Morgunblaðið - 19.01.1966, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.01.1966, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. ianúar 1966 Washington, 12. jan.: Johnson, forseti, flytur þjóðinni nýársboðskap. Þar sagði hann m.a., að Bandaríkin muni leitast við að draga úr átökunum í Vietnam, og „svara á sama hátt, ef aðrir dragi úr valdbeitingu.“ — USIS. — FYRSTA þætti „friðarsóknar Johnsons, Bandaríkjaforseta, veturinn 1965-66“, en svo kunna sagnfræðingar síðar að nefna tilraunir forsetans nú til að íkoma á friði í Viet nam, er nú lokið. J>aer óvenjulegu leiðir, sem Johnson hefur farið til þess að koima á framfæri tillögum sínum, hafa í senn vakið tor- tryggni og vonir, að því er varðar stefnu Bandaríkja- stjórnar í þessu máli. Meira máili skiftir þó, að hlé befur verið gert á loftárásum á N- Vietnam, án þess að krafizt hafi verið, að skæruliðar kommúnista, Vietcong, drægju á svipaðan hátt úr sókn sinni. Þessi ráðstöfun hefur ekiki farið fram hjá ráðamönnumíN-Vietnam, sem krefjasit þess nú, að loftárás- um verði hætt fyrir fullt og allt. Þá hafa þeir endurtekið kröifu sína um, að fjögurra liða áætlun, sem þeir hafa lagt fram, verði lögð til grund vallar hugsanlegum friðar- samningum. ★ Bandarískir ráðamenn, og ráðamenn í N-Vietnam, virð ast nú vera sammála urn eftir farandi atriði: Haldin verði ráðstefna, sem reyni að fá deiluaðila til að virða Genfar samkomulagið frá 1954, og taki fulltrúar Viet Cong þátt í henni. fbúar S-Vietnam fjalli sjálfir um innanrikis- mín sín, enda verði efnt til kosninga. Sameining S- og N- Vietnam verði rædd af ráða- mönnum beggja landshluta. Samkomulag myndi leiða til þess, að S-Vietnam yrði sjáltf- stætt hilutlaust riki, án banda rískra herstöðva og herliðs. Brottflutningur liðsins yrði tryggður af þeim rdkjum, sem aðild eiga að Genfarsamkomu laginu, þá.rn. Bandaríkjam- um, Sovétríkjunum, Alþýðu- lýðveldinu Kína, Bretlandi og Frakklandi. Aiþjóðaeftirlits- nefndin, sem Kanada, Pól- land og Indland eiga aðild að,. myndi sjá um að fram- fylgja samikomulaginu. Ofannefnt kemur allt fram í áætlun þeirri, í 14 liðum, sem Hubert Humphrey, vara- forseti Banaríkjanna, lagði fyrir ráðamenn í A-Asíu. Þessi áætlun, sem sendimenn Banda ríkjaáorseta, þeir Arthur J. Goldberg og Averell Harri- man, höfðu að leiðarljósi, ar þó göLluð, að einu leyti. Hún varpar ljósi á þriðja at riðið í áætlun stjórnarinnar í Hanoi, um friðarsamninga, en það atriði er helati Þránd- ur í götu þeirra. Þar er því haldið fram, að áætlun Viet- cong verði að ná fram að ganga í S-Vietnam, eigi að setjast að samningaborði. Orð rétt segir svo: „Innanríkis- vandamál S-Vietnam verða ibúar landsins að leysa, í sam ræmi við áætlun þjóðfrelsis- hreyfingunnar (Vietcong), án erlendrar íhlutunar.