Morgunblaðið - 27.02.1966, Blaðsíða 25
Sunnuöagur 27. fefarfiar 1966
MORGU NBLAÐIÐ
25
- Takmarka
Framhald af bls. 32.
Á árunum 1960—64 var sam-
tals landað af íslandsmiðum
575 milljónum þorska og eru ís-
lendingar og Bretar stórtækastir
í veiðinni, en það skiptir mjög
í tvö horn með stærðina á þeim
fiski, sem þessar þjóðir afla. Á
þessu tímabili nam heildarveiði
Breta samtals 254 milljónum
fiska eða 44% af heildarfjölda,
en sá fiskur var aðallega 40 —
70 cm langur og mest af honum
á aldrinum 3 — 5 ára og svo til
allur óþroska. Heildarþorskafli
íslendinga á sama tíma nam
261 millj. fiskum, en þar af öfl-
uðust á vetrarvertíð 174 milljón-
ir fiska, en þeir voru aðallega
70—100 cm langir, aldurinn
7—12 ár og svo til allir kyn-
þroska og höfðu a. m. k. 30%
hrygnt einu sinni eða oftar. Afli
þýzkra togara nam 40 milljón
fiskum og var lengdardreifingin
í afla þeirra mjög lík og hjá ís-
lenzkum togurum utan vertíðar,
en heildarafli hinna síðast-
nefndu nam tæplega 17 milljón
fiskum. Það er ennfremur mjög
athyglisvert, að athuga hve
mikill hluti í afla hinna ein-
etöku þjóða er fiskur undir 70
cm eða óþroska. í heildarafla
íslendinga voru um 19% undir
þessari stærð, en 82% í veiði
útlendinga. Heildarafli okkar af
fiski undir 70 cm nam 50 milljón
um og þar af fengust í dragnót
6.4 milljónir, en t. d. 9 milljónir
í veiðarfæri bátanna á vetrar-
vertíð og 25 milljónir á báta
utan vertíðar.
f Samfara hinni auknu sókn í
þorskstofninn hefur dánar-tal-
an aukizt jafnt og þétt. Ég hefi
oft talað um, að ekki væri æski-
I legt að hún fær-i yfir 66% á ári
hjá hinum kynlþroska hluta
i etofnsins, rauða strikið, sem ég
[ hefi svo kallað. Á árunum 1960-
. 64 var meðaldiánartalan hins
I vegar komin upp í 70%, en 66%
virðist hún hafa náð í kringum
1-960, einmitt þegar þáttaskil
verða í viðbrögðum stofnsins
gagnvart veiðinni.
! Það blasir því við okkur sú
Ikalda staðreynd að meira er tek-
ið úr íslenzka þorskstofninum,
en hann virðist þola. Við get-
um ekki gert ráð fyrir að auka
þoiskveiðina að neinu ráði frá þvi
eem nú er; það geta að visu kom
i ið inn nýir sterkir árgangar eða
eterkar göngur frá Grænlandi,
sam geta aukið veiðina eitthvað
etutta stund, en sé litið á þetta
til langs tíma virðist útilokað að
etofninn geti skilað af sér meira
eflamagni og verði sóknin enn
aukin má búast við minnkandi
aflamagni á bát og síðan minnk-
andi heildarafla.
| Hvað er þá hægt að gera til
verndar þorskstofninum og til
þess að auka afkastagetu hans?
Fyrsta skrefið hlýtur að vera
að auka möskvastærð í hotnvörp
um á fslandsmiðum upp í 130
*n/m til samræmis við það sem
gildir í Barentshafi og auk þess
verður að teljast nauðsynlegt að
hætt sé algerlega við klæðningu
pokans að ofan með hlífðarnet-
um eða þeim þá þannig hagað
að ekki sé til skaða, enda eru
hin nýju gerfiefni sem notuð eru
í dag sterkari en hampurinn, sem
í áður var notaður.
Það er ekki vafamál að íslend
in-gar græða þjóða mest á aukn-
ingu möskrvastærðar hér við
land, en hér er þó ekki um háar
tölur að ræða og er hætt við
að frekari aðgerðir séu nauðsny
j legar til verndunar og viðhalds
atofnsins.
