Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 16
16 MORG U N B LAÐIÐ Fimmtudagur 27. janúar 1966 Nýi frílistinn HÉR FER á eftir skrá yfir þær vörur, sem nú hafa verið settar á frílista, svo og listi yfir inn- flutningskvóta nokkurra vöruteg unda 1966: Nýi frílistinn Malt, óbrennt eða brennt. Kartöflusterkj a. Sikoriurætur, nýjar eða þurrk- aðar, heilar eða sundurskornar. Humall og humalmjöl. Steinsykur (kandís). Drúfusykur (glúkósi). Ávextir, frystir með sykri. Gips, anhydrít, brennt gips, einnig litað eða lítils háttar bætt mýkingarefni. Eldspýtur (þó ekki bengalskar eldspýtur). Annar trjávfður úr barrtrjám, sagaður. Annar trjáviður úr barrtrjám, heflaður. Gólfteppi, hnýtt. Önnur góifteppi. Sokkar, þó ekki heilsokkar kvenna úr silki eða gerviþráðum. Sokkar, leistar, sokkahlífar og annað þ.h. úr baðmull. Nærfatnaður, prjónaður úr baðmull. Nærfatnaður karla (þar meðt. skyrtur) úr baðmull. Nærfatnaður kvenna úr baðmull. Annar skófatnaður me'ð ytri sóla úr gúmmi. Kvenskór með ytri sóla úr gúmmí Hællausir strigaskór. Annar skófatnaður með ytri sóla úr gúmmí. Flöskur, ámur, krukkur o. fl. Vörur úr asfalti (þó ekki vegg- og gólfflísar). Plötur, flísar, hellur og þess hátt ar vörur úr jurtatrefjum, viðar- spónum, límt saman með sementi eða gipsi. Vörur úr sementi (þar með talið gjallsement úr steinsteypu. Vörur úr asbestsementi, úr sellu- lósasementi. Vörur úr steini eða jarðefnum (þó ekki búsáhöld). Pípur, rennur og pípuhlutar (fittings). Stálvír í nagla. Annar stálvír. Stengur úr járni eða stáli, heit- vaJsaðar, slegnar, þrykktar eða kaldunnar. Prófíljárn og stál, heitvalsað, þrykkt eða kaldunni'ð. Þynnur og plötur úr járni eða stáli, heit- eða kaldvalsaðar, yfir 4,75 mm að þykkt. Þynnur og plötur úx járni eða stáli 3—4,75 mm. Þynnur og plötur úr járni og stáli minna en 3 mm. að þykkt. Þynnur og plötur, tina'ðar. Aðrar þynnur og plötur. Járn og stálvír, einnig húðaður. Stállegeringar og koJefnisríkt stál, vírstengur og stangajárn. Stállegereingar og kolefnisríkt stál. Prófíljárn og stál. Stállegeringar og kolefnisríkt stál. PJötur og þynnur yfir 4,75 mm. að þykkt. Plötur og þynnur minna en 3 mm. þykkt úr kolefnisríku stáli. Aðrar vörur úr gleri. Plötur og þynnur 3—4,75 mm. að þykkt úr stállegeringum. Plötur og þynnur minna en 3mm. áð þykkt, ekki plettaðar, húðaðar eða klæddar, úr kolefnisríku stáli. Plötur og þynnur, minna en 3 mm. að þykkt, ekki plettaðar, húðaðar eða klæddar, úr stál- legeringum. Plötur og þynnur, minna en 3 mm. að þykkt, pletta’ðar, húðað- ar og klæddar úr kolefnisríku stáli. Plötur og þynnur, minna en 3 mm. að þykkt, plettaðar, húðað- ar og klæddar úr stállegeringum. Vír úr kolefnisríku stálL Vír úr stállegeringum. Pípur úr steypujárni, þó ekki nikkel- og krómhúðaðar og vatns lásar. Pípur úr járni (nema steypu- járni) e’ða stáli, þó ekki rafmagns pípur og nikkelhúðaðar eða króm aðar pípur. Pí; hlutar (fittings) t.d. hólkar, hné, tengi og nipplar, úx járni eða stáli þó ekki fittings fyrir rafmagnspípur. Gaddavír úr járni eða stáli, snún ar gjarðir eða flatur vír, laus- snúinn