Morgunblaðið - 27.02.1966, Blaðsíða 16
16
MORGU NBLAÐÍÐ
Sunnudagur 27. febrúar 196«
Útgefandi: Hf. Árvakur, Keykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands.
í lausasöiu kr. 5.00 eintakið.
MYNDARLEGT ÁTAK
UTAN ÚR HEIMI
BARATTAN «ISINN
A f hinum mörgu og myndar-
**■ legu framkvæmdum
Reykjavíkurborgar á yfir-
standandi kjörtímabili, ber
gatnagerðina og hitaveituna
hæst. Hitaveituframkvæmdir
á yfirstandandi kjörtímabili
hafa verið mjög umfangs-
miklar, og stórir borgarhlut-
ar, sem áður voru hitaðir upp
með olíu njóta nú hitaveit-
unnar og sparnaðar í hitun-
arkostnaði af þeim sökum. í
árslok 1961 voru rúmlega
4.400 hús tengd við hitaveit-
una, en í árslok 1965 var f jöldi
þessara húsa 6287. í árslok
1961 nutu 51% af íbúum
Reykjavíkur góðs af hitaveit-
unni, en í árslok 1965 höfðu
73% íbúa Reykjavíkur hita-
veitu. Þessi tvö dæmi sýna
hvað framkvæmdir á yfir-
standandi kjörtímabili í hita-
veitumálum hafa verið gíf-
urlega miklar. Fjögurra ára
hitaveituáætluninni lýkur í
sumar, og munar ekki nema
nokkrum mánuðum frá því,
sem upphaflega var áætlað.
Sparnaður af hitaveitu fyr-
ir íbúa Reykjavíkur er mik-
ill, og má nefna sem dæmi,
að þegar greiddar eru þúsund
krónur til upphitunar með
olíu, eru aðeins greiddar 600
krónur til upphitunar með
heitu vatni, og nemur sparn-
aðurinn því 40%. Gjaldeyr-
issparnaður vegna hitaveit-
unnar er einnig mikill, og
má nefna sem dæmi, að síð-
astliðið ár var sparnaður
vegna hitaveitunnar sem
svarar 100 milljónum lítra af
hráolíu en var 1961 sem svar-
ar 63 milljónum lítra af hrá-
olíu.
Lögn dreifingarkerfis hita-
veitunnar hefur gengið nokk
urn veginn samkvæmt áætl-
un, en öflun vatns hefur geng
ið nokkru seinna en áætlað
var, þar sem verið er að gera
tilraunir með dælur, og er
hér um tæknilegt vandamál
að ræða, og lausn þess talin
skammt undan.
Af þessu má sjá, að gífur-
legt átak hefur verið gert í
hitaveitumálum Reykjavíkur
á yfirstandandi kjörtímabili,
sem sparað hefur Reykvík-
ingum stórfé, og þjóðarbúinu
í heild einnig. Það skyggir að
vísu nokkuð á, að komið er
í ljós, að hitaveitukerfið í
gamla bænum, sem er raun-
ar orðið mjög gamalt, hefur
brugðizt, bæði í vetur og áð-
ur, er miklir kuldar hafa kom
ið. Borgarstjóri hefur skýrt
frá því, að lagfæringar og
endurbætur á hitaveitukerfi
þessara borgarhluta muni
héðan í frá látnar sitja fyrir
öðrum framkvæmdum á veg-
um hitaveitunnar, og er það
að sjálfsögðu eðlilegt.
En þrátt fyrir þá galla, sem
fram hafa komið á gamla hita
veitukerfinu, getur engum
blandast hugur um, hvílíkt
afrek hefur verið unnið, að
auka svo hitaveituna á aðeins
fjórum árum, að nú búa 73%
íbúa Reykjavíkur við hita-
veitu. Þetta er glæsilegt fram
tak, sem er glöggt vitni um
dugnað og framtakssemi nú-
verandi borgarstjórnarmeiri-
hluta.
FRÁLEIT
HUGMYND
Dobert Kennedy, öldunga-
deildarþingmaður, bróð-
ir hins látna Bandaríkjafor-
seta, hélt fyrir nokkru blaða-
mannafund, þar sem hann
kvaðst ekki sjá neitt athuga-
vert við það, að veita Viet
Cong mönnum aðild að sam-
steypustjórn í Suður-Viet-
nam. Nokkrum dögum seinna
sagðist Kennedy raunar hafa
átt við aðild Viet Cong að
samsteypustjórn í Suður-Viet
nam, eftir að frjálsar kosn-
ingar hefðu farið fram þar í
landi. Á þessu tvennu er auð-
vitað mikill munur, en þrátt
fyrir þessa leiðréttingu
Kennedys, hafa tvö íslenzk
dagblöð tekið mjög undir
fyrri ummæli hans.
