Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 24
24 MORGU NBLAÐIÐ Flmmtudagur 27. janúar 1966 — Ég skal gera það sem ég get, mamma, sagði Clothilde, til þess að róa hana. Reyndu bara að vera róleg. Ég hef dálítið meira að segja þér frá. Húsbóndi minn gerði mér tilboð í kvöld. Einn njósnarinn okkar er að fljúga til Japan í áríðandi erinda gjörðum, og hann vill að ég fari með honum. Hann heldur, að vegna þess, að pabbi á heima í Tokyo, þá geti ég orðið hon- um að miklu gagni. Og þá gæti ég talað við Heather og reynt að fá hana ofan af þessu tiltæki. Og það því fremur sem mér finnst einhvernveginn hún ekki vera sérlega hrifin af því sjálf. — Hrifin! Hver gæti svo sem verið hrifin af að giftast Japana?! — I>ú hefur þá ekkert á móti því, að ég fari, mamma? hélt Clothilde áfram. — Auðvitað dytti mér ekki í hug að fara frá þér, ef Eileen frænka væri ekki hérna. En hún getur séð um það, sem þú þarfnas-t. — Já, farðu, farðu! æpti móð- ir hennar í æsingi. — Komdu í veg fyrir þetta hjónaband, hvað sem það kostar! Ég skil ekki, hvað hann Jack er að hugsa, að láta þetta viðgangast. — Ég skal þá fara, fyrst þú vilt það, mamma, og ég lofa að gera það sem ég get til að snúa Heather frá þessu. Hún kann að vilja hlusta á mig, enda vorum við einu sinni mjög samrýmdar. En hugsaðu nú ekki meira um þetta í kvöld, mamma mín. — Hvernig ætti ég að geta annað en hugsað um það, svaraði hin, reið og í rellutón. — Ef þú heldur áfram að gera þér áhyggjur út af þessu, færðu bara annað kast og þá verður að senda eftir lækninum. Nú skal ég gefa þér svefnskammt. Wilson læknir sagði mér að gera það, hvenær sem þú yrðir æst að kvöldlagi. En ég ætlaði ekki að segja þér frá þessu fýrr en í fyrramálið. — Hverju hefði það svo sem breytt? spurði móðir hennar gremjulega, Mér hefði fundizt nákvæmlega sama um það þá. Hún greip aftur í handlegginn á Clothilde. — En ég treysti þér, Clothilde, og ég veit, að þlú get- ur komið í veg fyrir þesa vit- leysu. Clothilde, gaf henni skammt- inn og beið inni hjá henni, og hélt í höndina á henni, þangað til reglulegur andardrátturinn gaf til kynna að hún væri sofn- uð. Hún læddist út á tánum og inn í sitt eigið herbergi, sem var ekki nema lítil kompa, en ljós- málað og skreytt. Hún hneig niður á rúmið sitt. Hún var dauð uPPgefin, en jafnframt spennt. Og hún var ánsegð. Hún hafði borðað með Gary og þau voru nú ekki lengur húsbóndi og hjú, sem umgengust formlega, held- ur voru þau orðin vinir. I>au höfðu meira að segja þúazt, rétt eins og þau hefðu, án þess að vita af því, verið vinir í heilt ár. Þarna var eini annmarkinn á því að fara til Japan: hún yrði svo langt frá Gary. E/in háttaði í rólegheitum og fór í rúmið. Það seinasta, sem hún mundi eftir var þunnleitt, □----*-----------;-----------□ 5 n □----------------------------□ laglegt andlitið á Gary, sem hallaðist í áttina til hennar þar sem þau voru að kveðjast á tröppunum. Hefði hann kysst hana, ef hún hefði gefið honum undir fótinn með það? Þessi hugs un var að vefjast fyrir henni, þangað til hún var sofnuð. 