Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 27. janúar 1966 M0RGUN8LAÐIÐ 27 Myndin hér að ofan var tekin, er þeir Yasjúkov og Friðrik tefld u í 10. umferð, en þeirri skák lauk eins og kunnugt er með jafntefli. Þessir tveir skákmeistarar eru nú efstir á mótinu með átta vinninga hvor. ^ , Vasjúkov og Friðrik efstir eftir 10 umferðir Friðrik og Guðm. Pálmason gerðu jafniefli — /jbróff/r Framhald af bls. 13 íram á sjónarsviðið eftir nokk- urt hlé. Bæði liðin báru með sér að þau eiga margt eftir ólært, og er enginn vafi á því að þau eiga með meiri æfingu og keppni, eft ir að sýna miklar framfarir. III. flokkur karla B-riðili. ★ Valur — F.H. 16:9. Sjötti leikur kvöldsins var leik ur Vals og F.H. í III. flokki. Vals-piltarnir byrjuðu leikinn með því að skora tvö mörk í röð. F.H.-piltarnir tóku við á 3. mínútu og skoruðu sitt fyrsta mark. Fram að hálfleik skoruðu Valspiltarnir 8 mörk, þar af tvö úr vítaköstum, fjögur skor- uð af línu og tvö fyrir framan vörn. F.H.-piltarnir skoruðu á þeim tíma fjögur mörk og voru þau öll skoruð fyrir framan vörn Vals. Vals-piltarnir voru töluvert ákveðnari en F.H. í fyrri hálfleik, og skáru upp 10:5. Seinni hálfleikur var mun jafnari og sóttu F.H.-piltarnir sig þá mjög. Vals-piltarnir byrj- uðu að vísu strax á fyrstu mín- útu þess hálfleiks, að skora tvö mörk, en F.H.-piltarnir bættu við sig þrem mörkum í staðinn. Valur fékk vítakast á F.H. sem þeir skoruðu úr. Þá litlu síðar bættu F.H.-piltar við sig einu marki og var staðan þá orðin 13:9. Vals-piltarnir skoruðu síð- an þrjú síðustu mörk leiksins, og unnu auðveldlega með 16:9. Þetta var fyrsti leikur F.H. í mótinu, og má segja að þeir hafi sloppið nokkuð vel frá hon- um. Vals-piltarnir áttu nú sæmi- legan sóknarleik'en lítinn áhuga höfðu þeir fyrir varnarleiknum. Einum pilti úr F.H. var vikið af velli í 2 mínútur vegna dóna- skapar við einn Valspiltinn. III. flokkur karla A-riðill ■yk Víkingur — Þróttur 13:5. Reykjavíkurmeistararnir í III. flokki, Víkingur mættu nú ný- liðum Þróttar. En Þróttur hefur ekkx verið með keppnisflokk um nokkurt skeið í þessum aldurs- flokki. Það virtist ekki ætla að blása byrlega fyrir Víking því Þróttararmr skoruðu fyrsta mark leiksins. En á 4. mínútu vakna Víkingarnir, og skora af línu, jafntefli 1:1. Eftir það fá Þróttararnir ekki rönd við reist og Víkingarnir eru komnir yfir í hálfleik 4:1. Á fyrstu mínútum seinni hálf leiks er leikurinn frekar jafn, bæði liðin skora þrjú mörk. En þá taka Víkingarnir leikinn aft- urt í sínar hendur og skora nú hvert markið á fætur öðru. Leik urinn endaði með yfirburða sigri Víkings 13:5. Þróttarliðið kom nokkuð á ó- vart með getu sinni, markvörð- ur liðsins sem er frekar smá- vaxinn varði mjög vel. Víkings- liðið var seint í gang, tók lang- an tíma hjá þeim að átta sig á markverði Þróttar. Liðið er jafnt og leikur skemmtilega. Ein um úr liði Víkings var vikið af laikvelli í 2 mínútur til kæl- ingar. í GÆR voru biðskákir tefldar á Reykjavíkurmótinu. Urðu úrslit þau að Friðrik og Guðm. Pálma- son ger'ðu jafntefli úr biðskák þeirra úr 9. umferð, en Jón Hálf- dánarson vann Kieninger í bið- skák þeirra úr sömu umferð. Freysteinn og O’Kelly gerðu jafn tefli í biðskák þeirra úr 10. um- ferð, en Guðmundur Pálmason vann Kieninger. Er staðan því þannig eftir 10 umferðir: 1—2. Friðrik Ólafsson 8 vinn. 1—2. Vasjúkot' 8 vinninga. 