „Til greina kemur að semja um allt, að frátaldri uppgjöf í S-Vietnam“. Forsætisráðherra S-Kóreu, Chung II Kwon, hefur sagt: „Við höfum þegar lært þá lexíu, að þegar sezt er að samningaborði við kommún- ista, þá vcrða samningarnir alltaf þeim í hag, en okkur í óhag“. Þetta er álit tveggja manna, sem náin kynni hafa af kommúnistum, og ættu að vita, öðrum betur, hvers má vænta, þegar stjórnin í Hanoi er sent tilboð um friðarsamn- inga. Friðarsamningarnir í Kóreu stóðu í 30 mánuði, og á þeim tíma g<_rðu kommúnistar flest- ar af mannskæðustu árásum . sínum. Nú, nærri 13 árum síð- ar, hefur ekki tekizt að senija til fulls. Flestir munu telja, að Banda ríkin hafi gert rétt, er þau buðu til friðarsamninga um Vietnam, án skilyrða. Hins vegar er rétt, í því sambandi, að gefa gaum að orðum Chung . forsætisráðherra. . Æðsti raðunautur þjóðar, sem glímt hefur við sama vandamálið, heldur því fram, að frjálsar þjóðir verði í sí- fellu að vera á verði gegn af- leiðingum samninga við kommúnista. Margs verður að gæta. Hættulegast er þó, að Hanoi-stjórnin hefur krafizt þess, ð stjórnin í Saigon verði að nokkru í hönd- um þjóðfrelsishreyfingarinnar (stjórnmáladeild Vietcong). Fæstir, sem nokkra reynslu hafa af kommúnistum, munu fást til að trúa því, að slíkt tangarhald Vietcong á S-Viet- nam myndi leiða til annars en, að þjóðin glataði frelsi sínu, um alla framtíð. Jafnvel De Gaulle, Frakklandsforseti, gerði sér grein fyrir þvi, að hann yrði að halda komrnún- istum utan stjórnar sinnar, ætti honum að takast að koma Frakklandi á réttan kjöl. í 10 ár hafa skæruliðar Viet- cong staðið í styrjöld til þess að leggja S-Vietnam undir kommúnista. Er nokkur á- stæða til þess að ætla, að full- trúar þeirra samtaka, sem sæti ættu í stjórninni í Saigon, ættu sér annað markmið? Ein leiðin til þess at fórna firelsi S-Vietnam er að leyfa þeim mönnum, sem reynt hafa að grafa undan stjórn lands- ins, að taka sæti í henni. Hafa kommúnistar nokkru sinni leyft „andstöðufk>kk“ í nokkru riki, sem þeir hafa ráðið? Hafa fulltrúar nokkurs annars flokks en kommúnista- flokksins fengið sæti í stjórn þeirra? ^ Slíkt er með öllu ó- þekkt. í því sambandi er rétt að hafa í huga atvik, sem átti sér stað í A-Berlín, fyrr í þess um mánuði. Prófessor við Vís- indaakademíuna þar var rek- inn frá störfum, því að hann leyfði sér að halda því fram, að rétt væri, að flokkur manna, sem ekki eru kommún istar, yrði leyfður í A-Þýzka- landi. Þegar — og ef — Hanoi- stjórnin kýs samningaleiðina, þá mun það fyrst og fremst fyrir henni vaka að semja um, að hún fái fulltrúa í stjórn S- Vietnam. Verði við þá samið um það, þá eru miklar líkur til, að samið hafi verið um fall S- Vietnam.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.