Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 Einhuga og öflugt f élug Rætt við Guðmund H. Garðarsson formann V.R. f BEINU framhaldi af grein- inni hér á undan vegna 75 ára afmælis Verzlunarmanna- félags Beykjavíkur hafði blaöamaður Mbl. tal af Guð- mundi H. Garðarssyni, sem verið hefur formaður VR frá 1957 eða meginhluta þess tímabils, sem félagið hefur verið hreint launþegafélag, og spjallaði við hann um sögu félagsins síðasta áratuginn. Öflugt og einhuga félag — Hvernig var fyrir ykkur þessa ungu menn að taka við þessu gamla og rótgróna félagi? — Það var að sjálfsögðu mjög vandasamt þar sem fæstir okkar höfðu nokkra reynslu í því að tfjalla um laun og kjaramál. Fyrstu árin urðum við greini- lega varir við það, að margir hinna eldri félaga VR úr kaup- eýslustétt, áttu erfitt með að ekilja, að við þessir nýju, sem tókum við félaginu, þurftum að reka félagsmálastarfsemina og kjarabaráttuna á allt öðrum grundvelli, en fyrr hafði verið £ert. Þó er þess að geta að í for- mánnstíð Guðjóns Einarssonar tfrá 1946—57 var unnið stöðugt méira að hinum almennu kjara- málum launþeganna í félaginu, en sú þarátta hlaut að sjálfsögðu «ð vera meiri erfiðleikum bund- in, þar sem félagið var megin hluta þess tímabils, sameiginlegt tfélag kaupsýslu- og verzlunar- íólks. Frumsamningarnir eru þó gerðir á þessu tímabili, og það sem mikils er um vert að undir lok tímabilsins er Lífeyrissjóður verzlunarmanna stofnaður, en hann tók til starfa 1. febrúar 1956. Þau verkefni sem við okkur blöstu eftir skiptinguna árið 1955 voru: 1) Að vinna að raunhæfari samningum, sem næðu yfir störf megin þorra þess fólks, sem vann við verzlunar- og skrif- stofustörf. 2) Að fá viðurkenndan samn- ingsrétt félagsins hjá þeim sam- tökum vinnuveitenda, sem hefðu skrifstofu- og verzlunar- tfólk í sinni þjónustu. 3) Að vinna að fjölgun félags- manna. 4) Að vinna að stofnun lands- eamtaka verzlunarfólks. 5) Berjast fyrir þvi,-að verzl- unarfólk öðlaðist aðild að ASÍ. 6) Að vinna að því, að verzl- unarfólk fengi atvinnuleysis- tryggingar eins og aðrar stéttir. — Og hvernig hefir tiltekizt eð hrinda þessum stefnumálum VR í framkvæmd síðasta ára- tuginn? — í sambandi við kjaramálin er það að segja, að áður en við gátum beitt okkur sterklega í þeim efnum var okkur nauðsyn- legt að fá almennt viðurkennd- an samningsrétt félagsins og fá fólkið í félagið. Árið 1956 voru aðeins þrjú samtök vinnuveit- enda sem höfðu undirritað samn- inga við VR, en það voru Verzl- unarráð íslands, Samband sma- söluverzlana (nú Kaupmanna- samtök íslands) og KRON. En á næstu árum var gengið ötul- lega að því að fá önnur sam- tök vinnuveitenda til þess að viðurkenna samningsaðild VR fyrir hönd verzlunarfólks í Reykjavík, og vorið 1957 undir- rituðu Vinnuveitendasamband íslands, Félög ísL iðnrekenda og Stórkaupmannafélag Islands samningana í fyrsta skipti. Ári síðar eða 10. október 1958 voru samningar milli VR og SÍS und- irritaðir, en við þá undirritun var ótvíræður samningsréttur VR viðurkenndur af öllum sam- tökum vinnuveitenda. Var það rúmum þremúr árum eftir að VR varð hreint launþéga félag, og má hiklaust segja, að þá hafi mikilsverðum áfangi ver- ið náð, sem gjörbreytti samnings aðstöðu félagsins og sameinaði allt verzlunarfólk í Reykjávík undir eitt merki — merki VR í kjara- og hagsmunabaráttunni. Auk aðalsamningsins, sem jafn- an er gerður vegna verzlunar- ** . ‘'Æf — á* Guffmundur H. Garðarsson, núv erandi formaffur Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. stóð yfir í fjóra daga, og má segja að útkoma þeirrar samn- ingsgerðar hafi orðið sú að gerð var meiri eða minni breyting á svo að segja hverri einustu grein eldri samningsins. Voru þessar breytingar allar félagsmönnum í hag, og má néfna sem dæmi að tekin var upp ný flokkaskipan, sem var meira í samræmi