3. O’Kelly 7 vinninga. 4. Guðm. Pálmason 6Yz v. 5. Freysteinn Þorb. 6 vinn. 6. Böök 5% vinning. 7. Jón Kristinsson 4% vinn. 8. Björn Þorsteinsson 3% v. 9-10. Wade 3 vinninga. 9-10. Kieninger 3 vinninga. 11. Guðm. Sigurjónsson 2 Yz v. 12. Jón Hálfdánarson 2 vinn. 11. og síðasta umferðin verður tefld í kvöld og eigast þá við: Kieninger og Guðm. Sigurjónss., Wade og Böök, Jón Háldánarson og O’Kelly, Freysteinn og Björn — Sprengingin Framhald af bls. 28 slökkviliðið hafði fengið boð um eldinn, sprakk annar geymanna — og hinn svo sem 10—15 mín. síðar. Var það í senn óhugnanleg sjón og stórkostleg. Dynkur mik- ill kvað við er þak geymanna rifnaði og upp um rifuna stóð í sömu andránni hátt í loft upp mikil eldsúla með kolsvartan hatt yfir sér. Himinn og jörð skulfu. Minnti þessi sprenging brunaverði og aðra er álengdar stóðu, á ljósmyndir er birzt hafa í blöðum af kjarnorkusprenging- um. Svo ofsalegur var hitinn orð inn í olíunni er þetta gerðist, að hún hvarf öll upp sem reykur í svartan vetrarhimininn. Hættan á að logandi olían myndi renna út úr geymunum, sem mjög var óttast, var liðin hjá. Brunaverðir fóru nú rakleiðis að skálunum, sem voru að mestu hrundir, og var slökkt í rústun- um á skömmum tíma. Undir járn inu af skálunum lá gjörónýtur vörubílll Vignis Brynjólfssonar, svo og vélar allar og áhöld plast- iðjunnar. Sú starfsemi var sæmi- lega vátryggð fyrir slíku bruna- tjóni, en bílaverkstæðið ásamt hjólbarðaverkstæðinu lágt tryggt og bíllinn óvátryggður með öllu. Vann Vignir sjálfur á verkstæð- inu ásamt syni sínum. — Tveir menn unnu í plastiðjunni og var annar þeirra einn eigandanna, Þórarinn Pálsson. Er tjón eigand- anna mikið og tilfinnanlegt. Ekk ert tjón varð á húsum sem næst stóðu skálunum í um 30 m fjar- lægð. — Steinþór. Þorsteinsson. Jón Kristinsson og Friðrik. Vasjúkov og Guðmundur Pálmason. Madrid, 26. jan. — NTB-AP. » BANDARÍSKI flugherinn hefur bannað eldsneytis- flutning milli flugvéla í lofti yfir Spáni, að því er frá var skýrt í Madrid í dag. Bann þetta er tilkomið vegna þess atburðar 17. jan. sl., er tvær flugvélar rákust saman við slíkt tækifæri með þeim af- leiðingum, að sprengjuflug- vél af gerðinni B-52 hrapaði — og kjarnorkusprengja, sem í henni var, týndist. Ennfrem- ur er haft eftir áreiðanlegum heimildum í Washington, en óstaðfest, að bandarískar flug vélar muni hér eftir ekki fá að fljúga yfir spánskt land, hafi Róm, 26. jan. AP-NTB. • Aldo Moro ræddi í dag við stjómarmenn flokks Kristilega demokrata um myndun nýrrar stjóraar í samvinnu við sósíalista, sósial- demokrata