tvöfaldur vír til girðinga. Steypustyrktar- og múrhúðunar- net. Vír, ekki einangraður og gadda- vír úr alumíni. Jarð- og sæstrengir. Eldhúsinnréttingar skápar til múr- og naglfestingar. Sæti í bifreiðar. Aukinn innflutningskvóti (Krónutalan fyrir aftan táknar innflutningskvóta 1966 fyrir hvern vöruflokk). Mjólkurafurðir, fuglaegg, kr. 150.000. Kartöflur, nýjar, kr. 3.000.000. Óbrennt kaffi, kr. 10.000.000. Molasykur, strásykur, kr. 15,- 000.000. Tyggigúmmí, húðað með sykri og óhúðað, kr. 2.000.000. Ávextir, ávaxtahýði með syk- urhúð, kr. 4.000.000. Portlandssement, alúmínatsem- ent, slaggsement og annað hydrol iskt sement, einnig litað eða sem sementsgjall, kr. 10.000.000. Steinkol, kr. 700.000. Koks og hálfkoks úr steinkol- um, brúnkolum eða mó, krónur 300.000. Krossviður, spónlagður trjávið ur og aðrar límdar plötur, einnig í sambandi við önnur efni, inn- lagður viður (með áteiknuðu eða máluðu mynstri); holplötur (lam elplötur), einnig lagðar ódýrum málmum; gervitrjáviður úr spón- um o. s. frv., þó ekki plasthúðað- ar plötur, kr. 20.000.000. Byggingaplötur úr viðartrefj- um eða öðrum jurtatrefjum, einn ig límdar með náttúrulegum harpix, gerviharpix eða öðrum þess háttar bindiefnum, þó ekki plasthúðaðar plötur, kr. 12.000.- 00. Heilsokkar kvenna og aðrir sokkar, leistar, sokkahlifar og annað þess háttar úr silki eða gerviþráðum, kr. 15.000.000. Óunnið, steypt eða valsað gler, teygt eða blásið, kr. 12.000.000. Rafhreyflar og spennar (trans- formatorar) þó ekki spennar (ballats) fyrir fluorescentljós, kr. 8.000.000. Vopn og skotfæri og hlutar til þeirra, þó ekki línubyssur, hval- veiðibyssur og skutlar og slcot ,í hvalveiðibyssur og línubyssur, kr. 6.000.000. Húsgögn og hlutar til þeirra, rúmbotnar, dýnur, púðar og þess háttar stoppaður húsbúnaður, þó ekki eldhúsinnréttingar og skáp- ar til múr- og naglfestingar, sæti í bifreiðar og aðrar vörur, sem eru á frílista, kr. 12.000.000. Burstagerðarvörur, þó ekki burstar, sem eru hlutar af vélum, málningarrúllur, gúmmíþvögur á skafti, skaftþvögur, tannburstar og listmálunarpenslar, kr. 2.000,- 000. Listaverk, safnmunir, forngrip- ir, kr. 500.000. Vörur, sem falla undir önnur tollnúmer og ekki er frjáls inn- flutningur á, kr. 500.000. Færi og línur til fiskveiða, 300 tonn. Kaðlar, þó ekki grastóg og vír- manilla, 600 tonn. Fyrri hluta ársins 1966 vprður gerð úthlutun til innflutnings á rafgeymum og efni í þá (85.04.01; 85.04.09) fyrir allt að 1% milljón króna en innflutningur á þeim vörum verður frjáls frá 1. júlí 1966. Ofangreindir innflutningskvót- ar gilda um vörukaup frá öðrum löndum en jafnkeypislöndum (Áustur-Þýzkalandi, Brazilíu, Pól landi, Sovétríkjunum, Tékkósló- vakíu og Ungverjalandi). — Frjáls innfluin. Framh. af bls. 1 inn.Enn fremur er tilkynnt um stækkun á svonefndum innflutn- ingskvótum fyrir ýmsar vörur, þ.e.a.s. aukið er það vörumagn, sem heimilt er að flytja inn frá útlöndum af ýmsum vörutegund- um, sem heildarinnflutningur er takmarkaður á. Ekki er hér unnt að nefna allar þær vörur, sem nú bætast á frílistann. Það yrði of langur lestur. Hinar