við ríkjandi aðstæður í verzlunum og á skrifstofum. Þá var tekinn upp hýr launaskali, sem fól í sér 43% meðalhækkun, orlofsréttindi ukust verulega og vinnutími var styttur. — Hvernig hefur þróunin ver- ið hvað snertir fjölgun félags- manna, Guðmúndur? — Við skiþtingu félagsins 1955 fóru af félagsskrá um 500 manns, Stjórn VR 1906. Standandi: Sigurffur Þorsteinsson, Egill Jacob- sen, Olafur Jolinson. Sitjandi: Árni Jónsson og Gísli Jónsson. Mun þetta vera fyrsta ljósmyndin, er tekin var af stjórn VR. og skrifstofufólks, hefur félagið á undanförnum árum gert átta samninga vegna sérhópa, eins og t.d. stúlkna í apótekum, starfs- manna í flugafgreiðslum flugfé- laganna og starfsfólks í kvik- myndahúsum. — Hvað álítur þú vera þýð- ingarmestu samningana, sem VR hefur gert, á þessu tímabili, sem hér um ræðir? — Án nokkurs vafa voru það samningar þeir, sem félagið náði í árslok 1963. Félagið varð þá að heyja sitt fyrsta verkfall, sem en það voru vinnuveitendur og framkvæmdastjórar. Við það urðu um 1000 manns eftir í fé- laginu. — Á félagsskrá VR voru í árslok 1965, 3651 karl og kona, þannig að félagsmannatalan hef- ur rúmlega þrefaldazt á einum áratug. Er hér vissulega um mikla aukningu að ræða, sem stafar m.a. af því, að samning- arnir eru orðnir mun viðtækari en áður var, og félagssvæðið hefur verið stækkað til muna — tekur nú yfir Reykjavík, Kópa- vog, Seltjarnarnes, Mosfellssveit X*essi mynd var tckin á félagsfundi VR 13. des. 1963, og eins og sjá má, er þar þröng á þingi. og Kjós. Þá hefur það að sjálf- sögðu stuðlað að fjölgun félags- manna, að á síðustu 15 árum hafa risið upp ný og stór fyrir- tæki sem þarfnast mikils fjöida verzlunar- og skrifstofufólks í sína þjónustu. Nægir að nefna sem dæmi Flugfélag íslands, Loftleiðir og tryggingarfélögin. Þá hafa risið hér upp á síðustu árum stórar kjörbúðir, sem krefj ast mikils vinnuafls, en fjölgun þeirra er í samræmi við þróun og stækkun borgarinnar. Þess má geta til gamans að um helm- ingur félaganna í VR er kven- fólk, og ér 64% félaganna 40 ára og yngri, en þar af eru 10% inn- an við tvítugsaldur. — Þú drapst á það í upphafi, Guðmundur, að lífeyrissjóður hefði verið stofnaður fyrir ára- tug. Hvernig hefur sjóðurinn dafnað? — í lífeyrissjóði verzlunar- manna voru um síðustu áramót tæpl. 2000 sjóðfélagar. Heildar- eign hans var þá 95.5 millj. kr. Hefur sjóðurinn eflzt mjög á síð- ustu árum og ukust nettóeignir hans 1965 um 25 millj. kr. Megin- tilgangur sjóðsins er að sjálf- sögðu að veita félagsmönnum líf- eyri allt að 60% miðað við meðal laun siðustu 10 árin, sem við- komandi tekur laun. Einnig er veitt úr honum maka-, barna- og örkumlalífeyri. Fé sjóðsins hefur verið ávaxtað þannig á undanförnum árum, að sjóðfélagar hafa fengið lán í sam bandi við íbúðakaup, og var á síðasta ári úthlutað 32.8 millj. kr. til 201 lántakenda. Hámarks- lánsupphæð er 250 þús. kr. og veitist út á 1. veðrétt. Heildar- útlán sjóðsins frá upphafi eru tæpar 90 milljónir króna. í stjórn Lífeyrissjóðs verzlun- armanna eru: Hjörtur Jónsson, formaður, Gunnlaugur J. Briem, Guðmundur H; Garðarsson, Barði Friðriksson og Guðmundur Árna son. — Hvað telur þú vera merk- ustu áfanga í sögu félagsins síð- ustu tíu árin, fyrir utan það sem hér greinir frá að framan? — Meðal þeirra merkustu eru án efa stofnun Landssambands ísl. verzlunarmanna sem' stofnað var fyrir frumkvæði VR, aðild verzlunarfólks að Alþýðusam- bandi íslands, og stofnun Verzl- unarbanka íslands með þátttöku verzlunarmánna. LÍV var stofn- að vorið 1958 og var fyrsti for- maður þess kjörinn Sverrir Her- mannsson, þáverandi skrifstofu- stjóri VR og er hann enn for- maður samtakanna. L.