! íslendingar taka einungis 18
| Bf hverjum 100 óiþroska fiskum
1 sem landað er af íslandsmiðum,
\ hitt taka útlendingar aðallega
] Bretar. Veiðisvœði þeirra eru vel
| þekkt og eru þau aðallega út
j af Norðaustur- og Norðvestur-
lan-di og má segja að fiskur sá
- eem þeir afla sé nokkuð stað-
I hundinn þar til hann verður kyn
j þroska og leitar í heita sjóinn
| til hrygningar. Tel ég persónu-
j tega að við verðum að komast
•ð aiþjóðasamkomulagi um frek
•ri friðun þessa hluta stofns-
los, annað bvort með timabund-
inni lokun ákveðinna svæða eða
þá takmörkun á hámarksafla. Ég
tel, að lokun ákveðinna hrygn-
ingarsvæða komi ekki að þeim
notum, sem menn ætla .Sé hins
vegar leyft að sýna fram á með
vísindalegum rökum, að nauðsyn
legt sé að takmarka veiðina á
hrygningarfiskinum, þá álít ég
að raunveruleg skömmtun sé hið
eina, sem til greina kemur og
veiði sé hætt þegar ákveðnu
marki er náð. Nú er það stað-
reynd að yfir 75% af þorskafla
fslendinga fæst á vetrarvertíð og
það þurfa því að vera veigamik-
il rök fyrir hendi, til þess að
við förum að skammta þé veiði.
Nesfndin gerði einnig athugun
á ástan-di ýsu-, ufsa- og karfa-
stofnanna við ísland, en ekki er
tími ti-1 þess að gera þeim at-
hugunum skil að þessu sinni. Þó
vil ég aðeins nefna að ýsustofn-
inn á íslandsmiðum hefur auk-
izrt mjög síðan 1952 og segir
nefndin berum -orðum að þetta
megi þakka lokun þýðingarmik-
illa uppeldisstöðva eins og t.d.
Faxaflóa og má segja að við-
brögð þessa stofns sé veiga-mikil
rök fyrir stefnu íslendinga í frið
unarmálu-m imdanfarin hálfan
annan áratug.
Nefndin telur að ufsastofninn
við fsland sé ekki í hæ-ttu, en
hins vegar er hægt að sýna fram
á, að veiðarnar hafa haft all
veruleg neik-vœð áhrif á karfa-
stofninn á íslandsmiðum."
— Aukafundur
Framhald af bls. 32.
óbreyttar og fara hér á eftir:
„Fundur frystihúsaeigenda
haldinn í Reykjavík 25. febiúar,
1-966, lýsir áhyggjum yfir að
vaxandi verðbólga og mikil eam
keppni um takmarkað vinnuafl
þjóðarinnar hefur leitt til auk-
inna erfiðleika í hiá-efnisöflun og
rekstri hraðfrystihúsanna. Áfram
hald slíkrar þróunar mun fyrir-
sjáanlega leiða til samdráttar í
hraðfrystingu sjávarafurða, þrátt
fyrir það, að markaðir hafa ver-
ið góðir fyrir framleiðsluvörurn
ar.
Forsvars-menn freðfiskiðnaðar-
ins telja það skyldu sína að
vera við, að sú þróun eigi sér
stað i atvinnu- og efnahagsmál-
um, sem kynni að raska reksturs
grundvelli þessarar atvinnugrein
ar. Þrátt fyrir verðbólguþróun
un-danfarinna ára, sem hefur haft
óæskileg áhrif á uppbyggingu
freðfiskiðnaðarins og reksturs-
möguleika þess fiskiflota, sem
sérstaklega sér fyrir hráefnisöfl
un hans, hefur þó að nokkru
leyti tekizt til þessa, vegna hag-
stæðrar markaðsþróunar, aukinn
ar ha-græðingarstarfsemi frysti-
húsanna og ráðstafana hins opin-
bera að afstýra almennum vand-
ræðum hjá fiskiðnaðinum.
Með tilliti til framangreinds og
þess, að útflutningsframleiðslan
er háð erlendum markaðsaðstæð
um á hverjum tíma og hefur þar
af leiðandi takmarkaða mögu-
leika ti-1 að bæta á sig auknum
byrðum, er nauðsynlegt að inn-
lendum framk-væmdum sé jafnan
hagað þannig, að ekki leiði til
röskunar á eðlilegum reksturs-
grundvelli útflptningsframleiðsl-
unnar. Um skeið hefur mikið og
vaxEindi spenna ríkt á almennum
vinnumarkaði, sem þegar hefur
valið fiskiðnaðinum miklum erf-
iðleikum Framkvæmdir í landinu
hafa verið miklar og segja má,
að í ýmsum greinum hafi verið
kapphlaup um vinnuaflið, enda
yfirborganir tíðar hjá þeim, sem
auðveldlega geta velt af sér aukn
um kostnaði út í hið almenna
verðlag. Með tilliti til þeirrar,
aðstöðu, sem útflutningsiðnaður
landsmanna hefur með sam-
keppni á erlendum markaði, lýsir
fundurinn yfir sérstökum ótta
við ráðagerðar stórframkvæmdir
útlendinga í landinu, á sama
tíma, sem landsmenn sjálfir ráð
ast í stærri og meiri raforkufram
kvæmdir, en nokkru sinni fyrr.