Ætla mætti að mönnum
væri enn ofarlega í huga
reynslan af ýmsum sam-
steypustjórnum, sem komm-
únistar áttu aðild að, t.d. í
Austur-Evrópulöndunum, að
heimsstyrjöldinni síðari lok-
inni. Niðurstaðan var jafnan
sú, að kommúnistar sölsuðu
undir sig mikil embætti í
ríkisstjórnum þessara landa,
og í krafti þeirra og rauða
hersins tókst þeim að hrifsa
öll völd í þessum löndum.
Tillaga Róberts Kennedys
um hugsanlega aðild Viet
Cong að samsteypustjórn í
Suður Vietnam, er því algjör-
lega fráleit, nema Viet Cong
fengi það mikið fylgi í frjáls-
um kosningum, að þeir hefðu
afl til þess að eiga aðild að
ríkisstjórn. En á það er að
líta, að frjálsar kosningar
ættu þá ekki aðeins að fara
fram í Suður Vietnam, þær
yrðu einnig að fara fram í
Norður-Vietnam, og þess yrði
vandlega að gæta, að engin
börgð væru í tafli í þeim
hluta landsins.
En þeir menn, sem af fjót-
ræði hafa tekið undir hug-
mynd Kennedys um aðild
Viet Cong að samsteypu-
stjórn í Suður Vietnam, sem
hann hefur raunar fallið frá
síðan sjálfur, ættu að hafa
það hugfast, að það er eng-
in lausn á vandamálum fólks-
ins í Suður-Vietnam, þótt út-
sendurum kommúnista sé
hleypt inn í ríkisstjórn lands-
ins
• Hið mikla vetrarríki á
Norðurlöndum hefur valdið
margskonar vandræðum-,
bæði á sjó og landi. Skip hafa
átt í miklum erfiðleikum
víða, svo sem kunnugt er, og
ísbrjótar haft nóg að gera. f
síðustu viku fór svo, að
danskt björgunarskip fór á
hliðina undan ofurþunga Lss-
ins, þar sem það var að reyna
að hjálpa öðru skipi, sem
hafði orðið fyrir vélarbilun og
festst í ísnum. Einnig hafði
komið leki að skipinu og sjór-
inn komizt í korn, er það
flutti.
Nánari tildrög voru þau, að
skipið „Lima“ frá Haderslev,
sem var á leið til Árósa, varð
fyrir vélarbilun á laugardags
morgun, 19. febr. og festist í
ís undan Falsterbo. Ofsaveð-
I ur var, snjókoma og skyggni
aðeins örfáir metrar. Björg-
unarskipið „Svava“, frá björg
unarfélaginu „Switzers“, var
sent á vettvang til þess að
hjálpa „LIMA“. Þegar að
skipinu kom hafði ísinn rekið
það á grynningrr og þegar
björgunarmenn á „Svava“
reyndu að kasta dráttartaug
til skipverja á „Lima“, mun-
aði minnstu, að „Svava“
hrektist einnig á grynningar
undan ísnum og straumtþung-
anum. Eihhverjar skemmdir
urðu á skipinu svo að því
varð að sigla heim, en í stað-
inn var sent á vettvang
stærra og aflmeira björgunar-
Skip, „Sigyn“. Kom það á stað
inn á sunnudag — en hafði
ekki lengi gert tilraunir til að
bjarga „Lima“, er það hrakt-
ist undan ísnum og lagðist á
hliðina. Var það einungis
þakkað reynslu skipsihafnar-
innar, að ekki skyldi verða
manntjón — en Skip þetta hef
ur verið við björgunarstörf
við Grænlandsstrendur und-
anfarin sumur og skipstjór-
inn því vel kunnugur aðstæð-
um í ís. Hinsvegar munaði
minnstu, að eiginkona og
tveggja ára sonur vélstjóra
færust. Urðu skipverjar að
höggva sig gegnum mörg skil-
rúm til að ná þeim.
Ekki er talið líklegt, að
unnt verði að bjarga „Sigyn“,
fyrr en ísa leysir — en sam-
kvæmt veðurspám fyrir helg-
ina mátti búast við hvass-
viðri af suðaustri og var þá
óttazt, að ísinn myndi reka
enn nær landi. Hinsvegar
hafði hlýnað töluivert og
hlánað — (svo sem sjá má af |
meðfylgjandi mynd af drengj i
unum litlu að hjóla út í poll- «
inn). U
Á mánudag var þyrla send |
á vettvang til þess að bjarga ,
skipverjum af „Sigyn“ og ■
flytja vatn og vistir til skip- I
verja á „Limu“. Var þá talið, |
að skipverjar á „Limu" yrði
einnig að flytja á brott fljót- !
lega, því að sjór hafði komizt |
í kornfarm skipsins — 400
lestir, sem flytja átti til Ár- \
ósa — og mátti búast við að i
það gerjaði, ef hlýnaði í |
veðri og eiturgufur mynduð- n
ust, er orðið gætu mönnum T
lífshættulegar. I
Spfjlgiíe
mSSM"
W ■%.
■
Á öskudag var frí í skólum í Danmörku — «g þann dag byrj-
aði verulega að hlýna í veðri. Drengirnir hér á myndinni
notuðu sér góða veðrið, svo s em sjá má á meðfylgjandi mynd.