Í.V. hefur þegar gegnt mikilsverðu hlut- verki í þágu verzlunarfólks, og á m.a. aðild að samtökum skrif- stofu og verzlunarfólks á Norð- urlöndum. •— Hvað vildir þú segja meira um sögu félagsins síðasta áratug- inn, Guðmundur? — Þáð ér auðvitað af mörgu að taka í sögu jafn stórs félags, en segja má að æðar þess liggi út til rúmlega 600 vinnustaða víðsvegar um borgina. og ná- grenni. Og ég held, að það muni fáir starfshópar vera í jafn dag- legri snertingu við hinn al- menna borgara, sem verzlunar- og skrifstofufólk. Styrkui félagsins, einhugur og árangur baráttunnar, bygg- ist að sjálfsögðu á hverjum einstökum félagsmi.nni, og fé- lagsmönnum síðan sem heild. Sem formaður þessa félags hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi, að einlægni og góðvild hef- ur ríkt meðal _ félagsmanna og forystumanna. Á það ríkasta þátt inn í þeirri hröðu og sterku upp- " byggingu, sem orðið hefur innan VR sl. tíu ár. Það mætti vissu- lega nefna mörg nöfn, sem kom- ið hafa við sögu, en ég get ekki látið hjá líða að nefna Guðjón Einarsson, sem var formaður fyrstu tvö árin eftir skiptinguna (1955—57), og varaformennina tímabilið 1955—66, þá Pétur Sæmundsen, Gunnlaug J. Briem, Eyjólf Guðmundsson og Magnús L. Sveinsson. Þá hefur líka mik- ið mætt á forstöðumönnum skrif stofunnar, sem hafa verið á þessu tímabili Ólafur í. Hannesson lögfr., Sverrir Hermannsson við skiptafræðingur og nú Magnús L. Sveinsson. — Hverjir skipa stjórn VR nú? — Auk mín, þeir Magnús L. Sveinsson varaform., Hannes Þ. Sigurðsson ritari, Björn Þórhalls son gjaldkeri, Bjarni Felixson, Halldór Friðriksson og Helgi E. Guðbrandsson. Varastjórnar- menn eru þeir Grétar Haralds- son, Óttar Oktosson og Richard Sigurbaldursson. í trúnaðarráði félagsins eru 30 manns auk stjórn ar. — Og hvað vildnrðú svo segja að lokum um framtíð verzlunar- stéttarinnar, Guðmundur? — Sérhverjum sem fylgist með nútíma þjóðfélagsmálum dylst ekki að hér á íslandi hefur orð- ið sú þróun síðasta áratug að upp hefur risið fjölmenn þjón- ustustétt, og eru verzlunar- og skrifstofufólk þar lang fjölmenn asta stéttin. Er þetta mjög í sam ræmi við þá stéttarþróun, sem orðið hefur í hinum vestræna heimi, þar sem tækni og velmeg- un er á háu stigi. Þó er sá munurinn hérlendis og í nágrannalöndum okkar, að á íslandi hefur verzlunarfólk ekki hlotið sömu viðurkenningu til þátttöku í bæjar- og þjóðfé- lagsmálum, án þess þó að ég vilji halda því fram að slík þátt- taka þurfi eða eigi endilega að byggjast á stéttarsjónarmiðum. Hins vegar er augljóst mál að vilji menn viðhalda lýðræðinu, þá ber að kalla til starfa við úrlausn þjóðfélagsmála, fulltrúa sem flestra fjölmennra stétta og starfshópa. Framhjá íslenzkri verzlunarstétt verður því eigi gengið, ef vel á að fara. Máli mínu til stuðnings vil ég benda á það, að t.d. í Danmörku eiga margir menn úr röðum verzl unarfólks sæti í borgarstjórn Kaupmannahafnar og í danska þjóðþinginu. Danskir sósíaldemó kratar telja sér það til ávinnings að geta bent á að 20 þjóðþing- menn úr þeirra flokki koma úr röðum danskra verzlunarmanna. íslenzkir verzlunarmenn gera ekki kröfur um þátttöku sjálfs síns vegna, heldur vegna þess að nútíma lýðræðis- og þjóðfélags- hættir krefjast þess að sem flest- ir meginstofnar þjóðarinnar séu virkir þátttakendur, ekki aðeins í atvinnulífinu, heldur einnig á þjóðmálasviðinu, svo að lýðræð- islegt jafnvægi sé í þessum mál- um. Að útiloka áhrif svo fjöl- mennrar og nýrrar stéttar, sem hér um ræðir hlýtur að hafa í för með sér neikvæða þróun og er það ósk mín til verzlunarfólks að hið jákvæða afl, sem felst í þessari stétt megi virkja íslenzku atvinnu- og þjóðlifi til enn meiri heilla. Hin nýmyndaffa og fjölmenna launþegastétt verzlunar- og skrifstofumanna er ung og mun gegna mikilvægu hlutverki í mót un þjóðlífs íslendinga í framtíð- inni. Verzlunarfólk mun vinna öfgalaust og sínum kjara- og liagsmunamálum af festu og drenglyndi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.