Morgunblaðið - 19.01.1966, Side 12

Morgunblaðið - 19.01.1966, Side 12
12 MORG U N B LAÐIÐ Miðvikudagur 19. Janúar 1966 Guðríður Eiríksdóttir í>ann 14. janúar sl. lézt að heimili sínu í Reykjavík írú Guðríður Eiríksdóttir kona Ein- ars Þórðarsonar fyrrverandi af- greiðslumanns, áttatíu og tveggja ára gömul. Guðríður fæddist 22. nóv. 1883 að Miðbýli á Skeiðum í Ár- nessýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Einarsdóttir (d. 1904), hreppstjóra Einarssonar að Urriðafossi í Villingaholts- hreppi, og Eiríkur Eiríksson (d. 1932), Eiríkssonar frá Laugar- bökkum í Ölfushreppi. Amma Guðríðar, kona Einars hrepp- stjóra, var Guðrún ófeigsdóttir Vigfússonar frá Fjalli á Skeið- um, og langamma Ingunn Ei- ríksdóttir frá Reykjum, en móð- ir Ingunnar var Guðrún Kol- beinsdóttir, Þorsteinssonar prests að Miðdal í Laugardal. Móðir Eiríks, föður Guðríðar, var Guðríður Vigfúsdóttir, Guð- mundssonar frá Hömrum í Grímsnesi og konu'hans, Val- gerðar Þorsteinsdóttur, Eiríks- sonar frá Kílhrauni, Jónssonar í Bol'holti á Rangarvöllum. Miðbýli var votlend, grasgef- in jörð upp frá bökkum Hvítár milli bæjanna Fjalls og Út- verka. Foreldrar Guðríðar bjuggu þarna árið 1882-1886, en þau fluttu sig að Stóru-Sand- vík í Flóa. þaðan hurfu þau svo aftur að Miðbýli 1889, er móðir Eiríks, föður Guðríðar, hætti búskap, og bjugu þau að Mið- býli til 1899. Þá tóku þau sig upp og fluttu að Heiðarbæ í Þingvallasveit. Um tíma voru þau að hugsa um að flytja til Reykjavíkur, en þá bauðst þeim Austurhlíð í Gnúpverjahreppi, og þangað fluttu þau 1903, en um það leyti missti Sigríður, móð ir Guðríðar heilsuna. Sigríður dó í Skálholti í ársbyrjun 1904. Börn þeirra Eiríks urðu 8. Skömmu eftir andlát Sigríðar varð Eiríkur að bregða búi, og tvístraðist þá hópurinn. Er það alltaf sárt, en börnin lentu þó á ágætum heimilum í Hreppunum. Síðar kvæntist Eiríkur Sigríði Höskuldsdóttur og bjuggu í Aust urhlíð. Með síðari konu sinni eign- aðist hann Arndísi, sem um mörg ár var ljósmóðir í Holta- hreppi og býr nú með börnum sínum að Fosshólum. Systkini .Guðríðar, sem upp komust, voru: Sigrún, gift Guðmundi Hjart- arsyni frá Aústurhlíð í Biskups- tungum. Flutti hún með manni sínum til Kanada og dvelur nú að Gimli hjá dóttur sinni Sigríði, sem er forstöðukona elliheimil- isins þar. Ólafur, sem drukknaði 1906, var vinnumaður að Hæli i Gnúpverjahreppi. Ingibjörg, sem var)ávallt helisuveil og dó 1919. Einar, sem var lengi bátsmaður á togurum, én hin síðustu ár sín kaupmaður í Reykjavík. Hann dó 1963. Ekkja hans er Oktavía Jónsdóttir. Eiríkur, sem lengi var bústjóri hjá Thor Jensen í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Hann lézt 1942. Fyrri kona hans var Þorgerður Jónasdóttir, en síðari kona Ingibjörg Guðmunds dóttir. Gísli, sem var tvíburi við Eirík, starfaði lengst af sem bátsmaður á togurum og fórst 1944 með togaranum Max Paem- berton. Ekkja Gísla er Guðríður Guðmundsdóttir frá Sandlæk í Gnúpverjahreppi. Um 1890 kom Aðalsteinn Þorgeirsson Fimmfugur í dag í DAG er fimmtugur Aðalsteinn Þorgeirsson bústjóri á Korpúlfs- stöðum. Hann er fæddur 19. jan- úar 1916 að Kirkjubóli, Korpu- dal í Önundarfirði. Foreldrar hans eru Hólmfríður Gu„jóns- dóttir og Þorgeir