Morgunblaðið - 27.02.1966, Blaðsíða 4
4
MORCUNBLAÐID
Sunnudagur 27. feb'r'úar 1966
Volkswagen 1965 og ’66.
W——"BlLA.LEIGAN
rALUR P
#■
ðt'l
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
bílalbigam
FERÐ
Daggjald kr. 300
— pr. km kr. 3.
SÍMI 34406
SENDUM
LITL A
bíloleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
BIFR.EIÐALEIGAN
VAKUR
Sundlaugav. 12.
Daggjald kr. 300,00
og kr. 3,00 pr. km.
Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
ÍVIAGIMUSAR
SKIPHOLTI21 símar 21190
eftir lokun slmi 40381
Stefnuljósablikkarar
í úrvali.
Varahlutaverzlun
Jók. Ólafsson & Co.
Brautarholti l
Sími 1-19-84.
Nýkomin sending af
rafhlöðum fyrir Transistor
útvarpstækin.
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Lágmúla 9. — Sími 38820
Dali í ræsinu
Frásögn sú, sem birtist
hér í blaðinu á föstudaginn —
af Salvador Dali í skolpræs-
inu — er ein skemmtilegasta
fréttin, sem ég hef lengi lesið.
Meistari Dali fór niður í ræsi
á milli 36. og 41. götu á Man-
hattan, 20 metra niður í jörð-
ina. Á leiðinni eftir ræsinu
nam hann staðar á moldarbing,
fór úr bomsu, skó og sokki, en
þénustusamur samferðamaður
(eins og það var orðað) tók
mjólkurhyrnu og hellti úr
henni yfir beran fót lista-
mannsins. „Ekki var mjólkinni
spillt, heldur var höfð postu-
línsskál undir. Dali tók síðan
skálina og hellti úr henni og
horfði á hvítleika mjólkurinn-
ar bandast svartri leðjunni.
„Þetta var skýrn skolpræsis-
ins“, sagði hann.
Eftir þessa ferð í undirdj'úp-
in lýsti hann því yfir, að hann
væri mjög ánægður með skolp-
ræsið — en hvort hann ætlaði
að fara aðra slíka ferð? „Dali
endurtekur aldrei neitt“, sagði
hann — og þar með var leik-
urinn á enda.
Ég rek þetta hérna vegna
þess, að mörgum hefur sjálf-
sagt sézt yfir þessa frétt. Upp
á öllum fjandanum geta menn
tekið — og engin takmörk eru
fyrir því sem Salvador Dali
lætur sér detta í hug, enda hef
ur hann ekki hlotið heims-
frægð fyrir að apa eftir öðrum.
Þegar framkvæmdasemi fer
með hugkvæmninni er fjand-
inn laus — en, þegar brellurn-
ar og uppátækin eru jafnsak-
laus og hjá Dali — þá njóta
allir þeirra. Það er alltaf gam-
an að mönnum á borð við
Dali, — mönnum, sem aldrei
fara troðnar slóðir, eru sívirk-
ir, en endurtaka þó aldrei neitt,
eins og Dali segir. Til þess
þarf meira en litið frjóan hug.
-Ar A föstu kaupi
Kona nokkur í vestur-
bænum hringdi og kvartaði
yfir kuldabola. Sagði hún, að
boli þessi hefði verið stöðugur
gestur að undanförnu — og
hitaveitan virtist ekki megna
að reka hann á dyr. Hitaveitan
hefði þrátt fyrir það sent reikn
ing vegna þjónustu sinnar —
og hefði hann verið greiddur.
Næst sagðist konan ætla að
vísa innheimtumönnum hita-
veitunnar beint á kuldabola.
Hann væri ekki of góður til
þess að taka þátt í kostnaðin-
um af heimilisrekstrinum —
og í rauninni ætti hitaveitan
að greiða húsráðendum fyrir
að hýsa þennan alræmda gest.
Vaknar þá óhjákvæmilega
sú spurning, hvort kuldaboli
ætti ekki að vera á kaupi hjá
hitaveitunni?
