Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 27. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 Stjórn VR 1966—67. Sitjandi frá vinstri: Björn Þórhallsson gjaldkeri, GuSmundur H. Garðars- son, formaður, Magnús L. Sveinsson, varaformaður og Hannes Þ. Sigurðsson ,ritari. Standandi frá vinstri: Richard Sigurbaldunson, Helgi E. Guðbrandsson, Grétar Haraldsson, Óttar Óttars- son, Bjarni Felixsson og Halldór Friðriksson. — V.R. 75 ára Framh. af bls. 10. eignamyndunar, sem félagið nú býr að í húseign sinni Vonar- stræti 4. Sigurður Árnason hjá Togaraafgreiðslunni kom mjög við sögu húsbyggingarsjóðs, og var frumkvöðull þess að tillagan var lögð fram á félagsfundi um að slíkur sjóður yrði stofnaður. Var hann, ásamt Jóni Þorláks- syni, síðar forsætisráðherra, og Sighvati Bjarnasyni, banka- stjóra, í nefnd þeirri, sem kosin var til að semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Sigurður vann jafn an' ötullega að málum húsbygg- ingasjóðs. Komið var upp bóka- safni og í reglugerð um lokun sölubúða var komið því ákvæði, að 2. ágúst skyldi vera frídagur verzlunarmanna. Öll þessi ár gekkst félagið fyrir miklum há- tíðahöldum á þeim degi. Þá fóru fram miklar umræður um verzl- unarlöggjöfina og frumvarp til iaga um verzlunarnám og at- vinnuréttindi verzlunarmanna og hafði félagið í frammi ýmsar ráðagerðir í þeim efnum. Þá kom ifélagið því í framkvæmd að stofnað var samband verzlunar- mannafélaga fslands. Það var Jón A. Egilsson, forstjóri, sem fyrstur vakti máls á því 30. októ- ber 1925. Um sumarið 1928 var svo Sambandið stofnað og hafði ■tjórn V.R. og félagið hvorki sparað fé né fyrirhöfn til að koma þessu í framkvæmd. Á ■ambandsþingum, sem haldin voru árlega til 1935, voru rædd og teknar ákvarðanir um öll þau mál, er stéttina í heild varðaði miklu, svo sem verzlunarlöggjöf- ina, verzlunarnám og atvinnu- réttindi verzlunarþjóna, verzl- unarbanka og margt fleira. Logn aðist þetta samband síðan útaf, m.a. vegna þátttökuleysis fulltrúa frá verzlunarmannafélögum utan Reykjavíkur. Árið 1929 eru launamál verzl- únarmanna til sérstakrar um- ræðu í félaginu. Á þessu tímabili verða miklar aðgerðir í sambandi við lokun- artíma sölubúða, en á félagsfundi í janúar 1937 var af hálfu þá- verandi formanns, Egils Gutt- ormssonar, núverandi sjtórnar- formanns Verzlunarbanka ís- lands, vakið máls á, að gera þyrfti umbætur á lokunartíma ■ölubúða. Þetta mál hafði við og við skotið upp kollinum allt frá því, að Þorlákur Ó. Johnson kaupmaður vakti máls á því á félagsfundi 16. apríl 1891, eða á fyrsta ári félagsins. Þorlákur var, eins og kunnugt er, um margt á undan sínum tíma. Árið 1937 var síðan kosin nefnd manna til að gera tillög- ur um lagfæringar á lokunar- tímanum. Hún náði samkomu- lagi um breytingar. — Aðal- atriði hinna nýju reglna, sem staðfestar voru af atvinnumála- ráðherra, 21. maí 1937, var að loka skuli alltaf kl. 6 e.h., nema á föstudögum kl. 8 e.h. og yfir sumartímann skuli lokað kl. 1 e.h. alla laugardaga. Þær breytingar, sem gerðar voru, höfðu í för með sér, að vinnutími verzlunarmanna stytt- ist um 262 á ári. Var þetta því mikill ^ árangur á sínum tíma. í lok ársins 1940 voru 630 manns í félaginu og hafði fé- lögum fjölgað um rúmlega 400 á umræddu 20 ára tímabili. í árslok 1938 var Friðþjófur Ó. Johnson kosinn formaður félags- ins, og lætur hann mjög til sín taka