Morgunblaðið - 27.02.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. febrúar 196« Boeing 727 sýkn saka Flugvélin talin fullkomin að gerð Er hún fullkomin, eða þurfa flugmennirnir meiri þjálfun? GEORGE Moore, fram- kvæmdastjóri flughæfnirann- sóknadeildar bandaríska loft- ferðaeftirlitsins, mætti á fundi bandarísku flugmála- stjórnarinnar í Saltvatnsborg I Utah-ríki þriðjudaginn 22. febrúar síðastliðinn og gaf skýrslu um athuganir þær, sem fram hafa farið að und- anförnu á vegum loftferða- eftirlitsins á þotugerðinni Boeing 727. Hann sagði end- urteknar fullnaðarrannsóknir sýna, að þotan væri traust og áreiðanlegt smíði („sound and airworthy“). „Skörpustu sérfræSingar mín- ir og beztu ráðg.jafar gefa mér ekki minnstu ástæðu til þess að ætla, að eitthvað sé athugavert við þessa flugvél", sagði Moore í svari til fulltrúa frá samtökum flugmanna, sem spurði um hugs- anlega ástæðu flúgslyssins við flugvöllinn í Salt Lake City 11. nóvember síðastliðinn, þegar Boeing 727-þota fórst með 43 far þegum. Fundurinn var haldinn í heyranda hljóði fyrir opnum tjöldum. McDonald, fulltrúi flugmann- anna, spurði Moore, hvort ekki væri hugsanlegt, að galli væri á smíði eða gerð þotunnar, þrátt fyrir hinar rækilegu rannsóknir, sem fram hafa farið á þessari þríþotu (,,tri-jet“ = þriggja hreyfla þota). Moore svaraði því til, að „727“ hefði nýlega verið rannsökuð rækilega, meðal annars með margendurteknum og löngum tilraunum, vegna hinna fjögurra slysa, sem orðið hafa. Hann sagði ekkert var- hugavert hafa fundizt við gerð, lögun eða gæði flugvélarinnar, né heldur við almenna flug- hæfni hennar. McDonald tók fram, að samtök flugmanna teldu „727“ ekki lélega flugvél. „Hins vegar erum við áhyggju- fullir af þeirri einföldu ástæðu, að fjórar flugvélar af þessari gerð hafa farizt nýlega hjá þremur flugfélögum í tveimur löndum. I>að er erfitt að trúa því, að það sé alít flugáhöfnun- um að kenna“. Talið er, að „727“-þotan, sem fórst í Cincinnati í nóvember- mánuði síðastliðnum, hafi hrap- að í lendingu vegna þess, að nógur vélakraftur fékkst ekki á seinustu stundu, eftir að flugið hafði verið lækkað mjög ört (sink-rate“). Flugmaðurinn ber, að vélarnar hafi ekki tekið við sér nægilega fljótt, þegar hann reyndi að fá meiri kraft rétt fyrir lendinguna. Tvær flugþernur og nokkrir þeirra 48 farþega, sem af kom- ust, hata þegar verið leidd sem vitni. Einn farþeganna, sem er slökkviliðsmaður að atvinnu, telur, að stærra og betra hand- slökkvitæki en- það, sem notað var, hefði getað tafið útbreiðslu elds og reykjar í vélinni um 30 sekúndur, og þar með hefðu fleiri getað bjargað sér úr brenn andi flugvélarflakinu en raun bar vitni. 49 farþegar brunnu til bana eða köfnuðu í eld- og reyk- hafinu, þegar þeir reyndu að troðast út úr flugvélarbúknum. Tveir þeirra, sem út komust, lét- ust síðar. , ★ Bandarísk blöð og timarlt hafa fjallað injög rækilega in rann- •óknir þær, er fram hafa farið á Boeing 727. Hér fer á eftir endursögn á ummælum þeirra. ★ Hinar glæsilegu og fullkomnu þotur af gerðinni Boeing 727 voru í notkun í heilt ár, án þess að nokkuð kæmi fyrir, og flug- menn áttu varla nógu sterk orð til þess að hrósa hæfni þeirra. Síðustu sex mánuðina hafa þær fjórum sinnum lent í hræðileg- um slysum. Slysin urðu öll í aðflugi fyrir lendingu. 