Morgunblaðið - 20.02.1966, Page 17
Sunnudagur 20. fébrúar 1960
MORGUNBLAÐIÐ
17
„Ósæmilegir
dómar“
Það er ekki svo oft, að i Þjóð-
viljanum birtist skynsamlegt orð,
að ástæða er til að halda því til
haga, þá sjaldan þau sjást. Hinn
16. febrúar sl. birtist þar undir
framangreindri fyrirsögn svo-
hljóðandi forystugrein:
„Vandséð er að hinir þungu
refsidómar yfir tveimur sovézk-
um rithöfundum geti orðið til
nokkurs annars en valda Sovét-
ríkjunum stórfelldum álitshnekki
og verða vatn á myllu þess áróð-
urs gegn alþýðuríkinu sem seint
slotar. Aðalákæran virðist hafa
verið sú að bækurnar sem þeir
sendu úr landi og gefnar voru út
erlendis hafi verið notaðar sem
efni í árásir gegn sovézku þjóð-
félagi. Svo fjarri fer því að þeim
árásum sé skynsamlega svarað
með þvi að dæma rithöfundana
til þungrar fangelsisvistar, að
hitt er einmitt líklegra, að ekk-
ert sem þessir tveir menn hafa
skrifað eða eiga óskrifað gæti
gefið annað eins tilefni til áróð-
urs á Sovétríkin og réttarhöld-
in og dómarnir yfir þeim. Það
er ekki fyrr en þessi atriði koma
birtust í gert upptækt strax eft-
ir íhlutun sendiráðsins. Mihajlov
fékk raunar skilorðsbundna eft-
irgjöf á nokkrum hluta refsing-
arinnar, en hann var rekinn úr
um höfundarlaun. Fyrir því eru
engin rök færð — aðeins svipan
reidd. Þessi rheirihluti eru full-
trúar stjórnarflokkanna í land-
inu.“
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard, 19. íebrúar ^
til, réttarhöldin og dómurinn
að Sinjavskí og Daníel verða
heimskunnir menn.
í ákærunum gegn rithöfundun-
um og dómunum yfir þeim kem-
ur fram sá einstrengingsháttur
og skortur á umburðarlyndi sem
oft hefur sett mark sitt á afstöðu
ráðamanna til bókmennta og
lista í Sovétríkjunum. Einmitt á
því sviði hefur verið um veru-
lega breytingu að ræða á seinni
árum, sem fagnað hefur verið af
sósíalistum og öðrum vinum
Sovétríkjanna hvarvetna. Þeim
mun hörmulegra er, að með hin-
um þungu dómum yfir rithÖf-
undunum tveimur skuli hafinn
sá ósæmilegi óvinafagnaður að
láta svipu refsidóma og fangels-
ana svara rituðu orði. — S.“
Ekki undan-
tekning
Þó að verjendur Sovétríkjanna
utan þeirra eigin landamæra geti
trauðla tekið aðra afstöðu en
þessa, ef þeir vilja ekki gera
sjálfa sig að viðundri, þá fer því
fjarri, að hér sé allur sannleik-
urinn sagður. Það mun rétt, að
meiri tilbrigða gæti í framkomu
sovézkra ráðamanna gegn frjáls-
huga listamönnum síðari ár en
'lengst af áður. Þvi fer samt
fjarri, að ofsóknunum hafi linnt.
Ekki er ýkja langt síðan Past-
ernak heitinn varð að afsala sér
Nóbelsverðlaununum og þola
margháttaðar ofsóknir. Síðar
urðu nánustu vinir hans fyrir
barðinu á „réttvísinni“ í Sovét-
Rússlandi. Fyrir fáum misserum
var þekkt ung-skáld í Leningrad
dæmdur til fangelsisrefsingar
undir því yfirskini, að hann nenti
ekki að vinna fyrir sér með ær-
'legu móti. Einlægur kommúnisti
eins og Jevútsjenko hefur orðið
fyrir ótöldum hnotabitum af
hálfu yfirvaldanna, af því að
hann hefur ekki verið þeim nógu
þægur, þó að enn muni honum
ekki hafa verið stungið inn. í
Júgóslavíu situr Diljas, einn
merkasti stjórnmálamaður og
rithöfundur þess lands, í fang-
elsi, ekki sízt vegna þess, að hann
þótti ekki hafa talað nógu virðu-
lega um Stalin og kumpána hans.
