Morgunblaðið - 02.03.1966, Side 16
16
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. marz 1968
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
. Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
FYRIRTÆKI í ÞÁGU
LANDBÚNAÐAR
k Búnaðarþingi var rætt
um, hvern hag við ís-
lendingar gætum haft af því
að reisa kornmyllur og flytja
korn til landsins í tankskip-
um og ómalað. Hafa niður-
stöður athugana á þessu máli
áður verið birtar hér í blað-
inu.
Morgunblaðið hefur bent á
að æskilegasta leiðin til að
hrinda þessu stórmáli í fram-
kvæmd væri sú, að stofna öfl-
ugt félag, almenningshlutafé-
lag, sem fyrst og fremst væri
í eigu bænda um land allt, en
aðrir þeir, sem áhuga hefðu á
að festa fé sitt í slíkum
rekstri gætu orðið meðeig-
endur.
Eins og kunnugt er hefur
sú hugmynd skotið upp koll-
inum öðru hverju, að þjóð-
nýta ætti Áburðarverksmiðj-
una, þar sem ríkið væri hvort
sem er meirihlutaeigandi þess
fyrirtækis. — Morgunblaðið
hefur lýst andstöðu sinni við
slíkar fyrirætlanir. Reynslan
hér á landi sem annars stað-
ar af þjóðnýttum fyrirtækj-
um er ekki með þeim hætti,
að eðlilegt sé að halda lengra
út á þá braut. Þvert á móti
ætti að gera ráðstafanir til að
losa ríkið við ýmsan þann
rekstur, sem betur er kom-
inn í höndum -einstakling-
anna og félaga, sem borgar-
arnir eiga. Nýjasta dæmið
um þetta er óstjórnin á Skipa
útgerð ríkisins, en fleiri
dæmi mætti nefna.
En þegar rætt er um að
stofna öflugt félag, sem ræki
kornmyllur, vaknar sú hug-
mynd, hvort ekki væri unnt
að stofna enn öflugra félag,
sem samhliða þessum rekstri
ætti Áburðarverksmiðjuna og
gerði ráðstafanir til að endur-
bæta hana og efla.
Lítill vafi er á því, að þeir,
sem Áburðarverksmiðjuna
eiga ásamt ríkinu, væru fúsir
til að taka þátt í stofnun slíks
félags, og fjöldi annarra
manna, ekki sízt í bændastétt,
mundi vilja vera með í slíku
átaki, að því þó auðvitað á-
skildu, að það væri vel undir-
búið, og ekki yrði á því þjóð-
nýtingarbragur og sá ræfil-
dómur, sem því fylgir venju-
lega að hafa pólitíska yfir-
stjórn fyrirtækjanna.
Því miður hagar svo til hér,
gagnstætt því sem yfirleitt er
í lýðræðisríkjum, að engin
stofnun eða fyrirtæki er til,
sem hefur það meginmark-
mið að undirbúa ný verkefni
og hleypa þeim af stokkun-
um með þátttöku annarra.
Þetta hefur leitt til þess, að
þegar rætt er um þörf endur-
skipulagningar, yaknar fyrst
sú hugmynd, að ríkið sé þar
aðili — og er þá farið úr ösk-
unni í eldinn, eins og sumir
vilja nú gera varðandi Áburð
arverksmiðjuna. Mikil þörf
væri á því, að hér risi upp
öflug fjárfestingarstofnun,
sem frumkvæði hefði að því
að stofna heilbrigð fyrirtæki
í eigu fjöldans, en tæki jafn-
framt til skoðunar tillögur
framsýnna athafnamanna og
gerðist aðili að stofnun fyrir-
tækja, bæði með framlagi á-
hættufjár og lánsfjár.
En þar sem slík stofnun er
ekki til, yrði ríkið að leita til
forustu atvinnuveganna um
framgang máls eins og þess,
sem hér er rætt um, ef póli-
tískur vilji er fyrir hendi til
að hrinda því í framkvæmd,
sem ekki ætti að þurfa að
efa, því að stefna Sjálfstæðis-
flokksins er skýr í því efni að
æskja fremur einkareksturs
en opinbers reksturs. Alþýðu-
blaðið hefur tekið undir þá
hugmynd að reyna eigi hér á
landi almenningshlutafélög,
og naumast ættu samvinnu-
raenn að vera andvígir stofn-
un slíkra fjöldafélaga, þar
sem eignaraðildinni er dreift
mjög mikið. Kommúnistar
yrðu auðvitað á móti þessu,
og andstaða þeirra væri sem
fyrr bezta sönnunin fyrir nyt
semd málsins.
ÁLYKTUN FRYSTI-
HÚSAEIGENDA
Deynt hefur verið að blása
1 upp ályktun, sem nokkr-
ir frystihúsaeigendur gerðu
fyrir helgina varðandi vinnu-
afl og þenslu á vinnumark-
aði, og er tilefnið þó lítið.