Eyjólfsson, síð- ar bóndi í Ármúla. Aðalsteinn hefir lengst af æv- innar unnið við landbúnaðar- störf. Hann var um skeið á Bessa stöðum, síðar ráðsmaður í Nesi á Seltjarnarnesi og nú síðustu árin bústjóri að Korpú'lfsstöðum. Eitt mesta áhugamál Aðal- steins, auk búskaparins er hest- urinn og hestamennska. Hann er sjálfur mikill hestamaður og á marga kunningja í hópi reyk- vískra hestamanna. Einnig hefir hann unnið ötullega að félags- starfsemi hestamanna. Aðalsteinn er kvæntur Syan- laugu Þorsteinsdóttur og eiga þau 8 börn. á heimili þeirra Sigríðar og Ei- ríks Þóra Gísladóttir frá Akra- koti á Skeiðum. Ólst hún síðan upp með þeim systkinum, og leit Guðríður ávallt á hana sem kæra systur. Þóra dvelur nú í hárri elli á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Guðríður, sem var elzt syst- kina sinna, vandist snemma að taka til hendinni, og um nokkurt skeið varð hún, ásamt Sigrúnu systur sinni, að taka að sér marg- þætt heimilisstörf, þegar móðir hennar lá veik. Margvísleg starf^ semi, bæði innan bæjar og utan, þar sem hlúa varð að börnum og dýrum, var mikill reynsluskóli fyrir Guðríði. En þrátt fyrir annirnar fann hún sér stundir til lesturs góðra bóka, enda mun móðir hennar ekki hafa latt hana þess, Hún varð fyrir miklum og góðum áhrifum frá Valdimar Briem og konu hans, enda dvaldi hún á heimili þeirra hjóna að Stóra-Núpi. Guðríður mun hafa notið mikillar fræðslu hjá ömmu sinni og nöfnu, meðan hún naut sambýlis við hana að .Miðbýli. Sú heimafræðsla, sem Guðríður hlaut í uppvexti hjá þeim ömmu sinni og móður, varð henni notadrjúgt veganesti alla ævi. Söngur þjóðalaga, framsögn kvæða og sagna og þá ekki sízt ættfræðin voru þeir þættir ís- lenzkrar bændamenningar, sem Guðríður hafði tileinkað sér öðru fremur og allir nutu, sem voru henni samtíða. Þá naut hún ekki síður sannrar og heilsteyptrar fræðslu um kristindóm í upp- vexti sínum. Guðstrú Guðríðar og fróðleikur, samfara hollustu til ættfólks og þjóðar, voru þau eiginli, sem gæddu hana reisn og veiitu lífi hennar ærið inni- hald. Eftir að hún .varð að sjá á bak móður sinni og fara frá föður sínum, dvaldi hún lengst að Hæli í Gnúpverjahreppi og hafði um- sjá með tveim bræðrum sínum. Á 'því ágæta heimili kynntist hún ýmsum nýjungum, sem í byrjun aldarinnar voru að halda inn- reið í íslenzkt þjóðlíf. Að Hæli var Guðríður samvistum vi'ð Eir.ar Þórðarson sem þangað hafði ráðizt sem vinnumaður frá Grafarbakka í Ytri-Hrepp, þar sem hann hafði alizt upp. Þau heitbundnast að Hæli, og 12. maí 1908 voru þau gefin saman í hjónaband í Reykjavík. Frá þeim legi hafa þau hjón átt heimili í Reykjavík, lengst á Kárastíg 8, en nú hin síðustu ár að Stórholti 21. Einar var um mörg ár utan- búðarmaður hjá verzlun Gunnars Gunnarssonar og við Höphners- verzlun, síðan 30 ár'starfsmaður sm j örlíkisgerðanna. Þau hjón eignuðust 8 börn. Tvö dóu skömmu eftir fæðingu, en þau, sem upp komust vonx: Ólafur Haf steinn, gagnfræða- skólakennari, kvæntur Grétu Guðjónsdóttur, Þorsteinn íþrótta- fulltrúi ríkisins, kvæntur Ásdísi Jesdóttur, Sigríður Hulda gift Þorbirni Jóhannessyni kaupm. Ragnheiður Esther, gift Sigfúsi Sigurðssyni deildarstjóra við Kaupfélag Árnesinga, Guðríður Ingibjörg, gift Þórhalli Þorláks- syni