í fyrra var Mihajlo Mihajlov
dæmdur í Júgóslavíu til níu mán
aða fangelsisvistar fyrir að hafa
lýst því, sem bar honum fyrir
ougu í ferðalagi í Rússlandi sum-
arið 1964. Málsóknin var hafin
eftir að sovézka sendiráðið hafði
harðlega mótmælt skrifum Mi-
hajlovs, enda var ritið, sem þau
kennarastöðu og synjað um leyfi
til að þiggja boð háskóla í Banda
ríkjunum.
Afsökun Tímans
á ofsóknunum
Ef Þjóðviljinn þyrði og vildi
segja satt um ástandið í Sovét-
ríkjunum og annars staðar, þar
sem kommúnistar ráða, þá mundi
hann ekki þegja um þessar stað-
reyndir. Engu að síður er for-
dæming hans á hinum „ósæmi-
legu dómum“ virðingarverð, svo
langt sem hún nær. Enda hefur
hún vakið mikla athygli og með-
al annars fengið verðskuldaðar
undirtektir í öðrum dagblöðum.
Tíminn lýsir skoðun sinni með
því að segja um skrif Þjóðvilj-
ans:
„Batnandi mönnum er bezt að
lifa.“
En ekki er lengra síðan en
hinn 6. febrúar, að Tíminn skrif-
aði á þá leið, að mjög var til
þess lagað að rugla menn í skiln-
ingi á því, sem var að gerast aust
ur í Moskvu. Þá var spurt í
Tímanum:
„Er skjöldurinn nógu hreinn?“
Þessari spurningu um það,
hvort fslendingum færist að
finna að ofsóknunum gegn hin-
um rússnesku skáldum, svaraði
Tíminn m.a. á þessa leið:
„A öndverðum þessum vetri
gerðist það, að tvær langar skáld
sögur komu út eftir unga og orð-
hvata ádeiluhöfunda. Báðir
þessir ungu menn eru snjallir
rithöfundar, og fyrir það hafa
þeir hlotið nokkurn veginn sam-
dóma viðurkenningu þeirra, sem
um hafa ritað. En skáldverk þessi
fela í sér hvassa ádeilu á menn
og mláefni, ríkjandi þjóðfélags-
ástand, spillingu og óheiðarleika
og ráðamenn í íslenzku menn-
ingar- og stjórnmálalífi.“
Síðan var haldið áfram:
„Einræðissvipan reidd.
Svo kemur úthlutun lista-
mannalauna. Öll sanngirni mælir
að sjálfsögðu með því að þessir
ungu höfundar hljóti skáldalaun.
Enginn hefur neitað því, að verk
þeirra hafi þá verðleika að list-
rænu mati. En þá skeður það,
að gamla einræðissvipan er réidd
að þessum höfundum, þó hún geti
e.t.v. talizt styttri en austur í
Rússlandi eða í Stefnis þætti
hinum forna. Hið einsýna aft-
urhald telur sig hafa þau tök,
að það geti beitt henni. í út-
hlutunarnefnd fellir meirihluti
nefndarinnar allar till. um að
veita hinum ungu ádeiluskáld-
‘ií
„Geti e.t.v. talizt
styttri6
Hugsunarháttur þess, sem svo
skrifar, er meira en lítið brengl-
aður. Engan getur furðað á því,
að eftir að Þjóðviljinn er nú orð-
inn inni króaður, heyrist hinn 18.
febrúar bergmál af þessari kenn-
ingu Tímans. En til lýðræðis-
sinna verður að gera aðrar kröf-
ur. Segjum sem svo, að úthlut-
unarnefnd hafi hér orðið á
skissa og hinum „ungu og orð-
hvötu ádeiluhöfundum" hefði að
réttu borið skáldalaun. Hvernig
í ósköpunum er hægt að bera
slíkt vanmat á verkum þeirra
saman við kröfuna um margra
ára fangelsi og útlegð, sem um
var vitað þegar í Tímann var
skrifað svo, sem raun ber vitni?
f þessum skrifum Tímans lýsir
sér svo fullkominn misskilning-
ur á muninum á frelsi og ófrelsi,
á hatrömmum ofsóknum og hugs-
anlegu vanmati, sem leiðir til
synjunar á verðlaunum, að furðu
legt er að sjá slíkt í blaði, sem
telur sig þó til lýðræðisflokks.
Slík skrif lýsa þvílíkum öfgum,
að þau geta ekki skaðað þann,
sem skammaður er, heldur ein-
ungis sjálfan þann, sem skrif-
ar.
Hitt vita svo allir, að engin
nýjung er, að deilt sé á íslandi
um úthlutun listamannalauna.