helztu þeirra eru timbur, járn og stál, eldhúsinnréttingar og skápar pípuhlutar, skyrtur, nærfatnað- ur úr baðmull, karlmannssokkar, gúmmískófatnaður og gólfteppi. Á árinu 1964 nam innflutningur þeirra vörutegunda sem nú bæt- ast við frílistann 395 millj. kr. og var 7% heildarinnflutnings á því ári. Hér er um að ræða stærsta spor, sem stigið hefur verið til stækkunar frílistans, síðan í maí 1960, er breytt var um stefnu í innflutningsmálum í samræmi við s) irnarsáttmála núverandi stjórnarflokka, þegar þeir komu sér saman um mynd- un ríkisstjórnar í árslok 1959. Jafnframt eru innflutningskvót- ar nokkurra vörutegunda auknir. Helztu vörurnar, sem það á við um, eru húsgögn og sement, og nýjar vörur, sem nú munu fá smávægilegan innflutningskvóta, eru óbrennt kaffi og nokkrar sælgætistegundir. Hlutdeild algjörlega frjáls inn flutnings mun nú aukast úr 79,2% í 86,2% heildarinnflutnings eins og hann var 1964. Meira en helmingur þess innflutnings, sem enn er háður einhvers konar leyfisveitingu, er benzín og brennsluolíur, sem eingöngu eru Gylfi Þ. Gíslason fluttar frá Austur-Evrópulðnd- um, en innflutningur þaðan er ekki takmarkaður á. Aðrir -vöru- flokkar, sem enn eru háðir leyf- um, eru m.a. sykur, kaffi, kven- sokkar krossviður bg húsgögn. En allar þessar vörur er frjálst að flytja inn án nokkurra tak- markana frá jafnkeypislöndun- um. Innflutningur erlendrar land búnaðarvöru, sem keppa mundi við innlenda landbúnaðarfram- leiðslu, er hins vegar bannaður. Þessar ráðstafanir, sem nú hef- ur verið lýst, eru liður í þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að veita neytendum kost á æ fjölforeytt- ara vöruúrvali og stuðla að auk- inni samkeppni í verzluninni. Aukið vöruúrval gerir neytend- um auðveldara að fullnægj þörf- um sínum, og aukin samkeppni ætti smám saman að hafa í för með sér stöðugra verðlag. Á hinn bóginn hefur ríkisstjórnin viljað gæta þess vandlega, að aukinn vöruinnflutningur frá frjálsgjald- eyrislöndum og minnkaður vöru- innflutningur frá jafnkeypis- löndum stofnaði ekki útflutnings mörkuðum þjóðarinnar í jafn- keypislöndunum í hættu. En á síðari árum hafa viðskipti okkar við jafnkeypislöndin og þá eink um löndin í Austur-Evrópu smám saman verið að breytast þannig, að kaup þeirra á íslenzk um afurðum hafa minnkað meira en kaup okkar á þeirra vörum. Ef litið er á jafnkeypis- löndin í heild, keyptum við meira frá þeim á s.l. ári en þau af okkur, svo að staða okkar gagnvart þeim versnaði á s.l. ári. Bendir þetta eindregið til þess, að óhætt sé að draga úr þeirri vernd sem þessir útflutningsmarkaðir hafa notið. Þá hefur það sjónar- mið verið haft í huga á undan- förnum árum, að stO'fna ekki réttmætum hagsmunum íslenzks iðnaðar í hættu með því að fella innflutningshöft snögglega úr gildi á vörum, sem framleiddar eru innanlands. Tillit hefur enn verið tekið til þessa atriðis, en þess ber jafnframt að gæta, að íslenzkur iðnaður nýtur yfirleitt mikillar tollverndar. í þeim greinum, þar sem tollverndin er mest, á iðnaðurinn ekki að þurfa að óttast erlenda iðnaðar- vöru, þótt innflutningur