Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 8
8 MORGU NBLADID Fimmtudagur 27. Janúar 1966 Erfiðleikar við síldar- losun í Bolungarvík Brunatjónið d síldarverksmiðjunni minna en talið var Bolungarvík, 25. janúar. BRUNINN í síldarverksmiðj- unni hér s.l. mánudag var ekki eins alvarlegur og talið var í tyrstu. Skemmdir eru óveruleg- ar og mun vinnsla ekki teijast að neinu ráði. Tjón hefur ekki verið metið ennþá. Síldarflutningaskipið Dag- stjarnan, sem nú er að losa síld af skozkum smábátum, hefur átt í erfiðleikum við losun vegna frosta. Vill frjósa í leiðsl- unum, þegar dselt er í land. Hafa verulegar tafir hlotizt af þessu, því aðeins er hsegt að dæla í land 5 tonnum á klst. í stað 25 tonna. í>á gerðist það og í morgun, Danir bjóða 2 námsstyrki DANSKA menntamálaráðunieyt- ið býður fram tvo styrki handa íslendingi til háskólanáms í Danmörku námsárið 1966—67. Styrkimir verða veittir til 8 mánaða, og nemur styrkfjárhæð- in 847,50 dönskum krónum á mánuði, auk þess sem greiddar eru kr. 50 vegra ferðakostnaðar í Danmörku. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins. Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eigi síðar en 20. febrúar nk., og skulu fylgja stað- fest afrit prófskírteina, svo og meðmæli. Tilskilin umsóknar- eyðublöð fást í menntamálaráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, Kemur fil fyrir- lestrarhfdds DR. Charles O. Lerche, for- seti alþjóðamáladeildar American University í Washington, D.C., mun koma aftur til íslands 27. janúar nk. til fyrirlestrahalds hér í Reykjavík og á Akureyri. Dr. Lerche átti stutta viðdvöl á íslandi á síðastliðnu ári og flutti þá fyrirlestra við Háskóla- íslands og Samtök um vestræna samvinnu. í Reykjavík mun dr. Lerche halda fyrirlestur föstudaginn 28. janúar á fundi íslenzk-ameríska félagsins í Þjóðleikhúskjallaran- um. Mun fyrirlesturinn fjalla um ýmsa þætti utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Næsta dag 29. janúar mun dr. Lerche flytja fyrirlestur í há- degisverðarboði Varðbergs, einn- ig i Þjóðleikhúskjallaranum. Sunnudaginn 30. janúar flýg- ur hann til Akureyrar og flyt- ur fyrirlestur á sameiginlegum fundi Íslenzk-ameríska félagsins og Varðbergs kl. 15.30. að norðaustan stinningskalda gerði hér og varð Dagstjarnan að fara til ísafjarðar vegna sjó- gangs við bryggjuna í Bolung- arvík. Verður að aka síldinni á bílum hingað frá Isafirði. — Hallur. NYLEGA fór Wesselættin í Noregi fram á það við Dani, að þeir afhentu henni til varð veizlu steinkistuna, sem hefur að geyma jarðneskar leifar frægasta ættmanns þeirra, Myndhöggvarinn athugar steinskistuna, sem geymir jarð- neskar leifar Tordenskjolds. Tordenskjold til Noregs dansk-norsku sjóhetjunnar Peter Tordenskjolds. Þessi beiðni hefur valdið alimiklum umræðum í Danaveldi, og sýn ist sitt hverjum. Tordenskjold fæddist í Þrándheimi í Noregi 1690,' sonur auðugs kaupmanns, Jan Wessels, sem var af hollenzk- um ættum. Hann gekk ungur í sjóherinn, þar sem hann vann sér brátt afburða orð- stír sem hermaður og stjórn- andi og hækkaði í tign hraðar en áður þekktust dæmi um svo unga menn. Hann var aðlaður aðeins 26 ára gamall, og hlaut þá nafnið Torden- skjold. Hann féll í einvígi við sænskan aðalsmann árið 1720, og var grafinn