og lýðveldisflokk- inn. Sosíalistar hafa í grund- vallaratriðum lýst sig sam- þykka stjóraarsamstarfi, en þó að því tilskyldu, að áður verði leystar deilurnar innan flokks kristilegra demokrata. Moskva, 26. jan. NTB-AP. • Skipaður hefur verið nýr ambassador Sovétríkjanna í London. Er hann Mikhail Smirnovskí, 45 ára að aldri og hefur starfað í sovézku utanríkisþjónustunni frá því árið 1948. Smirnovski var m.a. sendiherra iands síns í Washington í fjögur ár, — en frá því árið 1962 hefur hann verið yfirmaður Ameríku- deildar sovézka utanríkisráðu neytisins. — Afmæli Isafj. Framh. á bls. 27 ins „Einherja" upp í Heiðarfjall og tendraði þar blys, sem mynd- uðu orðin: 100 ÁR. Bæjarstjórn ísafjarðar efndi til samsætis í Alþýðuhúsinu, sem hófst kl. 19.30, og var þar mikill fjöldi gesta. Forseti bæjarstjórn- ar, Bjarni Guðbjörnsson, bauð gesti velkomna, og þá sérstak- lega forseta íslands herra Ás- geir Ásgeirsson, félagsmálaráð- herra Eggert G. Þorsteinsson og heiðursborgara ísafjarðar, Jón- as Tómasson tónskáld. Síðan flútti Birgir Finnsson aliþingismaður og bæjarfulltrúi ræðu, og rakti í yfirgripsmiklu máli aðdraganda að stofnun kaupstaðar á ísafirði og þróun byggðar og kaupstaðar hér. Birgir Finnsson minntist þess í ræðu sinni m.a., að núverandi bæjarstjóri, Jón Guðjónsson, ihefði gegnt því embætti lengur en nokkur annar, eða samanlagt í 18 ár. í lok ræðu sinnar, sagði Birgir Finnsson, að nú væri hækkandi sól yfir ísafirði og árnaði hann bænum og öllum bæjarbúum allra heiila á kom- andi árum. Hófst síðan borðhald og voru bornar fram dýrlegar krásir, sem námsmeyjar í hiúsmæðra- skólanum Ósk höfðu tilreitt í tilefni hótíðarinnar. Meðan á borðhaldinu stóð, lék Ingvar Jónasson einleik á fiðlu, undir- þær kjarnorkusprengjur um borð. í AP-frétt segir, að atvik þetta muni leiða til gaumgæfilegrar endurskoðunar á flugferðum bandarískra sprengjuflugvéla yf- irleitt. Sé fyrsta skrefið að láta eldsneytisflutninga milli flugvéla í lofti ekki fara fram nema yfir sjó. Slíkir eldsneytisflutningar hafa farið fram næstum daglega mánuðum saman yfir Spáni, án þess slys hafi af hlotizt þar til nú. leik annaðist Ólafur Vignir Al- bertsson. Frú Herdís Jónsdóttir söng nokkur lög við undirleik Ragnars H. Ragnars og Anna Málfríður Sigurðard’cttir lék einleik á píanó. — H.T. Aldarafmæli ísafjarðar framh. 3 Aö loknum þessum dagsskrár- atriðum tók forseti íslands til máls og þakkaði góðar og höfð- inglegar móttökur og kvað sér ákaflega kærkomið, að hafa fengið tækifæri til að vera við- staddur þessa myndarlegu aldar- afmælishátíð. Forseti minntist þess, að fyrstu kynni hans við ísafjörð og ísfirðinga hefðu verið fyrir 56 árum og undanfarna 4 áratugi hefði hann verið í nánum tengslum við ísfirðinga og aðra Vestfirðinga. Forseti kvaðst þess fullviss, að ísafjörður, sem væri og yrði höfuðstaður Vestfjarða allra, ætti eftir að stækka með batnandi samgöngum og auknum viðskiptum og samskiptum Vest- firðinga. „Ég