* Verkfall? -
Allt virðist benda til
þess, að verzlunarmenn taki
sér smáhvíld frá störfum í lok
þessarar viku. Hingað til hefur
a.m.k. slitnað upp úr öllum
samningaviðræðum þeirra við
atvinnurekendur — og nú boða
þeir þriggja daga verkfall til
þess að leggja áiherzlu á kröf-
ur sínar.
Ekki veit ég í hverju kröfurn
ar eru einkum fólgnar, en fólk
ætti að fylgjast með þróun þess
ara mála og birgja sig upp, ef
til verkfalls kemur á fimmtu-
daginn.
^ Málamiðlun
æskileg
Samkvæmt frétt í blaðinu í
gær er fólk í Mýrdal ekki nógu
ánægt með útvarpið okkar.
Sambandið er skrykkjótt og
verður einkum vart við truflan
ir, þegar útvarpað er söng eða
hljómlist. Mýrdalsmenn eru
þeirrar skoðunar, að truflanir
hafi komizt inn í útvarpjð, þeg-
ar nýi sendirinn á Eiðum var
tekinn í notkun. Á Austfjörð-
um er líka kvartað yfir því, að
Eiðasendirinn trufli erlendu út
varpsstöðvarnar — en áður
trufluðu erlendu stöðvarnar
Reykj a víkurútvarpið.
Ekki ætti að vera ógerningur
að finna einhverja málamiðl-
un — t.d. að fara meðalveginn
og hafa þessa truflunarstöð
ekki í gangi nema hálfan sól-
arhringinn.
^ Ella Fitzgerald
Ella Fitzgerald er komin.
Blaðamennirnir sögðu ,að hún
hefði ekki verið upplitsdjörf við
komuna, mjög þreytt eftir
langt ferðalag og ekki ákaflega
hrifin að löngum blaðaviðtöl-
um. En væntanlega verður hún
hress að vanda, þegar að hljóm
leikunum kemur.
Ég hef heyrt allmarga fa-
lendinga segja frá hljómleikum
hennar í Tívolí í Kaupmanna-
höfn, en þar hefur hún oft
sungið. Hefur söngur hennar
þar sem annars staðar vakið
slíka hrifningu, að allt ætlaði
af göflunum að ganga. Það er
ekki á hverjum degi, að þvílíkt
fólk ber að gvði.
-jbr Ný tækni
Ég sá það í erlendu blaði,
að „sjónvarps-síminn“ er nú að
ryðja sér til rúms í Bandaríkj-
unum. Undanfarið hafa tilraun-
ir verið gerðar með símann á
ýmsum sviðum og hefur árang
urinn orðið mjög góður. Hér
er sem sé um að ræða talsíma,
sem ekki flytur aðeins talað
mál, heldur einnig mynd
þeirr?, sem talast við — þannig
að þeir horfa hvor framan í
annan — og símaviðtalið verð-
ur þar af leiðandi langtum nán
ara.
Fyrir almenning er þetta
skemmtileg nýjung, en ekki
jafnnytsöm og hún getur verið
— og verður í margs konar
viðskiptum og viðræðum á því
sviði. Þegar „sjónvarps-sím-
inn“ verður almennt kominn í
notkun þurfa verzlunarfyrir-
tæki t.d. ekki að senda sölu-
menn út um allar trissur til
þess að selja smávarning, því
að þa nægir að hringja í vænt
anlega viðskiptavini og sýna
þeim vöruna í símanum. —
Fyrirtæki hafa þegar ráðið tE
sín starfsfólk „í gegnum“ sjón-
varps-símann og sparaði það
bæði tíma og fyrirhöfn, því
umsækjendur hefðu að öðrum
kosti þurft að koma til viðtals
á skrifstofu umrædds fyrirtæk-
is. Venjulegt símtal nægði ekki
en sjónvarps-símtal var full-
nægjandi.
Með aðstoð þessa nýja tækis
er líka hægt að koma ýmsum
leiðbeiningum og upplýsingum
áleiðis, leiðbeiningum, sem
ekki er hægt að veita í venju-
legu símtali — en krefjast út-
skýringa með myndum o.s.frv.
Þótt þetta nýja tæki hafi
fyrst og fremst gildi í við-
skiptum verður það ánægjuleg
nýjung fyrir allan almenning.
