Morgunblaðið - 27.02.1966, Blaðsíða 28
*
0
28
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. febrúar 1966
Kringum
hálfan
hnöttinn
Eins ©g áður, var þema í
komona send að borðinu þeirra.
— Ég veit nú ekki um þig,
Olothiide, en sjálfur gæti ég
ekki kornið niður matar'bita.
Eiguim við ekki bara að hafa
það kampavín?
— Þetta var lfka óskapleg mál
tíð á hinum staðnum, sagði Olot
hilde.
Þjónn kom með kampavínið >g
stúlkan fyllti glösin þeirra í
stutta hléinu áður en skemmti-
atriðin áttu að byrja. Eins og
flesir Japanir í svona þjónustu,
talaði hún ssemilega ensku, og
var iðin að spyrja þau ýmis-
legs, meðaj. annars, hve lengi
þau hefðu verið í Japan, og
hvernig þau kynnu við sig hér.
Clothilde hafði ekki nema
rétt bragðað á sake, á hinum
staðnum og henni fannst kampa
vínið hressandi. Sýningin hófst
nú og þar voru eingöngu fyTsta
flokks allþjóðlegir listamenn, sem
þar komu fram. Kórinn var ein-
göngu japanskar stúlkur, býsna
fálkæddar, en þær dönsuðu dá-
samlega vel og af miklu öryggi.
Á eftir var almennur dans.
i>au fóru út á dansgólfið. Gary
lagði arminn utan um hana og
þau fóm atf stað. Nú fór um
hana sami sælustraumurinn og
orðum þegar þau dönsuðu sam-
an í london, enda þótt nú væri
hann enn sterkari. Það kynni að
vera vegna allra þeirra geðs-
hræringa, sem hún hafði orðið
fyrir í seinni tíð, en armur henn-
ar lagðist utan um hann, rétt
eins og hún ætlaði ekki að geta
sleppt honum aftur. Hún þrýsti
sér fast upp að honum. Hlún var
ennþá ástfangnari af bonum nú
en þegar þau skildust í London.
Hún gaf frá sér afurMtið and-
varp.
Hann spurði snöggt: — Er
eittíhvað að þér, Clotíhilde?
Hún brosti, og það voru ófall-
in tár í augum hennar. — Nei,
en mér fannst bara sem snöggv
ast, að ég væri hamingjusöm.
— Varstu raunverulega ham-
ingjusöm, Clotíhilde? Hann tal-
aði iágt og röddin skalf ofurUtið.
— Ef þú ert hamingjusöm, þá
er ég það líka.
Það var rétt skömimu síðar, að
hún tók eftir stórum hóp við eitt
borðið við dansgólfið. Líklega
hefði hún alls ekki tekið eftir
þessu fólki, hefði hún ekki þekkt
manninn, sem sat við borðsend-
ann. Hún hafði ekki hitt Iehiro
Kulo nema tvisvar, en það var
ekki um að villast, að þarna var
hann, þrekvaxinn, með hæruskot
ið hár og Mongólasvipinn. Hún
hefði þekkt hann hvar sem var.
□---*---------------------—□
31
□----------------------------□
Og auk þess hafði hún hugsað
svo mikið um hann í seinni tíð.
Átti hann sök á hvarfi Kens og
ef til vill dauða hans? Og morði
Araos? Það var illa hsegt að
hugsa sér annað eins, að sjá
hann þarna við borðendann, sem
hinn glaða gestgjafa.
— Hvað gengur að þér, Clot-
hilde? spurði Gary. Og svo bætti
hann við, hálfbrosandi: — Þú
varst með mér fyrir andartaki,
en nú ertu farin frá mér aftur.
— Idhiro Kulo, sagði hún. —
Ég hef minnzt á hann við þig.
Hann jánkaði því. — Það er
forstjórinn í leikfangaverzlun-
inni, þar sem hann faðir þinn
vinnur, er ekki svo?
— Þar sem hann vann. Hann
er búinn að fá uppsögn. Hr.
Kudo hefur þegar selt fyrirtæk
ið, og þeir, sem við tóku, þurfa
pabba ekki við.
— Það var leiðinlegt að heyra.
Það var meðaumkun í röddinni.
— Já, víst er það leiðinlegt. —
Það er illa farið, þegar maður
eins og pabbi missir atvinnuna.
Það er ekki mikla atvinnu að
hafa fyrir mann, sem kominn er
yfir fertugt. En ég get ekki að
því gert, að mér finnst það grun
samlegt, að Kudo skyldi selja
fyrirtækið svona snögglega, og
svona strax eftir að Ken kom
hinigað og fór að forvitnast um
það.
— Það þarf ekki að standa í
neinu sambandi hvort við ann-
að — en hugsanlegt væri það
nú samt, sagði Gary og hleypti
brúnum. — En ég hefði mestu
löngun til að kynnast þessum hr.