í Danmörku. Helztu rök þeirra sem and- vígir eru afhendingunni, eru þau, að kistan myndi ekki þola flutninginn. í þessu tilefni fékk danska stórblaðið „Berlingske Tid- enda“ myndhöggvarann Vitus Nielsen til að athuga ástand kistunnar. Að þeirri athugun lokinni sagði Nielsen, að kist- an væri í góðu ásigkomulagi og þyldi flutning hvert á land sem væri. Er nú beðið með eftirvæntingu, bæði í Dan- mörku og Noregi eftir fram- vindu mála. Bandaríkjaþingi berst verðmæt bókargjöf BANDARÍSKA þingbókasafninu í Washington hefur nýlega bor- izt mjög verðmæt bókargjöf, sem er eitt og hálft blað úr íslenzkri 15. aldar útgáfu á helgisögunni um Tristram og ísold. Gefandi er ungfrú Phebe Cates frá Par- ís. Á 12. öld sendu norskir kon- ungar fræðimenn til Frakklands, til að þýða yfir á norsku sagnir af Karlamagnúsi og aðrar skáld- sögur þeirra tíma. Ein þessara skáldsagna var keltnesk-fransk- enska helgisagan um Tristran og ísold. Þessi saga þróaðist síðan í skandinaviska flökkusögu, sem var óháð frumútgáfunni. Vitað Kuflinn óeðlilega hreinn? Balewa jarðsettur Lagos, Nígeríu, 24. jan. — NTB — AP — * SIR Abubakar Tafewa Bal ewa, forsætisráðherra Níg- eríu, var jarðsettur í nám- unda við heimabæ sinn, Bauchi í Norður-Nígeríu sl. laugardag. Ekki hefur enn verið frá því skýrt opinber- lega með hverjum hætti lík hans fannst, né hvernig dauða hans hafði borið að höndum. NTB-fréttastofan hefur hins- vegar eftir írlendingi einum, að hann hafi séð lík forsætisráð- herrans skömmu fyrir helgina. Maðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvaðst hafa heyrt á tal nokkurra afriskra er að þessi saga hefur varðveizt í þremur norrænum útgáfum, og er íslenzka útgáfan, sem um- ræddar slitrur eru úr ein af þeim, og mun hafa verið rituð einhvern tíma á árunum 1470— 1500. Þess má geta að háskóla- bókasafnið í Kaupmannahöfn á einnig hluta úr þessu sama hand- riti. Umrædd gjöf mun verða til sýnis fyrir almenning í hand- ritadeild bókasafnsins í febrúar og marz næstkomandi. Sprengjurnar voru 2 og liggja á botni Almeria, 25. janúar — NTB. SPÖNSK yfirvöld skýrðu frá því í dag, að bandariska flutn- ingaflugvélin, sem hrapaði til jarðar við Spán í fyrri viku, hafi haft tvær 25 megatonna kjarnorkusprengjur innanborðs. Hafi sprengjurnar báðar fallið í sjó, og sé það rangt, að brot úr þeim hafi fallið á akra. Segir í fréttinni, að flugmað- ur flutningaflugvélarinnar hafi sleppt sprengjunum, sem báðar hafi fallið — án kveikjuútbún- aðar — í sjó niður, í fallhlíf. Hafi þær lent nærri tveimur fiskibátum, og hafi nú fundizt á 3—400 m dýpi. Verði að fá sér- verkamanna, er ræddu um það sín í milli, að íbúar þorps eins um 48 km frá Lagos, hefðu fund- ið lík í trjárunni þar skammt frá. írlendingurinn ók til þorpsins og kom þar að, sem nokkrir menn stóðu yfir tveimur látnum mönn- um og sögðu þeir annan forsætis- ráðherrann. Hallaðist hann upp að tré, íklæddur hvítum kufli, sem írlendingurinn sagði að hefði verið furðulega hreinn. Húfa, eins og sú, sem Balewa jafnan bar, lá þar rétt hjá. Lík hins mannsins lá á grúfu og var hálfrotið. frlendingurinn kvaðst hafa komið á staðinn aftur sL sunnudag, en þá höfðu líkin ver- ið flutt á brott en húfan var enn á staðnum. stök köfunartæki til að ná þeim upp. Leit