4. kafli. Sumarið var á förum og lauf- ið á trjánum tekið að færast í haustlitina. Hún gat séð trén gegn um litla gluggann sem sneri út að torginu. Hún raulaði fyrir munni sér meðan hún var að klæða sig. Lífið hafði allt í einu fengið nýja þýðingu, fannst henni. Hraðinn hafði aixkizt ó- segjanlega — henni fannst rétt eins og hún væri í þotu. Hún var í rétta skapinu til að fara í nýju haustdragtina sína, iþessa graenu með gylltu ýrunum í, sem hún hafði geymt sér allt sumarið. Skyldi Gary taka eftir því. að hún var í nýjum fötum? Mundi framkoma hans nú verða öðruvísi en í gærmorgun? Já, áreiðanlega. h|ú voru þau orðin vinir — nú var ekki lengur skrif stofusambandið eitt milli þeirra. Hún var í miklum æsingi og tilhlökkun alla leiðina í stræt- isvagninum, en varð gripin kvíða, er hún nálgaðist skrif- stofiuna. Gary var kominn þangað á undan henni. Venjulega kom hann ekki svona snemma í skrifstofuna. Hún stanzaði fyrir innan dyrnar. — Ég vona, að ég komi ekki ofseint. — Hann sneri að henni og brosti ofurlítið, en það bros var ópersónulegt. — Nei, þér komið ekki ofseint, ungfrú Everett, það var bara ég, sem kom snemma, því að ég þarf að hitta mann. Gott veður, finnst yður ekki? Og svo sneri hann aftur að bréfunum sínum. Hún var illiega vonsvikinn. Jæja, það var þá svona: hún sjálf var imgfrú Everett og veðr ið var gott. Hann hafði varla litið á hana, auk heldur minnzt orði á nýju fötin hennar. Mikill bjáni hafði hún getað verið að halda, að þetta gerði nokkxa breytingu á samibandi þeirra í skrifstofunni! Eða hafði hann að eins boðið henni út í sambandi við þessa væntanlegu Japans- ferð? Eina huggun hennar var sú, að það erindi hefði hann allt eins getað rekið í skrifstof- unnL Hann var búinn að fara gegn um öll bréfin, áður en hann svo mikið sem spurði: — Töluðuð þér við hana móður yðar um þessa Japansferð? Ejún kinkaði kolli. — Já, og hún samþykkir hana fyrir sitt leyti. Hana hryllir við því, að hún systir mín skuli ætla að fara að giftaast Japana. Og hún heldur að ég geti kannski komið í veg fyrir það. Hann leit á hana með hálf- skökku brosi. — Og eruð þér jafn bjartsýn á það sjálf? — Það veit ég, sannast að segja ekki. Ég hafði áður nokk- urt áhrifavald yfir Heather. Hún er glaðlynd og hrifgjörn, stund- um dálítið kærulaus — eins og pabbi — en hún er engin bjáni. Og það er pabbi svo sem ekki heldur. — Það léttir að minnsta kosti á yður að geta talað um þetta við hana sjálfa, sagði hann. — Ken Brooks kemiu- hingað núna bráðum. Þér þekkið hann nátt- úrlega, er ekki svo? — Ekki nema mjög lauslega. Það er rétt svo, að við höfum skipzt á nokkrum orðum. Hann brosti ofurlítið. — Ég hefði nú haldið, að flestar stúlk- urnar hérna þekktu Ken sæmi- lega vel. Hann er mannblendinn. Hún var að vélrita nokkur bréf, sem Gary hafði lesið henni xyrir um morguninn, þegar hann kom með Ken inn í skrifstofuna til hennar. — Þú þekkir sjálfsagt ungfrú Everett? sagði Gary í form- föstum tón. — Hæ, ungfrú Everett! sagði Ken og freknótta smettið varð allt að einu brosi. Hann var ekki meira en með- alhár vexti. Vöxturinn var grannur en kviklegur, en jafn- framt virtist hann hafa krafta í kögglum. Hann var þunnleitur og skarpleitur, ekki beint lag- legur, en bauð af sér góðan þokka. Og augun voru líka