Morgunblaðið - 27.02.1966, Blaðsíða 17
Sunnu<Jagur VI. fefcrfiar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
„Raddir f relsisins44
WAY eru heimssamtök æsku-
lýðsráða. í>essi samtök gefa út
tímarit er nefnist WAY Forum,
og er nýlegt hefti þess helgað
blöðunum, sem kölluð eru „radd
ir frelsisins". í þessu hefti eru
imargar athyglisverðar greinar,
þar sem m.a. er fjallað um hinn
ískyggilega blaðadauða. Einn
þeirra, sem þar skrifa, er
Terkel M. Terkelsen, aðalrit-
stjóri Berlingske Tidende í
Kaupmannahöfn. Hann segir m.
a.:
„!>að er ljóst, að hvarf óháðra
blaða — hvort sem það er vegna
þess að útgáfu þeirra er hætt,
eða þau sameinuð öðrum —
ieggur þyngri skyldur á herðar
þeirra blaða, sem eftir lifa. f>eg-
ar blaðað er í 216 árgöngum
Berlingske Tidende, þá sér mað-
ur breytingarnar, sem á hafa
orðið eftir því sem tímar liðu,
og breytingarnar, sem á hafa orð-
ið í ritstjórnarháttum á þessum
síðustu tímum, sýna þróun, sem
ég held, að sé sameiginleg blöð-
Stórvirkir löndunarkranar i Reykjavíkurhöfn,
(I.jósm.: Sv. Þorm.j
REYKJAVÍKURBRÉF
unum í hinum vestræna heimi.
Blöðin nálgast lesendur sína á
breiðari grundvelli og eru frjáls-
iegri í afstöðu sinni til þeirra,
sem hafa aðrar stjórnmálaskoð-
anir. Strangara hlutleysis er
gætt í frásögnum og fréttavali,
þó að sérhvert blað áskilji sér
að sjálfsögðu réttinn — og hafi
skylduna — til að láta uppi sín-
er eigin skoðanir í ritstjórnar-
greinum“.
Frelsi fylgir
ábyrgð
Terkelsen heldur áfram:
„Verndun einstaklingsins gegn
ranglæti eða handahófsmeðferð
yfirvaldanna er enn meðal helztu
skyldna dagblaðanna, og ég get
ekki hugsað mér meira ánægju
efni en að sjá ranglæti leiðrétt
fyrir milligöngu blaðs. Blöðin
!hafa auga með embættisbákninu,
en þangað til fyrir fáum árum
gat maður spurt: Hver hefur
auga með blöðunum? Valdið,
sem gerir blöðunum mögulegt að
tryggja, að réttlæti nái fram að
ganga, er einnig hægt að nota
í miður göfugum tilgangi, þegar
verst lætur: Blöðin taka að sér
að dæma, að myrða mannorð
manna með svo klóklegum hætti,
að meiðyrðalöggjöfin nái ekki
til. Mesta framförin í siðgæði
dagblaðanna er að mínu mati
®ú, að í hverju landinu eftir
annað hefur verið komið á stofn
blaðaráðum eða svipuðum stofn-
unum, er menn hafa efnt til af
frjálsum vilja og geta með
myndugleika sínum haldið blöð-
unum innan takmarka velsæmis-
ins. Það er vissulega vert að
berjast fyrir frelsi blaðanna, en
samfara því verður ábyrgðartil-
finningin að fylgja.
Mikil samkeppni hefur ætíð
átt sér stað við útgáfu dagblaða.
Fækkun blaðanna hefur ekki
dregið úr samkeppninni, en þess
sjást merki í heimsblöðunum, að
samkeppni um gæði borgi sig
betur en samkeppni um æsi-
fregnir. Lesendur blaðanna eiga
heiðurinn af þessari þróun, sem
allir alvarlega hugsandi blaða-
menn fagna.
— Blöðin njóta ekki lengur
einokunaraðstöðu við flutning á
fréttum. Hver einstaklingur get-
ur sannreynt innihald þeirra
heima í sinni eigin dagstofu.
Þetta krefst meiri hraða, meiri
nákvæmni, meiri þekkingar og
skarpari skilnings á bakgrunni
fréttanna — vegna þess, að oft
er það svo, að fréttirnar eru eklú
lengur nýjungar fyrir lesandann,
þegar hann fær dagiblað sitt“,
Laugard. 26. febrúar
Æsiblöð
Þessar hugleiðingar Terkels-
ens eru vissulega umhugsunar-
verðar, jafnt fyrir íslenzka
blaðalesendur sem blaðamenn.