264 far- þegar og áhafnarmenn hafa far- izt. Hvers vegna? Bandaríska loftferðaeftirlitið kvaddi til ráðstefnu í Washing- tonborg fyrir nokkrum dögum, þar sem reynt var að komast að því hvar hætta væri á ferð- um í sambandi við stjórn Boeing 727. Loftferðaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu, að útilokað væri, að gerð vélarinn- ar eða flughæfileikar ættu sök á slysunum. Engir gallar eða erfiðleikar í sambandi við flug- ið hafa komið í ljós. Enn er unnið að rannsóknum á þeim hlutum flugvélanna, sem náðst hafa á slysstöðunum (Michigan- vatn í ágúst 1965, Saltvatnsborg í nóvember 1965, Cincinnati í nóvember 1965 og Tókíóflói í febrúar 1966), en ekkert hefur komið í ljós, sem bendir til skemmda, er orðið hafa í að- fluginu. Hins vegar er ekki hægt að ganga fram hjá því, að of hæg atburðarás við stjórn flugvélar- innar sé völd að slysunum. Tæk- in í stjórnklefanum eru svo hár- nákvæm, að einnar sekúndu hik getur orðið örlagaríkt, þegar um svo aflmiklar vélar er að ræða, og skiptin frá vélrænni stjórn sjálfstýritækja til stjórnar mannsheila og handa verða að vera leiftursnögg í lendingu. Samtal, sem fram fór í stjórn- klefa vélarinnar, er fórst við Salt Lake City, styður þá til- gátu. Þegar þrjár mílur voru eftir til þess staðar, þar sem þotan átti að snerta jörð, sagði fyrsti aðstoðarflugmaður: „Kap- teinn, við lækkum flugið mjög ört og erum að verða heldur hægfara, svo að ég ætla að auka vélaraflið dálítið“. Flugstjórinn ýtti hendi aðstoðarflugmannsins frá stjórntækjunum og sagði: „Bíddu aðeins, — ég skal gera það“. Hann herti á flugkraftin- um og jók hraðann, — en einum of seint. Flugvélin lækkaði flug- ið svo liratt, að hún hraoaði næstum því, og skall síðan þungt og harkalega niður á litlum fleti. Eldur gaus upp í þotunni, og 43 menn létu lífið. Svo virðist sem flugmaður- inn hafi ekki dregið úr lækkun- arhraðanum („rate of descent“ eða „sink rate“) fyrr en um sein an, svo að hann gat ekki stjórn- að lendingunni nákvæmlega. Eftir er að kanna vandlega, hvort hann hafi getað haft ein- hverjar ástæður til þess að fresta því að draga úr lækkun- arhraðanum, en fulltrúar félags flugmanna hafa ekki mótmælt því enn, að þetta geti verið orsök slyssins, hvort sem um mistök flugmannsins er að ræða eða ósjálfráðan seinagang við stjórn tækjanna. Til þess að nýtízku þotur geti verið sem lengst á miklum hraða í háloftunum á löngum flugleiðum og sparað þannig dýr mætan flugtíma og brennslu- efni, eru þær þannig úr garði gerðar, að þær geti lækkað flug- ið mjög ört. Með því móti fljúga þær afar hátt mestan hluta flug- leiðarinnar, en þurfa ekki að draga úr hraða og nálgast jörð fyrr en „tiltölulega nálægt“ lend ingarstað. Samt er ekki lent með því móti, að þotan sé skrúfuð niður með miklum halla, heldur er flogið að lendingarstað með löngum skáhalla, með því að draga jafnt