Stjórn Sölumiðstöðvar hrað
frystihúsanna hafði boðað til
aukafundar samtakanna til
að ræða þessi mál, en ekki
var áhuginn þó meiri en svo,
að fundurinn varð ólögmætur,
þar sem ekki mætti helming-
ur fulltrúa, þrátt fyrir mik-
inn bægslagang stjórnarand-
stæðinga, sem eru nokkrir í
þessari atvirinugrein, þótt ó-
trúlegt sé. Höfðu þeir gert
margítrekaðar tilraunir til að
knýja fram samþykktir um
andstöðu við stóriðjufram-
kvæmdir, og stórvirkjun við
Búrfell, en ekkert komizt á-
leiðis, því að athafnamenn á
sviði útvegs og fiskiðnaðar
eru auðvitað ekki síður áhuga
samir um það að efla ís-
lenzka atvinnuvegi en aðrir.
Hitt er auðvitað ekki óeðli-
legt að atvinnurekendur ræði
vandkvæði þau, sem eru á út-
vegun vinnuafls, og skiljan-
leg sú ályktun, sem frysti-
húsaeigendurnir orðuðu
þannig:
Sinjavsky nýtur útivistarinnar í skóglendi og freðmýrum Norður-Rússiands. — Á meðfylgjandi '
mynd er hann að tilreiða sér hádegisverð yfir opnum eldi.
Náttúrudýrkandinn Sinjavsky
SOVÉZKI rithöfundurinn
Andrei Sinjavsky, sem
fyrir skömmu var dæmdur í
sjö ára fangelsi og fimm ára
útlegð, er kominn af óbreyttu
bændafólki, sem kynslóðum
saman hefur búið í skóglendi
og freðmýrum Norður-Rúss-
lands. I því umhverfi er
Andrei Sinjavsky sjálfur
fæddur og uppalinn og þang-
að liggja rætur skáldskapar
hans — persónuleiki hans er
þar mótaður, trú hans vakin
á eitthvert afl mönnum æðra,
trúin og ástin á náttúrunni og
aðdáun á hinu árstíðabundna
lífi, starfi, hugsunarhætti og
einstaklingshyggju bænd-
anna. En alla þessa eiginleika
telur Sinjavsky að hið komm-
úníska þjóðfélagskerfi troði
fótum, sovézku þjóðinni til
miska og vansæmdar.
Sinjavsky hefur, að sagt er,
alla tíð verið mikill náttúru-
dýrkandi og notið þess að
fara einförum — reika um víð
lenda skóga eða sigla um stór-
fljótin rússnesku.
Hinn sovézki rithöfundur-
inn, Yuri Daniel, sem hlaut
fimm ára fangelsisdóm og
þriggja ára útlegð, mun
fæddur og uppalinn í svipuðu
umhverfi og Sinjavsky og ein-
staklingseðli beggja hefur
gert uppreisn gegn hinu
kommúníska þjóðskipulagi,
þar sem einstaklingurinn
skiptir engu máli nema sem
verkfæri í þágu heildarinnar.
Þeir Sinjavsky og Daniel
voru báðir góðvinir Boris
Framh. á bls. 14
Sinjavsky ber kistu
Pasternaks.
Hér siglir Sinjavsky, ásamt konu sinni og hundi þeirra hjónanna, eftir fljótinu Ossip sem renn-
ur um ættarslóðir hans.
„Mikilvægt er að stórfram-
kvæmdum á ýmsum sviðum
verði hagað með þeim hætti,
að ekki verði aukið á spennu
vinnumarkaðsins, eða efnt til
óeðlilegrar samkeppni við
sjávarútveg og fiskiðnað um
íslenzkt vinnuafl, og er ein-
dregið hvatt til þess að gerð-
ar verði ráðstafanir til að af-
stýra slíkri þróun og forða
þar með fyrirsjáanlegum
vandræðum í útflutnings-
framleiðslu af þeim sökum“.
Frystihúsaeigendurnir á-
rétta þannig einmitt það, sem
ríkisstjórnin hefur lagt á-
herzlu á, að framkvæmdir
verði skipulagðar þannig, að
þenslan verði sem minnst. Að
vísu veit enginn nú, hvernig
umhorfs verður á vinnumark
aðnum sumarið 1968, þegar
framkvæmdirnar við Búrfell
verða í hámarki. Samt hafa
verið gerðar víðtækar athug-
anir á vinnuaflsþörf, og
verða framkvæmdir einmitt
skipulagðar með hliðsjón af
framangreindum sjónarmið-
um frystihúsaeigendanna og
annarra atvinnuvega.
HÆSTI DÓMUR
Dins og skýrt var frá í blað-
^ inu í gær, hefur ábyrgð-
armaður sorpblaðsins Frjálsr
ar þjóðar verið dæmdur í
hæstu bætur, sem um getur,
vegna skrifa um Lárus Jó-
hannesson, fyrrv. Hæstarétt-
ardómara. Nema þær 75 þús-
und krónum, auk 7.500 króna
sektar og 20 þúsund króna
kostnaðar. Er þetta aðeins
eitt af átta málum, sem Lárus
höfðar gegn blaðinu.
Fram að þessu hefur meið-
yrðalöggjöfin ekki veitt
mikla vernd hér á landi, en
sýnilegt er nú að dómstólar
skilja betur en áður, að þessi
löggjöf á að vernda æru
manna, og má vera að þessi
dómur verði til þess að sorp-
blöðin fari sér hægar héðan
í frá en hingað til.