Þrátt fyrir harða samkeppni og
stöðugar ýfingar milli blaða,
sem hér hafa legið í landi og
eru magnaðri vegna tengsla blað-
anna við stjórnmálaflokkana,
þá verður ekki um það deilt, að
öll dagblöðin eru nú mun vand-
aðri og hafa betri blæ en áður
fyrri. Til þess liggja ýmsar á-
stæður, m.a. sú, sem Terkelsen
nefnir: Fréttaflutningur útvarps
ins veitir hlustendum möguleika
til að sannreyna fréttafluning
blaða mun örugglegar en áður.
Ofstæki og hlutdrægni ráða enn
of miklu í íslenzkri blaða-
mennskiu, þó óneitanlega mjög
mismunandi miklu í hverju
blaði um sig, og jafnvel hjá
hverjum blaðamanni um sig.
Bein afbökun á málflutningi
andstæðinga sézt raunar enn, en
er orðin mun fátíðari en áður.
Um það verður ekki deilt, að
þróunin gengur í rétta átt.
Þó er sízt til sæmdar, að sam-
tímis fjölgar æsiblöðum. Þeim
blaðakosti gæti ekki farið fjölg-
andi, nema vegna þess að mark-
aður fyrir þá vöru er hér til.
Hið ískyggilega er, að eftir því
sem hin almennu blöð verða á-
byrgari og stilla sig betur um
að birta tilhæfulausar æsifregn-
ir og rógsögur, skuli spretta upp
hvert blaðið á fætur öðru, sem
nær eingöngu sinna þessum
þrifalegu verkefnum. Nú er að
vísu svo, að flestir vita, að ekki
má taka mark á þessum skrif-
um, og nær allir álíta það fyrir
neðan virðingu sína að leiðrétta,
þó að í þessum blöðum sé að
þeim veizt. Engu að síður heyr-
ist einstöku sinnum sagt, að úr
því að einhver rógburður er
ekki leiðréttur, þá muni hann
vera sannur, eða a.m.k. eitthvað
til í honum. Fáir munu þó hugsa
svo, þó að of margir hafi ó-
skiljanlega ánægju af að lesa
slúðrið til kryddunar þeim fregn
um, sem líkur eru þó til að
gerzt hafi í mannheimi. Sá á-
nægja minnir á það, þegar menn
helltu í sig kogespritti til þess
að sleppa úr atburðalitlum hvers
dagsleika og gefa hugmyndaflug-
inu byr undir báða vængi.
Meiðyrðamál
árelt?
Eðlilegt er, að menn spyrji,
hvort meiðyrðamál séu í raun
og veru svo þýðingarlaus og úr-
elt sem ætla mætti ú-r því að
flestir þeir, sem fyrir ástæðu-
lausum áburði verða, láta þau
undan fallast. Á fyrstu áratug-
um þessarar aldar voru meið-
yrðamál, einkum á milli blaða-
manna, hér svo tíð, og oft af svo
smávægilegu tilefni, að þau urðu
brosleg. M.a. þess vegna hafa
flestir blaðamenn og
stjórnmálamenn sett sér þá
reglu, að fara aldrei í meið-
yrðamál, hvaða fjarstæða sem
um þá er sögð. í himum ensku-
mælandi heimi, ekki sízt í Eng-
landi, eru meiðyrðamál t.d. hlut-
fallslega miklu tíðkanlegri en
hér á landi. Orð margreynds
blaðamanns, eins og Terkelsens
ritstjóra, sanna og, að hann tel-
ur meiðyrðalöggjöfina einn af
meginþáttum þess, að ábyrgu
frelsi verði uppi haldið. Terk-
elsen bendir m.a.s. á, að það sé
ekki einungis sjálfsagt að meið-
yrðalöggjöf sé haldið í heiðri,
heldur og, að hún ein nægi ekki.
Blaðamennirnir verði þar fyrir
utan að setja sér siðareglur og
gæta þess með frjálsum sam-
tökum, að þeim sé fylgt. Fyrir
Skömmu var frá því sagt, að ís-
lenzkir blaðamenn hefðu komið
sér saman um siðareglur. Von-
andi reynast þær til bóta. Ein-
mi-tt af því að fæstir hér hirða
um að rekast í meiðyrðamálum,
þá er því ríkari ástæða fyrir
blaðamenn að tryggja hvort-
tveggja, að siðareglur þeirra nái
til þess, sem helzt ber að forð-
ast, og að þær séu í heiðri hafð-
ar. Þess vegna væri það fyllilega
þess vert fyrir íslenzka blaða-
menn að íhuga að koma hér upp
samskonar eða svipuðu blaða-
ráði og Terkelsen minnir á, að
efnt hefur verið til í fj)ölda
landa.