“ ★ Kjarni deilunnar milli ráða manna Bandarílkjanna og stjórnarinnar í Hanoi er, hvernig skipuleggja skuli þingkosningarnar í S-Viet- nam, er sarrjið hefur verið um vopnahlé. Það verður þó að- eins gert með samningum. Þá þanf að ákveða, hvers konar stjórn skuli vera við völd í S-Vietnam, meðan kosninga- baráttan stendur yfir. Sú stjórn, sem tæki við, að loknum kosningum, gæti ver- ið hlutlaus — tækist ráða- mönnum beggja landshluta að semja um hana — eða sam steypustjórn, með aðild hers- ins í S-Vietnam, Vietcong, Búddatrúarmanna, kaþólskra manna og annarra stjórnmála flokka. Beinir samningar stjórnarinnar í Saigon og vald hafanna í Hanoi yrðu að bveða nánar á um þetta at- riði. Margir stjórnmálamenn og fréttaritarar eru þeirrar Skoð unar, að Bandaríkjastjórn verði að fara líkt að og Kenne dy forseti gerði, er Kúbudeil- an nálgaðist hámark. Svara verði framkomnum tillögum, og skilyrðum stjórnarinnar i N-Vietnam. Svarið verði að vera jákvætt, að þwí er varð ar þau atriði, sem Bandaríkja stjórn telur sig geta fallizt á, en öðrum atriðum verði að láta ósvarað. Hver eru þau atriði, sem hægt er að fallast á? Með til- vísan til fyrri skilyrða, sem verið gætu grundvöllur nýrr- ar friðarráðstefnu, hefur stjórnin í Hanoi sagt, „að lausn Vietnammálsins sé hugs anleg“, ef Bandaríkin fallist á áætlunina í (fjórum liðum), og hæt'ti, án skilyrða, öllum árásum á N-Vietnam. Áætlun in, að sögn Hanoistjórnar'nn- ar, er „samantekin yfirlýsing um nauðsynleg skilyrði“, í samræmi við Genfarsamkomu lagið frá 1954. Komi Johnson, forseti svari sínu áleiðis til Hanoi, gæti hann jafnframt boðizt til þess að senda utanríkisráðherra sinn, Dean Rusk, til Genf- ar, eða einbvers annars fundarstaðar. Þessu boði gæti fylgt yfirlýsing um, að Banda- ríkin myndu taka höndum saman við önnur ríki, sem vilja beita sér fyrir friðsam- legri lausn deilumálsins. Friðarsókn forsetariis nú Friðarsókn Johnsons nú er þáttur í langvarandi viðleitni til að leiða til lykta styrjöld- ina í Vietnam. Forsetinn hef- ur margsinnis lýst því yfir, að hann sé reiðubúinn að setjast að samningaborði, verði ekki sett fyrir því „óaðgengileg skilyrði". Hann hefur heldur ekki dregið neina dul á, að hann muni beita öllum ráðum til þess að knýja mótherja sína til samninga. Margar tilraunir hafa verið gerðar áður, þótt ekki hafi verið frá öllum skýrt. Sumar hafa verið dregnar fram í dagsljósið, án þess að ætlunin hafi verið að greina frá þeim. Þannig tókst blaði einu í Bandaríkjunum að komast að þvi, að Fanfani, fyrrverandi utanríkisráðherra Ítalíu, hefði ritað bandaríska utanríkisráð- herranum, Dean Rusk, og skýrt honum frá óopinberum samningaviðræðum, sem átt hefðu sér stað. Bretar hafa reynt að miðla málum, svo og ráðamenn í Ghana og Frakklandi. Kanada menn hafa staðið fyrir samn- ingatilraunum, og stjóm Fil- ippseyja hefur boðizt til að taka að sér málamiðlun. Ár- angur hefur enn enginn orðið. Friðarsóknin nú er sú harð- asta, sem hafin hefur verið enn. Bandaríkjaforseti stend- ur sjálfur fyrir henni, og hún ber þess öll merki. Þótt að henni hafi verið unnið fyrir luktum dyrum, og lítt eða ekki sé skýrt frá einstökum atriðum, þá hefur verið fyrir því séð, að það fari ekki fram hjá almenningi, að sókn stend- ur yfir. Svo mikil leynd hefur hvílt yfir þeim viðræðum, sem sendimenn Bandaríkjaforseta hafa átt við ráðamenn víða um heim, að Metternich hefði talið sér sæmandi. Hér er um greinilegt frávik frá fyrri stefnu Bandaríkjanna í utan- ríkismálum að ræða. Fram til þessa hafa frétta- menn átt þess kost að fylgjast með öllum milliríkjaviðræð- um, sem Bandaríkin hafa tek- ið þátt í. Þetta var leyft með tilliti