stórkaUpmanni, Hrafnhildur Margrét, sem lézt 1964 og var gift Hermanni Bridde bakara- ineistara. Þá ólu þau hjón upp dóttur- barn sitt, Hrönn Harðardóttur, sem gift er Gunnari Ragnars viö- skiptafræðingi. Með Guðríði er gengin ein hinna fróðleiksfúsi og starfsömu kvenna, er hvetja alla, sem í návist þeirra eru til manndóms og trúmennsku. Guðríður átti sjaldan tækifæri til félagsstarfa, en hin síðari ár lét hún sig þó mjög miklu skipta málefni Há- teigssafnaðar, starfaði mð kvenfé lagi rsafnaðarins. Á fundum vakti hún athygli me'ð upplestri smá- sagna, sem hún hafði unun af að semja. Meðal ástvina Guðríð- ar voru kunnar sögur hennar og tækifærisvísur — en þá ekki sízt næm tilfinning hennar fyrir vel- ferð dýra og ræktun blóma. Frá húsinu á Skólavörðu- holtinu, þar sem Guðríður ól upp barnahóp sinn og hýsti oft lang- dvölum systkini sín og aðra, sá hún yfir Vatnsgeymahæðina til sinna kæru austurfjalla. Einmitt á þessari hæð er nú risið fyrir ötuls starfs prests og safnaðar veg legt guðshús. Guðríður tók virk- an þátt í þessu starfi og lifði þá gleði- og hátíðarstund og vera viðstödd vígslu Háteigskirkju. Útför Guðríðar Eiríksdóttur verður sú fyrsta, sem gerð verð- ur frá þeirri veglegu kirkju. Þei fjölmörgu, sem kynntust Guðríði, heimili hennar og börn- um, munu senda þeim öllum þakklátar minningarkveðjur um góða konu. Guðmundur G. Hagalín. Garðyrkjuskóii ríkisins MORGUNBLAÐIÐ birti 11. jan. sl. grein eftir Unnstein Ólafsson, skólastjóra Garðyrkjuskóla ríkis- ins, og á grein þessi að heita svar við grein, er ég skrifaði að gefnu tilefni í blaóið þann 8. s. m. Ekkert nýtt kemur fram í þessu svari skólastjórans, sem ég hafði ekki þegar hrakið, eða var svo augljós útúrsnúningur á grein minni, að hverjum manni var það auðvelt að sjá þar misfell- urnar í málflutningi skólastjór- ans. Þó sé ég ástæðu til að gera þrem atriðum í grein hans nán- ari skil með fáeinum orðum. Skólastjórinn segir orðrétt: „ — þ. 8. þ. m., viðurkennir garð- yrkjustjóri Reykjavikur, Hafliði Jónsson, að hann sé upphafsmað- ur að þeim skrifum, er að undan- förnu hafa orðið um garðyrkju- skólann — “. 1 grein minni þ. 8. jan., sem vitnað er til, segi ég orðrétt í upphafi greinarinnar: „Nú í vet- ur hafa orðið allmikil skrif um Garðyrkjuskóla ríkisins í einu af dagblöðunum. Hófust þau með frétt á forsíðu Þjóðviljans, og átti einn af blaðamönnum blaðs- ins viðtal við mig í síma daginn áður, og byggði á því samtali nokkra viðbót við hina uppruna- legu frétt blaðsins. Þetta viðtal taldi ég þó ástæðu til að gera mínar athugasemdir við, og skrif- aði þar af leiðandi smágrein, sem birt var í Þjóðviljanum. Unn- steinn Ólafsson, skólastjóri Garð- yrkjuskólans, sá þar ástæðu til andsvara og lét ég það þar með gott heita, að hann hefði síðast- ur orðið í þeim mikla skoðana- mun, sem við höfum á málefnum Garðyrkjuskólans“. Þetta er það, sem Unnsteinn Ólafsson kallar að viðurkenna og mátti hann þó enn betur ganga úr skugga um þá viðurkenningu I þeirri grein, sem vitnað var til í Þjóðviljanum. Ég kalla slíkt hinsvegar — að snúa við sann- leikanum. Á öðrum stað segir skólastjór- inn: „Fyrir rúmlega 2é árum skrifaði Hafliði Jónsson gagnrýni á Garðyrkjuskólann, sem var bæði