Mikilvægt er, að stórframkvæmd
um á ýmsum sviðum verði hagað
með þeim hætti, að ekki verði
aukið á spennu vinnumarkað-sins
eða efnt til óeðlilegrar sam-
keppni við sjávarútveg og fisk
iðnað um íslenzkt vinnuafl, og
er eindregið hvatt tit þess, að
gerðar verði ráðstafanir tii að
afstýra slíkri þróun og forða þar
með fyrirsjáanlegum vandræð-
u-m í útflutningsframleiðslunni
af þeim sökum.
Fundurinn 1-ítur svo á, að frek
ari framleiðslukostnaðarhækk-
anir eða raskist samkeppnisað-
staða freðfiskiðnaðarins af öðr-
um ástæðum, hljóti til þess að
koma, að gengi íslenzku krón-
unnar verði lækkað, eða að grip
ið verði til annarra ráðstafana,
sem hafi hliðstæðar verkanir í
för með sér, útflutningsfram-
leiðslunni í hag.
Til að styrkja núverandi sam
keppnisaðstöðu fiskiðnaðarins,
álítur fundurinn þýðingarmikið,
að lánskjör hans verði bætt til
muna, m.a. með endurskipan
lánamála á þann hátt, að stofnað
ur verði öflugur lánasjóður fyrir
fiskiðnaðinn, sem starfí. samhliða
Fiskveiðasj óði. Fjárfestingarlán,
vegna endurnýjunnar véla,
tækja, húsa, frystiklefa, hagræð
ingar o.þ.h. þarf að stórauka jafn
framt því, sem vextir verði lækk
aðir og lán veitt til mun lengri
tíma, en nú tíðkast.
Þá vill fundurinn leggja á-
herzlu á og telur það rétt-lætis-
kröfu, að með tilkomu nýrra
stórorkuvera og aukinnar raf-
magnsframleiðslu, sitji hrað-
frystiiðnaðarinn við sama borð
og annar orkufrekur iðnaður og
fái raforkuna á lágu og samibæri
legu verði.“
„Fundur frystihúsaeigenda
haldinn í Reykjavík 2S. febrúar,
1966, mótmælir harðlega hækk-
un þeirri á rafmagni til frysti-
iðnaðarins, sem nýlega hefir átt
sér stað sumstaðar og fyrirhug-
uð er annars staðar og nemux
allt að 50%“
JAMES BOND
»*-. Efíir IAN FLEMING
James Boiid
BY IAN FIEMIHB
DRAWtNB BY JQHN MtlUSKY
I nokkrar sekúndur liggur Bond ör-
magna á gólfinu ..... hann rís hægt á
fætur.
J Ú M B Ö
Grindin er rafmögnúð ....! meðhöndlan Dr. No. En ég skal komast
Fyrsti skammtur af sársaukafullri í gegnum þetta op ah! Þetta er betra.™
— Teiknari; J. M O R A
Skipið ruddi sér leið gegnum brotsævi
og hafrót. Að lokum nálgaðist það þann
stað, þar sem hið nauðstadda skip átti
að vera ....... en það var ekkert að sjá.
— Þarna sérðu sjálfur — ég hafði rétt
fyrir mér, sagði skipstjórinn, sem var
enn í vondu skapi. — Hvergi neitt að
sjá.
Júmbó var þrjózkur. Aftur og aftur
beindi hann kíki sínum gegn grásvört-
um sjónum. En hann sá ekkert.
En einmitt ,er hann var að gefa upp
vonina, sá hann eitthvað. — Biðið að-
eins, skipstjóri, hrópaði hann. — Ég held
að þetta hafi ekki verið til einskis.
KVIKSJÁ
—*■
Fróðleiksmolar til gagns og gamans
Unglingar, sem voru frá sér
numdir af hinni nýju hreyf-
ingu í hljómlist, þyrptust til
borganna þar sem þeir gætu
lært af og hlustað á átrúnaðar-
goð sin. „The New Orleans
Rythm Kings“ gerðu fyrstu
hljómplötuna. Upptaka hennar
varð niikili styrkur hinni ört
vaxandi jazzhreyfingu og brátt
slógust plötufyrirtæki um hið
nýjasta og bezta í jazz. Eitt af
þekktustu nöfnum jazzheimsins
er Louis Armstrong. Hann er
fæddur 4. júlí, þegar jazzinn
er að hefja frægðarferil sinn og
hinn ungi Uouis spilaði á
trompet í New Orleans og
Storyville. Hann er ein stærsta
persónan í þróun jazzins. Hann
hefur náð hljóðum úr trompet
inum sínum sem álitið var
ómögulegt að ná. Ferðalög hans
um víða veröld hafa gert hann
að tákni fyrir amerískan jazz.
Ein af fyrstu stóru jazzhljóm
sveitunum var stjóroað af
Fletcher Henderson. Með hon-
um spiluðu gjarnan þeir Louis
Armstrong, Roy Eldridge og
Coleman Hawkins. Henderson
markaði tímamót í jazz vegna
útsendinga sinna, en hann ar
hvað frægastur fyrir þær.