og þétt úr hraðan- um og nota loftstraumskljúfa („lift spoilers“) á vængjunum. Á fjögurra hreyfla þotum er venjan að lækka flugið um 700 fet á mínútu, en á hinum nýju, þriggja hreyfla þotum af gerð- inni Boeing 727, sem hafa minna vænghaf og eru með tálmandi hindrunarvængi („low-drag wings“), er flugið lækkað um 2.500 fet á mínútu, — og far- þegarnir verða þess varla varir, að vélin er að lenda. Þegar „727“ er komin niður í u. þ. b. 5.000 feta hæð, verður samt sem áður að minnka lækk- unarhraðann í 600 til 1.200 fet á mínútu. Flugmaðurinn gerir það með því að auka vélaraflið, en vélarnar auka kraftinn ekki fyrr en 6 — 8 sekúndum eftir að flugmaðurinn gefur stjórn- tækjunum merki um það. Að auki þarf „727“ 30% meira afl til þess að draga úr lækkunar- hraðanum en Boeing-þotur af eldri gerð. Þetta veit sérhver þotuflug- maður, fræðilega séð a. m. k. Spurningin er, hvort hann getur gert sér ljóst, eða hefur tíma til að gera sér ljóst, hver hætta honum kann að vera búin, þegar hann er enn í einnar mílu hæð. Einn sérfræðineanna hefur komizt svo að orði: „Vandamálið getur verið skilningsskortur á þvi, að sekúndu töf á samleik stjórntækjanna í lendingu getur ráðið tafli lífs og dauða. Hefði flugmaðurinn í slysinu við Salt- vatnsborg gefið merki um hraða aukningu tíu sekúndum fyrr, hefði ekkert slys orðið. Ef flug- maðurinn gefur hæðarmælinum ekki nánar gætur, eykur hann vélaraflið of seint, — og það virðist hafa verið orsök slyssins í Cincinati". Erfitt er að rekja nákvæm- lega atburðarásina í stjórnklef- unum fyrir slysin, því að sex af átta flugstjórum og aðstoðar- flugmönnum fórust í slysunum fjórum. Öll urðu slysin að næt- urþeli, þegar örðugt er að dæma um hæðina með eigin augum. Eitt slysanna varð yfir vatni og annað yfir sjó, svo að engin vitni eru að atburðunum af jörðu og erfitt að safna sönn- unargögnum úr vélunum. í öll skiptin fjögur fylgdu stjórnend- ur flugvélanna sjónlendingar- reglum en ekki tækjalendingar- reglum. Sérfræðingar um flugmál, sem reyna að gera sér í hugarlund, hverjar kringumstæður hafi leitt til slysanna fjögurra, segja sem svo: — Flugmaðurinn rýnir framundan sér og reynir að koma auga á jörðu, svo að hann hættir að fylgjast með stjórn- borðinu eitt andartak, — hann er hálf-svæfður af hinni hægu og mjúku ferð flugvélarinnar niður á við, — hann er orðinn of seinn, er á eftir áætlun og lækkar vélin of ört til þess að vinna upp tapaðan tíma .... Blaðafulltrúi bandaríska loft- ferðaeftirlitsins hefur þegar látið svo ummælt við fulltrúa flugfélaeanna, að ekki verði annað séð en Boeing 727 stand- ist allar kröfur og sé í flokki fullkomnustu flugvéla, sem smíðaðar hafa verið. Hins vegar þurfi að leggja meiri áherzlu á það í þjálfun þotuflugmanna í framtíðinni, að þeir séu vökulli, athugulli, skarpari í hugsun og betur á verði í stjórnklefanum. „Samræma • þarf skynsamlegan lækkunarhraða í aðflugi og ná- kvæmt eftirlit flugmannsins með mælaborðinu, öllum stjórntækj- um, aðgát að því, hvort aðrar flugvélar séu í grennd, og at- hugun hans á afstöðu flugbraut- arljósa". Ekki