Við hana hafa flestar aðferðir
verið reyndar, en frá öllum ætíð
horfið að nokkrum árum liðn-
um vegna þeirrar óánægju, sem
upp var komin, hver háttur, sem
á hafði verið hafður. Annars hef-
ur sá af ritstjórum Tímans, sem
sjálfur er ágætur rithöfundur og
skáld, Indriði G. Þorsteinsson,
ekki alls fyrir löngu skrifað ó-
venju skynsamlega um viðhorf
skálda til þjóðfélagsins. Skal þar
engu við bætt.
Um hina „ungu og orðhvötu
ádeiluhöfunda" skal það eitt sagt,
að því fer svo fjarri, að Tíminn
hermi hinn 6. febrúar rétt frá
mati ritdómara á verkum þeirra,
að nær sanni er, að allir —
jafnt meðhaldsmenn sem mót-
herjar — hafi talið ádeiluskeyt-
in geiga svo að stórlega hafi rýrt
listgildi ritanna. Um slíkt má þó
vafalaust lengi deila. En um það
stendur deilan. Fullkominn óvita
háttur er að ælta, að „stjórn-
arflokkarnir" hafi viljað hefnazt
á þessum ungu mönnum. Jafnvel
þótt menn ætli öðrum slíka lítil-
mennsku, og íslenzkir stjórnmála
menn þekkja svo vel hvern ann-
an, að þeir vita, að þeir eru upp
úr henni vaxnir, þá verður að
spyrja fyrir hvað ætti að hefna?
Fr jáls skoðana-
myndun
Raunar væri alger hræsni að
láta svo sem mönnum almennt
líki ekki betur við þá, sem þeim
eru sammála en hina, sem eru
við þá á öndverðum meið. Til
hins gagnstæða þarf meira hlut-
leysi, og ef svo má segja* kulda
hugarfarsins, en flestum er gef-
ið. f þessu eru íslenzkir stjórn-
málamenn engin undantekning
frá öðrum.
Eðli flokkaskipunar hvarvetna
er og það, að halda eftir föng
um fram hlut sinna manna. Auð-
vitað verður þetta að vera innan
vissra marka. Ekki má gera öðr-
um rangt til, en hver kann hið
óumdeilanlega mat í þeim efn-
um? Víst er, að íslenzkt þjóð-
félag er flestum frjálslyndara og
umburðarmeira. Það hefur lengi
verið talinn blettur á valdamönn
um hér, ef þeir verða berir að
eltingarleik, hvað þá ofsóknum
við andstæðinga sína og gagn-
rýnendur. Það hefur einnig þótt
broslegt, ef menn hafa reynt að
gera sjálfa sig að píslarvottum
vegna þess, að þeir hafa ekki
annað sér til ágætis. Enginn efi
er á, að þetta er hin almenna
skoðun íslendinga, og þó eru við-
horfin nokkuð ólík. Kenninga-
helsi kommúnista skipar þeim
um margt í sérdilk. Eins er það
skrýtið hvað Framsóknarmönn-
um gengur illa að skilja, að Sjálf
stæðismenn skuli þola hverjum
öðrum að rökræða málin hver frá
sínu sjónarmiði og verða þó sam
mála í öllu, sem máli skiptir, þeg
ar mest á ríður. Af þessum sök-
um hafa ýmsir andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins áratugum
saman boðað klofning hans og
algera upplausn. Sannleikurinn
er hinsvegar sá, að hin frjálsa
skoðanamyndun er flokksins
styrkasta stoð.
Annað hljóð
í engu frjálsu samféalgi getur
neinn einn fengið öllum sínum
óskum framgengt. í Sjálfstæðis-
flokknum eru stóratvinnurek-
andinn og verkamaðurinn jafn
réttháir. Þar ræða þeir sín mál,
setja fram sínar skoðanir og ætl-
ast til þess, að til beggja sé tek-
ið réttmætt tillit. Hver ætti og
að tala þeirra máli, ef ekki þeir
sjálfir? Þeir gera sér grein fyr-
ir, að sameiginleg niðurstaða
fæst ekki fyrir valdboð neins
eins, heldur fyrir sameiginlegar
rökræður. Á öllu ríður að menn
hafi hug og dug til þess að bera
ráð sín raunveruléga saman, og
reyna að skilja hver annan.