ódrengileg og ofsafengin. Hann hefur síðar beðið mig af- sökunar á því og borið við ung- æðishætti sínum. Slík afsökun er ekki tiltæk nú“. Rétt er það, að ég skrifaði gagn rýni á Garðyrkjuskólann eins og skólastjóri getur hér um, en ekki viðurkenni ég að þau hafi verið ódrengileg og ofsafengin. Það á betur við um gagnskrif skóla- stjórans við þeim ungæðisskrif- um mínum. Og sízt hafði mér komið til hugar, að hann ætti það eftir að vísa til þeirra skrifa, sjálfum sér til varnaðar. Hin gömlu skrif mín um skólann og skólastjórann eru jafn gild gagn- rýni í dag og þegar þau voru skrifuð- fyrir 20 árum. Sýna þau aðeins, hve sannspár ég hef reynzt um framtíð þessarar menntastofnunar í höndum Unn- steins Ólafssonar. Ég hef aldrei talið mér þessi gömlu skrif til vanvirðu, síður en svo. En með því að skólastjóri gefur mér nú ærið tilefni, þykir mér rétt að gera hér nokkra grein fyrir þeirri staðhæfingu skólastjórans, að ég hafi séð ástæðu til að biðja hann afsökunar á þessum gömlu skrifum mínum. Þótt ótrúlegt kunni að þykja, þá urðu þessi „ungæðisskrif" mín til þess, að skólastjórinn fékk slíka ímugust á mér að hann gat hvergi við mig rætt á mannfund- um, og þaðan af síður tekið kveðju minni ef við mættumst á förnum vegi. Þetta leiddist mér, enda kom þessi undarlega hátt- vísi skólastjórans okkur báðum óþægilega meðan ég gegndi for- ustu í Félagi garðyrkjumanna. Þegar svo hafði gengið til í 10 eða 12 ár, varð ég fyrri til og mæltist tii fullra sátta. Taldi að það gæti orðið garðyrkjustéttinni til gagns, ef við Unnsteinn skólastjóri fær- um að ræðast við um ýmis hags- munamál stéttarinnar. Ef það er tilvitnun til þessa sáttaboðs, sem skólastjóri kallar nú afsökunar- beiðni á gagnrýni um Garðyrkju- skólann, þá er það algjört mis- minni hans, að ég hafi talið fyrri gagnrýni mína á skólarekstrinum óréttmæta, enda hef. ég aldreí farið dult með þá skoðun mína, að ég hef álitið snyrtimennsku og umbúnað í Garðyrkjuskóla ríkis- ins til hreinnar vanvirðu fyrir garðyrkjustéttina og þjóðina. Þriðja tilvitnun mín í skrif skólastjórans, eru: „ — Eitt dærþi um drengilegan málflutning garð yrkjustjórans skal hér tilgreint, og það er umsögn hans um verk- námskennsluna í skrúðgarðarækt .... Þessi árás kom mér sannar- lega á óvart, enda alveg furðu- leg. Það hefur sem sé verið svo í fjölmörg ár, að hann sjálfur í skrúðgörðum Reykjavíkur hefur annazt kennslu fjölmargra nem- enda“. Ætlast skólastjórinn virkilega til, að nokkur maður trúi því, að Unnsteinn Ólafsson þekki ekki reglugerð Garðyrkjuskólans, sem hann hefur sjálfur sett saman og ætlast er til að hann hagi skóla- rekstrinum eftir. Hann veit það einnig mæta vel, að garðyrkju- nemendur eru hvergi skráðir við nám hjá öðrum aðilum hér á landi, en Garðyrkjuskóla ríkisins. Við skólann á að fara fram bæði bóklegt og verklegt nám. En á því hefur orðið mikill misbrestur hvað skrúðgarðyrkju snertir. í þeim efnum eru nemendur með öllu sviknir á þeim fýrirheitum, sem gefin eru í gildandi reglu- gerð skólans, og svo hefur við- gengizt fra fyrstu tíð. Unnsteinn Ólafsson hefur verið skólastjóri Garðyrkjuskólans frá upphafi. Reykjavík, 15. janúar 1966. Ilafliði Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.