Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. janúar 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. TOLLFRJÁLS VARNINGUR FERÐAMANNA I?jármálaráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð um tollfrjálsan farangur ferða- manna og farmanna við komu frá útlöndum. Með reglugerð þessari eru settar fastar regl- ur um þann varning, sem far- menn og ferðamenn mega taka inn í landið, án þess að greiða innflutningsgjöld. — Meginákvæði hinnar nýju reglugerðar er, að ferðamenn megi hafa varning fyrir 5000 krónur tollfrjálsan frá út- löndum og svipað magn af áfengi og tóbaki og áður. Ekki er ólíklegt, að þessar aðgerðir reynist nokkuð óvin- sælar í fyrstu. í þessum efn- um hafa fáar reglur gilt hing- að til, og bæði farmenn og ferðamenn hafa tekið með sér varning inn í landið tollfrjáls- an, meira og minna að vild. Þetta hefur gengið svo langt, að farnar hafa verið sérstakar innkaupaferðir til nálægra landa. Nú er þetta breytt, fastar reglur hafa verið sett- ar, og nú veit hver og einn hvar hann stendur og hvað hann má taka með sér frá út- löndum, án þess að greiða af því innflutningstolla. Þótt þessar ráðstafanir kunni að reynast óvinsælar í fyrstu, er enginn vafi á því, að þegar fram líða stundir, munu mgnn sannfærast um réttmæti þeirra. Allt andrúmsloft í þessu landi hefur breytzt mikið til batnaðar í tíð núverandi ríkis stjórnar. Ýmis konar svik- semi og spilling, sem ríkti í skjóli hafta og banna, hefur að miklu leyti verið upprætt. Skattalöggjöfin hefur verið leiðrétt á þann veg, að nú er engum vorkunn að gefa rétt upp til skatts. Tollar hafa ver ið lagfærðir svo, að miklu minna er um smygl á ýmsum vörutegundum en áður var. Allt stefnir þetta að því að skapa heilbrigðara andrúms- loft í þjóðfélaginu, útrýma lausung, sviksemi og hvers kyns spillingu, en innræta mönnum heiðarleik í sam- skiptum hver við aðra og við hið opinbera. AÐVÖRUN ¥>annsóknir, sem fram hafa farið á síld, sem veiðzt hefur að undanförnu við Surtsey, hafa leitt í ljós, að hér er um ungviði að ræða. Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur, sem athugað hefur þessa síld, hefur látið í ljós þá skoðun, að með þessum hætti verði ekki um heppi- lega nýtingu á síldarstofnin- um að ræða. Hann hefði ör- ugglega farið minnkandi á undanförnum árum og veru- leg veiði af þessu tagi hlyti að hafa áhrif á veiðar stærri síld ar síðar. Þessi aðvörunarorð Jakobs Jakobssonar hljóta að vekja menn til umhugsunar um þessar veiðar. Við eigum svo mikið undir síld- og fiskveið- um, að við megum ekki ganga of langt í þeim veiðum. Þess vegna hljóta sjómenn okkar Og útgerðarmenn að taka að- vörun sem þessa til mjög gaumgæfilegrar athugunar, áður en þeir halda áfram að veiða það ungviði, sem hér um ræðir. BJÖRGUNAR- MENN ITin umfangsmikla leit að ■,■■,■ Flugsýnarvélinni, sem fórst við Austurland fyrir skömmu, leiðir hugann að því, hve miklum hópi harð- gerðra leitarmanna við eigum á að skipa þegar þörf krefur. Það hefur oftar en einu sinni komið í Ijós þegar skip hafa strandað við íslands- strendur, flugvélar eða menn > f týnzt, að um allt land eru stórir hópar þjálfaðra manna, sem eru reiðubúnir til þess að leggja mikið á sig tikbjörg- unar og leitar. Þetta fólk hefur oft unnið mikil afrek við erfiðar aðstæður. Það á skilið þakklæti alþjóðar fyrir þessi störf. SKÁK essa dagana stendur yfir Reykjavíkurmótið í skák. í því taka þátt nokkrir er- lendir skákmeistarar, svo og ýmsir beztu skákmenn okkar. Það hefur vakið almenna á- nægju að stórmeistarinn okk- ar, Friðrik Ólafsson, hefur staðið sig með mestu prýði á þessu móti enda þótt hann hafi verið önnum kafinn við nám að undanförnu og því ekki sinnt skákinni eins og nauðsynlegt er, ef menn vilja halda sér í fullri þjálfun. — Skákáhugi er mikill hér á landi og sjálfsagt hafa afrek Friðriks Ólafssonar heima og erlendis í skákkeppnum hvatt unga menn til þess að leggja stund á skák. Skákin þjálfar hugann og er full ástæða til að stuðla að því, að ungir menn leggi stund á skák. Dag einn í síðustu viku komn árrisulir Stokkhólmsbúar auga á tvo refi, er höfðu feng- ið sér morgungöngu út á is- inn á Ridderholmen. Vegfar- endur þóttust vita, hvað fyrir rebbakörlum vakti, því að þeir trítluðu laumulega í átt til andanna og mávanna, sem enn höfðu ekki brugðið blundi og áttu sér einskis ills von. Ljóst var, að brátt yrði sezt að morgunverði, yrði ekki gripið til skjótra ráða. Var nú kallað til lið í skyndi til verndar fuglunum, en einnig útvegaður matur til þess að bera á borð fyrir refagreyin, sem eflaust höfðu ekki leitað til borgarinnar að gamni sínu. En refirnir vildu ekkert með Vetrar- myndir sp * * tra Evropu Og nú flykkjast allir, sem vettlingi geta valdið, upp í fjöllin á skíði. Fregnir um gott skíðafæri og mikinn ferðamannastraum berast hvaðanæva að úr skíðalönd- unum; frá Noregi, Svíþjóð, Austurríki, Vestur-Þýzka- landi, Sviss, Frakklandi, Júgó slavíu, Tékkóslóvakíu, Pól- landi og Búlgaríu. Skíðahótel- in auglýsa hvert í kapp við annað og þegar sólin skín bregða gestirnir sér í „Picnic" með matsveina hótelanna sér til hjálpar, klædda eftir kúnstarinnar reglum — yfir þykkum ullarpeysum. Mynd- in hér er frá Kandersteg í Sviss. slíka aðstoð hafa og sáu þann kost vænstan að verða á brott sem skjótast. Refir hafa öluvert leitað til byggða að undanförnu — bæði víða í Svíþjóð og Noregi og hefur sums staðar verið reynt að fóðra þá til þess að verja dádýr og fleiri villt dýr. En það er ekká auðvelt viðfangs. Víða eiga refir sér greni ekki ýkja langt frá byggðum og þegar hungrið sverfur að leita þeir oft til bæjanna. Virðast þeir orðnir vanir mannfólkinu og kippa sér til dæmist ekkert upp við það, þótt þeir mæti skólakrökkum á leið sinni. ■«:; ■ ■ :■■■■ . IH Það getur verið skemmti- legt að velta sér I snjónum, þegar hann er léttur og mjúk- ur eins og dúnsæng. Þau una sér vel saman leiksystkinin á myndinni, hlaupa um, skokka og velta sér og þegar þeim er orðið kalt, taka þau á sprett heim í bæ, — stúlkan litla kemur við í eldhúsinu hjá mömmu og fær brauð handa sér og bezta vininum og fer síðan með hann út í hlýtt hest húsið, þar sem ilmandi hey- tugga biður hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.