Kudo.
— Já, því ekki það. Ég get vel
farið til hans og svo kynnt ykk-
ur. Hann var þó alltaf húsbóndi
pabba og ekkert missætti milli
þeirra. Og meira að segja kom
hann gagngert heim til okkar,
eftir að ég var nýkomin, til þess
að bjóða mig velkomna til
Japan.
— Gott og vel, kynntu mig fyr
ir honum þá, sagði Gary. — Mér
er eins farið og þér, að mig grun
ar, að hann hafi átt einhvern
þátt í hvarfi Kens, og eins í
morðinu á litla japanska skrif
stofumanninum. Þú heldur, að
það hafi verið nafnið hans, sem
hann var að nefna, þegar hann
var í andarslitrunum?
Hún jánkaði því og það fór um
hana hrollur. Hún þrýsti and-
litinu upp að brjósti hans.
— Æ, elskan mín, fyrirgefðu,
að ég skuli vera að koma þér
úr jafnvægi. Hann þrýsti henni
fastar að sér og þau dönsuðu
áfram. — En við verðum að kom
ast að sannleikanum í þessu
máli. Bara ég vissi, hvað litli
skrifarinn sagði Ken? Hefði
Ken bara sagt þér frá þvá.
Ken var mjög æstur og kát-
ur, daginn sem við fórum til
Yofcohama, sagði hún, — rétt
eins og hann væri í þann veg-
inn að gera einhverja merkilega
uppgötvun. Við ætluðum að
borða saman hádegisverð á eftir.
Og ég býst við, að þá hafi hann
ætlað að segja mér frá öllu
saman.
— Þú heldur ekki, að hann
hafi búizt við að ana út í ein-
hverja hættu.
Hún hristi höfuðið. — Það
held ég ekki.
— Ken var nú alltaf bjart-
sýnismaður, sagði hann. — Og
það var einmitt þessi fyrirlitn-
ing hans á allri hættu, sem gerði
hann að einum bezta njósnara
okkar. En stundum óskaði ég nú
samt, að hann vildi fara sér
varlegar. Og ég var að vona, að
þú gætir orðið svoMtill hemiU
á hann, Clothilde.
Hún andvarpaði og leit nið-
ur fyrir sig. — Mér þykir af-
skaplega fyrir þessu, Gary.
— Það var á engan hátt þér
að kenna. — En........... bætti
hann við einbeittlega: — Ég
hlakka til að kynnast hr. Idhiro
Kudo.
19. kafli.
Clothilde leit aftur yfir að
iborðinu, en á síðustu mínú’tun-
um hafði Kudo farið með eina
konuna í dansinn. Loksins kom
(hún auga á þau á dansgólfinu.
— Hr. Kudo er að dansa
þarna rétt hjá hljómsveitinni.
Ef við dönsum skammt frá hon-
um, get ég kynnt ykkur þegar
tónlistin þagnar.
Gary kom þvá þannig fyrir
með lagni, að þau voru rétt hjá
Kudo. þegar hljóðfæraleikararn
ir lögðu frá sér hljóðfæri sín.
— Hr. Kudo! Hún snerti við
armi hans. — Má ég kynna yður
einum vini mínum? Hann er al-
veg nýkominn frá Englandi. Það
er hinn rnesti heiður að kynnast
vinum yðar, ungfrú Everett,
sagði Kudo.
Gary sagði Kudo, að hann
væri hér í stuttu fríi. Hann hefði
heyrt látið svo mikið af allri
fegurðinni í Japan, að hann
hefði langað til að sjá landið
með eigin augum.
Hr. Kudo bauð þeim að koma
að borðinu sínu og kynnast vin-
um sánuim.
Gary tók boðinu fyrir þeirra
beggja hönd, feginsamlega. Clot-
hilde sat við hMðina á Kudo,
en Gary hinumegin við hann,
og svo kom meira kampavín á
borðið.
Einn gestanna stóð upp úr sæti
sínu og mæli á ensku, um leið
og hann lyfti glasi sánu: — Vin-
ir þínir vilja óska þér góðrar
ferðar til Suður-Ameríku, Kudo.
Við vonum, að för þán þangað
verði árangursrík.
— Svo að þér eruð á förum
til Suður-Ameríku, hr. Kudo?
sagði Clothilde.
Hann brosti ofurMtið, en það
var uppgerðarbros. — Já, ég
er að taka mér frí, _ sem hefur
dregizt alltof lengi. Ég er á för
um til Argentínu og það kann að
yera, að ég dvelji þar eitthvað.
Ég er ekkill, eins og þér vitið
Mklega, ungfrú Everett. Þér vitið
sjálfsagt Mka, að ég hef selt fyr-
irtækið mitt. Og þá er ég ekki
við neitt bundinn lengur hér í
Japan. Og mig hefur lengi lang-
að til að sjá eitthvað af heirn-
inum.
