Morgunblaðið - 27.02.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1966, Blaðsíða 2
r 2 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 27. febrúar 1966 MEÐ VERSTU VEÐRUM SEM ÉG HEF LENT I - Rætt við Harald Jensson skipstjóra d Skógafossi Skógafoss, eitt af nýjustu skip um Eimskip kom til Reykja- víkur á föstudagskvöld sl. eftir erfiða og viðburðaríka ferð. En sem kunnugt er, sat skipið fast í þrjá sólarhringa í ísnum rétt fyrir utan Vent- spils í Lettlandi. Við Færeyj- ar lenti skipið í NA- fárviðri fékk á sig brotsjó, og varð að leita vars í Fuglafirði í Færeyjum, þar sem skipið skildi eftir 59 bíla af 117 sem um borð voru. Mbl. náði tali af skipstjór- anum á Skógafossi Haraldi Jenssyni, og fékk hann til að lýsa ferðinni í stórum dráttum. Haraldur er 42 ára gamall, og sl. fimmtudag er skipið hafði losað bílana í Færeyjum, voru einmitt liðin 25 ár, frá því að hann hóf sinn sjómannsferil, og það hjá Eimskipafélagi íslands. Har- aldur er 1. stýrimaður á Skógafossi, og var þetta fyrsta utanferð hans með sikipið sem afleysingaskip- stjóri. — Hvað voruð þið komnir langt frá Ventspils er þið festust í ísnum? — Við höfðum siglt um það bil 40 mílur í gegnum tals- vert mikinn ís, er við fesí- umst. Við reyndum þegar að leita aðstoðar, en finnsku ís- brjótarnir sem þarna voru, voru allir önnum kafnir, því að þama voru milli 30 og 40 skip föst. — Til hvaða ráða var grip- ið? — Ég sendi skeyti heim, og gerði grein fyrir ástand- inu, og hafði Eimskip þá þeg- ar samband við utanríkis- ráðuneytið hér, sem bað ís- lenzka sendiráðið í Moskvu um að hafa strax samband við rússnesku flotamálastjórn ina, sem sendi á vettvang einn af ísbrjótum sinum „Kapitan Melðhov“ frá Rica. Hann lagði þegar af stað til að- stoðar okkur, og var kominn á staðinn um kl. 20.00 þann 16. febr. — Hvað voruð þið þá búnir að vera lengi fastir? — í þrjá sólarhringa. Gekk vel að losa skipið? — Já, það er óhætt að segja það. Þessi ísbrjótur er geysimikið bákn á að gizka 3500 tonn, og er hann með tvær skrúfur bæði að framan og aftan, og muldi hreinlega ísinn undir sér. í>að tók hann aðeins klukkustund að koma okkur út á sæmi- lega siglingafæran sjó. — Gátuð þið sett á fulla ferð? Nei við vorum alla nóttina að krækja þetta í gegnum ísinn. — Nú hljóta aðstæður að hafa verið erfiðar, þar sem náttmyrkur hefur verið. — Já að vísu, en við vorum með sterka ljóskastara bæði fram í stafni og upp á brúarþaki. Svo höfðum við varðmann frammá, sem hafði vakandi auga með öllu. — Hvernig leið mannskapnum? Það leið öllum vel um borð, þrátt fyr- ir mikinn kulda, en frostið fór alt niður í 40 gráður á C., en var yfirleitt milli 20 og 30 gráðup. — Þið hafið svo komizt Haraldur Jensson klakklaust til Kaupmanahafn ar. Þarna um morgunin kom- um við í auðan sjó, og hélzt það þannig þar til við kom- um að Bornholm, en þá mátti heita að aftur kæmi sam- felldur ís, norður undir Skage rak. Okkur gekk fremur erf- iðega að brjótast í gegn, en Skógafoss reyndist mjög vel í ísnum, enda er hann eins og öll skip Eimskipafélagsins sérstaklega styrktur til sigl- ingar í ís. Hvenær skall þetta veður svo á ykkur? — Við fengum ágætis veður frá Kbh. til Færeyja, en þá skell- ur á N-A stormur með stór- sjó og éljagangi. Er