Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 18
18 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. januar 1966 Innilegasta þakklæti votta ég öllum fjær og nær sem hafa minnst mín með gjöfum og skeytum á 95 ára af- mæli mínu. Jón Sverrisson, Hrafnistu. T I Z K U 2. febrúar Innritun daglega SKÓLI ANDREU SKOLAVÖR-ÐUSTÍG 23 SIMI 19395 Verkstlórnarnámskeið Þar sem fullskipað er á næsta verkstjórnarnámskeið hefur verið ákveðið að efna til fjórða námskeiðs vetrarins og hefst það 28. febrúar. Nánari upplýs- ingar gefur Iðnaðarmálastofnun íslands, Skipholti 37. Stjórn verkstjómarnámskeiðanna. MMMO Sundmót Reykjavíkur SUND- og sundknattleiksmeist- aramót Reykjavíkur 1966 fer fram í Sundhöll Reykjavíkur fimmtudaginn 10. febrúar kl. 8,30. Keppt verður í eftirtöldum greinum og í sömu röð: 100 m skri'ðsund kvenna 200 m skriðsund karla 100 m flugsund kvenna 200 m bringusund karla 200 m bringusund kvenna lOOm flugsund karla 100 m baksund kvenna 100 m baksund karla 4xl00m skriðsund kvenna 4x100 m skriðsund karla Keppt verður um bikar, sem Sundráð Reykjavíkur hefur gef- ið, og hlýtur hann stigahæsta fé- lagið. Eftir mótið fer fram úrslita- leikur meistaramótsins í sund- knattleik. Gestum er heimil þátttaka án verðlauna. Þátttaka tilkynnist Guðmundi Þ. Harðarsyni, c/o Sundlaug Vesturbæjar, sími 15004, í síð- asta lagi 2. febrúar n.k. Bjarni beinteinsson lögfræðingur AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI & VALDI) SlMI 13536 KRISTINN EINARSSON héraðsdómslögmaður Hverfisgötu 50 (frá Vatnsst.) Símar 10260 og 40128. Alúðar þakkir færum við öllum þeim, sem hafa sýnt okkur samúð við andlát móður okkar INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Hólavelli. Magnús Pétursson, Guðmundur Pétursson, Sigríður Faaberg, Ásgeir Pétursson, Andrés Pétursson, Stefán Pétursson, Þorbjörg Pétursdóttir, Pétur Pétursson. Sigríður Þorsteinsdóttir frá Víðivöllum — Minning HINN 5. nóv. sl. lézt að Elli- heimilinu Grund eftir fimm mán aða dvöl þar, Sigríður Þorsteins- dóttir frá Víðivöllum fremri í Fljótsdal. Hún var fædd á Akra- nesi 12. febrúar 1875. Foreldrar hennar voru María Bóthildur Jakobína Pétursdóttir Maack og Þorsteinn Guðmundsson. Tíu ára gömul fluttist Sigríður vestur á Isafjörð til Theódóru og Skúla Thoroddsen. Þar dvaldist hún til 16 ára aldurs, en fór þá austur á Fljótsdalshérað til sr. Sigurðar Gunnarssonar á Valþjófsstað og frú Soffíu Einarsdóttur, sem var vinkona Maríu móður Sigríðar. Eftir að hafa stundað nám i Kvennaskólanum í Reykjavík, giftist hún árið 1902 Sigurði Brynjólfssyni á Brekku í Fljóts- dal, orðlögðum mannkosta- manni. Ekki naut hún samvista hans lengi, því að eftir árs sam- búð andaðist hann, og var einka- dóttirin skírð við kistu hans. Næstu árin bjó Sigríður með tengdaföður sínum á Víðivöllum fremri. Árið 1912 giftist Sigríður öðru sinni Tryggva Ólafssyni kennara, hinum mætasta manni. Með honum bjó Sigríður á Víði- völlum, ágætu, velhirtu búi til ársins 1930. En þá fluttust þau til Reykjavíkur, mest vegna van- heilsu Sigríðar, sem þá var búin að vera sjúklingur um nokkurra ára bil. Var ekki sjáanlegt ann- að, en hún þyrfti að dvelja undir læknishendi og í sjúkrahúsi, sem og varð næstu árin. Öll þessi erfiðu sjúkdómsár naut hún aðstoðar og umhyggju dóttur sinnar, sem entist henni til æviloka. Þó að Sigríður sigr- aði að lokum sjúkdóm þann, er þjáði hana um miðbik ævinnar, varð hún aldrei heilsusterk eftir þetta. Fyrstu ár þeirra Sigríðar og Tryggva í Reykjavík, um og eftir 1930, voru engin veltiár, enda urðu þau aldrei rík af veraldar- auði. En heimili þeirra bar jafn- an vott um smekkvísi húsfreyju og framúrskarandi þrifnað. Óg þar nutu margir Austfirðingar beina og margvíslegra greiða, sem allt var veitt af ríkidæmi hjartans. Tryggvi stundaði ýmsa vinnu, eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, lengst af vann hann við afgreiðslu og skrifstofustörf hjá KRON og þótti í hvívetna góður og traustur starfsmaður. Tryggvi andaðist 1947 eftir skammvinna en erfiða sjúkdóms- legu. Hélt Sigríður þá enn heim- ili um nokkurt skeið með til- styrk vinkonu sinnar, Sæbjargar Sigurðardóttur, ættaðrar austan af Fljótsdalshéraði. Barn Sigríðar af fyrra hjóna- bandi er: Sigríður Sigurveig, gift Jóni Sigurðssyni verzlunar- manni í Borgarnesi. Af síðara hjónabandi: Ólafur læknir í Reykjavík, kvæntur Önnu Lúð- víksdóttur, tvíburarnir Sigurður, kaupmaður á Hvammstanga, tví- kvæntur, fyrri kona Kristín Guð- mundsdóttir, síðari kona Ásdís Pálsdóttir, og Gunnar, sem var vanheill og dó um tvítugt. Auk þess ólu þau upp frá 8 ára aldri, bróðurdóttur Tryggva, Sigur- veigu Guðmundsdóttur. Hún er nú búsett í Höfn í Hornafirði og gift Baldvin Þorsteinssyni. Seinustu árin dvaldist Sigríð- ur mest á heimilum barna sinna, einkum hjá Sigríði í Borgarnesi. Sigríður Þorsteinsdóttir var fríð sýnum og höfðingleg í fasi, bros- ið var milt og lýsti upp andlitið. Hún var skapstór kona, hreinlynd og vinföst. Slúður og lastmælgi náðu ekki eyrum hennar. Sjúkir menn og þeir, sem halloka fóru í lífinu, áttu ríka samúð hennar. Okkur vinum sínum, sem í fjar- lægð voru, skrifaði hún löng og góð bréf, þrungin hlýju og fyrir- bænum. Síðustu jólin, sem hún lifði, skrifaði hún sjálf á jóla- kortin sín sem áður. Ég vil með þessum fátæklegu línum votta Sigríði þakkir mín- ar fyrir móðurlega umhyggju, er ég ung naut á heimili hennar, og margra ára sanna vináttu. Ég mun ætíð minnast hennar sem heiðurskonu. S. Á. S. Athugasemd um hifreidatryggingar VEGNA yfirlýsinga, sem birzt hafa í blö'ðum og útvarpi frá bifreiðatryggingafélögunum, um breytingar á hinu hefðbundna bónuskerfi, vill Hagtrygging h.f. taka fram eftirfarandi: 1. Svo sem kunnugt er, hóf Hagtrygging starfsemi sína í apríl s.l. með nýju iðgjaldafyrirkomu- lagi, sem var frábrugðið því, er tíðkazt hafði hér á landi. 2. Þetta er ekki bónuskerfi, og því á ýmsan hátt frábrugðið hinu nýja formi á bónuskerfinu, sem flest hinna eldri tryggingafélaga hafa nú ákveði'ð að taka upp. 3. Kerfi Hagtryggingar er fjöl- flokkakerfi með mjög breiðu bili á iðgjaldasvi'ðinu. 4. í kerfi þessu geta góðir og gætnir ökumenn með hagstæðan ökuferil komist í lága i’ðgjalda- flokka strax. 5. Færsla milli flokka er veru- lega frábrugðin því, sem tíðkast í bónuskerfinu. 6. Minniháttar tjón valda ekki færslu milli flokka, nema þá og því aðeins, að um mikla vankunn áttu í akstri hafi veri'ð að ræða, eða vanþekkingu á umferraregl- um. Viss tjón, sem ökumaður getur ekki komið 1 veg fyrir, þrátt fyrir fulla aðgæzlu og rétta hegð- un í akstri, valda ekki færslu milli flokka. Undir þetta heyra í flestum tilfellum rúðubrot. 7. Fullnaðarrannsókn á tjóna- tíðni Hagtrtryggingar er enn ekki lokið, en tjónatíðnin er greinilega lægri en hjá hinum tryggingafélögunum eftir þeim upplýsingum, sem hafa birzt opin berlega. Á síðastliðnu ári var Hagtrygg- ing með iðgjöld fyrir góða Öku- menn, sem voru allt að 5Ó% lægri en hin almennu iðgjöld. annara tryggingafélaga. Mestu lækkanir, sem önnur tryggingafélög bjóða góðum öku- mönnum, svara því nokkurn veg- ínn til þeirra iðgjalda, sem Hag- trygging hafði á s.l. ári. 8. Þar sem iðgjaldakerfi Hag- tryggingar hefur bæði reynzt vinsælt meðal bifreiðaeigenda og einnig traustur rekstrgrundvöllur fyrir fyrirtækið, verða að þessu sinni eingöngu gerðar smávægi- legar breytingar á kerfinu. Þessar breytingar munu þó miða að breikkun á iðgjalda- bilinu, þannig að hinum beztu ökumönnum með hagstæ'ðan öku- feril er nú boðin þetri kjör en áður. Hinsvegar mega þeir, sem títt valda tjónum, búast við þvi að tryggingarnar verði kostnáð- arsamari fyrir þá en áður. 9. Við þessar breytingar á ið- gjaldakerfinu er höfð hliðsjón af þeirri reynslu á tjónatíðni, sem félagið hefur fengið, og sömu- leiðis tekið tillit til þeirra ver'ð- hækkana, sem urðu á síðari hluta ársins 1965. Þessum verhækkun- um er fyrirhugað að mæta að nokkru leyti með aukinni rekstr- arhagkvæmni, og hindra þannig að þær komi fram í iðgjöldum. 10. Félagið hefur athugað þá nýbreytni, sem eitt af trygginga- félögunum hefur tekið upp, að bjóða hinum tryggðu vi'ðbótar- ökumanns-tryggingu og sérstaka farþegatryggingu. Mál þetta er í athugun og verður skýrt frá nið urstöðum þess á'ður en trygginga- tímabilinu lýkur. HAGTRYGGING H.F. ! w Ulpur Japönsku herra- úlpurnar með prjóna- kraganum nýkomnar aftur. Stærðir: 48 — 50 — 52 og 54. Komið strax síðustu sendingar seldust strax upp. Verð kr. 645.— .■•MiimtUi.iliii.iiiiiiiiiiiiimuiMWiiiiiiiuoHiiHiiiiu;. .......................................uinunim......i.nl. ...nnitif. Miklatorgi — Lækjargötu 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.