fall- eg. Þau voru dökkbrún, en hvöss og lifandi. Framkoma hans var eðlileg, næstum kæruleysisleg. Hárið mjög rautt. Clothilde svaraði kveðju hans með: — Góðan daginn, hr. Brooks. — Ég heyri, að þér eigið að fara í þetta ferðalag með mér, sagði hann, blátt áfram og óformlega. — Ég tel mig hepp- inn. Það eru ekki margir eftir- litsmenn, sem geta tælt einka- ritara húsbóndans í ferðalag með sér. Og það svona laglega stúlku! Hann leit á hana með feimnislegri aðdáun. Clothilde roðnaði ofurlítið við þessa opinskáu gullhamra, en Gary hleypti brúnurn, rétt eins og hann væri ekkert hrifinn af þeim. Ken hló. — Jæja, þá er ég búinn að koma ykkur í vand- ræði. Fyrirgefið þið. En þér getið eins vel viðurkennt að þér gangið í augun. Og svo hef- ur. 0‘Brien verið að telja upp alla aðra kosti yðar. Clothilde roðnaði æ því meir. — Ég vona að geta veitt yður einhverja aðstoð. — Hr. O'Brien hefur verið að segja mér, að þér hafið sambönd í Japan, sem gætu komið okkur að gagni. Það er ætlunin, að ég leggi af stað eftir tíu daga. Næg- ir það yður til að undirbúa yð- ur? — Það er kappnógur tími fyr- ir mig ef hr. O'Brien samþykkir það. — Ungfrú Pettifor tekur við yðar starfi meðan þér eruð í burtu, ungfrú Everett, sagði Gary. Ég hef beðið hana að líta hér inn, núna í morgunmálið, svo að þér getið sagt henni í hverju vinnan er fólgin. Clothilde þekkti Louise Petti- for. Þetta var lítil, ljóshærð stúlka, vel fær í störfum og hafði hlaupið í skarðið fyrir ýmsa einkaritara, sem urðu veik ir eða fóru í frí. Clothilde fann sem snöggvast til afbrýðisemi gegn stúlkunni, sem átti nú að vinna inni hjá Gary á hverjum degi. Gæti ekki svo farið, að síð- ar meir vildi hann heldur hafa Louise fyrir einkaritara? En hún varð að leggja það á hættu. Hún varð að komast að því, hvað hefði valdið þessari skyndi legu og að því er virtist örlaga- þrungnu trúlofun systur sinnar. — Úr því að við eigum að vinna saman, er eins gott, að við kynnumst almennilega, sagði Ken. — Hvernig lízt yður á að borða með mér hádegisverð i dag? Clothilde leit á Gary, en ekk- ert varð lesið út úr svip hans. Hún hafði enga ástæðu til að af- þakka þetta, og hversvegna ætti hún ekki að borða með Ken Brooks? Næstu vikur yrðu þau stöðugt saman, hvort sem væri. Og auk þess kuimi hún vel við hann, þrátt fyrir óformlega fram komu hans. Framkoma sú var frjálsleg og aðlaðandi. En hitt sá hún, að hann gat orðið fastur fyrir, ef á ætti að reyna. Hún hafði heyrt talað um hann sem einhvern bezta eftirlitsmann, sem deildin hefði. — Það væri mér ánægja. — Jæja, bless á meðan. Þeir Gary gengu út saman. Kannski var það eins gott, að hún hefði farið í nýju fötin, hugsaði hún enda þótt þau virt- ust ekki hafa haft mikil áhrif á Gary. Ken fór með hana í matsalinn á Savoy, og á því varð hún hissa. Hún hafði haldið, að einhver listamannakráin ætti betur við hann. — Hvernig kannfcu við þessa knæpu? sagði hann, er þau sett- ust við lítið borð og horfðu kring oxm sig á hina margbreyti- legu og skrautbúnu gesti — Mér lízt ágætlega á hana, sagði hún. — En ég hef nú sjald- an komið hér. TRVGGÐU ÞÉR IUIÐA STRAX í DAG!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.