Tíminn fagnar því, að Harald-
ur Böðvarsson á Akranesi skuli
benda á sitthvað, sem hann telur
að betur mætti fara í útgerðar-
málum. Nú er annað hljóð í
strokk Tímans en áður var. Ár-
um saman var á því hamrað blað
eftir blað, að verið væri að gera
hina ríku ríkari og fátæku fá-
tækari. Nú er Haraldur Böðv-
arsson tekinn sem dæmi hinna
þjökuðu, og ábendingar hans sem
vitni þess, að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé að liðast í sundur. Sjálf-
ur bendir Haraldur á, að því fari
fjarri, að útgerð hans, eða út-
gerð yfirleitt á Akranesi, hafi far
ið hnignandi, eins og fyrir
skömmu mátti lesa nær daglega
í Tímanum og Þjóðviljanum.
Eflino sjávarút-
vegs
Núverandi ríkisstjórn heiur
þvert á móti gert meira en nokk
ur önnur til þess að ýta undir
eflingu sjávarútvegsins. Á sið-
asta ári var raunar minna um
bátakaup en árið þar á undan.
Svo varð vegna þess að menn
töldu hyggilegt að hægja á sér
í bili. Haraldur Böðvarsson hef-
ur einmitt manna skýrast bent á
það, að eins og sakir standa, væri
nóg komið af bátum til landsins.
Þó má að sjálfsögðu hvorki al-
veg stöðva bátakaup erlendis frá
og enn síður bátasmíðar innan-
lands. Fjárfesting í allskonar fisk
iðju hefur aftur á móti aldrei
verið meiri en á árinu 1965. Þar
eiga fiskiðjueigendur og útvegs-
menn að vísu mestar þakkir skil-
ið, en ríkisstjórnin hefur vissu-
lega ekki látið sinn hlut eftir
liggja, heldur greitt fyrir lánum
í þessum efnum eftir fremsta
megni. Skiljanlegt er, að miklum
framkvæmdamönnum líki ekki í
fljótu bragði vaxtahækkun og
lánsfjárbinding. En hvort tveggja
er gert til þess að draga úr of-
þenslu og til að beina fjármagni
þangað, sem þess er mest þörf,
og þá ekki sízt til sjávarútvegs-
ins. Ef stjórnarandstæðingar
gerðu sér far um að túlka málin
rétt í stað þess að snúa öllu á
versta veg, þá mundi misskiln-
ingur í þessum efnum nú vera
úr sögunni. Stjórnarandstæðing-
ar sýnast halda, að á íslandi eigi
við allt önnur efnahagslögmál,.
þ.á.m. í baráttunni við verðbólgu,
heldur en annars staðar. Vegna
óstöðugelika íslenzkrra atvinnu-
vega, skjótfengins gróða og
skyndilegra tapa, þá verka vaxta
breytingar og innstæðubindingar
raunar minna hér en víða annars
staðar, en hafa þó einnig hér sína
þýðingu.
Ákefð SÍS í aukna
verðbólgu
Menn velta því oft fyrir sér,
hvernig á því standi, að verð-
bólguvöxtur skuli örari hér en
víða annars staðar. Gott dæmi
því til skýringar lýsir sér í skrif-
um Tímans um neitun olíufélag-
anna á að semja við skipadeild
SÍS um hærri farmgjöld til
Hamrafells fyrir olíuflutninga,
en fáanleg voru hjá seljendum
olíunnar. Óumdeilanlegt er, að
skipadeild SÍS krafðist 30%
hærri farmgjalda en sOvézk yfir-
völd buðust til að flytja olíuna
fyrir. Ekkert olíufélaganna, jafn
vel ekki Olíufélagið h.f., sem ná-
tengt er SÍS, vildi verða við þess
um kröfum. En nú ræðst for-
stjóri SÍS-skipadeildarinnar með
ofsafengnum skömmum á ríkis-
stjórnina, og einkum viðskipta-
málaráðherra, fyrir að hafa ekki
orðið við þessum kröfum og
kúgað olíufélögin, en í þess stað,
„rekið Hamrafell út í veröldina",
eins og hann kemst að orði!
Norðmenn telja það raunar ekki
neina ógæfu, að skip þeirrai séu
„rekin út í veröldina.“ Ein helzta
tekjulind þeirra er einmitt af al-
þjóðlegum flutningum. Þeir gera
sér raunar grein fyrir, að þeir
verða að vera samkeppnisfærir,
ella fá þeir ekki flutninga. Hér
vildi skipadeild SÍS það einfalda
ráð Hamrafellinu til bjargar, að
hækka verðlag innanlands, til að
forðast, að skipið yrði á þennan
veg „rekið út í veröldina." ís-
lenzkir neytendur áttu sem sagt
að taka áhættu og fyrirhöfn af
forráðamönnum skipsins.