— Þér selduð fyrirtækið yðar
nokkuð snögglega, hr. Kudo,
sagði Clothilde.
— Já, yður og flestum þjón-
um mínum kann að hafa þótt
það vera snögglega, en það hefur
verið undirtbúningi hjá mér um
langt skeið. Og mér þykir leitt,
að það skyldi hafa það í för
með sér, að faðir yðar missti
atvinnuna.
— Yður hlýtur ltka að þykja
leitt, að Arao Hosoya skyldi vera
myrtur? sagði Clothilde lágt.
Hann hrökk ofurMtið við og
hleypti brúnum. — Að sjálfsögðu
þykir mér það leitt. Hann var
mjög fær skrifstofumaður.
— En þér sögðuð honum
samt upp áður en fyrirtækið var
selt, hr. Kudo? Hún vissi vel,
að þarna var hún að komast inn
á hættusvæði. Hún átti ekkert
með að vera að spyrja hann
svona spjörunum úr. En hún var
aðeins að fara eftir hugboði.
Það var einis og hann hrykki
hálfgert við. — Ef þér viljið
vita allan sannleikann í mál-
inu, þá var mig um nokkurt
skeið farið að gruna, að hann
væri ekki sem heiðarlegastur.
— En þér höfðuð engar sann-
anir, var það?
Hann leit á hana og augna-
ráðið var fjandsamlegt. — Hvað
kemur allt þetta yður við, ung-
frú Everett?
— Ég fann hr. Hosoya rétt eft
ir að hann hafði verið rekinn i
gegn. Og ég fór að velta þvf
fyrir mér, hvort uppsögn hans
og morðið á honum stæði í
nokfcru samlbandi, hrvort við ann-
að.
— Ég get nú ekkert samband
eéð þar í milM, svaraði Kudo
lágt og reiðilega. Þér eruð vænt-
anlega ekki að gefa í skyn ,að
ég hafi átt einhvern þátt í dauða
hans, ungfiú Everett? Augun
leiftruðu og röddin var reiðileg,
en jafnframt fannst henni eins
og maðurinn væri sjálfur hrædd
ur.
Henni þótti varlegast að fara
ekki lengra. En annað hvort hef
ur það verið kampavinið, sem
hún hafði drufckið eða þá tillit-
ið til síns eigin öryggis, sem kom
henni_ til að halda áfram:
— Ég er ekki að segja, að þér
hafið átt neinn þátt í því, hr.
Kudo........en......Hann sagði
nokkuð einkennilegt, rétt áður
en hann dó.
— Sagði Arao eitthvað áður
en hann dó? Röddin var skræk
og fölsk, og það var eins og
hann ætti bágt með að koma
frá sér orðunum. — Þetta var
merkilegt. Og hvað sagði hann?
— Það get ég ekki sagt yður.
Bf ég segi það nokbrum, vœri
það helzt lögreglunni.
— Hann svaraði hvasst og
næstum of hvasst: — Þér eruð
væntanlega ekki búin að segja
lögreglunni það?
— Við sjáum nú til, hr. Kudo
Hún sá, að hann leit til henn-
ar fjandsamlegum augum. En
eins og fyrr byiggðist þesisi f jand
semi hans á ótta. Hann vildi fá
að vita, hversu mikið hún vissi
og hversu hættuleg hún værL
Þögnin hjá þeim var óþægl-
legt og vandræðaleg. Gary hlaut
að hafa tékið eftir þessu, þvl1
að nú bauð hann henni upp í
dans.
— Verið þér nú sælir og góða
ferð, hr. Kudo, sagði hún.
Hann hneigði sig stíft og form
lega. — Sælar, ungfrú Everett.
Ltsala! IJtsala!
Á mánudagsmorgun hefst útsala sem
stendur aðeins 3 daga.
STÓRLÆKKAÐ VERÐ.
GERIÐ GÓÐ KAUP.
Elfur
Laugavegi 38.
T ceknisfarf
Viljum ráða tæknifræðing með vélfræðiþekkingu
eða vélfræðing til framtíðarstarfa. Staðgóð ensku-
kunnátta nauðsynleg.
Umsóknir merktar: „Tæknistarf“ sendist skrif-
stofu vorri fyrir 15. marz n.k.
OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR H/F.,
Suðurlandsbraut 4, Reykjavík.
Verkstæðispláss
óskast
Óskum eftir að taka á leigu 100 fermmetra húsnæði.
er væri heppilegt fyrir bílaverkstæði.
H.F. Olgerðin Egill Skallagrímsson
Ægisgötu 10 — Sími 11390.
Óskum eftir að ráða
rafsuðumenn
plötusmiði
vélvirkja og
aðstoðarmenn
að stipasmíðastöð okkar.
Öll vinna unnin í upphituðu húsi.
Stálskipasmiðjan hf.
v/Kársnesbraut, Kópavogi.