við kom- \im vestur fyrir eyjarnar, var veðurihaminn orðin svo mik- ill, að ég þorði ekki annað en halda sjó. Kl. 03.30 skall brotsjór framan til á skipið stjórnborðsmegin. Við vorum með 117 bifreiðir í l/>ssum á dekki, og byrjuðu kassarnir að liðast til við þetta. — Hélduð þið þá til Færeyja? — Nei, ekki strax. Við héld- um sjó allan daginn, og vann áhöfnin að því að halda farm inum í réttum skorðum. Að- stæður voru skiljanléga mjög erfiðar, en allir stóðu sig með stakri prýði. Um kvöldið snérist vindáttin heldur meira í austur, og ákvað ég þá af va;(iðarástæðum að leita vars við Færeyjar. — Hvert fóruð þið þar? — Til Fuglafjarðar. Við komum þangað um miðnætti, og lögð- umst að bryggju þar kl. 08.00 um morgunin. Þar lét ég skipa í land 59 bifreiðum, því ég taldi ekki gerlegt, að sigla með allan þennan farm. Hvenær lögðuð þið svo af stað til íslands? — Uppskipuninni var lok- ið um kvöldið, en síðan geng ið frá farminum á miðviku- dag og lagt af stað síðdegis þann dag. Er komið var út i sundin, um kl. 18.00 var þar enn N-A stórviðri, og tilgangs laust að leggja á hafið. Var þá snúið við beðið til morg- uns. Daginn eftir hafði veðrið gengið niður að miklu leyti, og þá var lagt af stað heim, og fengum við sæmilegt það sem eftir var ferðarinnar, og komum við til Reykjavíkur á föstudagskv)51d. — Þú hlýt- ur að vera búinn að reyna sitt af hverju á þessum 25 árum á sjó Haraldur. Hvað viltu segja um þessa ferð? — Ég vil hiklaust segja, að þetta er með verstu veðrum sem ég hef lent í, og ég er feginn að henni er lokið. — Viltu segja nokkuð að loik- um? Já, ég vil gjarnan nota tækifærið til að þakka utan- ríkisráðuneytinu, sendiráðinu í Moskvu og sovézku flota- málastjórninni fyrir skjóta og góða fyrirgreiðslu er við vorum fastir í ísnum. ihj. Brotinn bílakassi tekinn af þilfari Skógafossi í gær. (Ljósm. Sv. Þorm.) Eggen Noregi vann 50 km. göngu og 3. heimstitiiinn NORÐIvrAÐURINN Gjermund Eggen sigraði í gær í 50 km skíðagöngu á heimsmeistaramót inu í norrænum greinum skíða- íþrótta. Kom sigur hans flestum á óvart, en með honum vann þessi 24 ára gamli sinn þriðja heimsmeistaratitil á þessu móti. Hann sigraði einnig í 15 km göngu og var í sigursveit Noregs í 4x10 km boðgöngu. Gjermund gekk 50 km á 3 klst. 03.04.7 mín. Annar var Tianinen Finnlandi á 3:03.15.1 klst. 3. Mæntyranta Finnl. 3:03.54.3. 4. Ole Ellefsætir Noregi 3:05.43.3. 5. Taipale Finnl. 3:05.43.3. og 6. Vedenin Sovét 3:05.43.3. Vedenin hafði forystuna 1 keppninni lengst af. Hafði hann tekið hana eftir 10 km og hélt henni fram undir lok keppninn- ar er hinir reyndust honum sterkari á endasprettinum. Við hálfnaða keppni var Eggen í 6. sæti. Grundvöllinn að sigrinum lagði Eggen með mjög góðum spretti milli 35 og 40 km. Á þessum kafla vann hann meira en mínútu af forskoti Rússans og hinna. Heimsmeistarakeppninni lýkur með stökkkeppni í 90 m stökk- braut á Holmenkollen í dag. Einn jarðskjálfta- kippur í viibót Nýr mælir kominn i Fljótshlið Myndlistorsýningin í Félngs- heimili Heimdollor opin í dug MYNDLISTARSÝNINGIN í Fé- lagsheimili Heimdallar er opin í dag frá kl. 2 e.h. Á sýningu þessari eru verk ungra málara, sem fæstir hafa sýnt opinber- lega áður og sumir hverjir eru enn í Menntaskólanum og