verður annað séð en flugslysið í Tókíóflóa stafi af því, að flugmaðurinn hafi rugl- azt í ríminu, vegna þess að hann hafði um of margt að hugsa í senn, eða hann hafi orðið utan við sig og gleymt að aðgæta viss atriði í tæka tíð. Flugmað- urinn var varaður við annarri flugvél í nágrenninu, meðan hann var í aðflugi. Mínútu síð- ar var honum sagt að fylgjast með lendingarljósum hinnar flugvélarinnar. Hann svaraði flugturninum ekki. Nokkrum sekúndum síðar fórst vélin með 133 manns, áhöfn og farþegum. Aldrei hafa fleiri farizt með einni flugvél í sögu farþega- flugs. Loftfeiðaeftirlitið bandaríska hefur ekki enn gefið út neinar leiðbeiningar til flugfélaganna, sem nota „727“, en hins vegar hefur það sent frá sér svokölluð tilmæli eða „uppástungur“. Vera má, að loftferðaeftirlitið mæli með því, að flugmennirnir fái lengri og betri þjálfun. Eftir- litið hefur einnig í athugun, hvort ekki beri að skylda flug- félögin til þess að koma ratsjár- hæðarmælum fyrir í þotunum, sem mæla hæð vélarinnar frá jörðu jafnharðan og iáta horn gjalla eða bjöllu klingja við hver 500 fet, sem þotan lækkar sig á hættutímabilinu fyrir lend ingu. Fleira kemur til greina en aukin sundurgreining og ná- kvæmara eftirlit með atburða- rásinni í flugstjórnarklefanum. Flugfélögin keppast við að eign- ast sem allra fullkomnastar og hagkvæmastar þotur, en með því að afhenda flugmönnum s*n- um meistarastykki og völundar- smíði á borð við Boeing 727, hafa flugmennirnir fengið vél í hendur, sem getur við sérstakan og leifturhraðan samleik að- stæðna og atburða flogið út úr höndunum á þeim. 1 framtíð- inni verður að gera ráð fyrir enn hraðfleygari þotum, — farþega- þotum, sem fljúga með meiri hraða en hljóðið fer —, og lær- dómurinn, sem draga má af þessu, er gömul lexía: Tengsl og samleikur manns og vélar er og verður mikilvægasta atriðið í gerð flugvéla. Hafnarverka- menn mótmæla New York, 25. febrúar. — NTB UM 500 hafnarverkamenn í New York fóru í dag í kröfugöngu um bryggju, sem farþegaskip Cun- ard skipaféll brezka, „Queen ard skipafél. brezka, „Queen Mary“ liggur við. Mótmæltu verkamennirnir því, að brezk skip sigldu til hafna í Norður- Vietnam. Formaður samtaka hafnarverkamanna, Thomas Gleason, varaði við því fyrir nokkrum dögum, að hafnarverka menn myndu ekki afgreiða skip, sem vitað væri að kæmu við í höfnum í N-Vietnam. — Verka- mennirnir hættu mótmælagöngu sinni í dag eftir að fulltrúi Cun- ard hafði skýrt frá því, að engin skipa félagsins sigldu til Norð- ur-Vietnam. Agætur afli Akranesbáta Akranesi, 25. febrúar. 5800 TUNNUM af loðnu hefur verið landað hér síðan í gær- kveldi. í morgun landaði Har- aldur 1850 tunnum, og Höfrung- ur III. landaði í gærkveldi 1550 tunnum. Höfrungur III. er kom- inn aftur í dag með 1100 tunnur, og Skírnir landaði í dag 1300 tunnum af loðnu. Þorskanetabátar lönduðu hér í gærkveldi. Afla'hæstur var Ól- afur Sigurðsson með 16 tonn, Sigurfari hafði 13 tonn, Anna 10, Haförn rúm 8, Rán 8, Keilir 7 tx>nn og Reynir 5 tonn. — Oddur. Boeing 727

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.