tvö mál, annars vegar að hafin verði útgáfa á sérstöku blaði og kom fyrsta tölublaðið •f „Frjálsri verzlun" út í janúar 1939, og hins vegar húsakaup fé- iagsins í Vonarstræti 4, sem gerð voru árið 1939. Var það merkis- áfangi í sögu V.R. Fyrsti kjarasamningurinn Eftir 1940 verða veigamiklar breytingar á stefnu og starfsemi félagsins. Stafa þær m.a. af breyttum þjóðfélagsaðstæðum og svo því, að fjöldi félagsmanna eykst mjög á næstu árum, og er talið að í félaginu séu árið 1950, 1474 fullgildir félagsmenn. Voru það bæði launþegar og vinnu- veitendur. Á tímabilinu 1940— 50 láta launþegarnir í félaginu meira og meira að sér kveða, sem bezt sést á því, að haustið 1945 eru stofnaðar innan vé- banda þess 3 launþegadeildir, er hafa skyldu með höndum mál- efni launþega, einkum kjaramál. Deildir þessar voru: Skrifstofu- mannadeild V.R., sem var stofn- uð 23. október 1945, og voru stofnendur hennar 69 að tölu. Formaður var kjörinn Baldur Pálmason. Afgreiðslumannadeild V.R., sem var stofnuð 24. okt. sama ár, með 96 félagsmönnum á fundi. Formaður var kjörinn Björgúlfur Sigurðsson. Sölu- mannadeild V.R. var sett á stofn 21. okt. sama ár, og voru stofn- endur 15 talsins, formaður var kjörinn Carl H. Sveins. Stofnun þessara deilda var of- ureðlilegt spor, sem hlaut að verða tekið fyrr eða síðar í fé- lagi sem V.R. var þá, þar sem verzlunareigendur og launþegar áttu jafnan aðgang. Hins vegar leiddi reynslan í ljós, að það hafði verið misráðið að skipta félaginu þannig upp, enda fóru allar helztu umræður um kjara- málin fram á sameiginlegum fundi allra launþega í félaginu. Á árunum 1941 til 1950 verð- ur sá sögulegi atburður, að und- irritaður var samningur um lág markskaup og kjör meðlima V.R., hinn 18. janúar 1946 og gilti samn ingurinn frá 1. janúar það sama ár. Þar var í fyrsta sinni ákveð- inn fastur grundvallar kaupskali, sem lágmark, og þá var einnig í ftrrsta skipti viðurkenndur samningsréttur V.R. Þetta verður ávallt talinn einn hinna helztu merkisdaga í sögu V.R. í fyrstu .samninganefnd V.R. voru: Adolf Björnsson, for- maður, Gyða Halldórsdóttir, Björgúlfur Sigurðsson, Carl Hemming Sveins og Baldur Pálmason. Þá var stofnað á þessum árum Byggingasamvinnufélag V. R., voru stofnfélagar 102 að tölu. Félagsheimili V.R. var starfrækt af miklum krafti og „Frjáls verzlun" gefin út reglulega. Á aðalfundi félagsins 1941 var stofnaður Styrktarsjóður Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur. Aðalhvatamaður sjóðstofnunar- innar var Egill Guttormsson. V. R. hreint launþegafélag árið 1955 Árið 1946 er Guðjón Einars- son kjörinn formaður félagsins, og var hann það óslitið til árs- ins 1957. Á þessu tímabili, sem mun vera eitt það erfiðasta í sögu þess, verður hin sögulega breyting, að V.R. verður hreint launþegafélag árið 1955, en áður höfðu farið fram miklar og harð- ar umræður um, hvernig skipu- lag félagsins ætti að vera. Þá náðist sá merki áfangi í samn- ingum 1955, að stofnaður var Líf- eyrissjóður verzlunarmanna, en í fyrstu stjórn hans áttu sæti fyrir hönd verzlunarmanna þeir Guðjón Einarsson og Gunnlaug- ur J. Briem. Starfsmaður hans var ráðinn Ingvar N. Pálsson, sem hafði setið lengi í stjórn V. R. Verzlunarmannafélagið hefur um áratugi rekið skrifstofu, sem veitir félagsmönnum þjónustu og annast daglegan .rekstur félags- ins. Félagið var og er enn virkur þátttakandi í