En sennilega er of snemmt að
tala um sjónvarps-síma hér á
íslandi — a.m.k. á meðan ekki
er hægt að fullnægja óskum
um nýja síma af „gömlu“ gerð-
inni.
Leigubílar
Og hér kemur loks eitt bréf:
„Kæri Velvakandi!
í þættinum „1 vikulokin" 29.
jan. síðastliðinn ræddi Jónas
Jónasson meðal annars við
leigubílstjóra. Kom þar fram,
það sem reyndar var löngu vit-
að, að ríkisvaldið ívilnast leigu
bílstjórum um kaup á bifreið-
um til leiguaksturs. í þessu til-
viki kr. 80 þúsund. Ekki veit
ég hvort þessi ívilnun er eitt-
hvað í hlutfall við kaupverð
bifreiðarinnar eða hvort hér er
um lögákveðinn afslátt að ræða
án tillits til stærðar og verðs
þeirrar tegundar, sem fyrir val-
inu verður hverju sinni.
Mér skildist einng á samtal-
inu, að eftir tvö eða þrjú ár
ættu leigúbílstjórar þess kost
að endurnýja bifreið sína með
sama afslætti. „Þá er bifreiðin
í mjög góðu standi og mikils
virði“, skaut leigubílstjórinn
inn í, auðheyrt að þá var talað
til væntanlegs kaupanda. „Við
þurfum samt að borga mikla
tolla og skatta“, sagði leigubíl-
stjórinn, benzín er dýrt, vara-
hlutir og gjúmmí dýr, vinnu-
stund á verkstæði á annað
hundrað krónur, og svo fram-
vegis.“ f
Nú langar mig að spyrja:
Hvers vegna þessar gjafir til
leigubílstjóra umfram aðra bíla
kaupendur?
Til dæmis vörubifreiðastjóra?
Eru leigubílar til fólksflutn-
inga nauðsynlegri heldur en
vörubílar, sem vinna að fram-
leiðslu og allskonar uppbygg-
ingu í þjóðfélaginu? Þeir
borga líka dýr gúmmí, dýra
varahluti, dýrar vinnustundir á
verkstæðum, dýrt benzín eða
þungaskatt, ef um díeselvélar
er að ræða, og hvað um alla
aðra sem bíla eiga og engan
frádrátt fá á skattaframtali fyr
ir reksturskostnaði bifreiða
sinna. Borga þeir ekki mest 1
ríkissjóðinn?
Hvers vegna ekki að láta alla
sæta sömu kjörum um bdla-
kaup?
Leigubílar eru til notkunar
aldýrustu bílar, þrátt fyrir 80
þúsundin, sem „ríkið“ gefur
þeim.
Mitt álit er, að ef leigubíla-
akstur ekki borgar sig (sem
engum dettur í hug). Þá megi
þeim fækka, svo þeir fari að
bera sig. Alltaf vantar fólk til
framleiðslustarfa. Þangað gæti
eitthvað af leigubílstjórunum
farið. Væri það að míniu áliti
hagkvæmara, heldur en láta þá
halda áfram að sitja á ríkis-
framfæri í sínum dýru bílum.
H. S.
Árshátíð hestamanna
Hestamannafélögin Sörli í Hafnarfirði og Andvarl
Garðahreppi halda sameiginlega árshátíð föstudag-
inn 4. marz n.k., og hefst hún kl. 8.30 í samkomu-
húsinu á Garðaholti. — Kalt borð.
Þátttaka tilkynnist fyrir þriðjudagskvöld 1. marz
í Bókabúð Böðvars eða verzlunina Garðakjör. —
Aðgöngumiðar eru afhentir á sömu stöðum.
NEFNDIN.
Skrifstofustúlka
Stúlka óskast til símavörzlu o. fl.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Ræsir hf
Skúlagötu 59.
Verzlunarhúsnæði
Nýtízku verzlunarhúsnæði við Laugaveg til leigu.
Stærð um 250 ferm. Hentugt fyrir sérverzlun eða
deildir. Tilbúið til notkunar síðari hluta þ. á.
Þeir sem áhuga hefðu leggi nöfn sín inn á afgr.
blaðsins m'erkt: „Verzlunarhúsnæði — 8378‘.