hennar sé frjális. Oft er tollverndin raun ar svo mikil, að full ástæða er til þess að draga smám saman úr henni í því skyni að lækka vöru- verð £ landinu, þótt slíkt verði að sjálfsögðu að gera smám sam- an, þannig að iðnfyrirtækin eigi þess kost að laga sig að breytt- um aðstæðum. í kjölfar þessara ráðstafana í viðskiptamálum mun á næst- unni sigla aukið vöruframboð á ýmsum sviðum og aukin sam- keppni í viðskiptalífinu. Það er skoðun ríkisstjórnarinnar, að með þessu sé stefnt í rétta átt. Það, sem fyrst og fremst hefur gert kleift að gera þessar ráðstafanir, er sú staðreynd, að afkoma þjóð- arinnar út á við er mjög góð. Á síðastliðnu ári hélt gjaldeyris- varasjóður þjóðarinnar áfram að aukast. Hann jókst úr 1600 millj. kr. í ársbyrjun í 1900 millj. kr. í árslok. Án þessarar þróunnar hefði hvorki verið unnt né ráð- legt að stíga þau spor í viðskipta málum, sem nú hafa verið stigin. Þannig eru bein tengsl milli þeirrar stefnu í bankamálum og efnahagsmálum yfirleitt, sem stuðlað hefur að aukningu gjald- eyrisvarasjóðsins, óg þeirra ráð- stafana í viðskiptamálum, sem nú er verið að gera. Á hinn bóginn er ríkisstjórn- inni Ijóst, að þessar ráðstaíanir einar sér nægja ekki til þess að draga úr þeirri þenslu, sem nú er í íslenzkum efnahagsmálum og ríkisstjórnin telur brýna nauðsyn til að vinna af alefli gegn. I því sambandi er sérstaklega þýðing- armikið að heilbrigt samstarf geti tekizt á milli launþegasam- taka og ríkisvalds um að tryggja jafnvægi í efnahagsmálum þjóð- arinnar, samfara því, að laun- þegum sé tryggð réttmæt hlut- deild í aukningu þjóðarfram- leiðslunnar. Ríkisstjómin mun framvegis eins og hingað til leggja á það megináherzlu, að sá vöxtur þjóðarframleiðslu, sá bati á gjaldeyrisstöðu og sú lífskjara- bót, sem verið hefur einkenni efnahagsþróunarinnar undanfar- in ár, haldi áfram að móta ís- lenzkt efnahagslíf, og að það jafnvægi, sem er undirstaða slíkr ar þróunar, raskist ekki til fram- búðar. Þær ráðstafanir í við- skiptamálum, sem tilkynnt hef- ur verið um nú i dag, eru einn þáttur í viðleitni ríkisstjórnar- innar til þess að ná þessu mark- miði. — Þolinmæði Framh. af bls. 1 tilraunir Bandaríkjastjórnar til þess að koma á friðarviðræðum hafi engan jákvæðan árangur borið. Á hinn bóginn sé ijóst af ljósmyndum, er honum hafi hor- izt frá Vietnam, að Norður- Vietnam-stjórn hafi notað síðustu daga og vikur til sívax- andi liðsflutninga til S-Vietnam. Lagði forsetinn myndir þessar fram á fundi í Hvíta húsinu í dag. Það sem m.a. þykir renna stoð um að þeirri skoðun, a'ð loftárás ir verði teknar upp á ný, er heim sókn bandaríska sendiherrans í Tókíó, Johns Emersons í morg- un, til aðstoðar-utanríkisráðherra Japans. Segir eftir áreiðanleg- um heimildum, að Emmerson hafi tjáð rá’ðherranum, að Banda ríkjastjórn gæti ekki lengur beð- ið þess, að stjórnin í Hanoi sýndi einhver merki vilja um frið- samlega lausn Vietnam málsins. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt ræðu á fundi utanríkisnefndar Bandaríkjaþings í dag og fór þess á leit, að veitt yrði aukið fé til aðstoðar S-Viet- nam bæði hernaðarlegrar og efna hagslegrar, sem væri ekki síður mikilsvert í baráttunni gegn kommúnistum. Rusk sagði, að í Vietnam væri um það að ræða að ákveða, hvort láta ætti undan yfirgangsstefnu. Hann kvaðst stundum furðu lostinn yfir þeim tvískinnungb sem ríkti í mati manna á atburðum í Vietnam. Það væri lagður mismunandi mælikvarði á sprengjur eftir því hverjir vörpuðu þeim og hvern- ig. Kvaðst hann sjálfur ekki sjá annað en að sprengja væri sprengja — hvort sem henni væri varpað úr lofti eða af landi og ihvort sem það væru bandariskir hermenn eða kommúnískir skæruliðar, sem vörpuðu þeim. Rusk fór fram á 415 milljón dollara fjárveitingu þingsins, sem að mestu á að ganga til S- Vietnam. Raeða Suslovs í Róm í NTB-frétt frá Rómaborg seg- ir frá ræðu, er Mikhail Suslov hugtakafræðingur sovézka komm únistaflokksins hélt þar í borg í dag. Þar sagði hann m.a., að Sov étstjórnin hafði veitt stjórn N- Vietnam verulega aðstoð í bar- ábtunni gegn bandarískum heims veldasinnum, sem hann réðist harkalega á. Suslov sagði það meginstefnu Sovétstjórnarinnar að vinna að friðsamlegri sambúð þjóða — en jafnframt að veita aðstoð þjóðum, er ber’ðust gegn kúgun og yfirgangi heimsvalda- sinna. Hann kvað það reynslu sína, að eftir því sem samheldni þjóða heimsveldasinna minnkaði, því meira ykist stríðshættan í heiminum. Árásaröflin spöruðu hvorki fé né mannafla til þess að reyna áð stöðva óhjákvæmilega þróun heimssögunanr. Frá Vietnam berast fregnir um hörð átök og árásir af beggja hálfu. Stjórnin í Saigon tilkynnti í dag, að hún hefði ákveðið að láta lausa 20 stríðsíanga frá N- Vietnam í tilefni áramótahátíðar Vietnambúa. Að vísu sagði stjórn in, að ráðamenn í Hanoi hefðu neitað því að í liði S-Vietnam væru hermenn frá N-Vietnam — en engu að sfður yrði mönnunum sleppt við Ben Hai brúna við landamæri N- og S-Vietnam. Sáttanefnd Fregnir frá Addis Abeba herma, að stjórnin í Somalíu hafi lagt til að skipuð verði nefnd full trúa Asíu og Afríkuríkja, er hafi á hendi sáttatilraunir í deilunni um Vietnam. Sendiherra Somaliu í Addis Abeba sagöi á fundi með fréttamönnum í dag, að hlutverk slíkrar nefndar ætti að vera að koma á viðræðum allra hlutað- eigandi aðila, fá sami'ð vopna- hlé, fá erlent herlið flutt burt, er lendar herstöðvar lagðar niður og sjá um, að frjálsar kosningar yrðu haldnar í öllu landinu. Arekstur ÁRBKSTUR varð um hádegis- bilið í gær á móts við Suðurgötu 39 milli bifreiðarinnar E-81 og Volgufoíls úr Reykjavók. Aðeins ökumennirnir voru í bifreiðun- uim og meiddisit hvorugur, en báðar bifreiðarnar skemmdust lítillega. Hálka á veginum olli árekstrinium, að því að talið er. — Oddur. — Landvarnarm. Framliald af bls. 1 landvarnamál Bretlands yfirleitt og þó einkum í löndum austan Súez. Sagði þar, að kæmi ekki til rífleg aðstoð Bandaríkjanna, gætu Bretar efkki staðið við ýmsar hernaðarlegar skuldlbind- ingar á því svæði, m.a. yrðu þeir þá að draga úr aðstoð við Ind- land og Pakistan, kalila burt her- styrk sinn frá Persaflóa og verða brott frá Aden, áður en langt um liði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.