félags- og atvinnu- lífi Reykjavíkur. Hér áður fyrr voru það» einkum kaupsýslu- menn, sem settu svip sinn á starf semi þess og stefnu, en um og eftir 1945 eru það launþegarnir, sem raunverulega taka forystuna og eru í fararbroddi fyrir þeim þúsundum, sem starfað hafa við verzlunar- og skrifstofusötrf í hinni ört vaxandi borg, sem er miðstöð viðskiptalífs þjóðarinn- ar. Hið aldna félag á sér merka sögu og enn er við störf fólk, sem hóf sitt lífsstarf í verzlunum og á skrifstofum hér í borg upp úr aldamótunum og á sér svipaðan aldur og félag- ið, en megin kjarni Verzlun- armannafélags Reykjavíkur í dag er yngri kynslóðin, fólk, sem vex úr grasi um og eftir 1940. — Starf V.R. Framhald af bls. 10. hjá Kol og Salt um nær hálfr- ar aldar skeið. Blaðamaður Mbl. heimsótti Nieljohníus og rabbaði við hann stutta stund. ' — Hvað hefurðu verið lengi í Verzlunarmannafél. Reykja- víkur, Nieljohníus? — Satt að segja man ég ekki nákvæmlega hvenær ég gekk í það en það eru allt að því fimmtíu ár. — Og hvernig var félagið þá? — Þetta var afskaplega skemmtilegt félag. Það gekkst þá fyrir böllum og alls kyns skemmtunum fyrir félaga sína og fór í skemmtiferðalög. Þá mátti heita að í Reykjavík væru aðeins þrjú svona skemmtifélög, og það voru VR, Skautafélagið og Iðnaðar- mannafélagið. — Hvar fóru þessirskemmti fundir ykkar þá fram? — í kaupþingsalnum svo- nefnda, sem er á efstu hæð Eimskipafélagshússins. Já, það var oft glatt á hjalla þar, og fyrir utan böllin og skemmti- fundina sem þarna voru hald- in, þá var líka bókasafn þarna til afnota fyrir félagsmenn VR. Nú, og þá héldum við líka jólatrésfagnaði þarna, og að- almennirnir á þeim, voru þeir Hjörtur Hansson og Árni heit- inn Einarsson. — E n v o r u kjaramálin aldrei á dagskrá hjá ykkur á þessum árum? — Nei, ég man ekki eftir neinu slíku, enda var þetta þá fyrst og fremst skemmti- félagsskapur, þar sem bæði kaupmenn og verzlunarmenn voru samankomnir til þess að skemmta sér. — Hverjir voru þá helztu menn í félaginu? — Það voru þeir Erlendur Ó. Pétursson, Hjörtur Hans- son, Árni Einarsson, Sigurður Árnason og Egill Guttorms- son, sem kom nokkru síðar í félagið. — En hvað viltu segja um félagið nú eftir að það er orðið hreint launþegafélag? — Þetta er auðvitað geysi- legur munur, sem orðinn er á félaginu frá því að ég gekk í það fyrir um hálfri öld og eins og það er núna. En ég er þó alls ekki óánægður með þá breytingu, því mér virðast þessir ungu menn, sem skipa stjórn félagsins nú, vera hinir mætustu menn, sem hafa gert mjög mikið fyrir verzlunar- mannastéttina, segir Nieljohn- íus að lokum. - Hull Framhald af bls. 2 inn muni örugglega sigra í næstu kosningum, en fái hann (þ. e. Gott) töluvert fylgi, geti það knúið hann til þess að taka upp aðra stefnu í utan- ríkismálum. Gott er talinn eiga vísan stuðning vinstri sinnaðra stúdenta, kommún- ista og alls konar mótmæla- göngufólks, en lítið er af svo- leiðis fólki í Hulil. Hættan f y r i r Verkamannaflokkinn liggur í því, að hann nái at- kvæðum óánægðs Verka- mannaflokksfólks, sem er á móti stefnu stjómarinnar í gas- og raforkumálum, en lætur sig engu skipta eða er sammála stefnu hennar í Víetnammálinu. Á einum funda sinna sagði Gott, að það væri ekki tilviljun, að frambjóðandi Verkamanna- flokksins héti sama nafni og varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, því að báðir vildu