óska ykkur gæfu og geng- is og guðsblessunar í framtíð- inni“, sagði forseti íslands í lok ræðu sinnar. Næstur talaði félagsmálaráð- herra Eggert G. Þorsteinsson. Rifjaði hann upp ýmsa þætti í þróunarsögu sjávarútvegs-, at- vlnnu- og félagsmála og árnaði í nafni ríkisstjórnarinnar ísafirði og ísfirðingum allra heilla í fram tíðinni. í tilefni aldarafmælisins hafa ísafirði borizt fjöldi heillaóska. og gjafa. Bæjarstjórninni barst í dag símskeyti frá forsætisráð- herra Bjarna Benediktssyni með árnaðaróskum ríkisstjórnarinnar. Heillaóskir bárust frá borgar- stjóranum í Reykjavík þar sem skýrt er frá því, að borgarráð hafi ákveðið að láta gera af- steypu úr eir af höggmyndinni, Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund Sveinsson og verður sú afsteypa afhent síðar á þessu ári. Útibús- stjóri Landsbankans á ísafirði, Einar B. Ingvarsson tilkynnti í veizlunni í kvöld 150.000 kr. gjöf til byggingar elliheimilis á ísa- firði frá stjórn Landsbankans. Alþýðuflokksfélögin á Isafirði gáfu bæjarstjórninni útskorinn fundarhamar. Annar mjög falleg- ur fundarhamar barst frá ísfirð- ingafélaginu í Reykjavík, Sjálf- stæðisfélögin á ísafirði gefa kvik myndasýningarvél og tjald til elliheimilisins, og Styrktar og Minningarsjóður Verkalýðsfélags ins Baldurs 10.000 kr. til bóka- kaupa fyrir elliheimilið. Samsæti bæjarstjórnarinnar stóð enn nú um miðnættið og voru margir á mælendaskrá. — H. T. Tilfinnanlegt tjón í bruna að Finnmörk Bætt við bóndonn þor EINS og skýrt var frá I Mbl., inu, sem var gamalt timbur- brann íbúðarhúsið að Finn- hús. Einnig brunnu smiðavél- mörk í Vestur-Húnavatns- ar í vélageymslunni, en ég sýslu aðfaranótt hins 21. jan- var að koma mér upp hlöðu. úar síðastliðinn. Var slökkvi- Er tjónið þar vafalaust upp á liðið á Ilvan mstanga kvatt á tugi þúsunda. Nýleg Volks- brunastað, en gat aðeins lítið wagenbifreið í eign bróður aðhafst því vatn var af skora- mins brann þarna líka og má um skammti og hörkufrost. geta þess, að hann átti einnig Abúendur björguðust heilir á hluta í smíðavélunum í véla- húfi úr brunanum, bóndinn geymslunni, þannig að hann Jóhannes Kristófersson, kona hefur orðið fyrir allmiklu hans Soffía Pétursdóttir og tjóni lika. tvö ung börn þeirra. . Blaðið hafði samband við u ~ Skepnúhusin sluppu Jóhannes bónda í gær og “essunarlega við eldinn og spurðist nánar fyrir um hið forum Vlð bjonin á milli bæj- tilfinnanlega tjón, sem hann ann® tlfl Þ®88 að sinna bú- varð íyrir. smalanum. — Ég dvelst nú á Hvamms- — Ég ætla auðvitað að tanga, sagði Jóhannes, — en reyna að rébta þetta við afbur fjölskylda mín er á Efri- beztu föngum. Ég lít björtum Fitjum. Við urðum fyrir augum á framtíðina, annað mjög tiLfinnanlegu tjóni í dugir víst ekki, sagði Jóihann- þessum bruna, það brann allt es bóndi Kristófersson að lok- sem brunnið gat í ílbúðarlhús- um. Eldsneytisfiutningar milli flugvéla í lofti aöeins leyföir yfir hafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.