sú, sem staðið hefur á landi, mun hafa beinzt að brot- um úr kveikjuútbúnaði sprengj- anna. Oábyrg mistúlkun? „OBSERVER“-giein um landvarnarmal Bretlands vekur athygli ? London, 24 jan. NTB-AP. ií f brezka sunnudagsblað- inu „OBSERVER“ sagði í gær í grein eftir Andrew Wilson, sérfræðing blaðsins í hermálum að hefði Bandaríkjastjórn ekki hlaupið undir bagga með brezku stjórninni og tekið að sér að standa straum að verulegum hluta þess kostnaðar, er hún hefði af hernaðarlegum skuld- bindingum í löndunum austan Suezskurðar, hefðu Bretar orð- ið að kalla þaðan allan sinn her- styrk að undanteknum þeim, sem brýnasta nauðsyn krefði vegna samninga við Malaysíu, Ástralíu og Nýja Sjáland. Sagði Wilson í grein sinni, að þeir Michael Stewart, utanríkisráð- herra og Denis Healy, Iandvarn- arráðherra færu til Washington í næstu viku til þess að ræða mál þetta nánar við Bandaríkja- stjórn. ic Af hálfu brezku stjórn- arinnar er frétt þessari vísað á bug sem staðhæfulausri fullyrð- ingum. Var haft eftir einum ráðherranna, að hér væri um að ræða óábyrga mistúlkun á hin- um væntanlegu viðræðum í Washington. Ekki hefði komið til tals að Bretar brygðust nein- um þeim skuldbindingum, er þeir hefðu við ríkin austan l(á- ez skurðar. Wilson tiltekur nánar í grein- inni í OBSERVER hvaða skuld- bindingum Bretar mundu verða að bregðast, komi ekki til aðstoð Bandaríkjanna. Eru þar helztar skuldbindingar gagnvart Suður- Austur Asíu bandalaginu. Enn- fremur mundu Bretar ekki geta veitt Indlandi og Pakistan að- stoð nema í litlum mæli. Loks segir Wilson, að senn muni að því koma, hversu svo sem háttað verði aðstoð Bandaríkjanna, að Bretar verði að kalla herstyrk sinn brott frá Aden og Persa- flóa. Hinsvegar segir hann, að veiti Bandaríkjastjórn Bretum viðun- andi aðstoð muni Bretar geta orðið aðilar að nýju strategísku varnarkerfi sem væntanlega hafi Indlandshaf sem miðdepil og mikilvægastar herstöðvar í Astralíu. Utflutningsbann á tóbak frá Rhodesíu? — vænzt nýrra efnahagsþvingana af hálfu brezku stjórnarinnar London, 24. jan. — NTB-AP » SIR Hugli Beadle, forseti hæstaréttar Rhodesíu, fer væntanlega heimleiðis í kvöld frá London, þar sem hann hefur dvalizt í tæpa viku og átt tíðar viðræður við Harold Wilson, for- sætsráðherra Bretlands og fleiri ráðamenn. Síðast í dag ræddi hann við Wilson, ásamt þeim Ed- ward Heath, ieiðtoga íhalds- flokksins, og Jo Grimmond, leið- toga Frjálslynda flokksins. Franska fréttastofan AFP hef- ur eftir áreiðanlegum heimild- um, að brezka stjórnin muni síð- ar í þessari viku tilkynna nýjar efnahagsráðstafanir, sem stefnt jafnframt leggja fram tillögur tfl. málamiðlunar. Segir AFP tillög- ur þessar byggjast á því að tryggja að Afríkumenn í Rho- desíu fái ekki meiri völd þegar í stað, heldur aukizt ítök þeirra í stjórn landsins á tilteknu árabili. Jafnframt sé gert ráð fyrir því, að Rhodesía verði um hríð sett undir beina nýlendu- stjórn Bretlands, eða að skipuð verði heimastjórn er ábyrg sé gagnvart Sir Humphrey Gibbs, landstjóra Breta í Rhodesíu. Efnahagsráðstafanir þær, sem Bretar eru sagðir undirbúa, byggjast einkum á sölubanni á tóbaki og ýmsum öðrum helztu sé gegn stjórn Ians Smiths, en útflutningsvörum Rhodesíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.