Gestrisni forsætis
ráðherra?
Skoplegt er að sjá, hvernig
dómarnir yfir rússnesku skáld
unura tveimur hafa orðið til
þess, að hinir ólíklegustu menn
hér á landi reyna að ná í sams
konar p-íslavottsgloríu handa
sjálfum sér eða skjólstæðin-gum
sínum. Vegna þess, sem um þetta
var sagt í síðasta Reykjavíkur
bréfi, segir t.d. Austri í Þjóð
viljanum miðvikuda-ginn 23
febrúar 1966:
„Þannig segist forsætisráð
herrann sjálfur vera vaxinn upp
úr fyrri „litilmennsku“ sinni, og
má það vera fagnaðarefni fyrir
marga, m.a. fyrir höfund þessara
pistla sem margsinnis hef-ur ver-
ið dæmdur fyrir ritaða gagnrýni
og m.a. notið gestrisni núver
andi forsætisráðherra í fanga-
húsinu á Skólavörðustíg 9“.
Látum túlkunina á Reykjavík-
urbréfinu eiga sig, hún skiptir
ekki máli í þessu sambandi. Það
skoplega er, að Magnús Kjart-
ansson vill minna á, að hann
hafi svo sem setið í fangelsi ekki
síður en rússnesku rithöfund-
arnir tveir. Væn-tanlega ætlast
hann þá til að njóta ekki síður
samúðar en þeir og að íslenzk
réttargæzla hljóti samskonar
fordæmingu og hin rússneska.
En er það þá rétt, að „n|iver-
andi forsætisráðherra“ hafi feng-
ið Magnús Kjartansson dæmdan
fyrir „ritaða gagnrýni", og beri
ábyrgð á, að hann hafi hlotið
gistingu í fangahúsinu á Skóla-
vörðustíg 9?
fé kom — heldur vildi hann
Skaffa sér píslarvottsbau-ginn,
Víst má segja, að ekki hafi hon-
um af veitt að punta upp á sig
með einhverju.
Ekki f járvant
Ritstjóra Þjóðviljans var sem
betur fer ekki f járvant, þegar til
átti að taka. Þess vegna gat hann
afþakkað gistivináttuna á Skóla-
vörðustíg strax og hann taldi
si-g vera búinn að vinna fyrir
geislaba-uginum. En allir eiga
ekki svo auðvelt með að afla sér
fjár þegar þeim bezt hentar. Það
eru fleiri en Þjóðviljinn, sem
furða sig á, af hverju Sovét-
stjórnin hafi gripið til þess óynd-
isúrræðis, að láta dæma ri-thöf-
undana tvo í margra ára fang-
elsi. Því að sannarlega mátti
henni vera ljóst, að slíkt hlaut
að baka henni mikinn álits-
hnekki utan Rússlands. Skýring-
in er sú, að hún lætur sig það
meira skipta að halda aganum
heima fyrir. Þetta neyðarúrræði
sýnir, að þar er meiri órói en
flestir gera sér grein fyrir. Um
þetta er bók Júgóslavans Mih-
ajlo Mihajlovs „Sumar í Moskvu“
merkileg heimild. Þar segir frá
viðtölum við marga merka nafn-
greinda rússneska rithöfunda og
lýst er andrúmsloftinu, sem ríkti
á meðal stúdenta og ungskálda í
Moskvu og Leningrad sumarið
1964. Mihajlo segir m.a. frá
viðtölum sínum við Vladimir
Dudintsey, skáldið sem varð
frægt fyrir bók sína „Ekki af
brauði einu saman".
Fljótur að borga
Það mun vera rétt, að Magn-
ús Kjartansson var settur í hegn-
ingarhúsið að Skólavörðustíg 9
hinn 22. ágúst 1955 klukkan
15.00, til að afplána sektir sam-
tals að upphæð 7,200 krónur,
sem dómstólarnir höfðu lagt til
vara við 62 daga varðhald, ef
sektirnar yrðu ekki greiddar.
Fangelsisvistin stóð hinsvegar
ekki lengi, því að Magnús var
leystur út hinn 26. ágúst næst-
an á eftir klukkan 22,35 með
greiðslu á 6.650 krónum, þ.e.