berjast í Víetnam. Þá var kallað á móti: Til fjandans með Víetnam, en við viljum fá gas! Undir þetta tók þing- heimur með hrópum og lófa- taki. McNamara hefur svarað árásum Gotts á fremur loðinn hátt. Hann kvaðst vera á móti sjálfri styrjöldinni í Víetnam, en fylgjandi stefnu Wilsons. Gott svarar því, að auðvitað séu allir í sjálfu sér á móti stríðinu, og krefst skýrari svara McNamara vill hvorki styggja þann yfirgnæfandi hluta Verkamannaflokksfólks í Hull, sem telur stefnu Wilsons í Víetnammálinu rétta, né fæla frá sér vinstri sinnað fólk, sem aðhyllist skoðanir Gotts. • Kelvin Woodburne er frambjóðandi Heimsstjórnar- manna svokallaðra, sem vilja koma á sameiginlegri stjórn fyrir öll ríki veraldar. Wood- burne telur, að Bretar eigi eft- ir að gegna miklu hlutverki í mannkynssögunni, beiti þeir sér fyrir slíkri stjórn. • Russell E. Eckley er ó- háður. Hann boðar fornfáleg- ar kenningar og vill aftur- hvarf að fyrri alda siðum og stjórnarfari. Hann er talinn geta dregið eitthvert fylgi frá íhaldsflokknum, en þykir of sérkennilegur og einstrengis- legur í skoðunum og hátterni til þess að laða að sér verulegt fylgi. — 0 — 1 gær töldu hlutlausir skoð- anakönnuðir, að frambjóðandi thaldsflokksins, Toby Jessel, mundi fá flest atkvæði. Þó var sá varnagli sleginn, að kjörfylgi hinna þriggja „ó- háðu“ og Frjálslyndra væri óvíst með öliu, og einkum gæti Gott dregið til sín at- kvæði alls konar óánægðs fólks, bæði frá íhaldsflokkn- um og Verkamannaflokknum. Russell E. Eckley lýsti því yfir á kosningafundi í gær, að hann væri fulltrúi „her- sveita guðs á jörðu“. Er því talið, að hann muni fá kjör- fylgi alls konar sértrúar- flokka, sem þrífast vel í Hull, eins og öðrum sjómannabæj- um á Englandi og víðar. Hann hefur verið í framboði í aukakosningum fimm sinnum áður og fengið frá 18i9 upp í 1.146 atkvæði. Þó að hann fengi ekki nema 186 atkvæði núna, gæti það riðið bagga- muninn um það, hvort Wilson ákveður nýjar kosn- ingar eða ekki, ef það nægir til að fella McNamara. — 0 — Hull, eða KingstOn upon Hull, éins og borgin heitir réttu nafni, er í „East Riding of Yorkshire" eða Austur- þriðjungi Jórvíkurskíris. Borg in er talin stofnuð árið 1299, þótt verzlunarstaður, sem ábótarnir í Meaux skammt fyrir norðaustan Parísarborg settu þar á stofn undir nafn- inu Wyke upon HuM, hafi blómstrað þar síðan á árinu 1160. íbúar Hull-borgar eru nú um 315 þúsund. Þrenns konar „hagsmunahópar" hafa löngum ráðið mestu í borg- inni, fiskimenn (sjómenn),, smákaupmenn og verkamenn. Á síðari árum hafa alls konar millistéttir komið til sögunn- ar. Sjómennimir sem ekki veiða fisk til sölu í borginni, hafa löngum fylgt íhalds- flokknum að málum, en þó verið beggja blands og stund- um kosið Verkamannaflokk- inn, ef þeim finnst hann hafa upp á betri stefnuskrá að bjóða. 1 þetta skipti er talið, að sjómenn kjósi íhaldsflokk- inn, og svo rammt, að um 70% utankjörstaðaatkvæða (mestmegnis frá sjómönnum og ungum stúlkum, sem vinna í Lundúnum) lendi hjá thaldsflokknum. Smákaup- mennirnir kjósa flestir thalds- flokkinn, en um verkamenn vill enginn spá neinu. Hinar nýju millistéttir geta hæglega ráðið úrslitum. Yfirleitt er það einkenni þessara kosninga. að enginn ábyrgur aðili vill spá neinu ákveðið. Veðmálin segja alltaf sína sögu, og flestir veðja á sigur íhaldsflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.