Verzl unarskólanum. Sýning þessi er öilum opin og er almenningur hvattur til þess að líta við í Félagsheitnili Heim dallar, Suðurgötu 39 eftir há- degi í dag. í KEFLAVÍK Sjálfstæðiskvennaféiagið „SÓKN“ heldur fund í Æsku- lýðshúsinu mánudaginn 28. febrúar kl. 9. — Frú Sigríður Haraldsdóttir, húsmæðrakennari, mætir á fundinum og veitir ýmis konar húsmæðrafræðslu og sýnir kvikmyndir. Síðan verður kaffidrykkja. Allar Sjálfstæðiskonur velkomnar. Notið þetta einstaka tækifærL Kindur finnast á fjöllum Hvítárbakka, Biskupstungum, 23. febrúar. HINN 20. þ. m. (fyrsta Góudag) voru 4 menn úr Reykjavík á ferð í jeppa við hús Ferðafé- lagsins við Hagavatn. Sáu þeir þá för eftir kindur, er þeir gættu frekar að fundu þeir 5 kindur í Einirfelli, náðu 3 en töpuðu 2. Kindurnar sem þeir náðu voru dilkar frá Arnóri á Bóli og lamb hrútur frá Stokkseyri. í dag fóru 4 menn á tveimur jeppum að leita þeirra tveggja ssm töpuð- ust og náðu þeim í Jarlahettum. Voru það dilkar frá Tómasi í Helludal. Kindurnar litu vel út og voru vel frískar, en styggar. I. J. Á MÆLUM Veðurstofunnar í Reykjavík hafði í gær mælzt einn jarðskjálftakippur til við- bótar þeim sem áður hefur verið frá sagt, en sá var lítill og varð kl. 4,35 í fyrrinótt. Filmur af jarðskjálftamælunum á Akur- eyri og í Vík í Mýrdal höfðu ekki borizt til framköllunar, en voru á leiðinni. Auk þess sem fyrri kippirnir fundust á Barkar- stöðum í Fljótshlíð, fundust þeir á þrem bæjum á Síðu, Skaftár- tungum og Álftaveri. Veðurstofan telur að upptök jarðskjálftanna séu í 140—145 km. fjarlægð, aðeins sunnan við austur frá Reykjavík, sem bendir til Torfajökuls eða Mýrdalsjökuls svæðisins. Þetta leiðir hugann að Kötlu. Dr. Guðmundur Sigvalda- son, jarðefnafræðingur, tekur með vissu millibili sýnishorn úr ánum, sem renna suður frá Mýr- dalsjökli í þeim tilgangi að vita um breytingu á efnasamsetningu sem leið til að segja fyrir um gos. Síðast þegar hann tók sýnis- horn, var ekkert óvenjulegt. í gær var Guðmundur á Akureyri, en Mbl. frétti að hann hefði hug á að fara austur strax og hann kæmi. til að fá sýnishorn af vatni til efnagreiningar. Prófessor Þorbjörn Sigurgeirs- son fór austur í Fljótshlíð í fyrra dag með nýja gerð af jarðskjálfta mælum, sem National Science Foundation í Bandaríkjunum hef ur veitt styrk til kaupa á. En hann ritar á segulband, sem síð- an er hægt að spila og þarf enga framköllun. Er fyrirhugað að nota slíka mæla í framtíðinni til jarðskjálftamælinga, og á þessi fyrsti að vera í Surtsey. Notaði Þorbjörn tækifærið nú þegar jarðskjálftar eru á ferð- inni til að fara með mælinn austur og er hann nú í Fljóts- hlíðinni. En þessi mælir gengur í 10 daga án þess að nokkuð þurfi að gera við hann. IVfannfall I Sýr- landí 700-1000 manns: Amman, Jórdaníu, 26. febr. NTB • Ferðamenn, sem komnir eru til Amman frá Sýrlandi herma, að sögn jórdanskra dagblaða, ið 700—1000 marins hafi beðlð bana í stjórnarbyltingunni í Sýrlandi á dögunum. Herma sjónarvottar, að blóðugir bardagar hafi verið á götum Damaskus, sjúkrrrbifreið ar hafi verið á stöðugri ferð til og frá um borgina og hörð skot- hríð hafi lengi verið við gesta- hús ríkisstjórnarinnar og hinn opinbera forsetabústað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.