þeirri fjárhæð, sem hann átti
þá eftir að afplána. Magnús man
það rétt, að þegar þetta skeði
var núverandi forsætisráðherra
dóhismálaráðherra. En hann
hafði ekki verið upphafsmaður
þeirra máiaferla, sem leiddu til
gistingar Magnúsar Kjartansson-
ar að Skólavörðustíg 9. Þarna
var um að ræða afplánun á
fjölda dóma sem safnazt höfðu
fyrir árum saman. Einungis eitt
þeirra mála, sem þarna kom
við sögu, hafði verið höfðað af
ákæruvaldinu. Sú málshöfðun
var gerð eftir beinni kröfu á-
kveðins embættismanns, sem
átti lagalegan rétt til slíkrar
málsmeðferðar. Öll hin málin
voru meiðyrðamál höfðuð af ó-
líkum aðilum. Núverandi forsæt-
isráðherra var ekki þeirra á með
al. Ef hann hefði kært sig um
mundi íhann þó vafalaust hafa
getað fengið Magnús Kjartans-
son dæmdan fyrir býsna mörg
ummæli á þeim árum, því að
svo harðvítugur sem Þjóðviljinn
er nú í garð Bjarna Benedikts-
sonar, er það svipur hjá sjón
miðað við það, sem var á með-
an Magnús Kjartansson var í
fullu fjöri. „Gestrisnin“, sem nú
verandi forsætisráðherra á að
'hafa sýnt ritstjóra Þjóðviljans,
var því einun-gis sú, að hann lét
Magnús ekki sérstaklega undan-
þeginn því að gjalda þær sektir,
sem löglegir dómstólar höfðu
kv-eðið upp. Greiðsla M-agnúsar
hinn 26. ágúst 1955 sýnir og að
hann skorti ek-ki fé til sektar-
greiðslunnar — hvaðan sem það
Sáralítil upplög
Hluti frásagnarinnar er á
þessa leið:
Ég segi hiklaust, að hann sé
einn af heiðarlegustu mönnun-
um, sem ég hitti í Moskvu.
Hann býr með konu sinni og
þremur dætrum, sem eru í
menntaskóla, og lifir mjög hóf-
sömu lífi. Til þess að komast
af, þarf hann að verja miklum
tíma til þess — ásamt konu sinni
— að þýða úr úkraínsku. Ritlaun
í Sovét-Rússlandi eru tiltölulega
há, svo að þau gera slkáldum
mögulegt að lifa af því að birta
eitt lítið ljóðasafn á ári (eins
og t.d. er um Évgeny Vinokunov
En Dudintsev á, eins og
margir aðrir „óhlýðnir“ rithöf-
undar, erfitt með að komast af,
verk öhlýðinna rithöfunda eru
gefin út í sáralitlum upplögum.
Dudintsev sýndi mér vélritað
eintak af skáldsögu sinni, sem
einhver hafði sent honum utan
af landi. Það er sennilega eina
skáldsagan á 20. öld, sem er
dreift vélritaðri manna á meðal.
Hinn þýzki útgefandi Dudints-
evs heimsótti hann ekki alls
fyrir löngu í Moskvu og varð
hissa á fátæktinni, sem íbúð rit-
höfundarins bar vitni um. „Ég
hefði haldið, að þú værir rík-
asti maður í Rússlandi“, sagði
útgefandinn við hann. Því að þó
að Sovét-Rússland sé ekki aðili
að alþjóðasamningunum um höf
undarétt, þá borguðu margir af
vestrænum útgefendum um þess-
ar mundir gífurleg ritlaun fyr-
ir útgáfu skáldsögu Dudintsevs
til hinnar Sovézku alþjóðlegu
bókastofnunar, sem Dudintsev
hafði samning við — hann átti
að fá 70% af ritlaunum, en 30
% að ganga til stofnunarinnar.
Stofnunin hélt hinsvegar ekki
samninginn af sinni hálfu, og
Dudintsey hafði ekki fengið
grænan túskilding frá henni.
„Þetta getur maður nú kallað
arðrán auðvaldsins“, sagði hinn
þýzki útgefandi skáldsins, er
hann heyrði hvernig málum var
háttað.“
Sovétherrarnir hafa sannar-
lega mörg ráð til að halda
skikki á skáldum sínum. Þeir
þurfa ekki að grípa til fangels-
ana fyrr en í fulla hnefana.
Stjórnvöldin ráða, hvaða bækur
eru gefnar út, upplögum þeirra
og hvað borgað er í ritlaun. Of-
an á þetta bætist svo ri-tskoðun,
til að að allt sé tryggt bak og
fyrir. Og ef eitthvað ber samt
út af, þá blasa við fangelsi, sem
engin sektagreiðsla bjargar gest-
inum frá.