til „réttar almen-nings til að fylgjast með því, sem fram fer“. Ýmsar kvartanir hafa komið fram, einkum frá blaðamönnum, vegna þeirrar leyndar, sem hvílir yfir þeim viðræðum, sem fram hafa far- ið undanfarið. Þó hefur verið mun minna um andmæli, en gera hefði mátt ráð fyrir. Staðreyndin virðist vera sú, að almenningur telur núver- andi ástand í Vietnam mjög alvarlegt. Styrjöldin þar á hvergi fylgi að fagna, ef frá er talinn þröngur hópur öfga- sinna. Bnginn skyldi þó leggja skilning ráðamanna í Hanoi og Peking til grundvallar túlk unar þess, hve fáir styðja hern aðaraðgerðirnar. Bandariskur almenningur mun ekki rísa upp, og krefjast þess, að bandarískt herlið verði kallað heim frá Vietnam. Hinsvegar er ekki krafizt nú, frekar en í Kóreustyrjöldinni, fullkom ins lokasigurs. Það, sem kemur einkenni- legast fyrir sjónir, og er ef til vill hættulegt, er, hve mik- ils ósamræmis virðist gæta í afstöðu bandarískra ráða- manna. Forsetinn óskar eftir samningaviðræðum „án skil- yrða“. Utanríkisráðherrann virðist leggja til, að banda- rískur her verði í Vietnam um ófyrirsjáanlegan tíma, en jafnframt verði að því unnið að koma á lýðræðislegri stjórn í Saigon. í raun og veru er þó verið að berjast gegn yfirráðastefnu Alþýðu- lýðveldisins Kína. Það á ekki að leyfa, að fleiri sjálfstæð ríki í Asíu falli í hendur kín- verskra kommúnista. Þetta atriði er þýðingarmest. Þó hefur Bandaríkjastjórn, með því að lýsa yfir stuðningi við Genfarsamkomulagið frá 1954, lýst yfir samþykki við frjáls- ar kosningar, og sameiningu N- og S-Vietnam. Jafnmiikil óvissa rí’iir í her- búðum óvinanna, en hún er þó auðskýrðari. Þeir hafa gefið sér meira svigrúm til samninga. Enginn veit í raun og veru, hvort það er algert skilyrði fyrir samningum, að bandarískur her verði fyrst kallaður heim frá S- Vietnam. Það er heldur ekki Ijóst, hvers konar stjórn i Saigon, eða bráðabirgðastjórn, róðamenn í Hanoi geta sætt sig við. Mestu máli skiftir þó, að enginn skilur, hvers vegna Hanoistjórnin neitar að ganga til samninga, þegar augljóst er, að hún myndi hagnast á því, fyrst og fremst. Verði Genfarsamkomulagið látið ráða, og ráðamenn N- og S-Vietnam semja sín á milli, þá verður að hafa í huga, að her stjórnarinnar í Hanoi er öflugri, þrír fjórðu hlutar S- Vietnam eru þegar í hans höndum og stjórnin í N-Viet- nam er miklu fastari í sessi en stjórnin í Saigon. Friðarsókn Bandaríkjanna nú er því tilraun, jafnvel ör- væntingarfull tilraun, byggð á löglegum eiginhagsmunum Bandaríkjanna. Hlé það, sem gert hefur verið á loftárás- um á N-Vietnam er hluti þess- arar tilraunar. Ætlunin með því er að kanna undirtektir stjórnarinnar í Hanoi, án þess þó, að hún þurfi að skuldbinda sig, á einn eða annan hátt, t. d. með því að draga úr sókn sinni. Örlagaríkast kann þó að verða, að fyrir dyrum getur staðið harðari og skelfilegri styrjöld, ef friðarsóknin verð- ur án árangurs. Afstaðan í Hanoi Báðamenn í Han-oi lýstu því yfir, er friðarsókn Bandaríkj- anna hófst, að hún væri „fais“ ófyrirleitinna hermangara, er hefðu það eitt í hyggju að kúga „lýðræðisöflin" í Viet- nam. Þessi yfirlýsing jafn- gildir því, að sagt væri: „frið- mSH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.